Síða 1 af 1

Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 11.nóv 2013, 15:36
frá bergurp
Heilir og sælir jeppamenn.

Hver er afstaða ykkar til þess að það sé greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum og/eða stöðum eins og Dettifossi?

Í ameríkuhreppi er greitt fyrir aðgang að hverjum þjóðgarði eða maður getur keypt passa sem gildir í þá alla. Er ekki eitthvað samsvarandi nauðsynlegt til að koma aöstöðu í lag, byggja göngustíga og sjá þannig um svæðin að þau verði ekki fyrir meiri átroðningi?

Veit einhver hvernig þetta er staðið að þessu á norðurlöndum?

kv,
Bergur Pálsson

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 11.nóv 2013, 16:32
frá villi58
Ég held að gjald verði að vera fyrir aðgang að þjóðgörðum og fleiri vinsælum stöðum, varla hægt að ætlast til að viðhald sé í lagi ef engir peningar koma. Eitthvað hóflegt gjald til að njóta náttúrunar okkar sem við höfum vanrækt, ríkið ætti ekki þurfa punga út til að halda stöðum opnum með sóma heldur hóflegt gjald til þeirra sem hafa með þessa staði að gera.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 11.nóv 2013, 20:19
frá Fordinn
Alfarið á móti þessum nátturu passa apparati... þetta er alltof dýrt i framkvæmd.... það er mikið heillvænlegra að það sé innheimt nátturu gjald eða eitthvað blabla af farþegum til landsins....

Það kostar helling að hafa fólk i þvi að innheimta einhverja passa og blabla peningurinn endar ekki þar sem hann á að enda...

enn þetta þyðir að ríkið þarf að hemja sig og skila þessum peningum i sjóð sem deilir þeim svo ut eftir þörfum

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 11.nóv 2013, 21:04
frá siggisigþórs
Og hvernig æti svo sem að innheimta þetta ef þetta er set inn í miðaverð í flugi þá mndi ég td borga 1 svona í hverjum mánuði

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 11.nóv 2013, 21:37
frá Fordinn
siggisigþórs wrote:Og hvernig æti svo sem að innheimta þetta ef þetta er set inn í miðaverð í flugi þá mndi ég td borga 1 svona í hverjum mánuði


Ég myndi búa við sama pakka.... enn einhvern veginn er ég frekar til í það enn hitt ruglið....

Svona i sambandi við svona... þá bý ég með annan fótinn á eyju hérna i noregi, það var byggð brú af eyjunni hja mer og yfir á næstu eyju og göng þaðan og uppá land. Núna i haust var búið að borga þetta stóra verk upp og gjaldskýlin tekin niður. Núna á að ráðast i vegabætur inná eyjunni hjá mér og þá í staðinn fyrir að setja upp gjaldhlið inná nyju vegunum sem verið er að gera þá er sett upp hlið við brúnna þar sem við keyrum utaf eyjunni.

Þannig að stór partu sem notar þessa nyju vegi daglega og vinnur og býr á eyjunni keyrir þessa vegi flesta daga utan að borga.... við hinir sem sækjum vinnu á næstu eyju eða fastalandið borgum fyrir það á hverjum degi og sumir jafnvel keyra aldrei um þessa nyju vegi nema við sérstok tækifæri....

Þarna er klárlega ósanngjörn innheimta i gangi.... og svona er þetta víða í lífinu.....

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 14:29
frá kjartanbj
það á ekkert að þurfa búa til þennan auka skatt, ríkið er að fá milljarða í tekjur af ferðamönnum , engar smá upphæðir sem eru að koma inn í landið með ferðamönnum
túrismi er í flokki með stóriðju og fiskvinnslu í tekjum

ríkið ættli alveg að geta séð sóma sinn í því að bæta aðeins aðstöðu á þessum helstu ferðamannastöðum , sem skilar sér svo aftur til ríkisins

öll plön við þessa helstu staði eru orðin alltof lítil og varla hægt að koma á staðina lengur

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 16:20
frá Finnur
Sælir


Þegar ég gisti á Hóteli í Amsterdam í vor þá borgaði ég sérstakan túrista skatt um leið og ég borgaði fyrir gistingu. Þetta voru einhverja 20 evrur ef ég man rétt. Með þessu fást tekjur sem fara upp í þann kostnað sem fylgir þjónustu við ferðamenn. Á sama tíma þurfa heimamenn ekki að greiða aukalega þar sem þeir búa í borginni og borga sína skatta þar.

Í mínum huga er þetta besta leiðin til þess að innheimta gjöld af ferðamönnum, Ég vil ekki þurfa að draga fram veskið fyrir það eitt að keyra fram hjá gjald skýli inn í vatnajökulsþjóðgarð. Þessi þjóðgarður er orðið þvílíkt bákn að tekjuöflun fyrir alla þessa starfsmenn þarf að vera ansi hraust. Ég sé þetta kerfi ekki ganga upp. Að borga fólki fyrir að hanga í skála eða gjaldskýli allan sólahringinn allt árið er ansi dýr pakki.

Tökum dæmi.

Þjóðgarðurinn er orðinn 8.100 km2 að stærð og fer stækkandi. Leiðir inn í þjóðgarðinn eru ansi margar en við getum gefið okkur að 8 skýli þyrftu í þetta.

2 menn þarf í hvert skýli. Þetta eru vaktir allan sólahringinn því varla verður þjóðgarðinum lokað eftir kl 4 á daginn.
Ef við gefum okkur að þetta séu 2 x 2 manna gengi sem skiptast á að taka 12 tíma vaktir. Það eru 4 menn á hverjum stað sinnum 8 sem jafngildir 32 einstaklingum. Eitthvað þarf af fólki í afleysingar en sleppum því.

32 hausar þurfa laun og dagpeninga. Þetta er vaktavinna upp á hálendi, ég reikna því með 400 þús á haus í laun á mánuði + dagpeninga upp á 10.000 kr á dag í 15 daga á mánuði. 150.000 kr.
Samtals 550 þús á haus.

Þetta gera 17,6 miljónir á mánuði, en það er fyrir utan kostnað við rekstur á bílum og byggingu gjaldskýla.

Ef hver ferðamaður borgar 10.000 kr fyrir það að koma inn í þjóðgarðinn, þá þarf 1.760 ferðamenn á mánuði til þess að borga laun manna sem rukka gjaldið.

Í mínum huga er þetta algjörlega vonlaus hugmynd. Auk þess væri þetta enn einn skatturinn sem maður borgar fyrir að ferðast um hálendið, nóg er af gjöldum á bílinn og eldsneytið.

kv
KFS

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 16:38
frá siggisigþórs
Væri ekki nær að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í 24 % og ríkið taki svo 10 % af virðisaukanum í þetta

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 17:07
frá ivar
Ég er neflilega ekkert svo viss um að ferðamenn séu að skila svo miklu í ríkiskassan. T.d. atriðin með virðisaukaskatt veldur því að fyrir þá deild borgar ríkið með túristunum.
Mér verður alltaf meira og meira í nöp við ferðamenn á hálendi íslands og finnst þeir ekki vera að skila miklu nema smá gjaldeyrir sem er litlu meira en rafmagnssalan til eins álvers.

Finnst að það eigi að vera náttúrupassi að ákveðnum náttúruperlum teljandi á fingrum annarrar handar (eða aðgangur að hverri og einni) en ekkert inná hálendið almennt. Þessi vatnajökulsþjóðgarður er t.d. orðinn bull.
Frekar vil ég bara sleppa viðhaldi svo Yaris komist ekki þangað uppeftir.

Vona að þessi ferðamannaukning á hálendinu fari að hætta og helst að dragast saman. Þetta er ekkert að skila okkur neinu að marki nema aukinni veltu.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 17:09
frá Óskar - Einfari
Ég er enmitt sammála því að náttúrupassa hugmyndin eða sú hugmynd að vera með gjaldskýli inn í þjóðgarða er bara ekki raunhæf hugmynd á litla íslandi. Það myndi einfaldlega tapast alltof mikklir peningar bara í kostnaðinn á bakvið það að innheimta og vakta svæðin. Þessi hugmynd er bara skrímsli og ég skil ekki afhverju það er svona erfitt fyrir háskólamenntaða fólkið sem stýrir landinu að sjá það. Það að rukka ferðamenn sem koma inn til landsins er svo mikklu ódýrara og skilar tekjum frá margfalt fleirum og gerir það allt árið um kring. Þetta þíðir að gjaldið getur verið lægra því að það eru svo mikklu fleiri sem borga.

Ég sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi er síðan ekki tilbúin til þess að fara að greiða fyrir aðganga að landinu "mínu". Ég er tilbúinn að borga aðstöðugjald þar sem að það á við!

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 12.nóv 2013, 20:21
frá Finnur
Sælir

Það þarf klárlega að taka til í skattlagningu á ferðaþjónustuna.

http://www.visir.is/greida-engan-virdisaukaskatt/article/2013130619906


kv
KFS

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 09:55
frá villisiggi
Óskar - Einfari wrote:Ég er enmitt sammála því að náttúrupassa hugmyndin eða sú hugmynd að vera með gjaldskýli inn í þjóðgarða er bara ekki raunhæf hugmynd á litla íslandi. Það myndi einfaldlega tapast alltof mikklir peningar bara í kostnaðinn á bakvið það að innheimta og vakta svæðin. Þessi hugmynd er bara skrímsli og ég skil ekki afhverju það er svona erfitt fyrir háskólamenntaða fólkið sem stýrir landinu að sjá það. Það að rukka ferðamenn sem koma inn til landsins er svo mikklu ódýrara og skilar tekjum frá margfalt fleirum og gerir það allt árið um kring. Þetta þíðir að gjaldið getur verið lægra því að það eru svo mikklu fleiri sem borga.

Ég sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi er síðan ekki tilbúin til þess að fara að greiða fyrir aðganga að landinu "mínu". Ég er tilbúinn að borga aðstöðugjald þar sem að það á við!



sammála þessu ! kv Villi

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 10:21
frá jongud
villisiggi wrote:
Óskar - Einfari wrote:Ég er enmitt sammála því að náttúrupassa hugmyndin eða sú hugmynd að vera með gjaldskýli inn í þjóðgarða er bara ekki raunhæf hugmynd á litla íslandi. Það myndi einfaldlega tapast alltof mikklir peningar bara í kostnaðinn á bakvið það að innheimta og vakta svæðin. Þessi hugmynd er bara skrímsli og ég skil ekki afhverju það er svona erfitt fyrir háskólamenntaða fólkið sem stýrir landinu að sjá það. Það að rukka ferðamenn sem koma inn til landsins er svo mikklu ódýrara og skilar tekjum frá margfalt fleirum og gerir það allt árið um kring. Þetta þíðir að gjaldið getur verið lægra því að það eru svo mikklu fleiri sem borga.

Ég sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi er síðan ekki tilbúin til þess að fara að greiða fyrir aðganga að landinu "mínu". Ég er tilbúinn að borga aðstöðugjald þar sem að það á við!



sammála þessu ! kv Villi


Nú hef ég verið að vinna aðeins með SAMÚT í þessu máli.
Flestallir eru sammála um það að best sé að rukka gjald í flugstöðinni og við hafnarbakkann.
Svo þarf að passa að þetta fari ekki bara beint í ríkiskassahítina. Þá eru menn að hugsa um "Lottóleiðina" svokölluðu, Binda í lögin um innheimtuna að þetta EIGI að fara í uppbyggingu ferðaþjónustustaða og öryggismál ferðamanna.

Hvað íslendinga varðar, þá eru menn á því að það er algerlega ósanngjarnt að þeir borgi líka. Þeir hafa jú borgað uppbyggingu ferðaþjónustustaðanna (eins og þeir eru núna) með öðrum sköttum.
Þá væri hægt að setja inn í lögin að íslendingar sem ferðist mikið og borgi skattinn, geti fengið hann endurgreiddann við skattauppgjör.

