Síða 1 af 1
Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 12:23
frá villi58
Þar sem ég sé hérna á spjallinu að það eru svo margir sem kunna ekki að setja inn myndir og oft vísað á einhvern link.
Hvernig væri að auðvelda mönnum að setja inn myndir þannig að þeir mörgu sem koma hér nýir eru upp á aðra komnir eða eru í bölvuðu brasi.
Ég held að þessi góða síða yrði enn betri ef óvanir geti auðveldlega sett inn sínar myndir.
Það er verið að bömmera menn fyrir auglýsingar sem vísa t.d. Bland og fl. og segja að auglýsingin sé léleg, ég veit ekki hvað er í vegi að auðvelda mönnum með sýnar auglýsingar og vildi fá svar við því. Kveðja!
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 15:41
frá -Hjalti-
Hvernig væri bara að setjast niður í 5 mín og bara læra að setja inn myndir.
Þetta er með allra auðveldasta móti eins og þetta er hérna..
Tekur örfáar sek og 2 -3 músaklikk.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 16:07
frá brinks
Ég er alltaf í vandræðum að sitja hér inn myndir, Þær of stórar og eitthvað bla bla.
En ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekki sá flinkasti á tölvur :)
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 16:19
frá Tollinn
Ef þær eru of stórar geturðu t.d. opnað þær í paint og vistað og þá minnka þær sjálfkrafa
kv Tolli
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 16:23
frá íbbi
það er afar einfalt að setja inn myndir. og virkar eins á öllum spjallborðum.
ef hún er of stór. opna hana í paint og minnka.
fara inn á tinypic.com og uploada myndini
hægri smella á myndina og gera copy url. skrifa [img]-paste-a%20linknum%20á%20myndina%20hér%20og%20gera[/img]
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 16:33
frá villi58
-Hjalti- wrote:Hvernig væri bara að setjast niður í 5 mín og bara læra að setja inn myndir.
Þetta er með allra auðveldasta móti eins og þetta er hérna..
Tekur örfáar sek og 2 -3 músaklikk.
Hjalti hefur þú tekið eftir því hvað margir geta ekki sett inn myndir, örugglega helmingur ef ekki meira.
Þetta er bara greinilegt hvernig staðan í þessu er og mér finnst bara í lagi að koma til móts við þá.
Það er varla hægt að ætlast til að þeir sem koma hérna í fyrsta sinn eða fyrir tölvuhelta að þeir geri þetta strax, eða viljum við þá ekki................
Það sem er auðveldlega hægt að leysa eins og með að setja inn myndir því þá ekki að auðvelda eins og hægt er, fylgstu bara með síðunni og þá sérð þú greinilega að þetta er ekkert auðvelt fyrir alla.
Ég skil ekki þessa þvermóðskukarla sem vilja ekki breyta neinu.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 17:01
frá -Hjalti-
villi58 wrote:-Hjalti- wrote:Hvernig væri bara að setjast niður í 5 mín og bara læra að setja inn myndir.
Þetta er með allra auðveldasta móti eins og þetta er hérna..
Tekur örfáar sek og 2 -3 músaklikk.
Hjalti hefur þú tekið eftir því hvað margir geta ekki sett inn myndir, örugglega helmingur ef ekki meira.
Þetta er bara greinilegt hvernig staðan í þessu er og mér finnst bara í lagi að koma til móts við þá.
Það er varla hægt að ætlast til að þeir sem koma hérna í fyrsta sinn eða fyrir tölvuhelta að þeir geri þetta strax, eða viljum við þá ekki................
Það sem er auðveldlega hægt að leysa eins og með að setja inn myndir því þá ekki að auðvelda eins og hægt er, fylgstu bara með síðunni og þá sérð þú greinilega að þetta er ekkert auðvelt fyrir alla.
Ég skil ekki þessa þvermóðskukarla sem vilja ekki breyta neinu.
Held að þú skiljir ekki hvernig þetta virkar.. Þetta kemur stjórnendum síðunar ekkert við , þessi síða er sett upp á forriti og þetta er leiðin til að setja inn myndir.
Þetta er svona um allan heim og þetta forrit er notað undir óteljandi spjallborð og ég hef ekki orðið var við að menn séu að kvarta yfir Þessu annarstaðar ,
Það er margoft búið að sýna mönnum hvernig á að setja inn myndir hér inn , Íslenskir jeppamenn verða bara að læra þetta.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 17:27
frá Svenni30
Ég er búinn að kenna þér á þetta Villi minn, get komið aftur og farið yfir þetta með þér ef þú vilt ?
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 17:51
frá villi58
Svenni30 wrote:Ég er búinn að kenna þér á þetta Villi minn, get komið aftur og farið yfir þetta með þér ef þú vilt ?
Já það væri kanski best fyrst að forritið bíður ekki upp á auðveldari leið en mér skilst á Hjalta.
Þetta er samt umhugsunarefni vegna þess að við erum að tala um mjög mikinn fjölda sem eru lens þarna.
Ég hélt bara á okkar tækniöld að væri hægt að hafa þetta þægilegra, allanvega tekst þeim þetta á Bland.
Svenni komdu bara sem fyrst :)
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 19:01
frá jeepson
Þetta er mjög einfalt. Stofnið síðu á photobucket.com t.d hlaðið inn myndum þar frá tölvuni. Veljið svo copy direct link og setjið það inn hérna Fyrir ofan teksta boxið sem að þið skrifið í eru nokkrir hnappar. Veljið þennan sem stendur Img á setjið linkinn inná milli svigana og málið er dautt. Ég seigi eins og Hjalti segir. Þetta er sára einfalt. Gefið ykkur 5-10mín í að læra á þetta þið sem að kunnið ekki að setja inn myndir. Ef að menn setja nýtt útvarp, talstöð eða gps gefa menn sér tíma á að læra á þetta. Það sama gildir um að setja inn myndir. :) photobucket er mjög einföld síða og ég nota hana sjálfur þar sem að ég nenni ekki að hafa hlutina flókna. Takið ykkur tíma í þetta. Stofnið account á photobucket. Gangi ykkur vel með þetta ;)
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 20:54
frá rabbimj
Komið sælir strákar
Mikið er það nú sjaldan sem ég skrifa hér, en stundum langar manni svo að segja eitthvað :D en að alvöru málsins.
Nú er búið er að snúa út úr upphaflegri spurningu hans villa (útúrsnúningurinn hófst starx í fyrsta pósti frá Hjalta) en þar var Villa einfaldlega bent á að læra þetta, jú vissulega getur hann lært þetta en hins vegar er upprunalegur málstaður þráðarins annar. Þar er varpað fram spurningu" afhverju er ekki hægt að gera þetta notendavænna að koma inn myndum?"
sjálfur starfa ég við við tölvur alla daga og hef forritað talsvert í gegnum tíðina, og get ég ekki annað en tekið undir það með Villa að þetta er ekki sérstaklega notendavænt (þó svo að þetta sé "Forrit" sem notað er um allan heim), en einhvern vegninn verða spjallþræðir að byrja.
en svo ég reyni nú að svara þessari upprunalegu spurningu .Þá held ég að átæðan fyrir því að viðmótið sé ekki á sambærilegu formi og t.d bland ofl þræðir, sem greiða fyrir hýsingu gagna, sú að þessi þráður vitnar aðeins í slóð myndarinnar og þar því ekki að uploada henni. þessi síða byggir ekki á neinu auglýsingartekjum af ráði, (nú er ég að segja eitthvað sem ég er ekki viss um, endilega leiðréttið ef það er rangt) og ekki er hægt að kosta gagnahýsingu nema ef auglýsingatekjur kæmu inn.
mbk
Rafn Magnús Jónsson
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 30.júl 2013, 22:18
frá HaffiTopp
Bíddu nú aðeins við Rabbi. Í fyrsta lagi er Hjalti ekki að svara spurningunni enda ekki í hans verkahring þar sem hann er ekki stjórnandi síðunnar. Svo er hann ekki með útúrstnúninga heldur kemur hann með góða nálgun á "vandamálið" sem snýr að því að læra á hlutinn svo vandamálið verði ekki lengur til staðar. Hvernig stendur á því að gallharðir íslenskir jeppamenn á öllum aldri nenna ekki að standa í að læra svona hluti uppá eigin spítur eða með hjálp annara? Hvernig hafa menn náð að reyma skóna eða lært á klukkur ef þetta er hugsunarhátturinn? Kannski fáránleg spurning en engu fáránlegri en svar frá forritara við spurningu frá að því er virðist tölvublindum mönnum. En það svar er svo skryngilega orðað að mann grunar einmitt að þessir tölvublindu menn skilja orðalagið ekkert frekar heldur en aðferðina við að setja inn myndir hér.
