Síða 1 af 1
Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 01:23
frá svarti sambo
Þar sem að jeppaspjall.is er mitt facebook dæmi, þá langar mig að forvitnast um það, hvort að það sé mikið mál að setja hnapp til að eyða auglýsingu sem er seld og virki eins og upp-hnappurinn, þannig að það sé ekki hægt að eyða hjá öðrum.
Einnig er ég að lenda í því stundum að facebook like-hnappurinn er að ráðast á back-hnappinn í explorerinum hjá mér, án þess að ég sé að nota hann, þannig að ég þarf að ýta svo oft á back til að fara til baka. Eru fleiri að lenda í því eða er þetta einhvað í minni tölvu eða kannski bara galli í vindows 8.x
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 01:39
frá Hlynurn
Held það sé kominn tími fyrir þig að fá þér firefox eða Google Chrome, miklu betri vafrarar en Explorerinn.
Það er þó fínt að hafa gamlar auglýsingar uppi til að geta skoðað (gefa ákveðið viðmið á verð á hlutunum). En það er þó leiðinlegt að sjá auglýsingar bumpast upp mánuðum eftir að dótið er selt, því það gleymist að taka það fram þegar dótið selst á endanum.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 02:01
frá svarti sambo
Nota bæði chrome og explorer sitt á hvað og kann betur við mig í explorer, þar sem að tölvan mín er nógu öflug til að keyra explorer. :-)
Svo eru hlutir aldrei meira virði en fólk er tilbúið til að borga fyrir hlutinn, sama hvaða verðmiði er settur á. Svo er bara spurning hvort að viðkomandi er tilbúinn að láta hlutinn á það sem fæst fyrir hann eða ekki. Verðlagning á notuðum hlutum er afstætt. Fer yfirleitt bara eftir framboði og eftirspurn á hverjum tíma.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 07:43
frá gislisveri
Sælir félagar, þetta eru góðar athugasemdir.
Kerfið sem við notum gerir því miður ekki greinarmun á spjalli og auglýsingum og því getum við ekki opnað fyrir að eyða auglýsingum án þess að það sé þá einnig hægt að eyða spjallþráðum. Þess vegna er þetta ekki hægt og verður ekki hægt fyrr en hugsanlega þegar ný útgáfa af spjallborðinu verður tilbúin, engin loforð um það þó.
Við getum hins vegar eytt öllum auglýsingum sem hafa ekki verið uppfærðar í x langan tíma og getur verið að við gerum það fljótlega. Þetta er hins vegar ekki stórt vandamál að mínum mati.
Hnappavandamálið virðist vera galli í Explorer eins og fleiri hafa lent í. Ég nota bæði Chrome og Firefox vandræðalaust.
Eru menn annars eitthvað að nýta sér þessa hnappa?
Best kveðjur,
Gísli.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 08:00
frá biturk
Algerlega óþarfi, mjög gott að hafa gamlar auglýsingar svo maður geti miðað við þegar maður er að selja, og eins gaman að geta skoðað gamlar auglýsingar eftir nokkur ár
Sé engann tilgang með að eiða auglýsingu nema til að fela eitthvað
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 08:17
frá jongud
biturk wrote:Algerlega óþarfi, mjög gott að hafa gamlar auglýsingar svo maður geti miðað við þegar maður er að selja, og eins gaman að geta skoðað gamlar auglýsingar eftir nokkur ár
Sé engann tilgang með að eiða auglýsingu nema til að fela eitthvað
Sammála því, seljendur mættu auðvitað vera duglegri að merkja söluþræði sem "SELT" og stundum hefur einhver spurst fyrir um gamla auglýsingu og þá hefur verð verið lækkað, eða einhver annar hefur áttað sig á að það sé eftirspurn eftir hlut sem hann getur þá selt.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 11:58
frá svarti sambo
biturk wrote:Sé engann tilgang með að eiða auglýsingu nema til að fela eitthvað
Þetta er svo sem ekkert vandamál eða að maður þurfi að vera að fela eitthvað. Fæ bara stundum í pirrurnar þegar að maður er að leita eftir einhverju ákveðnu og það er ekki búið að merkja selt í hausinn og svo er maður að lenda á seldum vörum aftur og aftur. Hélt að þetta yrði bara notendavænna ef að viðkomandi gæti eytt sinni auglýsingu.
Ég svo sem nota aldrei þessa facebook hnappa, en það er allt í lagi að vera með þá fyrir þá sem það vilja.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 19:42
frá thor_man
gislisveri wrote:Hnappavandamálið virðist vera galli í Explorer eins og fleiri hafa lent í. Ég nota bæði Chrome og Firefox vandræðalaust.
Það er nýkomin ný uppfærsla á Firefox-vafranum og er hann virkilega flottur, fljótur og með aukna notkunar- og stillimöguleika. Explorer er að mínu mati vandræðagripur sem óskiljanlegt er að skuli vera í mikilli notkun almennt.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 20:08
frá Stebbi
Like og Deila hnapparnir fara stundum á flakk yfir avatarinn hjá mér í Google Chrome Version 34.0.1847.132.
Skiptir mig svosem engu máli þar sem ég nota þetta ekki, meira svona útlitslegt issue.
Re: Forvitni og spurning varðandi síðu
Posted: 13.maí 2014, 20:58
frá ellisnorra
Ég nota ekki facebook takkana, en þeir eru ekkert fyrir mér.
Mér finnst líka að gamlar auglýsingar eiga að halda sér, auk þess þó þessi fídus væri í boði, er eitthvað líklegra að notendur eyði auglýsingunum í stað þess að breyta titlinum í "SELT"? Ég held ekki.