Það er líka sáraeinfalt að búa þannig um hnútana að menn borgi bara einu sinni, þó að þeir fari oft inn og út úr landinu.
Það væri nóg að stinga lesröndinni á vegabréfinu inn um rifu og fá þannig staðfest að viðkomandi sé búinn að borga fyrir árið.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 11:36
frá Hrútur1
Þetta er bara rugl og einn skatturinn en, nóg er ruglið samt td hjá Vatnajökulsþjóðgarði (tilvonandi skáli í Drekagili 50 millur, ljóti skálin við Laka, Klósettin vestan við Dettifoss sem eru vitlaust staðsett og vatnslaus) það er settir fullt af peningum í þetta en bara farið illa með þá.
Það á að rukka við komuna til landsins en bara einu sinni á ári. Það á að rukka fullan virðisskatt af ferðaþjónustunni ef hún getur ekki borgað það er hún að taka of lítið fyrir sinn snúð
Íslendingar eiga að geta ferðast um landið sitt frjálsir og geta notið þess án þess að vera blóðmjólkaðir nóg er nú samt

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 12:22
frá biturk
Setja bara háan skatt plús virðisauka á ferðaþjónustu, þá er okkir hinum haldið utan við þetta

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 12:28
frá jongud
Hrútur1 wrote:Þetta er bara rugl og einn skatturinn en, nóg er ruglið samt td hjá Vatnajökulsþjóðgarði (tilvonandi skáli í Drekagili 50 millur, ljóti skálin við Laka, Klósettin vestan við Dettifoss sem eru vitlaust staðsett og vatnslaus) það er settir fullt af peningum í þetta en bara farið illa með þá.
Það á að rukka við komuna til landsins en bara einu sinni á ári. Það á að rukka fullan virðisskatt af ferðaþjónustunni ef hún getur ekki borgað það er hún að taka of lítið fyrir sinn snúð
Íslendingar eiga að geta ferðast um landið sitt frjálsir og geta notið þess án þess að vera blóðmjólkaðir nóg er nú samt


Það er nokkuð til í þessu, en ég sé þrjá galla.
1- virðisaukaskattur fer beint í ríkiskassann
2- svört atvinnustarfsemi sem er þétt-viðloðandi ferðamannabransan mun aukast mikið.
3- það er mun erfiðara að hafa eftirlit með greiðslum allra fyrirtækja í ferðaþjónustu heldur en að telja farþegana í Leifsstöð, úr ferjunni á Seyðisfirði, og úr skemmtiferðaskipunum.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 12:31
frá stebbiþ
Ríkið á að sjalfsögðu að kosta uppbyggingu á þessum helstu túristasvæðum með brotabroti af þeim tekjum sem koma í ríkiskassann frá þessum erlendu ferðamönnum. Svo ættu að koma tekjur vegna skattlagningar á þessi ferðaþjónustufyrirtæki sem moka þessum erlendu túristum inn á svæðin. Sem stendur borga þau ekkert fyrir það.
Þetta væri ekkert vandamál nema vegna gríðarlegrar fjölgunar erlendra túrista í einhverjum "golden circle" pakkaferðum o.s.frv. Ferðaþjónustan á að borga fyrir þetta, ekki íslenskar fjölskyldur.
Fyrir utan það, að þetta getur varla verið löglegt gagnvart Íslendingum, þar sem lög um almannarétt heimila Íslendingum för um eigið land - án endurgjalds.

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 12:43
frá jeepson
Ég styð það eindregið að það verði rukkað á þessa staði svo lengi sem að gjaldið sé hóflegt. Það er t.d ekkert að því að borga 500-1000kr fyrir að skoða gullfoss og geysir. Á mörgum af þessum stöðum vantar t.d salernis aðstöðu. Það er ekki ásættanlegt. Sérstaklega þar sem að það er 2014 ekki 1950 Göngustígar og alt sem tilheyrir verður að vera á staðnum. Og þá ætti bara hafa þetta þannig að það er seldur aðgangur á hvern stað fyrir sig. Sleppa þessu passa kjaftæði. Þetta er mín skoðun. En það þýðir ekkert að rjúka útí það að selja aðgang á hina og þessa staði fyrr en öll þjónusta sem nauðsinleg er komin á staðin. semsagt salerni, veitingar og þessháttar. Þetta þarf endilega ekkert að kosta neitt mikið. Og landeigendur eiga auðvitað að standa fyrir þessu. Ríkið á ekkert að koma nálægt þessu.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 12:47
frá Hrútur1
jongud wrote:
Hrútur1 wrote:Þetta er bara rugl og einn skatturinn en, nóg er ruglið samt td hjá Vatnajökulsþjóðgarði (tilvonandi skáli í Drekagili 50 millur, ljóti skálin við Laka, Klósettin vestan við Dettifoss sem eru vitlaust staðsett og vatnslaus) það er settir fullt af peningum í þetta en bara farið illa með þá.
Það á að rukka við komuna til landsins en bara einu sinni á ári. Það á að rukka fullan virðisskatt af ferðaþjónustunni ef hún getur ekki borgað það er hún að taka of lítið fyrir sinn snúð
Íslendingar eiga að geta ferðast um landið sitt frjálsir og geta notið þess án þess að vera blóðmjólkaðir nóg er nú samt


Það er nokkuð til í þessu, en ég sé þrjá galla.
1- virðisaukaskattur fer beint í ríkiskassann
2- svört atvinnustarfsemi sem er þétt-viðloðandi ferðamannabransan mun aukast mikið.
3- það er mun erfiðara að hafa eftirlit með greiðslum allra fyrirtækja í ferðaþjónustu heldur en að telja farþegana í Leifsstöð, úr ferjunni á Seyðisfirði, og úr skemmtiferðaskipunum.



1. það fer allur virðisauki í ríkisjóð af hverju ekki af ferðaþjónustu.
2. held að svört atvinustarfsemi geti lítið aukist er það mikil fyrir.
3. þú ert að miskilja mig þarna, ég segi að það eigi að rukka við komuna til landsins (Það á að rukka við komuna til landsins en bara einu sinni á ári) en það á líka að rukka ferðaþjónustuna um virðisskatt að auki.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 16:47
frá stebbiþ
Sumir átta sig ekki á því að þetta er prinsipp mál, þ.e. að geta farið um eigin land án þess að borga. Lög um almannarétt eru til staðar og hvernig er þá hægt að fara að rukka Íslendinga um pening fyrir að skoða landið? T.d. við Kerið, ég efast um að sú gjaldtaka standist lög. Ef ég geng um Kerið og neita að borga, fyrir hvaða lögbrot ætlar hann Óskar náttúruunnandi þá að kæra mig ? Menn tala um að landeigendur eigi að standa í þessu - og hvað svo? Ætla menn að gæta þess að ekki sé verið að græða peninga á einhverjum stað eða er þetta bara til að dekka kostnað. Svo er annað mál hvort að "landeigendur" geti tekið upp á því að rukka hvar sem þeim sýnist og segja svo bara: "þetta er nauðsynlegt vegna ágangs". Bara henda niður tveimur klósettum og einum vaski, þá er uppbyggingin komin og full ástæða til að hefja gjaldtöku, eða hvað ? Þetta býður hættunni heim, þ.e.a.s. græðgis- og skyndigróðahættunni sem fylgir alltaf okkur Íslendingum.

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 17:33
frá Brjotur
Alveg typiskt þessi þraður byrjaði svo vel að eg varð að lesa hann 2 svar :) en Adam var ekki lengi i paradis, neikvæðu aðilarnir mættu með sin miður skemmtilegu sjonarmið :( auðvitað a að rukka við komu eitt gjald ekki þessa bölvuðu skura allstaðar , og ekki þyðir að segja ,, Rikið a að borga fær fullt i kassann við komu turistanna , en við vitum allir herna að Rikið tekur ,, en rikið skilar ekki i verkin sem peningarnir ættu að fara i , samanber bensinskatt o.f.l. þess vegna verður að gera þetta að komuskatti , en þa a eftir að utdeila aurunum og það verður þrautin þyngri :( og varðandi þessa neikvæðu aðila sem vilja sko ekki greiða fyrir neitt herna , þa minnir mig að það samræmist ekki lögum að við ibuar landsins seum undanskildir , svo held eg að upphæðin sem yrði rukkuð yrði nu ekki neinum að aldurtila :)

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 18:04
frá villi58
Ég sé ekkert athugunarvert við að túristar séu rukkaðir við staðina sem þeir ætla að skoða, þekkt víða um heim.
Gjaldið ætti að vera frekar lágt c.a. 500 kr. og á stöðunum á að vera hús þar sem er rukkað og eins aðstaða fyrir starfsmenn og salerni. Þeir sem bölva skúrum eins og einhver sagði, þá þarf að gera sér grein fyrir að þessir skúrar mundu þjóna fólkinu sem rukkar og eins öðrum starfsmönnum sem sjá um svæðin. Salernisaðstaða sem vantar gæti eins verið þar. Ég get ekki annað en verið sammála þeim sem hafa áhveðið að rukka, ríkisstjórnin er greinilega ekki hæf til að sjá um svona hluti frekar en margt annað.
Ég vil benda á að víða erlendis er rukkað fyrir að fara á salerni og eins fyrir að skoða náttúruna, er betra að láta þessa staði drabbast niður þangað til að enginn vill njóta okkar náttúru ?

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 19:50
frá stebbiþ
Gaman að fá sjónarmið frá jákvæðum aðilum hérna í þessari umræðu, eins og Helga. Þú ert nú frægur fyrir þína jákvæðni hér á spjallinu. Ég held að þú ættir að fagna því að ríkið sé mótfallið gjaldtöku/sjálftöku einstaka landeigenda ef það er náttúruundur á þeirra landi. Væri það ekki verra fyrir túristana þína að þurfa að borga á hverjum stað? Væri ekki betra og einfaldara ef þeir hefðu þegar greitt þetta við komuna til landsins? Það er neflilega ekki neikvæðni eða níska ef Íslendingar efast um rétt landeigenda að hefja gjaldtöku eftir eigin hentisemi. Það virðist þú ekki skilja. Íslendingar vilja ræða þessi mál betur áður en það segir já og amen við gjaldtökubásum víðsvegar um landið sitt. Þetta snýst ekki um að geta ekki borgað 500 eða 1000 kall. Þessi gjaldtökuumræða er auðvitað eingöngu tilkomin vegna þessara túristaplágu sem herjar á landið og það er ekki ágangur íslenskra fjölskyldna sem er vandamálið. Af hverju borga ferðaþjónustuaðilar ekki fyrir þetta. Þetta eru ykkar umbjóðendur. Einfaldast væri auðvitað að ríkið lagfærði það sem laga þarf, hjá Geysi og Gullfoss t.d. Þá má að sjálfsögðu hækka skatta á þessa ferðaþjónustu, eða á hún að vera undanskilin eðlilegum sköttum og gjöldum? Ég mun aldrei borga fyrir að heimsækja Kerið eða einhvern annan stað á landinu mínu fagra. Ég skal hinsvegar borga 1000 kr á ári í skatt sem væri eyrnamerktur uppbyggingu ferðamannastaða.
Útlendingar eiga að borga annað eins við komuna til landsins. Þá er þetta leiðindamál leyst og úr sögunni. Nóg af peningum, önnur gjaldtaka verður óheimil. Því miður kannski fyrir gróðapunga eins og Óskar í Kerinu.

Kv, Stebbi Þ

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 23:07
frá Brjotur
Stebbi þ, þarna sannaðirðu alveg það sem mig hefur lengi grunað, menn herna þar a meðal þu lesa ekki það sem eg skrifa , heldur hrauna bara yfir það sem þeir halda að eg skrifi. Stebbi lestu aftur það sem eg skrifaði og ganryndu svo !

auðvitað a að rukka við komu eitt gjald ekki þessa bölvuðu skura allstaðar ,

Eg kopiaði þetta fyrir þig LESA FYRST gagnryna svo takk fyrir

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 24.feb 2014, 23:50
frá stebbiþ
Þakka þér fyrir Helgi minn, ég skulda þér afsökunarbeiðni í þetta skiptið. Ég vildi að áfengi hefði komið við sögu hjá mér en svo var ekki, bara öskrandi börn. Svona er að gera eitthvað í fljótfærni, ég er bara að verða brjálaður á þessari ferðamannaplágu og þessi gjaldtökuumræða fer í mínar fínustu. Vonandi kemst Ísland úr tísku sem fyrst.

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 25.feb 2014, 08:23
frá jongud
Eitt atriði varðandi það að rukka fyrir aðgang að salernum.
Það er komin smá reynsla á það á Þingvöllum.
Túristarnir fara bara út í móa og skíta þar.
Þannig að núna þarf að hafa klósettvörð og að auki landverði í hverjum móa ef vel á að vera.
Klósettgjaldið stendur ekki undir því.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 25.feb 2014, 12:07
frá villi58
jongud wrote:Eitt atriði varðandi það að rukka fyrir aðgang að salernum.
Það er komin smá reynsla á það á Þingvöllum.
Túristarnir fara bara út í móa og skíta þar.
Þannig að núna þarf að hafa klósettvörð og að auki landverði í hverjum móa ef vel á að vera.
Klósettgjaldið stendur ekki undir því.

Hvaða gjald er á Þingvöllum, kanski of hátt eins og okkur er lagið.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 25.feb 2014, 12:33
frá s.f
má rukka erlenda ferðamenn fyrir mér ekki íslendinga og að halda því fram að við borgum ekki neirtt er bara rugl það eru tekin 40-50% af launonum þínum aftur eru tekin 7% af matvöruni sem þú kaupir og meira ef það er sikur í henni og skatur er tekin af olíuni/bensíninu sem þú verslar er bara ekki með það á hreinu hvað það er mikið svo borgum við sem eigum bíla líka bifreiðagjald sem er líka skatur 25,5% af öllum aukahlutum varahlutum og þess hátar hvort sem það er fyrir heimili eða bíl svo ekki vera með rugl um að við borgum ekki fyrir neit

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 25.feb 2014, 19:56
frá Stebbi
s.f wrote:má rukka erlenda ferðamenn fyrir mér ekki íslendinga og að halda því fram að við borgum ekki neirtt er bara rugl það eru tekin 40-50% af launonum þínum aftur eru tekin 7% af matvöruni sem þú kaupir og meira ef það er sikur í henni og skatur er tekin af olíuni/bensíninu sem þú verslar er bara ekki með það á hreinu hvað það er mikið svo borgum við sem eigum bíla líka bifreiðagjald sem er líka skatur 25,5% af öllum aukahlutum varahlutum og þess hátar hvort sem það er fyrir heimili eða bíl svo ekki vera með rugl um að við borgum ekki fyrir neit



Á endanum þegar þú ert búin með mánaðarlaunin þá eru farin ca. 60-70% af heildarlaunum beinustu leið í ríkiskassann.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 25.feb 2014, 22:15
frá Brjotur
Gott mal og ok Stefan þ :)

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 28.feb 2014, 17:35
frá Steini H
Sælir ég held að gjaldtakan eigi bara að heita annað og allir ánægðir.
Hún ætti að heita bílastæðagjald hjá þessum helstu stöðum og allir ánægðir.
Menn borga í bílastæði í miðborgini fyrir að leggja í stæði og þar sem er bílastæði má rukka bílastæðagjöld og engin er að mögla nema um upphæðina ekki gjaldtökuna.
En svo að öðru sem ég hjó í að ferðaþjónustan ætlar að reyna að nota frasann um að ekki megi hefta aðgang gangandi manna þó um enkalönd fari.En þeir nefna ekki að í næstu grein stendur NEMA að gangandi valdi skaða eða geti valdið náttúruspjöllum.
Svo í öðrum lagabálki er skýrt kveðið á að þriðji aðili megi ekki hagnast af enkalandi nema með fullri vitneskju og samráði við landeiganda.
Hvar er samráðið ?
Það er ekkert samráð heldur bara ég vill ég má og ég tapa svona mikklu ef þú vilt fá eitthvað til að viðhalda nátturugæðunum.
Er ekki eitthvað rangt við þessi rök?
Ég er orðin fylgjandi gjöldum sem stuðla að verndun svæða heldur en skamtíma gullgröftur ferðaþjónustuaðila sem skilja svo allt eftir í svaðinu í orðsins fyllstu merkingu.
Hverjir skemma helst maalrvegi og slóða?
Ég skal svara því þó margir setji í brún við svarið því það eru Rútur og Jeppar á stórum dekkjum að aka of hratt og búa til hið alkunna þvottabretti eins og kjalvegur á sumri.

Re: Greitt fyrir aðgang að þjóðgörðum

Posted: 28.feb 2014, 17:58
frá jongud
Þetta eru ansi góð rök hjá Steina.
En það má ekki kalla það bílastæðagjald af því að þá leggja menn úti á vegi og labba.
Bara kalla það réttum nöfnum, túristagjald, átroðningsgjald eða glápgjald.
Og ég er ALVEG sammála síðustu setningunni.