Sælir
Ég var rétt í þessu að senda bréf á alla nefndarmenn í umhverfisnefnd alþingis, varðandi þá grófu mismunun sem gerð er á milli ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Þetta snýst um rétt minn (okkar!) til þess að ráða hvar við sofum á nóttunni í okkar fjallaferðum.
Það eru nógu margir að sinna mótmælum á slóðalokunum, en þetta atriði hefur mér fundist öllu verra í þessari "verndaráætlun".
Þessar reglur eru hrein svívirða og munu gera öll ferðalög innan þjóðgarðsins að einu allsherjar reglugerðarbroti.
Hérna kemur bréfið.
Það er kannski ekkert meistaraverk, en ég reyni mitt besta til að ná eyrum nefndarmanna. Ég mun ekki gefast upp fyrr en ég hef fengið fullnægjandi svör.
Ég veit ekkert um e-mail adressur hjá stjórnarmönnum þjóðgarðsins og efa ég um að þeir myndu svara mér.
Á morgun ætla ég að senda annað, svipað bréf til Umhverfisráðherra og óska eftir fullnægjandi svörum.
Kveðja,
Stefán Þ. Þórsson
Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Bréf til umhverfisnefndar alþingis
- Viðhengi
-
- jafnræði.pdf
- (18.85 KiB) Downloaded 214 times
Síðast breytt af stebbiþ þann 06.mar 2011, 22:44, breytt 1 sinni samtals.
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Jón, þú póstar svo þessu inn á 4x4.
Kv, Stebbi Þ.
Kv, Stebbi Þ.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Ég er mjög ánægður með bréfið þitt, þakka þér fyrir að standa upp og gera eitthvað í málinu!
Ég óttast það samt mest að bráðum verði þessum seinförnu hraunslóðum í norðanverðum Vatnajökulsþjóðgarði lokað fyrir öðrum en gangandi ferðamönnum og þar með óþarfi að breyta þessum reglum þar sem af svona túrum sem þú talar um í brefinu verður ekkert eftir það. Það virðist vera stefnan að malbika 100 km/h vegi að tjaldsvæðum á þægilegum stöðum og loka restinni af svæðinu.
Staðalbúnaður í mínum bíl hér eftir verða góðar járnaklippur hugsa ég, ef ske kynni að slóðum yrði lokað með keðju, og von í brjósti um að svæðið sé of stórt til að menn geti fylgst með hverjir sofa hvar, því ég mun gista þar sem mér hentar. Vissulega mun ég passa náttúruna og keyra ekki utan vega. En það verður ekki á valdi Vatnajökulsþjóðgarðs að segja mér hvar sé vegur eða ekki, amk ekki meðan þeir eru enn á kortum LMÍ og vel sýnilegir í landslaginu.
svo má lengi vona að þetta batni. við gætum jafnvel fengið sæmilega eðlilega þenkjandi umhverfisráðherra í næstu kosningum, shit happens :)
Ég óttast það samt mest að bráðum verði þessum seinförnu hraunslóðum í norðanverðum Vatnajökulsþjóðgarði lokað fyrir öðrum en gangandi ferðamönnum og þar með óþarfi að breyta þessum reglum þar sem af svona túrum sem þú talar um í brefinu verður ekkert eftir það. Það virðist vera stefnan að malbika 100 km/h vegi að tjaldsvæðum á þægilegum stöðum og loka restinni af svæðinu.
Staðalbúnaður í mínum bíl hér eftir verða góðar járnaklippur hugsa ég, ef ske kynni að slóðum yrði lokað með keðju, og von í brjósti um að svæðið sé of stórt til að menn geti fylgst með hverjir sofa hvar, því ég mun gista þar sem mér hentar. Vissulega mun ég passa náttúruna og keyra ekki utan vega. En það verður ekki á valdi Vatnajökulsþjóðgarðs að segja mér hvar sé vegur eða ekki, amk ekki meðan þeir eru enn á kortum LMÍ og vel sýnilegir í landslaginu.
svo má lengi vona að þetta batni. við gætum jafnvel fengið sæmilega eðlilega þenkjandi umhverfisráðherra í næstu kosningum, shit happens :)
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Sæll,
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það mun engin hugsandi maður fara eftir þessum reglum, þar að auki efa ég að þeim verði framfylgt í raun.
En það breytir því ekki að þetta er í reglugerðinni og það er ólíðandi. Þetta lið á ekki að komast upp með að traðka á venjulegum ferðalöngum, með því að setja svona fráleitar reglur.
Þetta er spurning um að standa á sínum rétti og ekki líða óréttlæti.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að það mun engin hugsandi maður fara eftir þessum reglum, þar að auki efa ég að þeim verði framfylgt í raun.
En það breytir því ekki að þetta er í reglugerðinni og það er ólíðandi. Þetta lið á ekki að komast upp með að traðka á venjulegum ferðalöngum, með því að setja svona fráleitar reglur.
Þetta er spurning um að standa á sínum rétti og ekki líða óréttlæti.
Síðast breytt af stebbiþ þann 07.mar 2011, 00:13, breytt 1 sinni samtals.
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Komið á f4x4.is undir heitinu kæri þingmaður
baráttu kveðjur Jón G Snæland
baráttu kveðjur Jón G Snæland
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
Það er annað í þessu máli eins og t.d. fatlaðir einstaklingar sem vilja ferðast um landið og njóta útiveru. Hvers eiga þeir að gjalda? Eiga þeir kannski að ráða sér sterabolta til að bera þá um hálendið?? Ég get ekki séð betur en að þetta sé MJÖG GRÓFT BROT gegn fötluðum náttúruunnendum.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: Bréf til umhverfisnefndar alþingis
...annars er þetta mjög fínt bréf
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur