Ólesnir póstar í öðrum lit á forsíðu

User avatar

Höfundur þráðar
Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Ólesnir póstar í öðrum lit á forsíðu

Postfrá Stebbi » 16.jan 2013, 21:28

Væri það mikið mál að græja listan yfir nýjustu þræði á forsíðuni þannig að ólesnir póstar kæmu í td. rauðu og lesnir þá í þessum bláa lit sem er núna. Persónulega finnst mér það vera smá fjallabaksleið að ýta alltaf á SPJALL til að sjá ólesna pósta ef maður er að fylgjast með nokkrum umræðum í einu. Stundum er svo mikið líf hérna að þegar maður skoðar þráð 1 þá svarar einver á meðan, svo kíkir maður á þráð 2 sem er neðar í listanum en sér ekki að það er búið að svara þráð 1 fyrr en maður velur SPJALL og fær allan listann yfir nýlega pósta.
Til að taka allan vafa af þá er ég að tala um litla bláa gluggan sem sýnir 10 nýjustu póstana og 10 nýjustu auglýsingarnar.

Smá langloka um smáatriði en ég hef fulla trú á því að þetta geti verið bót sem gerir vefinn betri og notendavænni.

Kv.
Stebbi


Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir