Breyta þráðum.. hvað varð um það


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 16:22

Var verið að breyta einhverju á spjallinu, virðist ekki geta editað þræði sem ég stofnaði lengur.. vona að þetta sé ekki orðið eins og kommúnista síðan f4x4.is þar sem ekkert má


Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Polarbear » 24.mar 2013, 16:32

ég veit svosem ekkert um hvort einhverju hér hafi verið breytt. En það finnst mér kostur að menn geti ekki skrifað hvað sem er hérna og breytt því svo bara eftirá. Fyrir utan hvað það gerir þræði hérna hundleiðinlega í lestri verður það kanski til þess að menn hugsa sig augnablik um áður en þeir skrifa eitthvað í reiðikasti.

Annað mál gildir kanski um auglýsingadálka... en þar finnst mér að auglýsingar ættu að eyðast sjálfkrafa eftir 6 mánuði ef þær hafa legið óhreyfðar. Sérstaklega ef maður getur ekki breytt þeim eða tekið út síma/email til að forðast endalaust kvabb yfir löngu seldum hlutum því menn virðast ekki nenna að skrolla niður umræður til að sjá hvort dótið sé enn til eða selt.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2013, 16:55

Þetta er alveg ótækt að taka þetta út!
Það er margoft sem maður þarf að breyta þráðum, maður kannski gerir innsláttarvillu eða einhvern fjandan þá þarf maður að geta breytt því.

Ef þetta þarf að vera kúbuvesen á þessu þá er nær að hafa kvóta á því, að maður geti brett kannski einu innleggi á dag eða eitthvað slíkt, eins og maður hefur stundum séð að heilu þræðirnir eru teknir út af óskiljanlegri ástæðu, til dæmis hér: viewtopic.php?f=9&t=8592
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 17:11

maður er alveg búin að gefast upp á því að setja inn auglýsingar á F4x4 útaf maður getur ekki breytt þeim eftirá nema í 4 tíma eða eitthvað, maður þarf að bæta við einhverju eða setja að hluturinn sé seldur... ætla vona að þetta verði lagað sem fyrst

get ekki breytt núna þræðinum um bílinn minn , uppfært hann, nema setja eitthvað neðst sem enginn tekur eftir svo
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2013, 17:59

kjartanbj wrote:maður er alveg búin að gefast upp á því að setja inn auglýsingar á F4x4 útaf maður getur ekki breytt þeim eftirá nema í 4 tíma eða eitthvað, maður þarf að bæta við einhverju eða setja að hluturinn sé seldur... ætla vona að þetta verði lagað sem fyrst

get ekki breytt núna þræðinum um bílinn minn , uppfært hann, nema setja eitthvað neðst sem enginn tekur eftir svo



Reyndar þegar menn uppfæra þráðinn sinn þannig, að bæta við í fyrsta póst, þá virkar kerfið ekki eins og það á að virka. Ég nota stikuna hérna til hliðar, "Sýna nýja pósta" mjög mikið og ef þú uppfærir þráðinn án þess að bæta við nýjum pósti þá tekur enginn eftir uppfærslunni hjá þér (eða allavega ekki ég). Einnig appelsínugula blaðið með örinni sem birtist fyrir framan nafn póstsins þegar nýr póstur er birtur, uppfærist ekki að sama skapi.
Þetta vita væntanlega flestir.
Mér finnst skelfing að scrolla í gegnum þræði þar sem eru uppfærðir svona í fyrsta pósti, og veit að það eru margir sammála mér í því.


En ég tók reyndar eftir því áðan að maður getur ennþá breytt nýlegum póstum, ég veit ekki hvað þeir þurfa að vera gamlir til að það detti út, hugsanlega 4 tímar eins og þú segir hérna að ofan Kjartan með f4x4.is.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá gislisveri » 24.mar 2013, 18:05

Sælir félagar.

Við vorum að gera einhverjar tilraunir með að takmarka breytingar á póstum við fyrstu 48klst eftir að þeir eru sendir inn.
Það er ekki búið að taka neina loka ákvörðun með hvernig þetta verður, en vandinn er að kerfið býður ekki upp á að greint sé á milli auglýsinga og almenns spjalls. Ekki er heldur í boði að stofnandi þráðar geti sýslað eitthvað meira með þráðinn sinn en aðrir notendur eins og kom upp í umræðunni hérna um daginn.

Við verðum því í raun að velja á milli þess að menn megi ekkert breyta, megi breyta með tímatakmörkun eða að þeir geti eyðilagt þræði sem máske margir aðrir eru búnir að leggja til innlegg. Hvaða leið hugnast ykkur best?

Varðandi það að eyða gömlum auglýsingum, þá er það minna mál, ég held að kerfið bjóði upp á að gera þetta sjálfkrafa þegar þær eru ákveðið gamlar, að því gefnu að þær hafi ekki verið uppfærðar. Þá þarf bara að ákveða hver hentug tímamörk eru, hvað finnst ykkur um það?

Kv.
Gísli.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Polarbear » 24.mar 2013, 18:17

mér finnst alveg nóg að menn geti uppfært þræðina sína í 48 tíma eftir að þeir eru búnir til.... og að láta auglýsingar detta út sjálfkrafa eftir 3-6 mánuði, hafi þær ekki verið hreyfðar í þann tíma (með uppfærslum sem bætt er við eins og aðra þræði, þ.e. neðst í þá með nýju innleggi).

ég segi eins og ElliOfur, ég nota hliðarstikuna hérna mjög mikið, sem og "sýna ólesna pósta" valkostinn þegar maður er innloggaður. ég les alltaf yfir þá pósta sem koma þar upp sem mér finnast áhugaverðir og hreinsa svo út rest með því að merkja allt lesið eftir það. þetta virkar ekki ef menn eru að uppfæra auglýsingar og þræði beint með því að breyta gömlum póstum.

þessi hegðun sem um er rætt hérna er hvergi leyfð á öðrum spjallsíðum sem ég nota.

bara mín 2 cent...


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 19:36

Mikil afturför ef það verður gert svona til frambúðar, búið að vera mikil umræða um þetta á 4x4 heimasíðunni , stór ástæða þess að menn eru mikið til hættir að nota f4x4 spjallborðið eru svona ákvarðanir, ég vill geta editað þráðin um bílinn minn , þar sem það er mikið að breytast, f4x4 er eina spjallborðið sem ég er á þar sem eru svona fasista stillingar að geta ekki átt við þráðinn sinn eftirá nema innan tiltekins tíma, sérstaklega á auglýsina hlutanum, óóóóþolandi að vera fá símhringingar eða emaila 2 mánuðum eða jafnvel ári á eftir að maður selij hlutinn þó maður sé búin að setja neðst, kannski á bls 4 með bold og stærsta letrinu að hluturinn sé seldur


eins og ég segi STÓR afturför ef þessu verður ekki breytt og verður til þess að maður nennir minna að vera uppfæra eða setja inn þræði hérna...
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 19:39

Svo finnst mér allt í lagi að gamlar auglýsingar fái að hanga inni en menn setji bara skýrt í póstin efst að bíll sé seldur

oft sem maður er að leita að einhverjum bíl til að forvitnast um hann, hvernig hann var fyrir einhverju síðan og svona , hvað var í honum
eða bara gamlar myndir af bílnum , leiðinlegt að það hverfi þá gamlar auglýsingar

ég allavega legg til að þetta verði bara eins og þetta hefur alltaf verið, hefur ekki neitt farið í taugarnar á mér eins og kerfið var, þó það sé hægt að edita svör og svona
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 19:41

elliofur wrote:
kjartanbj wrote:maður er alveg búin að gefast upp á því að setja inn auglýsingar á F4x4 útaf maður getur ekki breytt þeim eftirá nema í 4 tíma eða eitthvað, maður þarf að bæta við einhverju eða setja að hluturinn sé seldur... ætla vona að þetta verði lagað sem fyrst

get ekki breytt núna þræðinum um bílinn minn , uppfært hann, nema setja eitthvað neðst sem enginn tekur eftir svo



Reyndar þegar menn uppfæra þráðinn sinn þannig, að bæta við í fyrsta póst, þá virkar kerfið ekki eins og það á að virka. Ég nota stikuna hérna til hliðar, "Sýna nýja pósta" mjög mikið og ef þú uppfærir þráðinn án þess að bæta við nýjum pósti þá tekur enginn eftir uppfærslunni hjá þér (eða allavega ekki ég). Einnig appelsínugula blaðið með örinni sem birtist fyrir framan nafn póstsins þegar nýr póstur er birtur, uppfærist ekki að sama skapi.
Þetta vita væntanlega flestir.
Mér finnst skelfing að scrolla í gegnum þræði þar sem eru uppfærðir svona í fyrsta pósti, og veit að það eru margir sammála mér í því.


En ég tók reyndar eftir því áðan að maður getur ennþá breytt nýlegum póstum, ég veit ekki hvað þeir þurfa að vera gamlir til að það detti út, hugsanlega 4 tímar eins og þú segir hérna að ofan Kjartan með f4x4.is.



ég bæti alltaf neðst í þráðin hjá mér tildæmis nýju um bílinn minn, en ég ætlaði að breyta nafninu á þræðinum með tildæims "nýtt bls 3" eða eitthvað en þá er það bara ekkert hægt, svo vill maður geta editað ef maður tekur eftir villu eða einhverju sem maður fór kannski rangt með , ruglaðist eða eitthvað um bílinn sinn
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2013, 20:26

Ég er sammála Kjartani, ég vill bara hafa þetta eins og þetta var, þetta gamla góða :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Freyr » 24.mar 2013, 20:44

Tek undir að það var gott að geta breytt póstum. Sem dæmi duttu út allar myndir frá mér í löngum þræði um breytingar á mínum jeep. Þá var ekkert mál að velja "breyta" og setja inn ný url á myndirnar til að laga þráðinn....

Kv. Freyr

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá -Hjalti- » 24.mar 2013, 20:53

Þetta er alveg skelfilegt.. Bakkið útúr þessu Stjórnendur.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


palsson
Innlegg: 26
Skráður: 14.feb 2012, 10:50
Fullt nafn: Kristinn Fannar Pálsson

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá palsson » 24.mar 2013, 21:20

Sammála síðustu ræðumönnum. Það er mjög slæmt að geta ekki átt við eldri þræði, t.d. fyrirsagnir og sett þar inn upplýsingar um að bílar séu seldir o.s.frv. Í mínum huga verður spjallborðið líka mun hreinna ef að notendur venja sig á að merkja selda bíla o.s.frv.

Oft vill maður svo skoða söguna aftur í tímann og grúska aðeins í þessum bílum sem hafa verið auglýstir hérna. Margir eru algjört konfekt. Þar að leiðandi er það mín skoðun að vefurinn sé mun verðmætari ef að auglýsingum er haldið áfram inni og að við höfum kost á að breyta t.d. titli þráða og upplýsingum í þráðunum.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Polarbear » 24.mar 2013, 22:12

núverandi kerfi til varnar er mjög algengt að menn sem eru að selja eitthvað hérna inni breyti auglýsingum sínum á þann veg eftir sölu að þeir taka -allt- út. Allar myndir, allan texta og eftir stendur bara . eða "má eyða takk" í titli og meginmálinu. Mér finnst það frekar dauft.

vissulega eru 2 hliðar á öllum málum, en ég hallast frekar að því að þetta sé rétt ákvörðun stjórnenda hér að loka fyrir breytingar eftir ákveðinn tíma.... að því gefnu að auglýsingar detti út eftir einhverjar vikur eða mánuði sjálfkrafa.


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 22:32

Finnst að auglýsingar eigi að haldast inni óendanlega. bara að það yrði skilda að setja "Selt" fyrir framan í titlinum
svo er þetta óþolandi að geta ekki breytt þræði, núna er tildæmis þráðurinn um bílinn minn fastur eins og ég vill ekkert hafa hann...


ég hata hvernig spjallborð F4x4 er og vona að þetta verði ekki svoleiðis hér líka
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá kjartanbj » 24.mar 2013, 22:34

það er alveg í undantekningar atriðum að menn séu að eyða öllu úr söluauglýsingum eftir að bílarnir seljast.. allavega hefur það ekki verið eitthvað sem maður hefur verið að taka mikið eftir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Oskar K » 25.mar 2013, 01:23

díses kræst ekki gera þetta, þetta er ástæðan fyrir því að ég er hættur að auglýsa á f4x4, alveg sama hvað maður skrifaði oft SELDUR í neðsta svari þá héllt síminn hjá manni áfram að hringja endalaust afþví maður getur ekki átt við þráðinn og hennt út símanúmerinu eða neinu
1992 MMC Pajero SWB


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Gunnar » 25.mar 2013, 01:29

leyfa manni að breyta sínum þráð eins og maður vill, það er eina vitið

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá jongud » 25.mar 2013, 09:07

Hafa þetta eins og það var,
LIFI PRENTFRELSIÐ

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá gislisveri » 25.mar 2013, 09:27

Höfum þetta lýðræðislegt: viewtopic.php?f=12&t=17094

Kúba hvað?

Súkkukveðja,
Gísli.


Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

Re: Breyta þráðum.. hvað varð um það

Postfrá Karvel » 25.mar 2013, 10:31

Núna er ekki hægt að senda inn svar, því það verður að rita lágmark 20stafi inn. hmm þessu þarf að breyta
Isuzu


Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir