Síða 1 af 1

Söludálkur : Jeppar

Posted: 29.maí 2013, 21:59
frá Magnús Þór
Langaði að skjóta því að hvort ekki væri þægilegra að skipta "Jeppar" uppí "Óska eftir" og "Til sölu" ? Semsagt þú opnar Jeppar, og þá færðu valmynd,,óska eftir eða til sölu
Kv Magnús

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 30.maí 2013, 18:24
frá hobo
Ekki vitlaus hugmynd, ætti að gera lífið þæginlegra á síðunni þegar maður er að selja eða kaupa.
Nú er bara að vona að aðalspaðarnir sjái þetta og íhugi málið.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 30.maí 2013, 20:33
frá gislisveri
Þetta er góð hugmynd, það þarf að fara að taka til í flokkuninni bráðum og þá gerum við þetta.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 07:29
frá sukkaturbo
Sæll Gísli ekki breita miklu, síðan ykkar er mjög aðgengileg og vel upp sett hjá ykkur og tala ég nú ekki um alveg rosalega skemmtileg og mikill fróðleikur og góður andi og hjálpsemi félagana mikil. Annað en f4x4 sem ég hröklaðist út af vegna tæknilegra erfiðleika eins og þeir segja fræðingarnir. kveðja guðni

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 08:25
frá gislisveri
Takk fyrir það Guðni, ég lofa að breyta engu þannig að það flæki málin. Sumir flokkar eru bara lítið notaðir og mætti sameina öðrum, hins vegar eru jeppa og varahlutadálkarnir í auglýsingunum mjög mikið notaðir og mætti til hagræðingar skipta upp í til sölu/óska eftir.
En engar róttækar breytingar og ekkert til að flækja málin.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 15:05
frá Dodge
Mér finnst hún fín svona.. það eru ellavega ekki of fáir flokkar :D

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 19:42
frá jeepson
Dodge wrote:Mér finnst hún fín svona.. það eru ellavega ekki of fáir flokkar :D


Sammála þó svo að það sé meira pro að græja flokkana betur.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 20:15
frá Stebbi
gislisveri wrote:Takk fyrir það Guðni, ég lofa að breyta engu þannig að það flæki málin. Sumir flokkar eru bara lítið notaðir og mætti sameina öðrum, hins vegar eru jeppa og varahlutadálkarnir í auglýsingunum mjög mikið notaðir og mætti til hagræðingar skipta upp í til sölu/óska eftir.
En engar róttækar breytingar og ekkert til að flækja málin.


Væri möguleiki á því að hafa check box sem bætir við forskeyti við titilinn á auglýsinguni. Þá væri einfaldlega hægt að hafa Til sölu og Óskast til að haka í sem bætir við [TS] eða [ÓE] við titilinn. Eins væri þá snilld að ekki væri hægt að senda inn auglýsingu fyrr en búið væri að haka í annað hvort. Er þetta einhver möguleiki sem er til í kerfinu eða þarf að skrifa þetta?

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 31.maí 2013, 20:48
frá gislisveri
Þetta er ekki möguleiki í kerfinu eins og það er og ég efast um að það sé græjað auðveldlega. Væri vissulega þægilegt.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 01.jún 2013, 10:43
frá andrig
þú getur alveg bókað fundið pluginn í phpbb fyrir þetta á netinu.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 01.jún 2013, 11:48
frá Aparass
Ég segi nú bara eins og ameríkaninn.
Af hverju að laga eitthvað sem er ekki bilað.......
Síðan er frábær eins og hún er.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 01.jún 2013, 20:37
frá Magnús Þór
ég skaut þessu nú bara fram þar sem það væri þæginlegra að þurfa ekki að skrolla yfir allar "óska eftir" auglýsingarnar líka ef maður er að skoða "til sölu" auglýsingar.
held að þessi litla breyting myndi ekki setja síðuna á hliðina en hins vegar finnst mér f4x4 spjallið ver orðið með of marga flokka þar sem þeir eru með 3 flokka minnir mig undir jeppa til sölu.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 01.jún 2013, 20:51
frá Stebbi
Það væri örugglega hægt að setja filter á forumið ef að menn notuðu [ÓE] og [TS], þá væri hægt að sýna bara pósta sem byrja á öðru hvoru forskeytinu. En þá þarf að fá menn til þess að tileinka sér það að merkja póstana sína til sölu eða óska eftir ekki nema að það væri hægt að setja TAG við þá þegar maður er að pósta.

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 11.jún 2013, 19:23
frá aggibeip
Góð hugmynd ! Það væri mjög fínt ef jeppa sölusvæðinu yrði skipt í til sölu og óskast :)

Re: Söludálkur : Jeppar

Posted: 11.jún 2013, 19:32
frá andrig
persónulega myndi ég frekar vilja sjá þetta svona:
Auglýsingar:
TIL SÖLU:
-Jeppar
-Dekk/felgur
-blabla
-blabalbalab


ÓSKA EFTIR:
-Jeppar
-Dekk/felgur
-Blabla
-babab

þannig að öllum söluflokkunum yrði skipt niður í Til Sölu og Óska Eftir.
Þannig gæti ég t.d ef að ég væri með dekk, eða eitthvað annað, sem mig vantaði að selja bara rent yfir þann ÓskaEftir undirflokk sem ætti við.