Síða 1 af 1

Færð á hálendinu - flott framtak

Posted: 02.jún 2014, 08:49
frá ivar
Þessi nýji linkur sem er til hægri frá vegagerðinni finnst mér mjög sniðugur og auðveldar manni aðgengi.
Hinsvegar langar mig að benda á annan link sem sýnir svipaðar upplýsingar en þær eru dagsettar og svæðistengdar frekar en einn og einn vegur.
http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf
Legg til að linknum verði skipt út eða boðið uppá PDF líka.

Re: Færð á hálendinu - flott framtak

Posted: 02.jún 2014, 08:55
frá gislisveri
Góð ábending og tekin til greina.
Þessi linkur verður þarna þangað til búið er að opna hálendið alveg, svo endurtökum við leikinn næsta vor.
Kv.
Gísli.

Re: Færð á hálendinu - flott framtak

Posted: 02.jún 2014, 12:51
frá jongud
Frábært að hafa þetta!
Við í umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4X4 ýttum á Vegagerðina að bæta upplýsingarnar á hálendinu sunnan Hofsjökuls. Það var alltaf þannig að það svæði var tekið með syðsta hluta Kjalvegar.
Það hafðist ekki í tæka tíð í fyrra, en nú er þetta sér-skilgreint svæði.