Eldgos Holu­hrauni

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Svenni30 » 08.sep 2014, 16:07



Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá sigurdurk » 08.sep 2014, 17:43

Ég gat ekki setið á mér lengur... Mér alveg finnst sorglegt að heyra og sjá hvað mörgum finnst þessi forræðishyggja vera orðin sjálfsagt mál margt sem að menn gera er hættulegt og að mínu mati er þetta ekkert verra en annað. Þetta gos er eitthvað sem mér þætti gaman að fá að sjá og fylgjast með því eflaust gefast ekki mörg færi á því á ævinni og leiðinlegt að það sé aðeins fyrir útvalda einstaklinga að sjá. Ég er ansi hræddur um að ferðafrelsi okkar á eftir að halda áfram að skerðast áfram á næstu árum ef að þessi hugsunarháttur verður áfram við völd. Allt verður bannað nema með sérstöku leyfi.

Kv. Siggi Kári
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá oddur » 09.sep 2014, 10:28



ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 09.sep 2014, 10:43

bæta þessu inn sem copy paste:
Image

Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhælgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhondlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar.

Fréttaflutingurinn af málinu var þannig að halda hefði mátt þar hafi verið bjargað fjölda fólks á vanbúnum bílum í stórhættu. Raunveruleikinn var hinsvegar sá að hér voru á ferð þrír fullorðnir Íslendingar á tveimur bílum og glæpurinn var sá að þeir vildu njóta og upplifa á eigin skinni ótrúlegan atburð á heimsmælikvarða, sem er eldgosið í Holuhrauni.

Við sem vorum þarna á ferðinni erum allir vanir ferðamenn og kunnum vel að bera virðingu fyrir íslenskri náttúru og náttúruöflum. Búnaðurinn var ekki af lakari endanum, bílar sem ráða við erfiðar aðstæður og öryggisbúnaður. Farið var upp úr Dyngjufjalladal sem er eitt öruggasta svæðið á þessum slóðum ef gos hleypur í jökulinn, en þess má geta að neyðaráætlun vísindamanna er að koma sér þangað, frá Dreka, um Vikrafellsleið ef eitthvað stórt gerist í gosinu.

Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka monntmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir.

Það hefur verið töluverð umræða um þetta mál og er fólk hugsi yfr þessu. þarna er eytt óhemju fé í að sækja fullvaxna menn á öflugum tækjum af því að þeim einum er ekki treystandi til að hugsa um sig sjálfir. En þegar slys verða þá hefur komið fyrir að kallað er í okkur og við beðnir aðstoðar með tæki okkar og kunnáttu. Þá eru áhyggjurnar ekki eins miklar og okkur treyst til að fara inn á hættusvæði til aðstoðar, án sérstaks leyfis.

Það skal tekið fram að ekkert ólöglegt var gert í ferðinni, engin aðvörunarskilti sáust á þeirri leið sem farin var, fyrir utan einn vír yfir veginn með vegstiku og gömlu lokunarskilti ásamt prentuðu A4 blaði með einhverjum texta á útlensku. Einungis var farið eftir merktum leiðum og að sjálfsögðu enginn utanvegaakstur.

Upplifunin af því að sjá þessar hamfarir og vera á svæðinu er ólýsanleg og það er nánast óvirðing að ætlast til að fólk geri sér einhverja grein fyrir því með því að sjá bara myndir.


------------
Ég vona að ykkur strákar gangi sem best í þessu og ég viðurkenni að sjálfur stefni ég þangað uppeftir við gott tækifæri.
Alltaf gott að ríkið kann að spara og nota mannskap og útbúnað við nauðsynlegar aðstæður.
Ég ætla að vona að ekki einn björgunarsveitarmaður sé þarna við störf í sjálfboðavinnu, það væri skammarlegt að nota sjálfboðaheri í þessar aðgerðir.
Síðast breytt af ivar þann 09.sep 2014, 10:52, breytt 1 sinni samtals.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 09.sep 2014, 10:44

Smá viðbót. Getur einhver bent mér á síðu hjá opinberum aðila sem lýsir nákvæmlega hvað er lokað?
Ég hef ekki fundið neytt annað en upptalningu á 5 vegum og finn það ekki í fljótu bragði aftur.


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá oddur » 09.sep 2014, 10:51

Vegagerðin hefur gefið út hvað er lokað
http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 09.sep 2014, 10:53

og þarna skv. þessu má keyra ofaná bárðabungu og rúnta í sigdalnum á dyngjujökli, ekki satt?
(ekki það að það sé beint á dagskrá :) )

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Óskar - Einfari » 09.sep 2014, 11:21

Frábært að virða ekki lokanir almannavarna.... vel gert! höldum áfram að sýna hverskonar persónur við jeppafólk erum, brjótum lög og virðum ekki lokanir! Þetta á pottþétt eftir að rífa okkar málstað upp á nýjar hæðir! Þið sem eruð að væla undan því að lokanir almannavarna hafi eitthvað með ferðafrelsi að gera (sem ég reyndar fæst enganvegin til að skilja) þetta er sko hin gullna aðferð við að tryggja okkur ferðafrelsi til frambúðar!..... klöppum fyrir því!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 09.sep 2014, 11:32

og þú væntanlega mótmælir heldur ekki þegar vatnajökulsþjóðgarður verður stækkaður tvöfalt og akstur utan spregisands bannaður? Vonarskarð er best geymt lokað og vikrafellsleið sem er núna björgunarleið, átti ekki að loka henni.
Virðum lög og reglur, virðum lokanir almannavarna (enda er ég ekki þarna ennþá) en veitum stjórnvöldum aðhalda þegar vitleysan er gengin of langt eins og hún er í þessu tilfelli.

Með hvaða hætti aðhaldinu er best beitt er svo þörf umræða og engin ein lausn til á því.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Óskar - Einfari » 09.sep 2014, 11:52

ivar wrote:og þú væntanlega mótmælir heldur ekki þegar vatnajökulsþjóðgarður verður stækkaður tvöfalt og akstur utan spregisands bannaður? Vonarskarð er best geymt lokað og vikrafellsleið sem er núna björgunarleið, átti ekki að loka henni.
Virðum lög og reglur, virðum lokanir almannavarna (enda er ég ekki þarna ennþá) en veitum stjórnvöldum aðhalda þegar vitleysan er gengin of langt eins og hún er í þessu tilfelli.

Með hvaða hætti aðhaldinu er best beitt er svo þörf umræða og engin ein lausn til á því.



Ekki gera mér upp skoðanir....

Ég mótmælti lokunum leiða innan þjóðgarðsins.

Ég sé ekkert samasem merki milli varanlegra lokana vatnajökulsþjóðgarðs á þjóðþekktum leiðum og tímabundnum lokunum almannavarna vegna óvissu/hættuástands. Þetta hefur ekkert með ferðafrelsi að gera. Þá mætti allt eins færa rök fyrir því að það hafi verið skerðing á ferðafrelsi þegar að skeifunni var lokað fyrir almenningi vegna hættuástands í brunanum í sumar.
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 09.sep 2014, 12:15, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 09.sep 2014, 11:59

Sérsveitin? Bjuggust þeir við skotbardaga?
Strákar mínir, ég er komin með lausnina á þessu. Við stofnum net-dagblaðið JEPPAFRÉTTIR, sem flytur nýjustu fréttir af öllu því sem tengist jeppa- og ferðamennsku á fjöllum. Við gerumst blaðamenn í hlutastarfi og skrifum greinar og pistla, og tökum viðtöl við einhverja menn og konur. Þá sækjum við um aðild í Blaðamannafélagið og fáum BLAÐAMANNAPASSA, sem gefur okkur leyfi til að komast inn á bannsvæði sem sem litlir kerfiskallar hafa sett upp í móðursýkiskasti. Ekkert er jú sjálfsagðara en að blaðamenn spásseri um svæðið að eigin vild.
Ég er að a.m.k. byrjaður að leggja grunninn að blaðamannaferli mínum, án gríns. Ég er 38 ára og á vonandi eftir að upplifa fjölmörg eldgos, en ég sé ekki fram á að mér verði leyft það "sem venjulegum, heimskum, ósjálfbjarga vitleysingi sem stofnar björgunarsveitum í hættu".

Eru það ekki annars allir, sem ekki eru blaðamenn eða ljósmyndarar?

Það virðist vera að björgunarsveitafólk hér á spjallinu taki mjög illa allri gagnrýni á þessar glórulausu lokanir. Þó ég beri virðingu fyrir björgunarsveitafólki, þá þýðir ekkert að kaffæra þessa fínu umræðu um forræðishyggju.
Fólk á bara að halda kjafti og hlýða. Það fer illa í Íslendinga, svo er fólk auðvitað ekki á forræði björgunarsveita, þó margir reyði sig á þær. Og gleymum því ekki að þær væru ekki til nema fyrir tilstilli jeppa- og göngu/ferðafólks, nema kannski í mýflugumynd.
Maður veltir því fyrir sér hvort Landsbjörg beiti sér gegn því að almenningi verði hleypt að gosstöðvunum? Kannski er það rangt hjá mér, en maður spyr sig.
Og hvaða vit er í því að menn geti ekið um allan Vatnajökul í leit að útsýnisstað?
Á meðan er útvöldum hleypt þarna inneftir og það þarf enginn að segja mér það að þeir séu allir með gasgrímur og gasmæla.
Punkturinn í þessu öllu saman er sá, að menn eru meðvitaðir um hættuna, en vita það að þetta er eitthvað sem þeir verða að upplifa og taka því smá áhættu. Samt mun minni áhættu en að þvera einn af stórjöklum landsins á jeppa.
Síðast breytt af stebbiþ þann 09.sep 2014, 13:55, breytt 8 sinnum samtals.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá hobo » 09.sep 2014, 12:15

Málið leyst!
http://www.visir.is/hundrad-a-dag-a-ves ... 4709099997

Þetta svara allavega fyrsta pósti...


fridfinnur
Innlegg: 34
Skráður: 06.júl 2010, 13:57
Fullt nafn: Friðfinnur Fr. Guðmundsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá fridfinnur » 09.sep 2014, 13:48

Vinsamlegast hættið nú að stimpla fólk út frá þeim skoðunum sem það hefur. Þetta er eins og að seigja að allir kallar með skegg og skalla séu á móti lokunum almannavarna. Það er örugglega fullt af björgunarsveitarfólki sem er á móti þessum lokunum. Þetta hefur bara ekkert með okkur björgunarsveitarmenn að gera þeir sem þarna eru eru að vinna samkvæmt lögum og reglum um almannavarnir og björgunarsveitir og láta skoðanir sínar ekki þvælast fyrir sér alveg eins og skoðanir okkar á þeim sem við erum að aðstoða, sama hvað menn hafa gert til að koma sér í vandræði hafa ekki áhrif á störf okkar. Sumir hér skjóta í allar áttir í heift sinni í von um að afla fylgis við málstað sinn. Sjálfur færi ég um leið og yrði opnað en dettur ekki hug að fara meðan lokað er, kannski af því að ég er björgunarsveitarmaður nema að það sé vegna þess að ég er skegglaus og með hár. Ég bendi þeim sem eru að skjóta í allar áttir á Vígdísi Hauksdóttur eða framsóknarmenn almennt það hefur alltaf verið talið ti árangurs ef hóa þarf saman hópi í gott tuð að benda á hvað framsóknarmenn séu vondir.
Síðast breytt af fridfinnur þann 09.sep 2014, 18:34, breytt 1 sinni samtals.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 09.sep 2014, 15:10

Þá mætti allt eins færa rök fyrir því að það hafi verið skerðing á ferðafrelsi þegar að skeifunni var lokað fyrir almenningi vegna hættuástands í brunanum í sumar.

Til að setja þetta í samhengi við þær lokanir sem almannavarnir eru með núna væri best að loka ártúnsbrekkur og kringlumýrarbraut vegna brunans í skeifunni, bara til öryggis.

Sé lítil málefnaleg rök fyrir því að loka svæðum eins og urðarhálsi og dyngjufjalladal en vissulega gæti verið vafasamt að hafa mikið af fólki á flæðum?
Þetta er bara ekki lokun umhverfis hættustað, þetta er lokun á landsfjórðungi.

Ef viðlík lokun hefði verið vegna Eyjafjallajökuls og mögulega kötlu ætti að vera lokun á Hellisheiði, bara svo þetta sé sett í samhengi og þar var þó orðið gos undir jökli þá og þegar sem ekki er í þessu tilfelli.


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Einfari » 09.sep 2014, 15:17

Segðu mér ivar urðuð þið varir við mannaferðir þegar þið voruð þarna?
Af hverju fóruð þið upp Dyngjufjalladal sem er nú ekki alveg algengasti vegurinn upp í Öskju?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá kjartanbj » 09.sep 2014, 18:27

held að menn hérna séu bara ekki að átta sig á hættunum þarna.. þetta er ekkert skylt við fimmvörðuháls gosið.. nákvæmlega alt öðruvísi gos og miklu stærra dæmi í gangi
held að menn séu ekki að gera sér grein fyrir magninu af gasi sem streymir þarna upp núna það er gríðarlegt, lyktarlaust og litlaust..


myndirnar sem fréttamenn eru að setja inn gera heldur minna úr þessu gosi heldur en það er í raun, maður áttar sig alls ekkert á stærðinni á þessu fyrr en maður sér þetta með eigin augun, magnið sem er að koma þarna upp á hverri sekúndu er gríðarlegt

https://www.facebook.com/video.php?v=10202610465047406
ég fór í flug yfir gosið í gær og þetta er bara gjörsamlega magnað flott og hrikalegt að sjá , en ég bíð bara rólegur þangað til þeir opna eitthvað nærri þessu þegar það verður talið öruggt af þeim sem eru að rannsaka þetta, á meðan þetta er svona ótrúlega óútreiknanlegt þá heldur maður sig til hlés

lokunin er svona stór vegna þess að það er illmögulegt að loka þessu eitthvað minna, svæðið er svo gríðarlega víðfemt að ætla vera með lokanir á miðjum leiðum væri kjánalegt , og ég skil þá líka vel að vilja ekki opna þetta of snemma þar sem gríð'arlegur fjöldi af allskonar fólki sem hefur varla komið upp á hálendi á allskonar vanbúnum bílum færu að þvælast þangað með miklu veseni fyrir björgunarsveitir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Finnur » 09.sep 2014, 20:40

Sælir

Ég verð að leggja orð í belg. Þessar lokanir eru virkilega "Amerískar" þar sem menn eru hræddir um að þurfa bera ábyrgð á öðrum. Þessi hugsun hefur ekki verið vinsæl á Íslandi enda erum við ekki alin upp við það.

Það er klárt mál að svæðið er hættulegt og ef menn fara af gáleysi um svæðið er það ávísun á slys. En hvað með jöklaferðir okkar. Þeir sem ekki þekkja til hættusvæða jökla og hálendis geta farið sér að voða og menn hafa vissulega látið lífið við þessar aðstæður. Er þá ekki rétt að loka þessum hættusvæðum. Bíll sem fer niður um sprungu eða festist í óveðri stofnar björgunaraðilum í hættu og oft má rekja það til gáleysis. Almannavarnir ættu í raun að loka hálendinu þegar veðurspá er slæm. En það hefur ekki þurft þar sem menn þurfa alltaf að meta hættuna og bera ábyrgð á sjálfum sér.

Ekki miskilja mig, ég er óvirkur Björgunarsveitar maður og hef starfað í björgunarsveit í nokkur ár. Ég veit full vel að þetta flotta starf er keyrt áfram af sjálfboðaliðum sem leggja sig í hættu fyrir aðra. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef ekki kallað út björgunarsveit í mínum ferðum þrátt fyrir að hafa oft komist í mjög erfiðar aðstæður.

En lokun á þessu stóra svæði almannavarna er ekki hafin yfir gagnrýni. Aðal ástæða lokunarinnar á þessu svæði er flóðahætta ekki satt. Og með þeim rökum þarf að loka mun stærra svæði. Flóð frá Bárðabungu getur farið yfir mun stærra svæði en þetta svæði í kringum gosið., það þarf að loka sprengisandi, og skeiðarársandi með sömu rökum. Á sama tíma er ekki búið að loka fyrir umferð um Vatnajökul þrátt fyrir augljósar hættur.

Mín tillaga er að almannavarnir minnki lokunarsvæðið þannig að almenningur sem ekki er með blaðamanna passa geti orðið vitni að þessu rosalega náttúrufyrirbæri. Vegir norðan Trölladyngu eru í vari fyrir flóðahættu og Útsýnispallur sem er í 5 km fjarlægð væri ein leið til að hleypa fólki nær gosinu.

Það sem pirrar mig mest við þetta er þessi mikla mismunum á grundvelli starfsvettvangs. Ef svæðið er jafn hættulegt og talað er um á að að senda hvern einasta kjaft í burtu.
Almannavarnir munu ekki opna svæðið fyrr en gosið er búið, það er klárt mál.

Við kíkjum svo bara þarna uppeftir næsta vor og sjáum hvernig þetta kom út, ekki satt.


kv
KFS


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 09.sep 2014, 23:11

Hárrétt hjá þér Finnur. Ég er búinn að tala um það sama og þú og verið sakaður um að vilja leggja líf annarra í hættu með því að vilja koma að gosstöðvunum. En það er fullt af ónauðsynlegu liði þarna sem kemst inn gegnum einhverjar undanþágur. Ef hættan væri raunverulega svona mikil, þá væri þetta lið ekki þarna. Það er alveg öruggt.
Blaðamanna- og ljósmyndarapassi er til þess að hleypa þeim inn á vettvang slysa og glæpa, og halda utanaðkomandi frá. Hann var ekki hugsaður til þess að vera misnotaður á þennan hátt, sem við sjáum nú.

Þetta með mismunun eftir störfum er nefnilega meginpunkturinn í þessu. Það eru hundruðir manna, jafnvel þúsundir með góða menntun í jarðvísindum sem komast væntanlega ekki þarna inn, þar sem þau eru ekki starfsmenn Veðurstofunnar eða Jarðvísindastofnunar. Hafa ekkert sérstakt "hlutverk" þarna, nema bara sem áhorfendur. Sumir vinna svo hreinlega ekki við fagið.
Þetta fólk hlýtur að vera að fara á límingunum, nema auðvitað það komist þarna inn gegnum klíkuskap.
Þá væru þessar lokanir orðnar að skrípaleik.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá baldur » 10.sep 2014, 11:23

stebbiþ wrote:Hárrétt hjá þér Finnur. Ég er búinn að tala um það sama og þú og verið sakaður um að vilja leggja líf annarra í hættu með því að vilja koma að gosstöðvunum. En það er fullt af ónauðsynlegu liði þarna sem kemst inn gegnum einhverjar undanþágur. Ef hættan væri raunverulega svona mikil, þá væri þetta lið ekki þarna. Það er alveg öruggt.
Blaðamanna- og ljósmyndarapassi er til þess að hleypa þeim inn á vettvang slysa og glæpa, og halda utanaðkomandi frá. Hann var ekki hugsaður til þess að vera misnotaður á þennan hátt, sem við sjáum nú.

Þetta með mismunun eftir störfum er nefnilega meginpunkturinn í þessu. Það eru hundruðir manna, jafnvel þúsundir með góða menntun í jarðvísindum sem komast væntanlega ekki þarna inn, þar sem þau eru ekki starfsmenn Veðurstofunnar eða Jarðvísindastofnunar. Hafa ekkert sérstakt "hlutverk" þarna, nema bara sem áhorfendur. Sumir vinna svo hreinlega ekki við fagið.
Þetta fólk hlýtur að vera að fara á límingunum, nema auðvitað það komist þarna inn gegnum klíkuskap.
Þá væru þessar lokanir orðnar að skrípaleik.


Þetta segir allt sem segja þarf. Ég hefði ekki getað orðað þetta betur.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Óskar - Einfari » 11.sep 2014, 16:11

ivar wrote:
Þá mætti allt eins færa rök fyrir því að það hafi verið skerðing á ferðafrelsi þegar að skeifunni var lokað fyrir almenningi vegna hættuástands í brunanum í sumar.

Til að setja þetta í samhengi við þær lokanir sem almannavarnir eru með núna væri best að loka ártúnsbrekkur og kringlumýrarbraut vegna brunans í skeifunni, bara til öryggis.

Sé lítil málefnaleg rök fyrir því að loka svæðum eins og urðarhálsi og dyngjufjalladal en vissulega gæti verið vafasamt að hafa mikið af fólki á flæðum?
Þetta er bara ekki lokun umhverfis hættustað, þetta er lokun á landsfjórðungi.

Ef viðlík lokun hefði verið vegna Eyjafjallajökuls og mögulega kötlu ætti að vera lokun á Hellisheiði, bara svo þetta sé sett í samhengi og þar var þó orðið gos undir jökli þá og þegar sem ekki er í þessu tilfelli.


Ég var nú aðalega að tala um þegar að lokunin er kölluð skerðing á ferðafrelsi. Sé ekki alveg hvað stærð á lokunarsvæðinu hefur með það gera hvort þetta sé skerðing á ferðafrelsi eða ekki og finnst það vera að tegja og toga hlutina eða hreinlega bara útúrsnúningur. Þetta er ekki skerðing á ferðafrelsi þegar aðeins erum tímabundna lokun að ræða vegna hættuástands.

Varðandi stærðina á lokuðu svæðunum að þá er auðvelt að skilja munin á þeim þegar að flóttaleiðirnar sem standa til boða eru skoðaðar. Flóttaleiðirnar á þessum svæðum er enganvegin sambærilegar!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá eyberg » 11.sep 2014, 19:40

Er þetta mynd sem skyrir hversu hættulegt þetta gos og hraun er?
Alstaðar er verðið að tala um að þetta sé svo hættulegt.
http://www.mbl.is/frimg/7/63/763972.jpg
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Tómas Þröstur » 12.sep 2014, 08:36

Nú eru ýmsir jarðfræðingar skilst mér orðnir smeykir yfir jarðhræringum í og við Bárðarbungu og einhverjir tala um hugsanlegt gos álík þeim sem koma upp á nokkra alda fresti hér á landi og það eftir landnám. Á tímabili sem sem flokkast sem augnablik á jarðfræðilegum skala. Og hvernig gos eru það ? Nú hef ég eins og margir Íslendingar skoðað eldbrunna Lakagíga, hraunið frá þeim og svo ekki sé talað um Eldgjá sem er ein risastór fokking lööööng eldsprunga. Hef heyrt um hin ýmsu gos í Heklu sem aldrei myndu flokkast sem túristagos. Hvort stór radíus sé lokaður eða ekki frá Holuhrauni er bara ekki málið.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá kjartanbj » 12.sep 2014, 09:17

ef þetta breytist og gos á við Skaftárelda eða Eldgjá byrjar.. þá erum við ekkert að tala um neitt djók, ekki vildi ég vera nálægt þegar svoleiðis hefst..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 12.sep 2014, 10:19

Satt er það, ekki viljum við vera nálægt slíkum hamförum.
Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir ca. 8500 árum er ættað úr Bárðarbungukerfinu og er það mesta hraungos á jörðinni síðastliðin 10.000 ár. Það er talið vera um 21 rúmkílómetri að rúmmáli, en það sem er búið að koma upp í Holuhrauni núna er um 0,15 rúmkílómetri (150 milljón rúmmetrar).
Til að setja það í samhengi þá þyrfti 140 sinnum það magn sem komið er upp í Holuhrauni, til að jafna Þjórsárhraunið.

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Hr.Cummins » 12.sep 2014, 11:47

http://www.dv.is/folk/2014/9/12/gerard- ... leifsstod/

hmmm... voru myndir á facebookinu hans af honum við eldstöðvarnar... finn þær ekki lengur...

skiptir algjörlega máli hvort að maður heitir jón eða séra jón...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 12.sep 2014, 12:36

Vissirðu ekki að frægt fólk og aðrir útvaldir hafa öðruvísi öndunarfæri en venjulegir Íslendingar.

User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá eyberg » 12.sep 2014, 21:32

Hvaða fólk er þetta ?
Semsagt að ef maður ha sér þyrlu á leigu þá mámaður skoða þetta gos!
Image
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stone » 12.sep 2014, 23:51

Löggan er komin á breyttan patrol inn á svæðið tll að vakta það svo að þeir geta nú varla verið í mikilli yfirferð um svæðið lengur

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá sigurdurk » 14.sep 2014, 10:15

Er ekki eina vitið að láta bara græjja svona límmiða á bílinn hehe

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=824492630904207&set=a.105273789492765.10121.100000304346433&type=1
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Finnur » 17.sep 2014, 08:26

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _fjara_ut/

Sælir

Þetta mál er búið að leysa sig sjálft. Eldgosið er að fjara út og skilaboðin til þeirra sem ekki sáu gosið er "SVEKKJANDI".

Svo er bara drífa sig að ná sér í ljósmynda- eða blaðamanna-passa fyrir næsta gos því svona verður þetta um ókomna tíð er ég hræddur um.

Ætli þetta svæði sem nú er lokað verði ekki lokað í nokkur ár í viðbót, vegna undirliggjandi eldgosahættu. Einnig hlýtur að vera í skoðun að loka Vatnajökli fyrir umferð.


Góðar stundir

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Hjörturinn » 17.sep 2014, 09:41

http://www.ruv.is/frett/ferdamenn-vilja ... aer-gosinu

Spurning svo hvort maður fái sjálfur að flokkast sem ferðamaður ef af verður...
Dents are like tattoos but with better stories.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 22.sep 2014, 14:26

Fréttir RÚV í hádeginu:
"Sýslumaðurinn á Seyðisfirði höfðar til skynsemi fólks um að fara ekki í leyfisleysi inn á stórhættulegt lokað svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir sem geri slíkt, geri það á eigin ábyrgð"


Þeir sem farið hafa þarna um í leyfisleysi eru fullmeðvitaðir um þá staðreynd að þeir eru á eigin ábyrgð.

Ágætt að sýslumaður viðurkenni að fullorðið fólk sé ábyrgt fyrir eigin ákvörðunum, hversu slæmar þær kunna að vera. Er það kannski ekki þannig í lífinu almennt?

Svo er annar vinkill í þessu flókna máli, sem virðist hafa vakið upp margar spurningar um sjálfsákvörðunarrétt fólks, en hann snýr að hótunum yfirvalda í garð boðflenna á svæðinu. Mönnum er hótað málssókn og sekt upp á hundruðir þúsunda ef þeir nást innan svæðisins, en með því er einnig öruggt að einstaklingur sem t.d. hrasar um stein og ökklabrotnar langt frá gosstöðvunum, en þó innan bannsvæðisins, mun ekki hringja eftir hjálp ef þetta bíður hans.

Hvað þykjast þeir svo vita um þessi nýju för eftir utanvegaakstur, þetta gæti alveg eins verið eftir allt þetta blaðamanna, ljósmyndara- og kvikmyndagerðarfólk sem valsar þarna um.

Kv, Stebbi Þ.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá villi58 » 22.sep 2014, 16:00

stebbiþ wrote:Fréttir RÚV í hádeginu:
"Sýslumaðurinn á Seyðisfirði höfðar til skynsemi fólks um að fara ekki í leyfisleysi inn á stórhættulegt lokað svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir sem geri slíkt, geri það á eigin ábyrgð"


Þeir sem farið hafa þarna um í leyfisleysi eru fullmeðvitaðir um þá staðreynd að þeir eru á eigin ábyrgð.

Ágætt að sýslumaður viðurkenni að fullorðið fólk sé ábyrgt fyrir eigin ákvörðunum, hversu slæmar þær kunna að vera. Er það kannski ekki þannig í lífinu almennt?

Svo er annar vinkill í þessu flókna máli, sem virðist hafa vakið upp margar spurningar um sjálfsákvörðunarrétt fólks, en hann snýr að hótunum yfirvalda í garð boðflenna á svæðinu. Mönnum er hótað málssókn og sekt upp á hundruðir þúsunda ef þeir nást innan svæðisins, en með því er einnig öruggt að einstaklingur sem t.d. hrasar um stein og ökklabrotnar langt frá gosstöðvunum, en þó innan bannsvæðisins, mun ekki hringja eftir hjálp ef þetta bíður hans.

Hvað þykjast þeir svo vita um þessi nýju för eftir utanvegaakstur, þetta gæti alveg eins verið eftir allt þetta blaðamanna, ljósmyndara- og kvikmyndagerðarfólk sem valsar þarna um.

Kv, Stebbi Þ.

Auðvitað er það á eigin ábyrgð, en ef það er ólölegt þá situr þú í skítnum, ekkert nýtt þarna.
Auðvitað mun sá slasaði hringja eftir hjálp ef hann brotnar, en það er ekkert víst að sá nái sambandi við einn né neinn þar sem þarna eru margar gloppur á sambandi, það er einn vinkillinn í þessu máli sem menn verða að skilja.
Öskugos getur líka haft áhrif á símasamband og það getur líka drepið þig áður en þú fattar það, fattlaus dauði.
Frekar ólíklegt að förin séu eftir þá sem hafa leyfi þar sem mjög grant er fylgst með hvar allir eru staðsettir á svæ ðinu til að bregðast við ef einhver lendir í ógöngum.
Þú verður að skilja að ef fer að gjósa undir jökli þá getur verið mjög stutt í hamfarahlaup og líka er ekkert víst að það verði hægt að rata, þvílíkt öskugos getur orðið að þú sjáir ekki fram fyrir húddið á bílnum og hvað gerir þú þá ?
Þarna eru settar stífar reglur sem menn verða að hlíta annars ferðu heim.
Vona að þú hendir út ruslinu í hausnum á þér þannig að þú getir meðtekið nýjustu upplýsingarnar sem er verið að deila með okkur í gegnum fjölmiðla, eins gæti það stoppað ruglið í þér. Amen!!!!!!!!!!

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Hagalín » 22.sep 2014, 16:10

Það eru auðvitað fullt af sjálfskipuðum sérfræðingum hér eins og annarsstaðar.
Gera menn sér almennt grein fyrir því af hverju það er lokað? Haldi þið virkilega
að það sé að ástæðu lausu? Fuglar eru að drepast þarna bara til dæmis. Eitur gufurnar þarna
eru margfallt sterkari en þær eru að mælast niður í byggð.
Ef eitthvað kæmi uppá, einhver slasast eða lætur lífið hver tekur þá skellinn? Jú, sá sem
stendur fyrir lokunum á svæðinu.

Menn gera sér greinilega ekki grein fyrir því sem er að gerast þarna uppfrá og það sem gæti og er líklegt að gerist.

Held að menn ættu að slaka aðeins á og hlýta að þeim lokunum sem eru þarna uppfrá og
vera fyrirmynd. Er búinn að fylgjast með þessu þræði og hlæja mig máttlausan nokkrum sinnum.

Out.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá villi58 » 22.sep 2014, 16:13

Hagalín wrote:Það eru auðvitað fullt af sjálfskipuðum sérfræðingum hér eins og annarsstaðar.
Gera menn sér almennt grein fyrir því af hverju það er lokað? Haldi þið virkilega
að það sé að ástæðu lausu? Fuglar eru að drepast þarna bara til dæmis. Eitur gufurnar þarna
eru margfallt sterkari en þær eru að mælast niður í byggð.
Ef eitthvað kæmi uppá, einhver slasast eða lætur lífið hver tekur þá skellinn? Jú, sá sem
stendur fyrir lokunum á svæðinu.

Menn gera sér greinilega ekki grein fyrir því sem er að gerast þarna uppfrá og það sem gæti og er líklegt að gerist.

Held að menn ættu að slaka aðeins á og hlýta að þeim lokunum sem eru þarna uppfrá og
vera fyrirmynd. Er búinn að fylgjast með þessu þræði og hlæja mig máttlausan nokkrum sinnum.

Out.

Like


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 22.sep 2014, 17:02

Já mér var farið að leiðast og ákvað að hrista aðeins upp í lokunarmönnum hér á spjallinu. Gaman að fá comment frá gáfumönnum eins og Villa58 varðandi "fattlausan dauða" og fleira í þeim dúr. Erfitt að svara slíkri ritsnilld.

Þar sem ég virðist vera kaffærður af forræðishyggjumönnum hér á spjallinu, ætla ég að láta þetta vera síðasta innleggið mitt í þessari umræðu.
Þið skulið ekki halda að þetta verði öðruvísi í næsta gosi, þá mun móðursýkin og hættuáróðurinn halda ykkur frá, það megið þið bóka.
Annars er merkilegt hve mikil heift hleypur í suma, þegar talað er um að fara að gosstöðvunum. Sumir eru einfaldlega með þrælslund og efast aldrei um ákvarðanir yfirvalda, jafnvel þó þeir séu sviptir mesta sjónarspili sem Ísland hefur upp á að bjóða. Aðrir eru kannski hræddir við að fara á gosstöðvarnar og reiðast þeim sem hafa kjark til ferðarinnar.
Kannski eru jeppamenn í dag orðnir svo hrikalega skynsamir og pólitískt rétthugsandi að þeir leggja ekki í smá svaðilför, sem gerir kannski litla embættiskalla brjálaða .


Jæja, ég læt þessa Bárðarbungusprengju duga í bili.

Kv, Stebbi Þ.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Fordinn » 22.sep 2014, 20:41

Málið er að menn vita misvel að hverju þeir ganga ef þeir fara inná svona svæði... þessvegna er svosem skiljanlegt að lokað sé á alla...

Í mínum gamla ferðahóp eru menn með allavegana reynslu td bjorgunarsveitarmenn, einn vann meirað segja á jarðýtu í vestmannaeyja gosinu... Hópur sem kæmi sér án efa úr flestum slæmum aðstæðum.... enn það er ekki víst að næsti hópur geri það... þar liggur stærsti gallinn í þessu.

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá sigurdurk » 22.sep 2014, 21:02

Væri ekki eina vitið fyrir okkur sem erum svona svakalega heimskir,vitlausir og trúum ekki öllu sem sagt er í blaðinu myndum hóa okkur saman í ferð og láta aðeins reyna á rétt okkar til þess að sjá þetta.. nei ég bara spyr.
Mikið fjandi er þetta allavegana orðið leiðinlegt hvað margir eru komnir inná þennan ameríska forræðishyggju hugsunarhátt
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Kiddi » 23.sep 2014, 00:49

Hagalín wrote:Það eru auðvitað fullt af sjálfskipuðum sérfræðingum hér eins og annarsstaðar.
Gera menn sér almennt grein fyrir því af hverju það er lokað? Haldi þið virkilega
að það sé að ástæðu lausu? Fuglar eru að drepast þarna bara til dæmis. Eitur gufurnar þarna
eru margfallt sterkari en þær eru að mælast niður í byggð.
Ef eitthvað kæmi uppá, einhver slasast eða lætur lífið hver tekur þá skellinn? Jú, sá sem
stendur fyrir lokunum á svæðinu.


Menn gera sér greinilega ekki grein fyrir því sem er að gerast þarna uppfrá og það sem gæti og er líklegt að gerist.

Held að menn ættu að slaka aðeins á og hlýta að þeim lokunum sem eru þarna uppfrá og
vera fyrirmynd. Er búinn að fylgjast með þessu þræði og hlæja mig máttlausan nokkrum sinnum.

Out.


Þetta er einmitt svolítið spurning um að reyna að setja sig í spor þeirra sem ákveða hlutina og sjá hvort maður geti ekki skilið af hverju ákvarðanir eru teknar, þó svo að maður sé ekki sammála þeim... og þá er líka spurning á hvaða forsendum maður er að gagnrýna hlutina, þ.e. hvort maður sé með raunhæfa gagnrýni (það eru alveg vissir hlutir sem eru gagnrýniverðir þarna, t.d. það að leyfa börnum ljósmyndara að fara með þeim inn á svæðið) eða hvort menn eru að gjamma tóma þvælu út úr rassgatinu. Það er alveg klárt að ef þetta svæði væri galopið og það kæmi eitthvað fyrir þá yrði einhver dreginn til ábyrgðar og það eru ekki einhverjar reglur sem voru settar árið 2014 sem myndu verða til þess.

Sjálfur er ég nokkuð viss um að við erum ekki búin að sjá það síðasta af þessum jarðhræringum í Bárðarbungu og mér finnst sérstaklega "fyndið" þegar ég sé menn tala um Urðarháls sem einhvern stað sem þeir telja "öruggan". Þegar ég var síðast á ferðinni þar (sem var furðulegt nokk, sama dag og jarðrhræringarnar byrjuðu... ég hlýt að hafa ekið of harkalega!) þá veitti ég því sérstaka athygli hvað maður er nálægt jaðri Dyngjujökuls.

Ég þori síðan að éta hattinn minn upp á það að megnið af þeim sem gagnrýna þessa lokun eru menn sem myndu hvort sem er ekkert fara að skoða þetta því þetta er of langt í burtu frá sófanum. Sjálfur er ég búinn að fara tvisvar yfir jökul og í Kverkfjöll (seinna skiptið í boði brotinnar spindilkúlu, það þurfti víst að sækja jeppann sem var skilinn eftir) og það kom mér á óvart hvað það var lítil umferð á jöklinum. Mig grunar helst að það séu ekki margir sem átti sig á því hversu góðan útsýnispall er að finna í Kverkfjöllum en þar er maður um 1km ofar en gosið í um 24km fjarlægð frá gosinu.
Mig grunar líka að margir þeir sem halda að það sé hægt að rýma þetta svæði á svipstundu hafi hreinlega ekkert ferðast þarna.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 23.sep 2014, 01:32

Ég ætlaði nú að vera hættur að commenta hérna, en fjandinn hafi það.

Það er satt hjá Kidda, með útsýnisstaðinn í Kverkfjöllum, en það er auðvitað svakalegt ferðalag. En svo er það hitt, að menn virðast velja sér þá hættu sem steðjar að í hvert sinn. Ef bent er á útsýnisstað undir Dyngjufjöllum, langt fyrir ofan alla flóðahættu og bara 15-20 km frá gosstöðvunum, þá er öskuhættan dregin upp í staðinn svo ekkert verði nú af þeirri hugmynd. Hvort væri betra að vera staddur í Kverkfjöllum eða undir Dyngjufjöllum ef stórt sprengigos hæfist með tilheyrandi öskufalli? Báðir staðirnir langt utan flóðahættu en annar (Kverkfjöll) rétt hjá Bárðarbunguöskjunni + uppi á jökli. Ég held að flestir myndu vilja vera við Dyngjufjöll við þær aðstæður, en það er bannað en allt í lagi að vera uppi í Kverkfjöllum. Þetta er auðvitað algjört rugl, en svo sem gott að leyft sé að fylgjast með gosinu þar.
Skilaboðin frá Almannavörnum eru sú, að fólk geti gleymt því að fylgjast með gosinu frá öruggum stað undir Dyngjufjöllum, en sjálfsagt er að fylgjast með því uppi á jökli rétt hjá Bárðarbunguöskjunni, þ.e.a.s. á versta stað ef það verður gos í öskjunni.


Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur