Síða 1 af 3

Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 17.apr 2015, 09:31
frá gislisveri
Góðan daginn kæru félagar.

Við viljum þakka ykkur fyrir góðan vetur og skemmtilegar umræður. Það verður ekki of oft á það minnst hversu góður andinn er hérna inni og það er allt undir ykkur komið. Ef það væru veitt verðlaun fyrir háttvísi á íslensku vefverðlaununum, þá myndum við rústa þeim flokki. En nóg um það.

Hið íslenska jeppaspjall er núna rúmlega 5 ára gamalt og hefur lítið verið uppfært síðan það var sett á laggirnar. Við erum nokkuð ánægðir með það og langar litlu að breyta, en nú er þó svo komið að kerfið okkar er orðið úrelt og ekki lengur nógu öruggt fyrir hugsanlegum tölvuþrjótum.

Kerfið sem við notum heitir phpBB (php er forritunarmál og BB stendur fyrir Bulletin Board, eða einfaldlega spjallborð á íslensku). Nú er komin ný útgáfa af því sem lengi var beðið eftir, og við verðum einfaldlega að taka hana í notkun, af tæknilegum- og öryggisástæðum.

Slæmu fréttirnar eru:
-Vefurinn verður ekki nákvæmlega eins og hann er núna.
-Hann mun liggja niðri í einhverja stund þegar uppfærsla fer fram.
-Einhverjar viðbætur munu ekki koma inn um leið og nýr vefur fer í loftið
-Íslenskan verður hugsanlega eitthvað gölluð til að byrja með, en hún er að vísu ekkert til fyrirmyndar í núverandi kerfi.

Góðu fréttirnar eru:
-Vefurinn verður næstum því nákvæmlega eins og hann er núna.
-Hann verður öruggari.
-Hann verður mun læsilegri á snjalltækjum (25% af notkuninni er í gegnum slík tæki).
-Það verður margt auðveldara og einfaldara en áður, t.d. að hlaða upp myndum, stofna aðgang ofl.
-Hér verður sami gæðaandi og hingað til.

Eins og áður óskum við eftir skoðunum ykkar á vefnum þegar hann kemur upp, hverju mætti breyta og hvað þarf að laga. Við munum áfram hafa þann háttinn á að leyfa notendum að kjósa um breytingar sem einhverjar deilur eru um.

Það sem við biðjum um frá ykkur er:
-Ábendingar og hugmyndir.
-Að tækniþróaðir notendur aðstoði þá tækniheftu (eins og hér hefur tíðkast).
-Þolinmæði.
-Klapp á bakið ef vel tekst til.
-Klapp á kjammann ef illa tekst til.


Að lokum má geta þess að kostnaðaráætlun hljóðar upp á 0kr.


Jeppakveðjur,
Árni, Eiður og Gísli.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 17.apr 2015, 14:40
frá sukkaturbo
Sælir félagar takk fyrir að upplýsa okkur um þetta. Hér gott að vera og umhverfið er hér einfalt og öruggt og FRÍTT .Hér finnst mér gott að vera og er ég þó algjör pencil nagger. Svo vonandi verður þetta ekki vandamál og áfram Gísli Eiður og Árni og. kveðja guðni

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 17.apr 2015, 16:54
frá jeepson
Árni, Eiður og Gísli. Þið eigið hrós skilið fyrir að standa í þessu öllu og rukka ekki einn einasta mann fyrir að nota vefinn. Við stóðum okkur vel á sínum tíma þegar við létum gera jeppaspjall miðana og skiluðu þeir hagnaði fyrir síðuna. Þið eigið ekkert nema gott skilið fyrir að halda þessari frábæru síðu úti. Vonandi verður jeppaspjallið jafn gott eftir uppfrærsluna.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 17.apr 2015, 19:25
frá svarti sambo
Þeir aðilar sem standa að þessari síðu, fá 10 í einkunn frá mér og vona að svo verði áfram, eftir uppfærslu.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 17.apr 2015, 23:45
frá Fordinn
Já ég er sammála þið eigið miklar þakkir fyrir þessa síðu. Ég fer hér inn oft á dag, fastur liður i mínu daglega lífi =) hef fulla trú á að þetta verði jafn gott áfram eins og verið hefur !

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 18.apr 2015, 09:36
frá konradleo
Frábær síða, jeppaspjllið hefur hjálpað mér heilmikð, ég er daglega jafnvel nokkrumsinum á dag að skoða síðuna.
Þið eigið hrós skilið.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 18.apr 2015, 09:49
frá Izan
Sælir

Sammála því, skemmtileg síða og við óttumst ekki breytingar, það er fólkið sem skrifar á spjallið sem gerir það skemmtilegt ekki útlitið.

Kv Jón Garðar

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 18.apr 2015, 10:45
frá gislisveri
Izan wrote:Sælir

Sammála því, skemmtileg síða og við óttumst ekki breytingar, það er fólkið sem skrifar á spjallið sem gerir það skemmtilegt ekki útlitið.

Kv Jón Garðar


Þú hittir naglann á höfuðið.
Kv.
Gísli.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 18.apr 2015, 22:03
frá harnarson
Gott mál og skynsamlegt að vara okkur við í tíma. Þekki það af fenginni reynslu að það koma alltaf upp óvænt vandamál við svona uppfærslur og þetta er alltaf tímafrekara og meira mál en maður gerir ráð fyrir í upphafi (kannast jeppamenn við það? :) ).
Ef hægt væri að keyra uppfærðan vef samhliða þeim gamla (sem beta útgáfu) væri það mjög gott, hugsanlega með aðgangi takmarkaðs hóps. Getur afhjúpað ýmis vandamál og veitt tækifæri til að sníða af ýmsa agnúa áður en nýjum vef verður launsað opinberlega.
Svo er að sjálfsögðu rosalega mikilvægt að gæta þess að setja upp allar nýjar öryggisuppfærslur un leið og þær eru gefnar út fyrir nýjan vef.

Re: Stóra uppfærslan

Posted: 20.maí 2015, 22:49
frá gislisveri
Þá er komið að því, við stefnum á að byrja kl 9 að sunnudagsmorgni nk. Þá tökum við vefinn niður og mun vinna standa yfir eitthvað frameftir degi. Ef allt fer vel, þá opnar strípuð útgáfa af spjallinu einhvern tímann upp úr hádegi og svo munum við næstu daga eftir það bæta inn helstu fídusum.

Notendanöfn og lykilorð verða þau sömu, allir spjallþræðir innlegg og viðhengi verða á sínum stað. Nýja kerfið er í stórum sniðum eins og það gamla en við hjálpumst svo að við að leiðbeina hver öðrum eins og þarf.

Ef allt fer illa, þá opnum við bara gamla vefinn aftur og gerum aðra tilraun innan tíðar.

Bestu kveðjur,
Gísli, Eiður og Árni.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 24.maí 2015, 16:20
frá gislisveri
Komnir í loftið. Íslenskan okkar virkar ekki sem stendur, en það leysist vonandi á næstu dögum.
Ath. að það sem áður var á hliðarstikunni hægra megin er flest allt aðgengilegt með því að smella á ,,Quick links" hnappinn efst vinstra megin (beint undir logoinu).

Hvet ykkur til að prófa Jeppaspjallið í símanum núna, mun betra en áður.
Einnig er nú hægt að hala upp mörgum myndum í einu, sem ætti að spara smelli og tíma.

Bið hina tækniþróuðu að hjálpa hinum tækniheftu að umgangast nýju síðuna, en þetta er ekki svo róttækt að það ætti að vera nokkuð fljótt að venjast.

Takk fyrir þolinmæðina.
Kv.
Gísli.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 24.maí 2015, 22:13
frá svarti sambo
Flott framtak strákar og maður er aðeins týndur, svona til að byrja með, en þetta þarf að venjast eins og allt annað.
Sennilega hefur ekki gefist tími ennþá til að setja færa upp takkann, en ég sakna hans í auglýsingunum.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 09:51
frá harnarson
Vek gert og til hamingju. Fer yfirleitt hérna inn í símanum og finn strax stórbætta virkni.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 11:28
frá Járni
svarti sambo wrote:Flott framtak strákar og maður er aðeins týndur, svona til að byrja með, en þetta þarf að venjast eins og allt annað.
Sennilega hefur ekki gefist tími ennþá til að setja færa upp takkann, en ég sakna hans í auglýsingunum.


Sæll, ef þú skoðar verkfærin þarna uppi þá ættir þú að finna bömp takka.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 11:29
frá Sævar Örn
Þetta er bara vel heppnað hjá ykkur, allt annað líf að skoða í snillingasímanum og svo er skemmtilegt að rifja upp gamla þræði sem tengjast málefni þráðarins sem verið er að lesa hverju sinni, því oft er sama málið að koma upp aftur og aftur

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:01
frá gislisveri
Danke schön Sævar.

Árni, ég hef reyndar ekki fundið bömp takkann heldur, einhver snillingur verður að gefa út góðar leiðbeiningar.
Kv.
Gísli.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:06
frá eidur
gislisveri wrote:Danke schön Sævar.

Árni, ég hef reyndar ekki fundið bömp takkann heldur, einhver snillingur verður að gefa út góðar leiðbeiningar.
Kv.
Gísli.


Sælir

Bump takkinn er í skrúflyklinum, eins og hér:
bump.PNG
bump.PNG (14.44 KiB) Viewed 23360 times

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:14
frá jeepcj7
Hæ ég fæ einmitt allt nema "bumpið" upp í mínum skrúflykli.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:20
frá gislisveri
Það þurfa að líða 24klst á milli bömpa, en getur verið að það birtist bara á þræði sem maður er höfundur að?
GS

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:24
frá svarti sambo
Ég fæ ekkert bump í minn fasta lykil. Ekki heldur í eldri pósta, þó að ég sé höfundur að þræði. Er hægt að velja fleiri stærðir af þessum lykli :-)
Spurning hvort að það komi í þráðunum sem eru uppfærðir í nýja kerfinu, eða stofnaðir.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:29
frá biturk
Vandamálið er að það þarf skralllykil í þetta verk

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:50
frá Járni
Kerfið er stillt á 24 tíma, og þetta birtist hjá mér. Birtist þetta ekki hjá neinum öðrum?

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 22:51
frá Izan
Hvað er að bumpa á jeppavef?

Kv Jón Garðar

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.maí 2015, 23:25
frá Járni
Izan wrote:Hvað er að bumpa á jeppavef?

Kv Jón Garðar



Sæll, það er að færa þráð upp, svo hann birtist aftur ólesinn. Hentugt fyrir auglýsingar.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 00:10
frá gislisveri
Járni wrote:
Izan wrote:Hvað er að bumpa á jeppavef?

Kv Jón Garðar



Sæll, það er að færa þráð upp, svo hann birtist aftur ólesinn. Hentugt fyrir auglýsingar.


Sumsé í stað þess að svara honum með "upp" eða álíka, sem er ekki fallegt.

Getur verið að hann birtist bara fyrir stjórnendur? Er einhver annar er við sem sér þennan hnapp inni í gömlum þráðum sem hann er höfundur að?

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 09:47
frá stefanth
Ég sé bump hnappinn í þræði frá 2013.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 09:49
frá eidur
stefanth wrote:Ég sé bump hnappinn í þræði frá 2013.



Sælir

Virknin er breytt í nýju útgáfunni, það má víst bara bömpa þræði einusinni, nema einhver svari þræðinum.

Ég ætla að sjá hvort ég fæ því breytt.

/E

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 09:54
frá Hjörturinn
Sælir, lýst bara vel á þetta, soldið furðulegt að vera ekki með stikuna sem var vinstramegin, á hún að koma seinna?

Aðallega að spá í henni því hún sýndi nýjustu pósta og aðskildi sölupósta og spjallpósta, eitthvað sem glugginn sem sýnir nýjustu pósta núna gerir ekki.
Bara hugmynd :)
edit: Já þetta eru nýjustu ólesnu póstarnir :) væri gott að hafa eitthvað yfirlit yfir nýjustu/mest virki pósta, eitthvað þannig.

Finnst æði að höfundur þráðar sé sérmerktur í þræðinum og eru þetta svipaðir þræðir sem birtast neðst í þræðinum? sem er töff.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 14:07
frá jeepcj7
Bump aðgerðin er komin í lykilinn hjá mér,takk fyrir

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 16:47
frá svarti sambo
Bumpið virðist bara koma á þráðum sem hafa verið uppfærðir í nýja umhverfið og að tilskilinn tími sé liðinn.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 26.maí 2015, 18:48
frá aae
ég er að reyna setja inn myndir í auglýsingar og fæ villuboð "Error parsing server response" :-(
Edit: virkaði eftir að ég minnkaði myndina.. 700 k slapp þannig

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 27.maí 2015, 09:52
frá Dodge
Sælir.

Á gömlu útgáfunni var takki sem hét "merkja allt lesið"
Er ekkert sambærilegt í þessari útgáfu?

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 27.maí 2015, 10:00
frá eidur
Dodge wrote:Sælir.

Á gömlu útgáfunni var takki sem hét "merkja allt lesið"
Er ekkert sambærilegt í þessari útgáfu?


Sæll!

Jú, á forsíðunni er Mark forums read sem merkir öll spjallborð lesin.
fp.PNG
fp.PNG (112.13 KiB) Viewed 22642 times

Á hverju spjallborði er síðan Mark subforums read sem merkir þá öll undirspjall borð lesin.
ys.PNG
ys.PNG (31.45 KiB) Viewed 22642 times

eða Mark topics read sem merkir alla þræði í því spjallborði sem þú ert að skoða lesna.
us.PNG
us.PNG (38.46 KiB) Viewed 22642 times


Kveðja,
Eiður

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 27.maí 2015, 10:04
frá eidur
aae wrote:ég er að reyna setja inn myndir í auglýsingar og fæ villuboð "Error parsing server response" :-(
Edit: virkaði eftir að ég minnkaði myndina.. 700 k slapp þannig


Mér sýnist vera einhver takmörkun á netþjóninum sem er einhversstaðar í kringum 2mb. Er í sambandi við þjónustuaðilan.

/E

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 28.maí 2015, 08:24
frá eidur
Jæja!

Þá erum við aftur komnir á íslensku.

/E

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 28.maí 2015, 14:09
frá Járni
Þýðing er vel á veg kominn en er ekki fullkláruð. Endilega látið okkur vita ef þið finnið enskuslettur!

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 11.jún 2015, 08:39
frá jeepcj7
Bump aðgerðin týnd aftur hjá mér

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 24.jún 2015, 22:15
frá Rodeo
Takk fyrir að halda vefnum gangandi og uppfærðum.

Sakna samt gömlu forsíðunar þar sem það nýjasta í spjalli og auglýsingum var aðskilið. Eðlilega eru fleiri hreyfingar í auglýsingadálknum þannig að skemmtilegir spjallþræðir hverfa fjöldann af dekkjum og druslum án þess að fá þá athygli sem þeir eiga skilið.

Ef það væri hægt að aðskilja þetta aftur væri það flott.

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.jún 2015, 08:06
frá jongud
Rodeo wrote:Takk fyrir að halda vefnum gangandi og uppfærðum.

Sakna samt gömlu forsíðunar þar sem það nýjasta í spjalli og auglýsingum var aðskilið. Eðlilega eru fleiri hreyfingar í auglýsingadálknum þannig að skemmtilegir spjallþræðir hverfa fjöldann af dekkjum og druslum án þess að fá þá athygli sem þeir eiga skilið.

Ef það væri hægt að aðskilja þetta aftur væri það flott.


Sammála þessu...

Re: Stóra uppfærslan 24. maí

Posted: 25.jún 2015, 10:05
frá hobo
Rodeo wrote:Takk fyrir að halda vefnum gangandi og uppfærðum.

Sakna samt gömlu forsíðunar þar sem það nýjasta í spjalli og auglýsingum var aðskilið. Eðlilega eru fleiri hreyfingar í auglýsingadálknum þannig að skemmtilegir spjallþræðir hverfa fjöldann af dekkjum og druslum án þess að fá þá athygli sem þeir eiga skilið.

Ef það væri hægt að aðskilja þetta aftur væri það flott.


Ég er eiginlega líka sammála þessu.