Eldgos Holu­hrauni

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Kiddi » 23.sep 2014, 01:50

Er askan aðalatriðið? Ég hef skilið það frekar sem það sé flóðahættan og ég dreg þá hættu ekkert í efa.
Það stingur vissulega í augun að maður megi aka á Bárðarbungu. Ég persónulega hef engan áhuga á að vera á vatnasviði hennar á jöklinum og hélt mig austan megin við það en ég tók jú séns á að lenda í ösku ef svo hefði borið undir, rétt eins og maður gæti lent í ösku á Mývatni.



User avatar

Höfundur þráðar
eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá eyberg » 23.sep 2014, 19:30

http://www.livefromiceland.is/webcams/bardarbunga/

Bíla umferð við myndavél Mílu :-)

Þarna er nú engin vegur að sjá :-)
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Finnur » 24.sep 2014, 22:20

Sælir

Ég tel það vera hættulega umræðu að gera almannavarnir ábyrgar fyrir lífi og heilsu borgara. Með því væri ríkið orðið skaðabótaskylt ef einhver verður sér að voða. Hvað þá með svæðið á jöklinum, Bárðarbunga, stórt svæði í kringum hana og Dyngjujökull eru sérstaklega hættuleg svæði um þessar mundir. Hvers vegna umferð um jökulinn er ekki bönnuð skil ég ekki. Eru menn sem aka um jökulinn á eigin ábyrgð eða ábyrgð Almannavarna? (Yfirlýsingar um að menn sem vilji sjá gosið séu sófariddarar sem ættu frekar að fara á jökulinn eru ekki mjög ígrundaðar. )

Það er erfið staða sem Almannavarnir eru komar í. Þar sem þeir lokuðu svæðinu í upphafi þá verður erfitt að opna svæðið aftur fyrir umferð því það felur í sér yfirlýsingu um að hættan sé minni en í upphafi.

Ef þetta gos er borið saman við Fimmvörðuháls þá er fróðlegt að skoða munin á aðgerðum Almannavarna. Hálf þjóðin keyrði yfir mýrdalsjökul með kötlu undir til þess að skoða gosið. Mjög illa búnir bílar og menn fóru í sína fyrstu jeppaferð og stóðu björgunarsveitir í ströngu að draga menn niður af jökli. Mis gáfulegir menn urðu nærri úti á gallabuxunum. Ef einhver þessara manna hefði látið lífið þarna uppi þá er erfitt að sjá Almannavarnir ábyrgar fyrir dauða þeirra. Við gosið í holuhrauni er þessu stillt þannig upp.

Því hefðu Almannavarnir átt að loka af allri umferð akandi og gangandi um jökul og Fimmvörðuháls, vegna hættu á flóðum og öskufalli ef gosið færi undir jökul, en menn vissu ekkert um framhaldið frekar en núna.

Hekla hefur viðvörunartíma upp á um 1 klst vegna þess hve djúpt er niður á kvikuhólfið og hún lætur ekki vita með jarðskjálftum. Hún er komin á tíma og fjallið hefur risið meira en það gerði fyrir gosið 2000. Umferð um fjallið er samt ekki bönnuð.

Það sem ég er að benda á er að við lifum á eldfjallaeyju, við erum með fullt að stórhættulegum stöðum þar sem menn geta farið sér að voða og gera það reglulega. Við verðum öll að bera ábyrgð á okkar eigin lífi. Allt tal um að Almannavarnir beri ábyrgð á okkur er hættulegt því þá verður að taka þetta mun lengra og loka mun fleiri svæðum. Það er þróun sem enginn vill sjá.

Reyndar tel ég að það sem opni þetta svæði í kringum gosið verði peningar, eða skortur á þeim. Kostnaður við vakt á svæðinu verður til þess að létta lokunum. Einnig munu ferðaþjónustu aðilar sýna fram á tekju missi og ná þannig fram opnun.


En hvort sem menn vilja hafa þetta lokað eða opið þá verðum við allir að vera sammála um að þetta er "once in a lifetime" atburður og maður gerir sér ekki grein fyrir stærðinni fyrr en maður sér þetta í stærðar samhengi eins og á þessari flottu mynd hér að neðan.

Image

kv
Kristján Finnur Sófariddari


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 24.sep 2014, 23:03

Flottur pistill hjá þér Finnur, hverju orði sannara.
Kv, Stebbi Þ.


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá emmibe » 25.sep 2014, 00:34

Eitt atriði til umhuxunar, nú hefur verið bent á t.d Urðarháls sem útsýnisstað, en þessi slóði myndi hann bera einhverja umferð að ráði í báðar áttir? Hef farið Norður fyrir Trölladyngju að Öskju og ef Gæsavatnaleið er svipuð þá væri þetta meiriháttar vandamál með bara 50-100 bíla að mætast þarna. Ef einn rífur dekk eða bilar í vondum aðstæðum er þá ekki allt stíflað? Hvað þá ef ætti að rýma svæðið á stuttum tíma.
Væri alveg til í að þetta væri opið en vandamálin gætu orðið annsi mörg þarna uppi.
Kv. Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá StefánDal » 25.sep 2014, 01:46

Ég er blessunarlega skíthræddur við náttúruhamfarir og læt það duga að skoða bara myndir af herlegheitunum :)
Ég skil samt ykkur ævintýramennina ósköp vel. Eins og Finnur bendir á þá er það mjög undarlegt að loka allt í einu á það að menn megi aka sínum bílum á hættulegum slóðum.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Magni » 25.sep 2014, 09:57

Þeir sem eru hvað mest á móti þessum lokunum. Er þá ekki hægt að koma af stað málefnalegri umræðu og fyrirspurnum inná facebook síðu Alamannavarna? Það væri þá vonandi hægt að fá greinagóð svör frá þeim hvað helst liggur á bakvið þessar lokanir og umfang þeirra(og véfengja þeim). Og vonandi finna þeir þá fyrir þrýsting að skoða hvort hægt væri að opna einhverja leið að gosinu (eða komast nær því) ef fólk fyllir út ákveðin skilyrði og faratæki þeirra. Bara hugmynd..

https://www.facebook.com/Almannavarnir

Texti af síðunni þeirra:
"Virk löggæsla á lokaða svæðinu við Holuhraun

Allt frá því jarðhræringarnar fyrir norðan Vatnajökul hófust um miðjan ágúst síðastliðinn hefur hættan á flóðum vegna eldgosa undir jökli verið yfirvofandi. Ákveðið var að loka svæðinu norðan jökulsins vegna þessarar hættu. Eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst hafa eiturgufur og aðrar hættur við gosstöðvarnar verið almannavarnayfirvöldum áhyggjuefni. Bráð lífshætta getur stafað af eiturgasi og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma, einnig gera sífelldar staðbundnar breytingar á vindátt aðstæður þar mjög hættulegar.

Til að byrja með fengu vísindamenn sérstakt leyfi almannavarnayfirvalda til að fara um svæðið til rannsókna og gagnaöflunar. Einnig hefur fréttamönnum frá fjölmiðlum verið heimilað að fara inn á svæðið gegn sérstöku leyfi almannavarna háð ákveðnum skilyrðum.
Aðrir hafa ekki fengið leyfi til að fara inn á lokaða svæðið. Lögreglan er með gæslu á svæðinu og notast hún við breytta jeppa við gæsluna. Þeir sem hafa farið inn á svæðið án heilmildar hafa hlotið fjársektir auk þess að sæta kæru."


