Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Posted: 23.feb 2010, 17:43
Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Framundan eru kynningarfundir vegna verndaráætlunar vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við. Efni hennar er fjölþætt og tekur jafnt til verndunar og nýtingar á því landi sem tilheyrir þjóðgarðinum.
Mikilvægt er að heimafólk og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér vel innihald verndaráætlunarinnar, en í henni skal, skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, gera grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan þjóðgarðsins; einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings, aðgengi ferðamanna að svæðinu og veiðum. Í verndaráætlun er einnig gerð grein fyrir reiðhjóla- og reiðleiðum, auk mengunarvarna og fleiri þátta.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Þriðjudaginn 23. febrúar í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
Miðvikudaginn 3. mars í Tunguseli, Skaftártungu
Fimmtudaginn 4. mars á Laugalandi í Holtum
Fundirnir hefjast klukkan 20:00.
Fundargestum gefst kostur á að koma ábendingum og athugasemdum við drögin á framfæri.
Á eftirfarandi slóð er að finna upplýsingar um fundina, auk þess sem hægt er að sækja útdrátt með samantekt um stöðu, framtíðarsýn og vöktun á svæðinu:
http://www.kbkl.is/wordpress/?p=62#more-62 Skjalið er einnig að finna hér í viðhengi. Athugið að um drög er að ræða.
Framundan eru kynningarfundir vegna verndaráætlunar vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við. Efni hennar er fjölþætt og tekur jafnt til verndunar og nýtingar á því landi sem tilheyrir þjóðgarðinum.
Mikilvægt er að heimafólk og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér vel innihald verndaráætlunarinnar, en í henni skal, skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, gera grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan þjóðgarðsins; einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings, aðgengi ferðamanna að svæðinu og veiðum. Í verndaráætlun er einnig gerð grein fyrir reiðhjóla- og reiðleiðum, auk mengunarvarna og fleiri þátta.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Þriðjudaginn 23. febrúar í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
Miðvikudaginn 3. mars í Tunguseli, Skaftártungu
Fimmtudaginn 4. mars á Laugalandi í Holtum
Fundirnir hefjast klukkan 20:00.
Fundargestum gefst kostur á að koma ábendingum og athugasemdum við drögin á framfæri.
Á eftirfarandi slóð er að finna upplýsingar um fundina, auk þess sem hægt er að sækja útdrátt með samantekt um stöðu, framtíðarsýn og vöktun á svæðinu:
http://www.kbkl.is/wordpress/?p=62#more-62 Skjalið er einnig að finna hér í viðhengi. Athugið að um drög er að ræða.