Stikuferð Ferðaklúbbsins 4x4 í September


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Stikuferð Ferðaklúbbsins 4x4 í September

Postfrá Ofsi » 17.aug 2010, 21:34

Stikuferð Ferðaklúbbsins 4x4 í September
Ég vildi vekja athygli á skemmtilegri ferð um Breiðbak, en hérna að neðan er pistill Dags Braga í umhverfisnefnd 4x4

http://www.facebook.com/?ref=home#!/dagurbraga?ref=ts
Stikuferð F4x4 2010 á Breiðbak fyrstu helgina í september Dagur Bragason Stikuferð
Væntanleg stikuferð Umhverfisnefndar verður líklega fyrstu helgina í september, enda er um að ræða fjallveg sem liggur mjög hátt, eða um 1000m.
Upprunalega planið er að fara í Jökulheima föstudaginn 3 september og gista.
Laugardaginn... 4 september er að fara yfir Tungnaá yfir á Breiðbak og stika Breiðbak að Langasjó á 2 stöðum. Fyrri staðurinn er við NA enda Langasjós og seinni við SV enda sama sjós. Sent hefur verið erindi til sveitarstjórnar Skáptárhrepps og á fyrsta fundi sveitarstjórnarinnar voru jákvæð viðbrögð fyrir umleitan okkar: http://www.klaustur.is/Stjornsysla/Fund ... _view.html "6. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbs 4X4: Stikun leiðar á Breiðbak.
Ferðaklúbburinn óskar eftir heimild til að stika hálendisleið á Breiðbak, en merkingum leiðarinnar hefur lítið verið sinnt í áratugi. Sveitarstjórn tekur erindinu vel og felur yfirmanni tæknisviðs að afla nánari upplýsinga hjá klúbbnum og hafa samráð við Vatnajökulsþjóðgarð."
Yfirmaður tæknisviðs svaraði okkar umleitan:
Þann 17. ágúst 2010 11:14, skrifaði Byggingafulltrúi <bygg@klaustur.is
Nú er unnið að endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps. Það mál er í ferli
og á eftir að ganga endanlega frá því. Enduskoðunin gerir ráð fyrir
talsverðri stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og skv. því lendir umrætt svæði við
Breiðbak í þjóðarði. Því hef ég sent erindi ykkar til umsagnar hjá
Vatnajökulsþjóðgarði og á von á svari innan skamms. Læt þig vita um leið og
ég hef fengið þá umsögn.
Kveðja,
Anton Kári Halldórsson
Yfirmaður tæknisviðs Skaftárhrepps

Einnig hefur ekki verið ljóst hvort gistipláss verður í Jökulheimum vegna stækkunar skála Jöfri. Skúli hjá Utivist sagði gistirými laust í Sveinstindi og í Skælingum á laugardag en upptekið á föstudegi, svo svar frá Jöfri er mikilvægt.
Eins og er sagt hér að ofan er ekki búið að hnýta alla enda og því hefur ferðin ekki verið auglýst, en vonumst til að allar endar verði hnýttir í þessari viku.
kveðja Dagur



Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 11 gestir