Mér persónulega finnst þessar lokanir of umfangsmiklar. Sérstaklega þegar ég er að sjá myndir og video af fólki sem stendur við gosið og hraunið og það virðist ekkert vera sérstaklega vel búið og virðist oft á tíðum haga sér mjög kæruleysislega.
Og þeir sem fá undanþágur almannavarna til þess að komast að gosinu, "vísindamenn" og "fréttamenn". Eru oft á tíðum fólk sem þekkir "rétta fólkið".
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ssjo » 26.sep 2014, 17:00

stone wrote:Löggan er komin á breyttan patrol inn á svæðið tll að vakta það svo að þeir geta nú varla verið í mikilli yfirferð um svæðið lengur

Sumum kanna að finnast það skipta máli í þessari umræðu en Ríkislögreglustjóri er með tvo menn á 38" Toyota Hilux á svæðinu þannig að það er viðbúið að þeir geti farið um allt og verið að langt fram á vetur :-)

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ssjo » 26.sep 2014, 17:19

Mig langar að koma með smá innlegg í þessa umræðu sem ég tel að skipti máli við ákvörðun almannavarna að loka umferð almennings að svæðinu umhverfis gosið. Ég er jarðvisindamaður og hef farið þarna inneftir og verið að lóna í nágrenni gosstöðvanna á mínum fjallabíl. Þessi staður er eins langt frá byggð og hugsast getur og svæðið sem hægt er að fara um gríðarstórt. Um tuttugu kílómetrar eru frá norðausturenda hraunsins þar sem það nær lengst að Svartá og að syðstu totu stóra hraunsins í grennd við gígana sem nú eru virkir. Slóðin meðfram hrauninu að vestanverðu liggur að hluta á gömlu hrauni og menn keyra ekkert hratt yfir ef mönnum er annt um dekkin sín þar sem grjótið stendur upp úr. Ef óheft umferð væri leyfð á svæðinu væri fólk og bílar um allt á stóru svæði sem væri erfitt að smala saman og tæki langan tíma að koma í öruggt skjól ef aðstæður breyttust. Að mínu mati eru aðstæður varasamar vegna þess að ef vindátt snýst eru menn í gufu- og gasmekki á þessari leið og hætta á skemmdum á öndunarfærum og jafnvel köfnun. Hitt er svo annað mál að mesta hættan felst í því að eldvirkni komi upp á nýjum stað sem er alveg raunhæfur möguleiki. Aðgerðastjórn almannavarna leggur mikla áherslu á að vita nákvæmlega hvar allir eru sem eru að störfum þarna og þá skiptir máli hvort þeir eru 15 eða 1500.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Brjotur » 26.sep 2014, 18:39

Ég nenni ekki að skrifa langa pósta , þess vegna treð ég því sem eg skrifa i stutta og beynskeytta pistla , best að setja einn herna . Varðandi skrif ssjo afþví hann er vísindamaður þá má hann fara á svæðið , ég spyr hver er reynsla þín i jeppaferðum , og þá í framhaldi hver segir að þú bregðist rétt við í öguraðstæðum ??? Ég tók eftir að þú talaðir um að ekki væri hægt að aka akveðið og hratt í hrauninu , nei einmitt þar skilur a milli kunnáttumanna og vankunnáttumanna , en menn sem kunna þetta hleypa almennilega úr og eru ekki sífellt með áhyggjur af bílnum , þegar þörf er á sjaiði til , og nú hugsa einhverjir mér þegjandi þörfina og hugsa hvurn fjandann ég viti svo sem :) jú áralöng reynsla a fjallvegum þar sem ég sé þetta bara gerast . Og svo annað hver segir að þúsundir manna fari á staðinn ef umferð yrði hleypt á ??'
Ég er ekki að sjá að það eigi sér stað , allir hugsa um gosið á Fimmvörðuhálsi, en gleyma jafnframt að þangað var miklu styttra og betra aðgengi , ég tel að það sé ekki að fara að hrúgast múgur og margmenni þarna á staðinn einfaldlega vegna þess að þetta er ekki skottúr , nú svo má heldur ekki gleyma að herna og á öðrum miðlum er fullt af fólki sem fordæmir þessa ævintýralöngun og varla fara þau að fara líka ??? jaa þá væru nú sumir komnir í kross :)

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Óskar - Einfari » 26.sep 2014, 19:15

Þessi barnalandsumræða verður alltaf betri og betri...

