Síða 1 af 1

Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 17:38
frá Snake
Verðu ekki hægt að sjá nýjustu póstana til hliðar eins og var? Með þökk fyrir frábærat frtak með því að halda úti jeppaspjalli!

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 17:48
frá grimur
Ég á nú von á því. Vefararnir eru líkast til á haus að koma þessu saman og í loftið.
Takk fyrir að halda Jeppaspjall.is gangandi!!!!

Kv
Grímur

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 17:49
frá Járni
Sæll! (færði þráðinn undir Vefurinn)

Við ætlum að prófa að hafa þetta svona rétt til að byrja með en munum líka kanna hvernig það er að bæta við hliðarstiku í þessu uppfærða kerfi.

Takk fyrir áhugann!

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 21:51
frá muggur
Vefurinn er flottur en væri ekki hægt að tvískipta nýju innleggjunum (ólesið) milli þráða og auglýsinga. Eins og þetta er núna þá dominera auglýsingar í ólesnu og það er mjög leiðinlegt þar sem ég hef voða lítinn áhuga á "uppuðum" auglýsingum en mikinn áhuga á allri spekinni sem kemur frá meðlimum spjallsins
Kv. Muggur

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 21:57
frá gislisveri
muggur wrote:Vefurinn er flottur en væri ekki hægt að tvískipta nýju innleggjunum (ólesið) milli þráða og auglýsinga. Eins og þetta er núna þá dominera auglýsingar í ólesnu og það er mjög leiðinlegt þar sem ég hef voða lítinn áhuga á "uppuðum" auglýsingum en mikinn áhuga á allri spekinni sem kemur frá meðlimum spjallsins
Kv. Muggur


Alveg sammála og það stendur til að skipta þessu. Markmiðið er bara að gera það með tilbúinni lausn ef hægt er, áður var þetta hálfgert skítmix sem erfitt var að breyta.

Annars er ég alveg á því að hafa nýjustu innleggin svona efst í miðjunni en ekki til hliðar eins og áður. Ég notaði eiginlega bara hliðarstikuna og veit að fleiri gerðu það líka, svo það er hálf fáránlegt að hún sé ekki meginefnið á forsíðunni. En vissulega væri gott að hafa auglýsingarnar sér. Kemur allt með kalda vatninu.

GS

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 22:19
frá Óttar
Mér finnst alger snild að það komi tillögur neðst í þræðinum sem maður er að skoða, svona tengdar efninu. Glæsilegt!

Kv Óttar

Re: Forsíða

Posted: 24.maí 2015, 22:22
frá gislisveri
Óttar wrote:Mér finnst alger snild að það komi tillögur neðst í þræðinum sem maður er að skoða, svona tengdar efninu. Glæsilegt!

Kv Óttar


Sammála því, mjög ánægður með þetta. Oft einhver gömul snilld sem leynist í þessu.

Re: Forsíða

Posted: 26.maí 2015, 15:41
frá eidur
muggur wrote:Vefurinn er flottur en væri ekki hægt að tvískipta nýju innleggjunum (ólesið) milli þráða og auglýsinga. Eins og þetta er núna þá dominera auglýsingar í ólesnu og það er mjög leiðinlegt þar sem ég hef voða lítinn áhuga á "uppuðum" auglýsingum en mikinn áhuga á allri spekinni sem kemur frá meðlimum spjallsins
Kv. Muggur


Það kemur, en í millitíðinni er hægt að fara inn í spjallið til að skoða virkar umræður þar: Spjallið
og til að sjá bara auglýsingar er hægt að fara í auglýsingarnar: Auglýsingar