Þar að auki eru nokkur helstu notendur síðunnar búnir að koma með fín ráð til stofnenda þráðarins um hvernig megi leysa málið og ef menn kunna að setja inn póst, nenna að taka sér smá tíma í að stúdera þetta þá kemur væntanlega í ljós að þetta er ekkert mál.
Sjálfur var ég í vandræðum með að setja inn myndir þar sem þær voru of stórar og ég leysti það með að senda einum stjórnenda síðunnar spurningu í einkapósti og fékk greynargott svar og gat í kjölfarið sett inn myndir hér.
Svo má kannski bæta við að stofnendur síðunnar og þeir sem halda henni uppi borgi að mér skylst allann hýsingarkostnað sjálfir og hér um árið var sett á fót peningasöfnun til að bjarga síðunni frá fédauða og útrýmingu. Svo var reynt að ayglýsa fyrir fyrirtæki en mér sýnist það hafa dáið drottni sínum.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 01:43
frá -Hjalti-
HaffiTopp wrote:Bíddu nú aðeins við Rabbi. Í fyrsta lagi er Hjalti ekki að svara spurningunni enda ekki í hans verkahring þar sem hann er ekki stjórnandi síðunnar. Svo er hann ekki með útúrstnúninga heldur kemur hann með góða nálgun á "vandamálið" sem snýr að því að læra á hlutinn svo vandamálið verði ekki lengur til staðar. Hvernig stendur á því að gallharðir íslenskir jeppamenn á öllum aldri nenna ekki að standa í að læra svona hluti uppá eigin spítur eða með hjálp annara? Hvernig hafa menn náð að reyma skóna eða lært á klukkur ef þetta er hugsunarhátturinn? Kannski fáránleg spurning en engu fáránlegri en svar frá forritara við spurningu frá að því er virðist tölvublindum mönnum. En það svar er svo skryngilega orðað að mann grunar einmitt að þessir tölvublindu menn skilja orðalagið ekkert frekar heldur en aðferðina við að setja inn myndir hér.
Þar að auki eru nokkur helstu notendur síðunnar búnir að koma með fín ráð til stofnenda þráðarins um hvernig megi leysa málið og ef menn kunna að setja inn póst, nenna að taka sér smá tíma í að stúdera þetta þá kemur væntanlega í ljós að þetta er ekkert mál.
Sjálfur var ég í vandræðum með að setja inn myndir þar sem þær voru of stórar og ég leysti það með að senda einum stjórnenda síðunnar spurningu í einkapósti og fékk greynargott svar og gat í kjölfarið sett inn myndir hér.
Svo má kannski bæta við að stofnendur síðunnar og þeir sem halda henni uppi borgi að mér skylst allann hýsingarkostnað sjálfir og hér um árið var sett á fót peningasöfnun til að bjarga síðunni frá fédauða og útrýmingu. Svo var reynt að ayglýsa fyrir fyrirtæki en mér sýnist það hafa dáið drottni sínum.
Amen ! Meira hef ég ekki að seigja í þessum þræði
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 11:24
frá StefánDal
Þetta vefst endalaust fyrir sumu fólki á meðan aðrir skilja þetta strax. Svona erum við misjöfn :)
Munið þið samt eftir því þegar lecter tók alltaf myndir af skjánum með myndavél? Það fannst mér fyndið.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 11:44
frá villi58
Ég er líka að hugsa um aðra sem koma að þessari síðu í fyrsta skipti og þá sem koma hérna sjaldan, það þarf ekki að efast um að fjöldi fólks sem vildi geta sett inn myndir hérna. Með því að hafa þetta svona þá verður alltaf takmarkaður hópur sem setur inn myndir, svona frekar lokaður hópur, viljum við hafa það þannig framvegis eða eigum við að reyna að koma til móts við þá sem langar að vera á þessari síðu ?. Ég vil frekar sjá myndir frá þeim sem eru að auglýsa eða f.l. frekar en að vísa í linka á einhverjum síðum, sumir hafa verið að agnúast einmitt út af svoleiðis auglýsingum. Kveðja! VR.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 11:52
frá HaffiTopp
Ef þú sérð einhvern hlut ekki auglýstann þá langar þig ekki að kaupann og ef þú kemur þinni auglýsingu ekki á framfæri þá langar engann að kaupa það sem þú ert að selja.
En án gríns þá mætti alveg eins spurja á móti hver meðalaldur nýskráðra spjallmeðlima og gesta sé og setja það í samhengi við að mikið af ungu fólki í dag kann mjög vel á tölvur og allt sem tengist þeim enda er hægt að fá síma sem eru nánast litlar tölvur og fólk því með netið og alla svona tækni í seilingarfjarlægð.
Sjálfur skil ég ekkert í þegar menn eru að tala um spjaldtölvur og allskonar GPS forrit og kapla og hvað allt þetta heitir eða er kallað. Samt hef ég val um að kynna mér málið, sitja hljóður hjá og læra ekki á þetta eða kvarta í næsta manni að ég skilji þetta ekki né kunni ;)
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 12:05
frá villi58
Ég er bara að reyna benda á að það eru margir í erfiðleikum með myndirnar sínar og finna sér auðveldari leið eins og við sjáum hér daglega, því að taka upp kartöflur standandi á höndum ef maður getur kropið við það ?
Það sem ég meina er að það er staðreynd hér daglega að fólk er í vandræðum, það er ekki bara ég það er fjöldi fólks.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 12:15
frá HaffiTopp
Það á líka fjöldi notenda síðunnar í erfiðleikum með að lesa og skilja það sem nokkrir notendur hennar setja hér inn, þar sem allnokkrir kunna illa að skrifa og lesa ásamt því að renna augunum ekki yfir p´stana áður en þeir eru sendir inn.
Sumt sem menn segja og/eða gera hér fer í pirrurnar á öðrum og einstaka menn virðast hata suma. Menn og konur eru misjafnir og það er svo sem hægt að skýla sér bakvið það sem stjórnandi og stofnandi síðunnar ásamt því að síðuformatið bjóði ekki uppá aðrar leiðir til að setja inn myndir. En ef fólk á í vandræðum með það þá er um að gera að læra á það eða byðja um aðstoð við að setja inn myndir.
Það er meira að segja smámyndaþjónusta hans Hobo hér
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=12&t=17065&p=104548#p104548 sem væri örugglega gægt að biðja um að setja inn myndir fyrir sig. Ef fólk þá kann eða getur lært hjálparlaust að senda einkaskilaboð.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 12:31
frá -Hjalti-
Get bara ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að gera þennan mynda fítus einfaldari en hann er í dag.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 12:39
frá villi58
-Hjalti- wrote:Get bara ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að gera þennan mynda innsendingar fítus einfaldari en hann er í dag.
Jæja Hjalti minn þá verður svo að vera, leiðist bara auglýsingar sem vísa á einhverja hlekki sem segir mér hversu vankunnátta manna er mikil. Kveðja! VR.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 12:44
frá -Hjalti-
villi58 wrote:-Hjalti- wrote:Get bara ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að gera þennan mynda innsendingar fítus einfaldari en hann er í dag.
Jæja Hjalti minn þá verður svo að vera, leiðist bara auglýsingar sem vísa á einhverja hlekki sem segir mér hversu vankunnátta manna er mikil. Kveðja! VR.
Held að þar sé á ferð leti við að færa allar upplýsingar og myndir yfir á Jeppaspjallið frekar en vankunnátta á að setja inn myndir.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 13:17
frá Magni
Það er nú bara þannig að flest allt virðist flókið í fyrsta skipti sem það er framkvæmt. Það er bara ekkert annað hægt að gera enn að prófa bara. Og þegar menn eru búnir að gera hlutinn einu sinni þá verður hann einfaldari fyrir vikið.
Þessir sem kunna vel að setja inn myndir eru allir búnir að fara í gegnum þetta og búnir að læra þetta. Mér persónulega finnst aðferðin að bæta við viðhengi mjög einföld. Þetta eru 5 klick á músina til að koma myndinni inn, nema hún sé of stór þá þarf að minnka hana fyrst. Eins og sýnt er hér:
viewtopic.php?f=12&t=19266 Mynd 6 - 11
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 18:31
frá Stebbi
Ég sé ekki vandamálið við þetta myndavesen enda er ég bestur á Íslandi á tölvur ef að Einar frændi er ekki talin með.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 19:41
frá HaffiTopp
Svo maður haldi áfram. Er þetta hluti af þessu fólki sem setur auglýsingarnar í spjalldálkinn? Það ætti nú ekki að vera flókið að setja þetta á réttann stað þar sem ÞETTA BLASIR VIÐ MANNI EF MAÐUR NENNIR AÐ SKOÐA SÍÐUNA!!!
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 31.júl 2013, 20:16
frá Járni
viewtopic.php?f=12&t=19266&p=106921Ég vildi bara benda á þetta fína innlegg ef það hefur farið framhjá einhverjum.
Vonandi breytist þetta til batnaðar einn daginn en ég get ekki sagt til um dagsetningu. Ég er alveg sammála því að auglýsingar með myndum eru mikið betri en myndalausar og þær sem innihalda eingöngu hlekk á aðra síðu eru fyrir neðan allar hellur.
Ef menn lenda í ógöngum við innsetningu mynda má t.d. bregða á það ráð að senda myndir á sjálfboðaliða eftir að óskað hefur verið eftir aðstoð. Sjálfboðarliðinn svarar þá póstinum með myndunum.
Jéppaspjallsnotendur, sem og lötu bjórþambandi aðstandendur síðunnar, hafa það orð á sér að vera einstaklega vinalegir og greiðasamir. :)
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 03.aug 2013, 09:40
frá ellisnorra
Það sem menn stranda oftast á er að minnka myndirnar.
Til þess eru margar aðferðir, mér finnst þó besta aðferðin að nota lítið powertoy sem heitir image resizer. Microsoft gaf þetta út sem auka-tól í nokkrum útgáfum af windows, síðast í xp og er hægt að googla td "microsoft image resizer" til að finna þetta ef maður með xp eða eldra windows. Þeir eru hinsvegar hættir með þetta tól fyrir nýrri útgáfur en til er tól með sömu virkni fyrir win7 (og kannski fleiri útgáfur) hér
http://imageresizer.codeplex.com/releases/view/30247Snilldin við þetta tól er að í windows explorer þá finnur maður skrána, hægrismellir á hana með músinni og velur "Resize Pictures" og velur síðan stærðina sem maður ætlar að nota. "Large (fits 1920 x 1080 screen)" passar flott hér inn og skráin verður innanvið 200kb (0.2mb) en myndin samt sem áður af passlegri stærð til að sjá allt sem er á henni :) Hægt er að velja einhverja aðra stærð líka eins og mönnum hentar.
Hægt er að minnka eins margar myndir í einu og manni dettur í hug (held ég, allavega hef ég aldrei rekist á takmark í því)
Þetta tól er að mínu mati það einfaldasta til að minnka myndir.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 03.aug 2013, 10:59
frá eidur
Sælir
Þegar við byrjuðum hér leitaði ég án árangurs að viðbótum fyrir phpBB til að minnka myndir sjálfkrafa. Hef svo haft augun hálfopin fyrir svoleiðis, enda er stærðartakmörkun ekkert sérstaklega notendavænt umhverfi.
EN NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR!
Allar myndir sem eru sendar inn hér eftir eru minnkaðar sjálfkrafa, þannig að hámarksstærð er 1280 pixlar á kant.
Ef þið lendið í veseni, endilega látið vita.
Kv,
Eiður
p.s. Varðandi fólkið sem setur bara bland hlekki í auglýsingar, held ég að það sé bara almennt metnaðarleysi og ekki hægt að kenna myndabrasi um.
Re: Auðvelda að setja inn myndir
Posted: 03.aug 2013, 11:50
frá Járni
Like á þetta!