Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk


Höfundur þráðar
harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá harnarson » 29.nóv 2012, 11:40

Í Fréttablaðinu í gær 28.11.2012 er grein eftir Árna Alfreðsson og fjallar um vegaframkvæmdir á leiðinni inní Þórsmörk. Hér má líka finna bloggfærslu um sama mál eftir Sigurð Sigurðarson.
Hafið þið heyrt af þessum framkvæmdum? Hafið þið skoðun á þeim?

Finnst mjög skrýtið ef ferðaþjónustan sækist eftir bættu vegaaðgengi þar sem hluti af aðdráttaraflinu eru torfærurnar. Hægt að selja dýrar ferðir o.þ.h. Aðrir staðir þjóna massaferðaþjónustunni ágætlega. Þar að auki virðist það augljóst að náttúran í Þórsmörk og Goðalandi þolir illa meiri massa í ferðaþjónustu en er nú þegar á svæðinu.User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá Tómas Þröstur » 29.nóv 2012, 12:07

Mér þætti það eyðilegging á veginum að lagfæra hann svo gáfulega sem það hljómar. Kannski verður Þórsmörk og Goðaland eftir vegabætur næstum eins mannmargt svæði og Hveravellir og Landmannalaugar á sumrin. Væri frekar sárt ef það yrði eitthvað í þá áttina. En hvað um það, kannski á maður ekki vera eigingjarn sem jeppaeigandi og setja sig upp á móti að fleiri en þeir sem eiga jeppa eða vilja ferðast í rútu komist þarna inn úr með góðu móti.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá kjartanbj » 29.nóv 2012, 12:10

Allur sjarmi hverfur af Merkurferð ef að vegurinn innúr verður lagaður og þetta yrði orðið eins og Landmannalaugar sem er ekki spennandi staður á sumrin
hundruðir yarisa á dag þarna með alltof mikið af fólki , þetta er fínt eins og þetta er, það er ekki mikið mál að taka rútu frá seljalandsfossi innúr ef fólk á ekki jeppa og vill heimsækja mörkina
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá stebbiþ » 29.nóv 2012, 12:23

Las þessa grein. Ég hélt að þessi vitleysa hefði verið blásin af fyrir nokkrum árum, þ.e.a.s. hugmyndir um heilsársveg inn í Mörk. Nú er það hinsvegar deginum ljósara, að þessi ferðaþjónustuiðnaður heimtar sífellt meira.
Einhvern tíma var ég var ég á þeirri skoðun að þessi túristabransi væri af hinu góða, en sá fljótlega í hvað stefndi og hef ekki verið talsmaður þessa iðnaðar í mörg ár.
Þeir einu sem græða á þessum gullgrafara-bransa eru nokkur stór ferðaþjónustufyrirtæki. Íslenskur ferðamaður fær hinsvegar að sjá eftir stöðum sem nú hafa verið herteknir af túristum og fyrrnefndum fyrirtækjum. Við skulum ekki heldur gleyma öllum þeim takmörkunum og lokunum sem fylgja þessum fjanda.

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá Gupal » 29.nóv 2012, 12:53

Var að fá þær fréttir að Vegagerðin sé núþegar búin að ræsa Hvanná. Svo virðist að Vegagerðin hafi gert þetta í "laumi". Engin virðist hafa vitað af þessum aðgerðum. Þremur stórum rörum hefur verið komið fyrir. Þannig er Hvanná orðin fær fólksbílum. Hvað næst? Hvað eigum við að gera í þessu máli? Mótmæla er eina ráðið sem ég sé fyrir mér. Ég hef sent fyrirspurn á Hrein Haraldsson vegamálastjóra, svæðisstjórann á Selfossi og þjónustustöðina í Vík og fæ engin svör?!


Höfundur þráðar
harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá harnarson » 29.nóv 2012, 13:12

Gupal wrote:Var að fá þær fréttir að Vegagerðin sé núþegar búin að ræsa Hvanná. Svo virðist að Vegagerðin hafi gert þetta í "laumi". Engin virðist hafa vitað af þessum aðgerðum. Þremur stórum rörum hefur verið komið fyrir. Þannig er Hvanná orðin fær fólksbílum. Hvað næst? Hvað eigum við að gera í þessu máli? Mótmæla er eina ráðið sem ég sé fyrir mér. Ég hef sent fyrirspurn á Hrein Haraldsson vegamálastjóra, svæðisstjórann á Selfossi og þjónustustöðina í Vík og fæ engin svör?!


Já, það er víst málið. Búnir að setja Hvanná rör!!!! - F#$%!"
Skilst að Vegagerðin hafi ákveðið þetta svolítið uppá sitt einsdæmi til að spara sjálfum sér vinnu við árlegar lagfæringar þarna á aurunum.
Þessu verður að mótmæla.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá kjartanbj » 29.nóv 2012, 13:15

það þarf bara einhver að mæta þarna inneftir með gröfu og fjarlægaja þetta :D ef þeir geta gert svona upp á sitt einsdæmi hlýtur einhver að geta gert það sama
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá kjartanbj » 29.nóv 2012, 13:22

Ég er samt alveg sammála með þennan túristabransa upp á hálendi íslands.. það eru fáir staðir sem maður getur notið þess að ferðast um og upplifað sig svolítið einan í heiminum
allstaðar orðið yfirfullt af fólki, Landmannalaugar ekki komandi á, allir gististaðir yfirbókaðir allstaðar, sífelldar kröfur um vegabætur svo að fleira fólk komist á staðina

hvar endar þetta? það verður á endanum ekkert gaman að ferðast um hálendi íslands að sumri til, blessunarlega séð er þetta ekki svona á veturna. Ennþá.....
en ég spyr aftur.. hvar endar þetta?

allt orðið þannig að það þurfi að græða sem mest á hlutunum, tildæmis skálar FÍ , þeir eru að græða milljónir á þeim á hverju sumri. Milljónir á hverjum skála
Gisting eina nótt í þessum skálum er allt að 5000kr á nóttina fyrir eina manneskju.. og skálarnir eru fullir hverja einustu nótt yfir sumarið, auðvitað vilja þeir bæta við skálum
og bæta aðgengi að þeim , en allt bitnar þetta á íslendingum , við fáum hvergi inni til svefns því allt er löngu upppantað , þurfum að borga nokkra þúsundkalla til að fá að skella niður
einu tjaldi og sofa í því og ég veit ekki hvaða og hvað..


svo á að fara að fækka stöðum sem hægt er að keyra , allt í þágu afmarkaðs hóps.. ég spyr bara hvar endar þetta..
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Gupal
Innlegg: 8
Skráður: 29.nóv 2012, 12:42
Fullt nafn: Guðjón Pálsson
Bíltegund: F350
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá Gupal » 29.nóv 2012, 14:23

Sammála þér kjartanbj. Það verður að gera eitthvað áður en Vegagerðin, undir þrýstingi náttúrueigenda, þ.e. Ferðaþjónustunnar, gerir hraðbraut inní Goðaland og brúar Krossá í laumi. Ferðaþjónustan lét Vegagerðina eyðilaggja Nyðri Fjallabakleið. Vegurinn var lagður fyrir rúturnar. En það var kannski á þeim tíma sem Ferðaþjónustan hafi ekki upplýsingar um að erlendir ferðamenn vilja upplifa náttúruna ósnerta, einsog við Íslendingar.
Hef heyrt að Vegagerðin sé orðin leið á því að þurfa laga veginn hvert sumar. Útivistarmaður sagði við mig í morgun að sennilega léti Hvanná ekki fara svona með sig. Hún verður búin að kasta þessu ræsi af sér í vor.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá kjartanbj » 29.nóv 2012, 14:25

leiðina þarna innúr þyrfti bara að friða, aðeins leyfa að laga bakka ánna ef þær grafa háa bakka, ananrs á bara að láta þetta í friði, gróða hagsmunir einstaka fyrirtækja á ekki að ganga fyrir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá Stebbi » 29.nóv 2012, 14:43

Gupal wrote:Hef heyrt að Vegagerðin sé orðin leið á því að þurfa laga veginn hvert sumar.


Ef að ég væri orðin svona leiður á því að mæta í vinnuna afþví hún er svo einhæf þá myndi ég finna mér eitthvað annað að gera. Þarf ekki bara einhver að benda þeim á að það er fullt af fólki á atvinnuleysisskrá sem er tilbúið að vinna þessa endurtekningu fyrir þá.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá StefánDal » 29.nóv 2012, 16:26

Ég á erfitt með að sjá eitthvað rangt við það að auðvelda ferðir ferðamanna á svona fallega staði. Sjálfur færi ég oftar í Þórsmörk ef það þyrfti ekki að fara yfir vöð sem geta verið hættuleg. Þetta er allt partur að því að gera ferðir fólks hættuminni.

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá arnisam » 29.nóv 2012, 17:28

Persónulega finnst mér þetta eiga að snúast um hvort þessir staðir þoli alla þessa umferð sem fylgir bættu aðgengi. Nú hef ég verið að keyra túrista öðru hverju og þegar ég hef spjallað við leiðsögumennina þá eru þeir á því máli að höfuðborgarsvæðið þoli ekki fleiri ferðamenn því þessir staðir sem við eigum hérna í kring eru komnir á þolmörk. Fyrir utan að mjög margir af þessum ferðamönnum skilja ekki eftir sig nægt fjármagn til að halda stöðunum við. Ég átti gott spjall við leiðsögumann í haust og hún var á því að við værum að fá allt aðra ferðamenn eftir hrun heldur en fyrir, einfaldlega út af því að það væri allt orðið ódýrara. Fólk sem er í raun komið til að fara í ódýra ferð og kaupir litla sem enga þjónustu. Enda sjá það allir sem ferðast um landið að vegakerfið og umgjörðin utan um ferðamennsku er verulega fjársvelt og er engan vegin haldið við í samhengi við slitið þannig að ríkið getur ekki verið að græða neitt ógurlega mikið á hverjum ferðamanni sem álpast hingað, leigir ódýra druslu, sefur í tjaldi og borðar núðlur.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá stebbiþ » 29.nóv 2012, 20:56

Það er miklu hættulegra að aka á þjóðveginum en að fara inn í Þórsmörk. Ef stefnan er að gera ferðir fólks hættuminni þá ætti að lagfæra þjóðveginn. Nei, það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá kjartanbj » 11.jan 2013, 15:32

Fyrir þá sem hafa ekki frétt það, að þá eru þessir ræsi Vegagerðarinnar farinn til fjandans, dreifð um eyrarnar þarna
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


vidart
Innlegg: 137
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Vegaframkvæmdir á leiðinni í Þórsmörk

Postfrá vidart » 11.jan 2013, 15:38

Vonandi að þeir hafi þá manndóm í sér og hreinsi það upp.


Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur