Síða 1 af 1

Spjallflokkar

Posted: 07.feb 2014, 12:37
frá gislisveri
Sælir félagar.

Einhvern tímann á næstunni stendur til að fara að endurskoða flokka/svæði á spjallinu og í auglýsingunum.
Eitthvað má sjálfsagt sameina, hugsanlega bæta einhverju við.

Eitt sem liggur fyrir er að bæta við útlendingasvæði, þ.e. undirsvæði sem er ætlaði enskumælandi gestum.
Nokkrir hafa rambað hér inn með fyrirspurnir, en ég er viss um að nokkrir fleiri myndu tjá sig ef það væri sérstaklega í boði. Við getum líklega boðið þeim notendaviðmótið á ensku líka.

Svo vil ég líka sameina undir flokka í tegundaspjalli, þ.e. alla ameríska undir sama hatt, alla asíska o.s.frv.

Að öðru leiti óska ég eftir hugmyndum og skoðunum ykkar á þessu breytingum.
Það stendur ekki til að gera neitt róttækt, bara slípa og pússa örlítið.

Svona lítur þetta út núna:

Almennt spjall

-Almennt spjall
-Ferðalög
-Færð á fjöllum
-Jeppinn minn
-Getraunir
-Torfæran, rallý og keppnishald
-Umhverfis- og hagsmunamál
-Ferlar og punktar
-Öryggismál
-Vefurinn, hugmyndir, ábendingar og tilkynningar
-Greinar
-Lof & last
-Mataruppskriftir
-Barnaland

Tækni- og tegundaspjall

-Breytingar
-Viðgerðir
-Fjarskipti og siglingatæki
-Amerískir jeppar
-Asískir jeppar
-GAZ og annað austantjalds
-Aðrar tegundir
-Sleðar, fjórhjol og leiktæki
-Kerrur, vagnar og fellihýsi
-Tækniupplýsingar

Auglýsingar
-Jeppar
-Dekk og felgur
-Varahlutir
-Aukahlutir og raftæki
-Önnur farartæki
-Kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi
-Sleðar, fjórhjól og leiktæki
-Fyrirtæki
-Verkfæri og búnaður

Re: Spjallflokkar

Posted: 09.feb 2014, 20:04
frá Magnús Þór
en að taka "jeppar til sölu" í tvo undir flokka þ.e.a.s. "til sölu" og "óskast"

Re: Spjallflokkar

Posted: 09.feb 2014, 22:08
frá gislisveri
Magnús Þór wrote:en að taka "jeppar til sölu" í tvo undir flokka þ.e.a.s. "til sölu" og "óskast"


Góð hugmynd, tekin til greina.

Re: Spjallflokkar

Posted: 20.feb 2014, 00:09
frá Valdi B
veit ekki hvort það er eitthver flokkur ætlaður undir það... en það væri gaman að sjá myndaflokk, þar sem menn gætu póstað inn myndum úr ferðum, ég hefði allavega gaman að því að skoða svoleiðis og geri mikið af því á f4x4.is

en á annað borð veit ég ekkert hvort menn myndu nota sér það eitthvað af viti og setja myndir inn á það, sumir setja slatta af myndum í gallerýþráðinn með bílnum en kannski eru eitthverjir sem eru myndóðir þegar þeir fara í ferðir og það væri gaman að sjá myndirnar hjá þeim :)

Re: Spjallflokkar

Posted: 20.feb 2014, 02:18
frá Sigurjon107
Valdi B wrote:veit ekki hvort það er eitthver flokkur ætlaður undir það... en það væri gaman að sjá myndaflokk, þar sem menn gætu póstað inn myndum úr ferðum, ég hefði allavega gaman að því að skoða svoleiðis og geri mikið af því á f4x4.is

en á annað borð veit ég ekkert hvort menn myndu nota sér það eitthvað af viti og setja myndir inn á það, sumir setja slatta af myndum í gallerýþráðinn með bílnum en kannski eru eitthverjir sem eru myndóðir þegar þeir fara í ferðir og það væri gaman að sjá myndirnar hjá þeim :)


Bæta bara undir Ferðalög, "Myndir úr Ferðum/Ferðalögum"

Re: Spjallflokkar

Posted: 20.feb 2014, 09:12
frá Járni
Flokkurinn er til þess að tilkynna ferðir, leita eftir ferðafélugum og svo segja frá ferðum, bæði í máli og myndum. Hann er reyndar það lítið notaður að ég sé enga ástæðu til að skipta honum sérstaklega niður. Menn þurfa ekkert að vera feimnir við að dæla inn myndum þangað.