Síða 1 af 1

Mynda og texta innsetning

Posted: 14.des 2013, 19:13
frá villi58
Jæja fyrsta myndin komin inn en vantar upplýsingar hvernig bæti ég við fleiri myndum í auglýsingu (bæti við myndum í auglýsingu sem þegar er til, bæti við auglýsinguna) ???????????????

Re: Mynda og texta innsetning

Posted: 14.des 2013, 19:24
frá eidur
Sæll og til hamingju með áfangann!

Þú getur breytt eldri póstum með því að smella á Breyta hnappinn í hægra horninu á póstinum.

Til að setja inn fleiri myndir endurtekur þú sama ferli og þegar fyrsta myndin var sett inn.

Kv,
Eiður

Re: Mynda og texta innsetning

Posted: 14.des 2013, 22:21
frá villi58
Hvað er þetta fella inn glugginn sem kemur upp, einhver valmöguleiki við myndainnsetningu ?????

Re: Mynda og texta innsetning

Posted: 14.des 2013, 22:23
frá Stebbi
Þú hleður upp myndini með því að velja hana á tölvuni þinni og svo 'fellirðu' hana inn í textann. Ef þú gerir ekki fella inn þá birtist myndin ekki í póstinum.

Re: Mynda og texta innsetning

Posted: 15.des 2013, 22:46
frá villi58
Af hverju kemur mynd efst þrátt fyrir að ég setti hana síðast inn, setti áðan en hinar í gær og þessi sem ég setti áðan kemur efst en hefði viljað að hún kæmi neðst.

Re: Mynda og texta innsetning

Posted: 16.des 2013, 09:06
frá eidur
Stebbi wrote:Þú hleður upp myndini með því að velja hana á tölvuni þinni og svo 'fellirðu' hana inn í textann. Ef þú gerir ekki fella inn þá birtist myndin ekki í póstinum.


Það passar, maður getur valið hvar í textanum myndirnar birtast. Hinsvegar birtast myndir sem maður hleður upp en fellir ekki inn í textann í viðhengjalista neðst í póstinum.

villi58 wrote:Af hverju kemur mynd efst þrátt fyrir að ég setti hana síðast inn, setti áðan en hinar í gær og þessi sem ég setti áðan kemur efst en hefði viljað að hún kæmi neðst.


Sennilega afþví þú felldir hana inn í textann, en ekki hinar. Ef þú eyðir út [attachment ] ....[/ attachment] þá birtist hún eins og hinar.

Kv,
Eiður