Af seinasta innleggi mætti skilja það svo að Helgi Brjótur sé sá eini sem hefur reynsluna til að fara að gosstöðvunum og bara sá eina sem hefur áralanga jeppareynslu yfir höfuð.....

Stutt og beinskeytt kveðja
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ivar » 26.sep 2014, 20:17

Gaman að þessu.

Ég ætla nú ekkert að vera að hrauna mikið enda sér gosið um það :)
Mér finnst hinsvegar gott að þú SSJO fáir þau forréttindi að fá að vera við gosstöðvarnar en ég borgað mig þangað inn fyrir allnokkru fljúgandi. Það slakaði minni forvitni en vissulega varð ég að láta í minnipokann fyrir að mínu mati óhæfu yfirvaldinu.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 26.sep 2014, 20:59

Alveg magnað hvað margir hér þurfa að gera lítið úr þessari umræðu og telja hana barnalega. Kannski eru þeir hræddir við að fara þarna inneftir og það birtist á þennan hátt.

Svo er það spurning um hver sé nógu merkilegur til að fara inn að gosstöðvunum. Nú er ég landfræðingur að mennt og sat fjölmörg námsskeið í jarðfræði- og jöklafræðum, ásamt eldfjallafræði í HÍ á sínum tíma. 'Eg veit ekki hvort ég get kallað mig jarðvísindamann, en það er aukaatriði. Ég er að vinna með manni sem er með doktorsgráðu í jarðfræði og hefur hann ekki fengið að fara að gosstöðvunum, þar sem hann hefur enga sérstaka ástæðu til að vera þarna , a.m.k. ekki í augum Almannavarna.
Hversu brenglað er það að neita doktor í jarðfræði um að koma að eldstöðvunum ?? Það eiga allir Íslendingar sama rétt að upplifa gosið, en þeir sem hafa verið að vinna þarna eru fyrst og fremst starfsmenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar, ásamt einhverjum doktorsnemum og svo auðvitað landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki má gleyma ógrynni blaðamanna, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna. Fæstir þarna eru nauðsynlegir eða gegna einhverju sérstöku hlutverki.

Nú er ég með spurningu til "ssjo": Hefur þú verið þarna á vegum einhverrar stofnunar eða bara í skoðunarferð á eigin vegum??
Ef þú varst ekki þarna starfsins vegna, þá finnst mér þú ekki hafa meiri rétt en aðrir til að komast inn á svæðið.
Þessi metingur um hver sé nógu rétthár til þess að vera hleypt inn er fáránleg og rekur bara fleyg milli fólks.

Það er auðvitað ekkert annað en óþolandi forræðishyggja að neita fólki um að sjá sögulegan viðburð, sem það mun líklega aldrei upplifa aftur, á þeim forsendum að það sé mögulega hættulegt og einhver geti lent í miklum vanda.
Allar hugmyndir um "þúsundir manna" á svæðið eru hlægilegar og algjörlega fráleitar. Nokkrir tugir myndu leggja leið sína þarna inneftir á degi hverjum ef svæðið yrði opnað, kannski 2-300 þegar mest væri. Ef vilji væri fyrir hendi, þá væri lítið mál að hleypa þarna inneftir í 50 manna hópum (ca. 20 bílar) og telja alla inn og út af svæðinu.

Kv, Stebbi Þ.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Brjotur » 26.sep 2014, 21:05

'Oskar Einfari,, yfirleitt nenni ég að lesa það sem þú skrifar ,, een nú sýnist mér þér farið að förlast , ef það eina sem þú lest út úr skrifunum mínum sé að ég sé sá eini sem hefur reynsluna til að keyra þarna um Sorry kallinn lesa betur


Og ja Stebbi þ þetta er akkurat það sem ég held líka þ.e með fjöldann :)

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá ssjo » 27.sep 2014, 00:19

stebbiþ wrote:Alveg magnað hvað margir hér þurfa að gera lítið úr þessari umræðu og telja hana barnalega. Kannski eru þeir hræddir við að fara þarna inneftir og það birtist á þennan hátt.

Svo er það spurning um hver sé nógu merkilegur til að fara inn að gosstöðvunum. Nú er ég landfræðingur að mennt og sat fjölmörg námsskeið í jarðfræði- og jöklafræðum, ásamt eldfjallafræði í HÍ á sínum tíma. 'Eg veit ekki hvort ég get kallað mig jarðvísindamann, en það er aukaatriði. Ég er að vinna með manni sem er með doktorsgráðu í jarðfræði og hefur hann ekki fengið að fara að gosstöðvunum, þar sem hann hefur enga sérstaka ástæðu til að vera þarna , a.m.k. ekki í augum Almannavarna.
Hversu brenglað er það að neita doktor í jarðfræði um að koma að eldstöðvunum ?? Það eiga allir Íslendingar sama rétt að upplifa gosið, en þeir sem hafa verið að vinna þarna eru fyrst og fremst starfsmenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar, ásamt einhverjum doktorsnemum og svo auðvitað landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki má gleyma ógrynni blaðamanna, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna. Fæstir þarna eru nauðsynlegir eða gegna einhverju sérstöku hlutverki.

Nú er ég með spurningu til "ssjo": Hefur þú verið þarna á vegum einhverrar stofnunar eða bara í skoðunarferð á eigin vegum??
Ef þú varst ekki þarna starfsins vegna, þá finnst mér þú ekki hafa meiri rétt en aðrir til að komast inn á svæðið.
Þessi metingur um hver sé nógu rétthár til þess að vera hleypt inn er fáránleg og rekur bara fleyg milli fólks.

Það er auðvitað ekkert annað en óþolandi forræðishyggja að neita fólki um að sjá sögulegan viðburð, sem það mun líklega aldrei upplifa aftur, á þeim forsendum að það sé mögulega hættulegt og einhver geti lent í miklum vanda.
Allar hugmyndir um "þúsundir manna" á svæðið eru hlægilegar og algjörlega fráleitar. Nokkrir tugir myndu leggja leið sína þarna inneftir á degi hverjum ef svæðið yrði opnað, kannski 2-300 þegar mest væri. Ef vilji væri fyrir hendi, þá væri lítið mál að hleypa þarna inneftir í 50 manna hópum (ca. 20 bílar) og telja alla inn og út af svæðinu.

Kv, Stebbi Þ.


Sæll, ég var þarna á ferðinni vegna starfs míns en ekki á eigin vegum. Fjölmiðlamenn virðast hins vegar rétthærri en margir úr vísindasamfélaginu, eftir því sem þú segir. Ef þú værir blaðamaður eða ljósmyndari frá Lopi og band eða Tímaritinu Húsfreyjunni og ég tala nú ekki um útlenskur, þá ættu menn held ég tiltölulega greiða leið þarna inneftir. Ég er í raun alveg sammála þér að það er alveg fært að búa til eitthvert sýstem sem gerir hópum kleyft að fara og sjá gosið og þá með einhverskonar tilkynningarskyldu og skráningu en ég held að þetta ástand sem er núna sé markað einhverjum titringi og ótta við að illa geti farið. Dæmi það hver fyrir sig. Ég er í raun fremur undrandi á því að það sé ekki hleypt að umferð að gosinu norðan frá að vestanverðu, jafnvel þótt ekki væri hægt að keyra alveg inn að gígnum.
Varðandi þetta með að ekki væri hægt að fara greitt yfir hraunið þá meina ég að sjálfsögðu við að vera á úrhleyptu en ef menn eru með nógu mikla reynslu til að keyra eins og bavíanar yfir grjót og gjótur þá bara láta menn vaða í það.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 27.sep 2014, 13:01

Takk fyrir greinargott svar Sigurður (ssjo).

Kv, Stebbi Þ.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá villi58 » 27.sep 2014, 14:02

stebbiþ wrote:Takk fyrir greinargott svar Sigurður (ssjo).

Kv, Stebbi Þ.

Eitt mátt þú vita að þú verður sá síðasti sem fær að skoða eldsumbrotin eftir þín skrif, kominn á svarta listann, ha,ha.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá gislisveri » 27.sep 2014, 14:10

Kæru félagar, þessu málefni tengt: Væruð þið til í að svara fyrir mig stuttri könnun?
Þetta er skólaverkefni sem ég er að vinna að og ákvað að nota tækifærið og kanna viðhorf ykkar til stofnana sem hér hafa verið ræddar. Get svo birt niðurstöðurnar ef áhugi er fyrir því.

Könnunina má opna hér.

Með fyrir fram þökk,
Gísli.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 29.sep 2014, 22:20

Nú er nóg komið af þessari vitleysu. Það er verið að hafa íslenska fjallamenn og náttúruunnendur að fíflum.
Ég hvet hér með til þess að menn fjölmenni í hópferð að gosstöðvunum. Ef einhver getur hugsað sér að taka mig með sem farþega, þá borga ég minn skerf í bensíni (Cherokee - tröllið er nefnilega í lamasessi þessa stundina)

http://www.visir.is/gengu-a-raudgloandi ... 4140928823


kv, Stebbi Þ.

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Atttto » 27.okt 2014, 18:08

Hvað er að frétta af þessari fréttamennsku, það er verið að berjast gegn utanvegar akstri alveg vinstri hægri og svo birtir mbl svona mynd með frétt á ensku...

http://www.mbl.is/english/news/2014/10/ ... and_rover/

ég get ekki séð að það sé vegur þarna fyrir framan þennan rover.


þrátt fyrir að vísindamenn mega keyra utanvegar í sínu starfi þá gera erlendir gestir sér líklega ekki grein fyrir því og telja þá líklega að þetta sé í lagi.


Kv. Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá olei » 27.okt 2014, 20:19

Ég hef sannfrétt að álfar og huldufólk þyrpist að holuhrauni til að helga sér land. Sem kunnugt er þá er fasteignamarkaðurinn hjá þeim fremur staðnaður og því er handagangur í öskjunni þegar nýjar stórar "eignir" koma á markaðinn. Það gerist ekki á hverjum áratug!

Eins og búast mátti við ætlar hið svokallaða "vísindasamfélag" alfarið að hunsa þessa merkilegu framvindu og láta sem ekkert hafi í skorist. Ólíklegt er að aðrir, eins og t.d þeir sem véla um fasteignaviðskipti í mannheimum láti sig málið skipta enda lítil hagnaðarvon. Þar fyrir utan sýnist mér að áhrifamikil öfl í samfélaginu hafi vélað um samsæri til að reyna að fela þetta fyrir almenningi. Þögn fjölmiðla um málið er sláandi......!

Mér sýnist því einboðið að við Jeppaspjallarar girðum okkur í brók og stofnum sérstakt rannsóknarteymi um landnám Álfa og Huldufólks í Holuhrauni. Það væri fyrir neðan allar hellur að láta slíkan stórviðburð ganga yfir án þess að fylgjast grannt með því. Slíkt gæti hæglega búið til stóreflis gat í menningarsögu þjóðarinnar. Ekki viljum við það!

Vitaskuld yrði eitt fyrsta vers að fara í vettvangsrannsókn til að ná utan um málið áður en hið eiginlega rannsóknarstarf hefst. Mér segir svo hugur að þeir næmustu meðal okkar jeppamanna gætu komist á snoðir um ýmislegt merkilegt í Holuhrauni og ég tel líklegt að þar séu fyrir magnaðri verur en bara álfar og huldufólk. Jafnvel megin landvættir þeir sem stjórna hamförunum.

Ef Almannavarnir og lögregla sýna okkur fulla tillitssemi og veita rannsóknarteyminu frjálsan aðgang að svæðinu er hugsanlegt að við létum til leiðast að hafa milligöngu um samningaviðræður við landvætti um að afstýra hamfaraflóðum og stórgosi. En slík þjónusta verður augljóslega ekki veitt án endurgjalds af okkar hálfu.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Finnur » 27.okt 2014, 20:56

haha góður

User avatar

Ragnare
Innlegg: 92
Skráður: 18.mar 2011, 09:48
Fullt nafn: Ragnar Rafn Eðvaldsson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Reykjavík (stundum Djúpivogur)

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Ragnare » 27.okt 2014, 22:38

Ég sé ekki betur en að almannavarnir og lögregla séu tilneydd til samninga vegna þessarar gríðar mikilvægu rannsóknarvinnu!
Kv Ragnar Rafn Eðvaldsson
ragnarrafn@gmail.com


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 07.mar 2015, 02:02

Eftir að hafa verið úthrópaður sem brjálæðingur og óábyrgur vitleysingur af mörgum hér á spjallinu, vegna gagnrýni minnar á móðursýkiskast Almannavarna í tengslum við gosið, þá er gaman að lesa að einn af okkar klárustu og bestu vísindamönnum er sammála mér.

Nú ætti forsjárhyggjumönnum að svelgjast á. Íslendingar taka jú aldrei mark á neinu, nema sérfræðingur segi það. Annars finnst mér þetta frábært hjá Haraldi, hann sýnir mikið hugrekki með þessu.

(Úr greininni):

„Ég er umhverfisverndarsinni, vil ekki fórna náttúrunni fyrir eitthvað sem er minna virði. Talandi um náttúru Íslands þá er ég mjög hugsi yfir eldgosinu í Holuhrauni og því að stórum hluta landsins þar hafi verið lokað án þess að augljós rök hafi legið til þess að það væri nauðsynlegt. Ég er enn meira hugsi yfir því hversu litla umræðu það mál fékk í samfélaginu og velti því fyrir mér af hverju fleiri hafa ekki risið upp til að mótmæla þeirri lokun. Kannski eru mjög margir sem sem eru í litlum tengslum við náttúruna og óttast að þarna sé stórkostleg og ófyrirsjáanleg lífshætta. Það er ekki auðvelt að sjá að með mátulegri skynsemi sé áhættan þarna meiri en sú sem felst í því að fara út á flóa á trillu, ganga á Esjuna eða fara upp á jökul. Ekki viljum við banna það.“

http://www.dv.is/folk/2015/3/6/otholfyr ... ambandinu/



Kv, Stebbi Þ.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá villi58 » 07.mar 2015, 08:41

stebbiþ wrote:Eftir að hafa verið úthrópaður sem brjálæðingur og óábyrgur vitleysingur af mörgum hér á spjallinu, vegna gagnrýni minnar á móðursýkiskast Almannavarna í tengslum við gosið, þá er gaman að lesa að einn af okkar klárustu og bestu vísindamönnum er sammála mér.

Nú ætti forsjárhyggjumönnum að svelgjast á. Íslendingar taka jú aldrei mark á neinu, nema sérfræðingur segi það. Annars finnst mér þetta frábært hjá Haraldi, hann sýnir mikið hugrekki með þessu.

(Úr greininni):

„Ég er umhverfisverndarsinni, vil ekki fórna náttúrunni fyrir eitthvað sem er minna virði. Talandi um náttúru Íslands þá er ég mjög hugsi yfir eldgosinu í Holuhrauni og því að stórum hluta landsins þar hafi verið lokað án þess að augljós rök hafi legið til þess að það væri nauðsynlegt. Ég er enn meira hugsi yfir því hversu litla umræðu það mál fékk í samfélaginu og velti því fyrir mér af hverju fleiri hafa ekki risið upp til að mótmæla þeirri lokun. Kannski eru mjög margir sem sem eru í litlum tengslum við náttúruna og óttast að þarna sé stórkostleg og ófyrirsjáanleg lífshætta. Það er ekki auðvelt að sjá að með mátulegri skynsemi sé áhættan þarna meiri en sú sem felst í því að fara út á flóa á trillu, ganga á Esjuna eða fara upp á jökul. Ekki viljum við banna það.“

http://www.dv.is/folk/2015/3/6/otholfyr ... ambandinu/



Kv, Stebbi Þ.

Hvað! ert þú ekki búinn að fara, allir sem ég þekki hafa farið og sumir oft.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá olei » 07.mar 2015, 12:47

Hjartanlega sammála Haraldi varðandi þetta mál.

Það kom mér ekki á óvart að Almannavarnir færu offari eða að sumir jarðvísindamenn færu með himinskautum í lýsingum á kringumstæðum, og gera raunar enn. Það sem kom mér á óvart var hversu margir voru fjallsáttir við þessar ákvarðanir og studdu þær beinlínis.
Síðast breytt af olei þann 07.mar 2015, 12:54, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Finnur » 07.mar 2015, 12:52

Sælir

Ef gefnu tilefni vil ég vitna í texta sem ég skrifaði sjálfur 9 sept.2014

Almannavarnir munu ekki opna svæðið fyrr en gosið er búið, það er klárt mál.

Við kíkjum svo bara þarna uppeftir næsta vor og sjáum hvernig þetta kom út, ekki satt.


Haraldur eldfjallafræðingur okkar færasti vísindamaður, spáði rétt fyrir um lok eldsgossins og hefur gríðarlega mikla þekkingu á þessum málum. Hann var spurður út í þær fullyrðingar almannavarna að flóðahætta væri enn yfirvofandi því mikil hætta væri á gosi undir jökli. Hann svaraði mjög stutt og hnitmiðað. "það er mjög ólíklegt þar sem þrýstingurinn í kvikuþrónni er núna í jafnvægi, þetta hlítur að vera byggt á gögnum sem ég hef ekki séð."

Mér finnst verst að hugsa til þess að börnin mín munu ekki upplifa eldgos ef Almannavarnir halda áfram á þessari braut.

kv
Kristján Finnur


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá olei » 07.mar 2015, 13:04

Haraldur Sigurðsson er í þeirri aðstöðu að hann getur sagt hug sinn beint út án þess að þurfa að óttast um hag sinn. Svo virðist hann vera mjög fær í faginu.


Rangur
Innlegg: 30
Skráður: 22.mar 2013, 09:29
Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
Bíltegund: Range Rover

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá Rangur » 07.mar 2015, 20:24

Ég þykist nú ekki vera mjög gamall, en samt er ég löngu búinn að missa töluna á eldgosum sem hafa orðið á minni tíð. Og mörg þeirra hefur verið tiltölulega auðvelt að komast að og sjá dýrðina.

Ég er hins vegar ekki laus við áhyggjur af að Gæsavatnaleiðin lokist varanlega útaf þessu gosi. Nýja hraunið rann nefninlega að því að mér skilst yfir slóðann að hluta til og þar sem stjórn og starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs eru ekki þekktir af yfirdrifnum áhuga á jeppaferðamennsku er alltaf möguleiki að ekki fáist að leiða slóðann framhjá hrauninu. Vonandi samt óþarfa áhyggjur og væntanlega eru F4x4 menn vakandi fyrir þessu.


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Eldgos Holu­hrauni

Postfrá stebbiþ » 07.mar 2015, 20:40

Góður punktur varðandi Gæsavatnaleið. Hraunið rann þó bara yfir frekar stuttan kafla af slóðanum held ég. Þetta verða allir jeppamenn að fara og ekki má ræna okkur þessari leið. Það var nógu slæmt að ræna okkur upplifuninni af merkasta gosi síðustu 200 ára.


Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur