f4x4.is


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: f4x4.is

Postfrá Baldur Pálsson » 27.feb 2015, 16:19

Ég er búinn að sjá nokkra spjallþræði sem hafa dalað eftir komu facebook, en þessi síða (jeppaspjallið )hefur ekkert dvínað frekar vaxið ef eitthvað er, enda er þetta frábær hópur sem er hér inni og eru spurningar , sem og auglýsingar til fyrir myndar. Vona að það haldi áfram í komandi framtíð.
kv
Baldur



User avatar

Óttar
Innlegg: 232
Skráður: 26.feb 2012, 23:34
Fullt nafn: Óttar..
Bíltegund: VW Touareg
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: f4x4.is

Postfrá Óttar » 27.feb 2015, 19:34

Mér finnst hrikalegt að finna auglýsingar á þessum facebook síðum og ef það er mikil virkni þá tínast spjallþræðir ansi fljót en hins vegar væri ekkert vitlaust að f4x4 væri með like síðu á facebook sem mundi þá bara virka sem auglýsing á starfi f4x4.

Það er er oft talað um að sameinast í þessu sporti en það vantar samt hrikalega mikið að menn séu opnir fyrir því að auglýsa það T.d á f4x4 síðuni að það standi til að fara í ferð og bjóða nýliða velkomna, alveg örugglega margir sem ferðast bara með gömlu félögunum,skiljanlegt en það veldur samt því vandamáli að það er stór hópur sem þekkir engan sem stundar jeppasport og viðkomandi verður þar af leiðandi frekar óáberandi innan félagsins og jafnvel frekar óvirkir í sportinu. Það hlítur að styrkja stöðuna að sem flestir jeppamenn séu virkir og í sportinu.

Kv Óttar


TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Re: f4x4.is

Postfrá TBerg » 01.mar 2015, 08:48

Hjörturinn wrote:
F4x4.is er bara svo miklu meira en spjallborð, þarna er verið að reyna að halda utan um margskonar hluti og að finna staðlað vefumsjónarkerfi þar sem rekstraraðilinn getur viðhaldið vefnum sjálfur og gerir allt vel er erfitt. Ég er þó sammála sumu að því sem kemur fram hér að ofan, þessir auka fídusar hefðu mátt bíða á meðan menn eru að venjast nýju útliti og nýrri virkni.


En hreinlega að aðskilja þetta tvennt eins og maður hefur séð á nokkrum síðum, vera með upphafssíðu sem er félagssíða og hafa svo stórann og greinilegan takka sem myndi þá opna spjallsíðuna.

Ih8mud.com og pirate4x4.com eru dæmi um þannig síður, eru með fróðleik og fréttir á forsíðunni og svo smellir maður á "forums" og þá fer maður á spjallsíðu svipaða og jeppspjallið, eða þá hreinlega bara að þessi takki á f4x4 síðunni myndi beina manni inná jeppaspjallið.

Er Hjörtur ekki þarna, bara með lausnina á spjallinu. Talandi um samvinnu jeppamanna. Hafa bara stóran tengil af f4x4.is yfir á jeppaspjallið og nota það sem spjall og auglysingasíðu, en nota f4x4 sem opna upplýsinga og klúbbsíðu. Eins þá að,hafa stóran tengil af jeppaspjallinu yfir á hina?????

Kv. Trausti B.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: f4x4.is

Postfrá Magni » 01.mar 2015, 10:26

TBerg wrote:
Hjörturinn wrote:
F4x4.is er bara svo miklu meira en spjallborð, þarna er verið að reyna að halda utan um margskonar hluti og að finna staðlað vefumsjónarkerfi þar sem rekstraraðilinn getur viðhaldið vefnum sjálfur og gerir allt vel er erfitt. Ég er þó sammála sumu að því sem kemur fram hér að ofan, þessir auka fídusar hefðu mátt bíða á meðan menn eru að venjast nýju útliti og nýrri virkni.


En hreinlega að aðskilja þetta tvennt eins og maður hefur séð á nokkrum síðum, vera með upphafssíðu sem er félagssíða og hafa svo stórann og greinilegan takka sem myndi þá opna spjallsíðuna.

Ih8mud.com og pirate4x4.com eru dæmi um þannig síður, eru með fróðleik og fréttir á forsíðunni og svo smellir maður á "forums" og þá fer maður á spjallsíðu svipaða og jeppspjallið, eða þá hreinlega bara að þessi takki á f4x4 síðunni myndi beina manni inná jeppaspjallið.

Er Hjörtur ekki þarna, bara með lausnina á spjallinu. Talandi um samvinnu jeppamanna. Hafa bara stóran tengil af f4x4.is yfir á jeppaspjallið og nota það sem spjall og auglysingasíðu, en nota f4x4 sem opna upplýsinga og klúbbsíðu. Eins þá að,hafa stóran tengil af jeppaspjallinu yfir á hina?????

Kv. Trausti B.



Ég er hlyntur því að sameina þessar síður. Eins og Benni bendir réttilega á þá erum við að heyja varnarbaráttu, jeppamennskan og það er ekki að hjálpa okkur að vera svona tvístraðir...
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: f4x4.is

Postfrá olei » 01.mar 2015, 11:00

hmm wrote:Ólafur - ekki eru það nú nein sérstök skilaboð að handan eða frá öðrum ... Það er staðreynd sem að finna má í fullt af gögnum hjá Hagstofunni og víðar... Ekki er ég neinn sérstakur áhugamaður um samfélagsmiðla - en nota þá aðeins eins og margir. Það er hins vegar staðreynd, eins og þú segir sjálfur - þetta er góður staður til að ná til fjöldans - og það er jú það sem við þurfum þegar við viljum koma okkar skoðunum og áherslum á framfæri ... Eins og t.d. í ferðafrelsismálum og/eða í vinnu við að halda breyttum bílum, eða ákveðnum breytingum löglegum... Já og svo til að ná til ungra og upprennandi jeppaáhugamanna ....

En samfélagsmiðlar geta þó sennilega aldrei komið í staðinn fyrir góðar spjallsíður eins og 4x4 síðan var fyrir 7 - 10 árum ...

Hér geturðu svo séð niðurstöður að handan :-) um prósentur o.s.frv. ef þú nennir að lesa:
http://www.birtingahusid.is/component/c ... -ad-guggla
https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=16116

Benedikt. Hér ert þú að klappa dauðu hrossi um þetta er enginn ágreiningur, spurningin snerist heldur ekki um hvort að facebook væri vinsæl, eða margt um manninn þar.
Ég var að velta því fyrir mér af hverju "það ætti að nota hana og alla samfélagsmiðlana" eins og þú slóst fram hér ofar?
Þó svo að það henti einhverjum sem hafa sértakt fagnaðarerindi að boða, eða vörur að selja, að nota facebook er alls ekki þar með sagt að það gildi um alla.

Þegar ritskoðun og óskiljanleg ritstjórn dró tennurnar úr 4x4 spjallinu tók ég þá ákvörðun að færa mínar jeppavangaveltur hingað á Jeppaspjallið. Af því að mér þótti líklegast að það mundi lifa af samkeppnina við facebook. Um leið ákvað ég að leggja mitt litla lóð á þá vogarskál að það gerði það. Á þeim tíma voru einmitt nokkrir litlir en áhugaverðir sérvefir sem ég fylgdist með um aðskiljanlegustu málefni að tína tölunni vegna ruðningsáhrifa facebook. Eftir allt er íslenska málsvæðið ekki nema kringum 300 þús sálir og nægilega erfitt að halda uppi lifandi vefjum um sértæk málefni áður en facebook kom til skjalanna með sín ruðningsáhrif. Þetta væri sjálfsagt allt gott og blessað ef umræðan sem áður blómstraði á litlu vefjunum væri til staðar á facebook í aðgengilegu formi. Svo virðist ekki vera í öllum tilvikum og engu líkara en að hún hafi hreinlega gufað upp.

Það kann að vera að það henti fréttamiðlum að tengja sig við facebook sbr. athugasemdakerfin á íslensku ruslveitunum sem kalla sig fjölmiðla. Munurinn á þeim og t.d jeppaspjallinu er að "fréttamiðlarnir" eru að dæla daglega inn nýju efni sem facebook notendur kommenta síðan á, þetta skarast ekki og því má búast við vissum samlegðaráhrifum sem auka lestur þeirra. Þannig fá þeir fleiri smelli á stórfréttir: af afturendum erlendra stórstjarna, nýjustu ofurfæðuna os.frv. Hér á Jeppaspjallinu er ekki slíku til að dreifa heldur er flotið í vefnum umræðan sjálf. Frekari tenging við facebook gæti hæglega leitt til minnkandi umferðar og umræðna hér á Jeppaspjallinu. Þetta skiptir máli fyrir þá sem vilja ekki sjá það fara sömu braut og 4x4 spjallið.

Vissulega eru einhver tækifæri á facebook fyrir t.d 4x4 klúbbinn eins og þú bendir á. Með tilkomu facebook var ráin lækkuð verulega og tölvuheftur almenningur gat skyndilega farið að klastra inn myndum og allskonar rugli á netið og nú virðist jafnvel nokkur hópur standa orðið í þeirri meiningu að facebook sé internetið. Ólíklegt er að klúbburinn geti komið sínu á framfæri við þennan hóp annarsstaðar á netinu en einmitt á þar. Ég er samt þeirrar skoðunnar -og að mér sýnist sammála þér um - að þetta sé ekki valkostur við aðgengilegar og umfram allt lifandi vef/spjallsíðu(r) á vegum jeppamanna. Ég verð því áfram hér.
Síðast breytt af olei þann 01.mar 2015, 11:55, breytt 1 sinni samtals.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: f4x4.is

Postfrá olei » 01.mar 2015, 11:54

Hjörturinn wrote:Hvort menn vilji eða vilji ekki nota Facebook er auðvitað bara þeirra mál, finnst persónulega mjög leiðinlegt að nota facebook í svona þar sem póstar eiga það til að falla mjög hratt og það er enginn leitar fúnksjón í því.

Held að menn noti það soldið því það er vefur sem flestallir kunna á, menn gefast mjög fljótt upp á síðum sem þeir fatta ekki jafnvel þó þær séu frekar einfaldar, smbr. það hve margir hér kunna ekki að setja inn myndir sem er frekar einfalt (með fullri virðingu fyrir þeim aðilum), sýnir bara hve mikilvægt það er að hafa hlutina eins einfalda og skýra og kostur er.

Með því að vera síbreytandi síðunni en ekki bara taka ákveðna þætti hennar í yfirhalingu þá eru menn alltaf að sjá eitthvað nýtt sem þeir kunna ekki á og þá er maður virkilega fljótur að tapa fólki.

Menn þurfa bara að leyfa þessum f4x4 síðum að lifa í einhver ár, þó einhverjir tuði alltaf fyrst, því með því að vera síbreytandi þeim öllum þá eykst bara vandinn, menn læra á þetta með tíð og tíma.

Annað væri t.d. ef menn hefðu bara tekið spjallkerfið í gegn á 2008 síðunni í staðinn fyrir að skipta henni allri út, annars fannst mér sú síða mjög fín.

Mér gremst þetta alveg ótrúlega því eins og þið segið þá erum við beinlýnis að tapa fólki út úr þessum góða félagsskap sem f4x4 er útaf einhverju svona bulli.

Væri til í að sjá þessa nýju síðu með aðeins einfaldara viðmóti, þá væri þetta fínt, en alls ekki skipta henni allri út eins og hefur alltaf verið gert.

Sammála þessu, virkilega góðir punktar hér.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: f4x4.is

Postfrá risinn » 09.apr 2015, 00:46

Nú þegar flestir eru samála um það að við erum öll að stunda sama sport, sem að er fjallamennska. Eigum við þá ekki bara öll að vinna saman að því að gera fjallamennsku betri,öguggari og skemmtilegri ?
Og vinna saman.
Og núna kemur smá skot frá mér. :-)
f4x4.is smá spurning til ykkar sem að stjórnið/hafið stjórnað þessum góða klúbb. Hvað hefur heimasíðunni verið breytt mörgu sinnum frá því að jeppaspjall.is var opnað ?
Allt þetta helsta sem að ég hef reynt að nota á jeppaspjallinu er einfallt.
Ég hætti að pósta einhverju inn á f4x4.is fyrir nokkum árum vegna þess að það er alltaf verið að breyta þessari síðu, EN ég kíki alltaf annað slagið þar inn, en ég fer svona nokkurnegin daglega hér inn á jeppaspjall.is
Ég er búinn að vera félagsmaður í 4x4.is í sennilega hátt í 20 ár og er enn. En ég er farinn að nota jeppaspjallið 95% meira heldur en 4x4 vegna þess að þessi síða er mun þægilegri,einfaldari og skemmtilegri heldur en f4x4 síðan.
Og þessi síða er alltaf eins, maður veit uppá 10 að hverju mig langar til að skoða og leita að, það er það besta við þessa síðu.
Og ég vona að það séu ekki einhverjar breytingar í gangi hér, svo að ég þurfi ekki að fara að læra eitthvað nýtt bara til að læra eitthvað nýtt, eins og það er búið að vera á f4x4 síðunni undan farinn ár.

Kv til ykkar allra. :-)
Ragnar.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: f4x4.is

Postfrá grimur » 09.apr 2015, 20:28

Það virðist vera svolítið "bottomline" í þessu tuði okkar, að við höfum meiri áhuga á jeppabreytingum en vefbreytingum...
Mér líst nú alls ekki illa á þá hugmynd að sameina þessa spjallvefi. Spurningin er samt um hvernig formið á því gæti verið, svona eignar- og rekstrarhaldslega séð.
Gæti verið svolítill pólitískur ómöguleiki þar á ferð.
Að aðskilja aðalvef og spjall er snjöll aðferð finnst mér, alveg ástæðulaust að hreiðra þetta alveg saman.
Að lokum tek ég undir gagnrýni Óla á facebook. Ekki bara hvaða áhrif þetta hefur haft á annað á netinu, heldur enn fremur hvernig þetta fer með gögn og eignar sér allt sem snertir það, engin furða að það sé hópmálsókn í gangi gegn þessu.
Kv
Grímur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: f4x4.is

Postfrá jongud » 10.apr 2015, 08:14

Ég styð ekki sameiningu þessara vefja. Það er gott upp á samkeppnina að hafa tvo.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: f4x4.is

Postfrá grimur » 10.apr 2015, 23:17

Ég get alveg tekið undir það að það sé sannleikskorn í því, að hafa smá samkeppni. Spurningin er samt hvort það er það sem við þurfum á að halda í þessu brasi okkar. Hagsmunirnir eru hinir sömu og samkeppnin mikið frekar gagnvart öðrum áhugamálum og aðilum með allt önnur sjónarmið. Þannig held ég að heppilegra sé að dreifa ekki okkar tiltölulega fámenna samfélagi á tvo vefi.
Það veitir alls ekki af að halda haus næstu árin þegar reglugerðafarganið og óupplýstir sjálfskipaðir umhverfisverndarsinnar leika lausum hala.
Ferðaklúbburinn 4X4 er vettvangurinn til að standa í þeirri baráttu. Það væri til mikilla bóta að fá þá krafta sem liggja á bakvið jeppaspjall.is með á þá sveif, ég er ekki að segja að svo sé alls ekki, en það yrði formlegra og sterkara með einn samræðuvettvang en ekki tvo.

Það má segja að jeppaspjall.is hafi bjargað miklu þegar f4x4.is lenti í einhverri vefkrísu. Ég veit ekki nákvæmlega hverjum ég á að þakka það, en þannig sé ég málið.

Takk fyrir
Grímur

User avatar

draugsii
Innlegg: 299
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Bíltegund: Toyota Hilux 93
Staðsetning: Akureyri

Re: f4x4.is

Postfrá draugsii » 11.apr 2015, 00:07

Ég held að það sé ekki sniðugt að sameina þessar tvær síður
en held að það væri sniðugt að vera með link yfir á hina síðuna eins og einhver stakk upp á hér ofar í þræðinum
þá gætu þær unnið saman en samt verið óháðar
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar


Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur