Síða 1 af 1

Nýjasti pósturinn

Posted: 10.jún 2012, 23:58
frá btg
Hæ,

smá pæling, þegar smellt er á tenglana hægra megin undir spjall, þá lendir maður á fyrsta póstinum. Ef þráðurinn er orðinn margar blaðsíður þá þarf alltaf að fletta á síðustu síðu og 'scrolla' niður.

Þar sem þetta eru svona 'lifandi þræðir' sem menn eru gjarnan að fylgjast með, væri þá ekki ákjósanlegt að þegar smellt er á tenglana þar þá lendi maður á síðasta pósti í viðkomandi þræði (og þurfi þ.e.a.l. ekki að fletta sig yfir og scrolla niður í hvert skipti)?

Pæling.

kv, Bjarni

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 00:48
frá StefánDal
Ég held að þetta sé stillingar atriði hjá hverjum og einum. Skoðaðu þig um í stillingarnar mínar:)

edit*
Fór og gáði sjálfur. Þetta virðist vera hægt með því að fara í stillingar mínar, stillingar og svo í breyta sýnstillingum.

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 09:10
frá ivar
Og hvað valdir þú nkl þar?

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 15:09
frá StefánDal
Ég valdi þetta sem er gult á myndinni. Það hefur þó þau áhrif að þráðurinn snýst alveg við. Það nýjasta birtist efst á blaðsíðu 1 og það elsta færist alltaf aftar. Svolítið skrítið en venst?

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 19:03
frá hobo
Ef ég ætla að skoða vinsælan þráð sem er margar síður, t.d í augnablikinu Elli ofur og Toy Terrano, þá smelli ég frekar á þráðinn í spjallflokkadálkunum en ekki í nýjustu póstunum.
Þá fer maður á aftasta póst.

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 19:20
frá Járni
Öss, þið kunnið betur á þetta en ég. Fínasta techsupport alveg!

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 22:15
frá btg
hobo wrote:Ef ég ætla að skoða vinsælan þráð sem er margar síður, t.d í augnablikinu Elli ofur og Toy Terrano, þá smelli ég frekar á þráðinn í spjallflokkadálkunum en ekki í nýjustu póstunum.
Þá fer maður á aftasta póst.


Skil þig, þetta er virknin sem ég er að tala um. En getur maður þá ekki verið búinn að tapa 2-3 póstum sem eru í sama flokk ef maður fer þessa leið þar sem maður sér bara nýjasta póstinn í hverjum flokki fyrir sig?

Mér finnst amk mjög þægilegt eins og á www.veidi.is að þar er hægra meigin listi yfir 10 aktíva pósta (óháð flokkun), þar getur maður smellt á póstinn (frá byrjun) eða síðasta svar.

Er bara að velta þessu upp.. finnst það þægilegt fyrirkomulag.

Re: Nýjasti pósturinn

Posted: 11.jún 2012, 23:02
frá Ingi
svo getiði líka smelt á rauða blaðið sem kemur fyrir framan nafnið á þræðinum og þá fariði beint á nýjasta póstinn sem þið eigið eftir að lesa