Lýsing á flokkum
Posted: 04.aug 2010, 13:18
Ég held það vanti einhverja stutta lýsingu á hverjum flokki fyrir sig (Almennt spjall, jeppinn minn o.s.frv), sem myndi hjálpa fólki að stofna þræði á réttum stað. Það ber orðið nokkuð á tæknimálum sem tengjast ákveðnum tegundum bæði í almennu spjalli og undir "Jeppinn minn", sem ættu náttúrulega að vera í tæknispjallinu undir viðkomandi framleiðanda. EIns eru auglýsingar aðeins að dreifa úr sér yfir í spjallflokkana.
Þessi lýsing ætti helst að vera stutt og hnitmiðuð, efst í hverjum flokki fyrir sig.
Bara hugmynd. Flott spjallborð annars og alltaf eitthvað um að vera á því.
Þessi lýsing ætti helst að vera stutt og hnitmiðuð, efst í hverjum flokki fyrir sig.
Bara hugmynd. Flott spjallborð annars og alltaf eitthvað um að vera á því.