Síða 1 af 1

Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 08:39
frá Ofsi
Ég myndi fara varlega í notkun á íslenska skjaldarmerkinu. Segir Ólafur Hallgrímssson. Rétt og satt hjá Óla, Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið kvartanir frá Forsætisráðuneytinu vegna notkunar á íslenska fánanum í lókóinu. Gæti trúað því að þeir tækju skjaldarmerkjanotkuninni enn verr http://www.f4x4.is/index.php?p=126332&j ... 28#p126332
kv Ofsi

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 08:48
frá ofursuzuki
Þetta er sennilega alveg rétt, það gætu orðið einhver vandræði útaf þessu, það þarf sennilega sérstakt leyfi til að nota skjaldarmerkið.
Er ekki bara að stofna til samkeppni hér á þessu nýja spjalli okkar allra um merki fyrir síðuna,
eitthvað einfalt en flott lógó.

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 08:56
frá eidur
Sælir, það er örugglega rétt. Lögin eru amk skýr og tilgreina að enginn megi nota skjaldarmerkið.

Varðandi samkeppni þá er það góð hugmynd, reynum örugglega að gera eitthvað svoleiðis.

Annars verðum við logo lausir í bili.

- Eiður

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 09:54
frá gislisveri
Takk fyrir ábendinguna, þetta er auðvitað laukrétt. Skjaldarmerkið er bara svo flott að við stóðumst ekki mátið að skella því inn áður en við lásum okkur til.
Varðandi samkeppni um logo, þá hefur það verið rætt og kemur alveg til greina, en þangað til eru allar hugmyndir að sjálfsögðu vel þegnar.

Ég leyfi mér að færa þennan þráð inn í "Vefurinn - hugmyndir og ábendingar" og árétta það að þessi vefur á að vera hugarsmíð notenda hans og við munum bregðast við ábendingum og hugmyndum sem fram koma.
kv.
Gísli

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 10:01
frá KREPPA
Er ekki bara að leyfa skjalamerkinu að standa?
Ekki breytti Ofsi 4x4 merkinu þrátt fyrir athugasemdir, og hann gengur enn laus.

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 14:36
frá ICESAVE
Ertu ekki að grínast? Stinga Ofsanum inn strax með hinum útrásarvíkingunum! Hrikalegt að þessi maður fái að ganga laus....

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 15:02
frá TF3HTH
Nafnlausu tröllin voru ekki lengi að vakna, enda farið að vora.

-haffi

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 15:08
frá KREPPA
Væri ekki ráð að bjóða þessum spekingi af hinni síðunni aðgang hér? Þá væri hægt að njóta ráðlegginga hans varðandi þessa síðu á réttum vettvangi.

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 15:18
frá gislisveri
Það er öllum frjáls aðgangur að vefnum, en við viljum ítreka að eitt af fáum skilyrðum er að menn skrái sitt rétta nafn, sbr. þetta.
Þetta er kannski ekki nógu skýrt orðað í nýskráningunni, en verður lagað þannig að það fari ekki framhjá neinum.
Kv.
Gísli

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 15:56
frá Ofsi
Útrásarvíkingunum. Ég er nú ekki tengdur neinum að þeim nema Bjórólfs feðgunum.
Annars gáfum við nú skít í ábendingar forsætisráðuneytisins, minnir að þeir hafi sent annað bréf tveim árum seinna. Síðan kom Icesave og dró athyglina frá okkur :-)
Hvað það varðar að ganga laus, þá styttist nú í það að maður endi á Hrauninu fyrir brot á einhverjum náttúruverndarlögum einsog kommarnir eru að herða allt, eða kannski fánalögum. Nú er verið að fjalla um nýja náttúruverndaráætlun á alþingi, það er víst nauðsinlegt núna. Atvinnumálin og myntkörfulýðurinn getur bara beðið.
kv Ofsi

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 16:05
frá KREPPA
Ok, ég legg til að nýja skjadamerki Íslands verði sett í logoið.

Image

Re: Lókó síðunar

Posted: 01.feb 2010, 17:15
frá ICESAVE
NEI! Þetta er mitt logo!