Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá khs » 05.jan 2017, 15:28

Nú vantar mig reynslu eða þekkingu annara í svona máli. Það var keyrt á mig og eitt dekkið er ónýtt sem ég fæ bætt að fullu. Málið er að þetta er Mudder sem er hætt að framleiða og ég fæ þá aðra tegund undir bílinn og er þá sitthvor tegundin á sama öxli. Hafa einhverjir sótt um að fá bæði dekkinn bætt vegna þessa?




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá Aparass » 05.jan 2017, 20:22

Á meðan lögin segja að það verði að vera sömu gerð hjólbarða á hverjum öxli þá held ég að tryggingarnar verði að skaffa þér tvemur stykkjum.
Gangi þér samt vel með þetta.
Kv.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá lecter » 05.jan 2017, 22:26

I sídrifsbílum þarf að skipta út öllum dekkjum ef 1 skemmist ef þau eru farinn að slitna t,d háfslitinn eða raspa niður nýja dekkið
skoðun er talað um að sama dekk þarf að vera á sam öxlinum annars fær hann ekki skoðun

User avatar

Höfundur þráðar
khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá khs » 05.jan 2017, 23:06

Aparass wrote:Á meðan lögin segja að það verði að vera sömu gerð hjólbarða á hverjum öxli þá held ég að tryggingarnar verði að skaffa þér tvemur stykkjum.
Gangi þér samt vel með þetta.
Kv.


Ég fékk þau svör frá Aðalskoðun að það þarf ekki að vera sama tegund dekks á sama öxli, þeas. aðeins er nóg að hafa sumar-sumar, vetrar-vetrar eða heilsárs-heilsárs. Reyndar er þetta teygjanlegt með 38" dekkin þar sem þau eru flest í grófari kanntinum og erfitt að gera uppá milli heilsárs og vetrar. Einnig er alveg sama með slit, það má vera misslitið allan hringin en verður að vera yfir vissum lágmörkum eftir þeirri árstíð sem bíllinn kemur í skoðun.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá villi58 » 06.jan 2017, 07:26

Tryggingafélögin hafa gert athugasemd ef það er ekki sama dekkategund á sama ás og ekki bætt tjón vegna þess að það er munur á gripi.
Það getur verið mikill munur á veggripi og er þá meiri hætta á að lenda í tjóni.
Mig minnir að reglurnar um dekkin hafi verið í bílprófinu og er þá auðvelt að finna.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá ellisnorra » 06.jan 2017, 20:39

khs wrote:
Aparass wrote:Á meðan lögin segja að það verði að vera sömu gerð hjólbarða á hverjum öxli þá held ég að tryggingarnar verði að skaffa þér tvemur stykkjum.
Gangi þér samt vel með þetta.
Kv.


Ég fékk þau svör frá Aðalskoðun að það þarf ekki að vera sama tegund dekks á sama öxli, þeas. aðeins er nóg að hafa sumar-sumar, vetrar-vetrar eða heilsárs-heilsárs. Reyndar er þetta teygjanlegt með 38" dekkin þar sem þau eru flest í grófari kanntinum og erfitt að gera uppá milli heilsárs og vetrar. Einnig er alveg sama með slit, það má vera misslitið allan hringin en verður að vera yfir vissum lágmörkum eftir þeirri árstíð sem bíllinn kemur í skoðun.


Þeir hjá Aðalskoðun hafa þá svarað þér rangt, beinlínis bull. Allavega miðað við það sem ég les nokkuð skýrt;
Skoðunarhandbók ökutækja wrote:16.01 Hjólbarðar.
(1) Á hjólum á sama ási skulu vera hjólbarðar af sömu stærð og gerð og með sambærilegu mynstri.

http://www.samgongustofa.is/media/umfer ... 6-2014.pdf

Hvort þetta sé nýjasta útgáfa eða sé breytt eftir þetta mega aðrir grafa upp. En þetta er frá 2014.

Tryggingafélög skulu bæta tjónið með sambærilegum eða betri hlut/bótum heldur en fyrir var. Man ekki hvernig þetta er orðað nákvæmlega en bóndi í minni sveit lenti í foktjóni, það fauk stór hluti af gafli á útihúsi hjá honum og hann var tryggður fyrir tjóninu. Eftir umtalsvert þvarg, þar sem bætur sem hann átti að fá dugðu engan veginn fyrir viðgerð, þá skýldu þeir sér bakvið að þetta hafi verið gamalt og lúið. Þá fór hann frammá að þeir létu laga þetta, hann ætlaði ekki að standa í því sjálfur. Þeir mættu gera það jafn vel og hitt var, þe gamalt og lélegt (sambærilegt eða betra). Það endaði með að verktakar á vegum tryggingafélagsins endurbyggði það sem skemmt var, að sjálfsögðu úr nýju efni. Bara gamansaga :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Seacop
Innlegg: 43
Skráður: 09.mar 2013, 12:33
Fullt nafn: Óskar Þór Guðmundsson
Bíltegund: 90 Cruiser

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá Seacop » 10.jan 2017, 10:13

Það er alveg skýrt að það skulu vera samskonar hjólbarðar á sama öxli. Ég skil nú satt að segja ekki að þú skulir hafa fengið einhver önnur svör hjá skoðunarstofunni....nema þú hafir kannski talað við skúringakonuna :-)


kv. Óskar lögga.


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Tjón á einu 38" dekki - viðbrögð tryggingarfélags

Postfrá Siggi_F » 10.jan 2017, 12:43

Ég lenti í tjóni á fólksbíl þar sem annað framdekkið eyðilagðist.

Það var ekki til eins dekk, þannig að ég fékk tvö ný.

Þetta var hjá Sjóvá og ekkert vandamál í kringum það.

Kv.
Siggi_F


Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir