Lok lok og læs


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Lok lok og læs

Postfrá Ofsi » 15.maí 2010, 07:09

http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/ve ... araaetlun/

Þeir sem þekkja hálendið vel sjá að samkvæmt þessu er búið að hreinsa vel til í slóðamálum innan Vatnajökulsgöngugarðs. T.d er Vonarskarðsleiðin farinn, það er ekki einusinni leyfilegt að aka inn með Hágöngulóni. Ein merkilegasta leiðin er einnig horfinn. Það er Vikrafellsleið norðan við Dyngjufjöll. Rökin fyrir því að hún var tekin út. Voru þau að það þyrfti að vera ósnortið víðerni norðan við Öskjusvæðið. Þ.e all hraunið norður að þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum. Allt þetta svæði er einungis ætlað fyrir elítu göngumenn. Það væri nú forvitnilegt að vita hvort það séu fleiri en einn eða tveir göngumenn sem fari þarna um á hverju sumri. Takið eftir öðru. Leiðin Bárðargata norður með vestanverðum Vatnajökli er farinn, ásamt hverri einustu leið á Jökulheimasvæðinu. Þar er nú einungis ein ríkisleið inn að Jökulheimaskálunum. Það sem er merkilegt í þessu er það að ekki hefur verið tekið tillit til eins einasta atriðis hagsmunaaðila á borð við Skotvís, f4x4, Jöklarannsóknarfélagsinn eða annarra. Öll vinna þessara félaga var tímasóun.
Ferðaþjónustuaðilar lögðu einnig höfuðáherslu á það að fá inn hringleiðir fyrir túrista bílanna. Hvergi nokkur staðar var tekið tillit til þeirra óska.




gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá gambri4x4 » 15.maí 2010, 08:50

Djö þarf að fara koma þessu Helvítis drasli sem Umhverfisstofnun er ofan í stóra holu og moka yfir,Ég fór Vikrafellsleið norðan við Dyngjufjöll,,í fyrsta skiftið í fyrra og það er leið sem ég kem til með að fara aftur og það akandi slétt sama hvað þessu umhverfis fasistar segja eins verður Vonarskarðið ekið nú er bara kominn tími til að standa upp og láta ekki hafa af ser þetta ferðafrelsi nú er komið nóg


Ronni
Innlegg: 28
Skráður: 15.maí 2010, 09:39
Fullt nafn: Aron Reynisson

Re: Lok lok og læs

Postfrá Ronni » 15.maí 2010, 09:52

Kallar þetta ekki á viðbrögð í formi sýnilegra mótmæla. Það er alveg ljóst að einhver fámennur hópur embættismanna og elítan í Ferðafélaginu eru að loka svæðum í trássi við vilja almennings. Er ekki bara nóg komið af fundarhöldum með þessu fólki og kominn tími til að sýna í verki hvaða fjöldi það er sem vill viðhalda ferðafrelsinu.

Ég kalla eftir sýnilegum mótmælaaðgerðum !


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Lok lok og læs

Postfrá Fordinn » 15.maí 2010, 18:51

Ég held að bestu mótmæla aðgerðirnar verði að halda afram að keyra þessa helstu slóða sem við höfum keyrt i mörg ár, það er ekki med nokkru móti hægt að rökstyðja þessar lokanir med neinu viti. þetta er ofsatækis aðgerðir á hæsta stigi, ég legg til að við höldum áfram að keyra þetta og þar sem verða settar upp lokanir þá verði þær fjarlægðar, öll skilti munu hverfa af þessum slóðum. þeir geta bara farið í mál við okkur það ríkir ákveðinn hefðar réttur í þessu landi, og við munum nyta okkur hann.

Auðvitað væri svo réttast að rétta þessum fávitum sem ákváðu þetta einn good morgen við tækifæri.



kv Einn sem verður med klippur og topplyklasettið með sér í fjallaferðunum.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá gambri4x4 » 15.maí 2010, 19:52

Þau rök sem stundum hafa verið notuð við svona lokanir eins og það að akandi umferð trufli gangandi umferð er nátturlega bara bull,,,,fólk á klárlega að geta notið landsins saman hvernig sem það ferðast,,,og svo eru margar af þessum leiðum ekki það mikið farnar að það sé vandamalið ss of mikil trafík á þeim...

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá Hagalín » 15.maí 2010, 20:26

Nú segir í 16.gr reglugerðarinnar að akstur er leyfilegur í þar til gerðum vegum.
Hvaða vegir eru þetta? Falla þeir vegir sem til eru í dag undir þessa þar til gerða vegi?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Lok lok og læs

Postfrá steinarxe » 15.maí 2010, 22:26

Aljörlega sammála ,halda áframm að keyra þetta og biðja þá sem hafa eitthvað um það að segja að hoppa uppí þann endann á sér sem sólin skín ekki!!!djöfulsans ruglukollar


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Lok lok og læs

Postfrá Izan » 15.maí 2010, 23:52

Sælir

Ég er ekki svo vel að mér í málefnum Vatnajökulsþjóðgarðs kannski sérstaklega af því að mér finnst konseptið svo fáránlegt og skrýtið að ég skil ekkert í því. Eina sem ég finn út úr þessu er að það eigi að ramma norðausturhornið og varðveita, sama hvað kostar fyrir samfélagið á þessum stöðum fyrir fókli sem gæti einhverntíma fundist gaman að labba þarna. Svolítið það sama og mér fannst um mótmæli við Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma þegar helmingur landsmanna hafði skoðun á þessu landsvæði en fæstir hefðu í raun séð landið. Spaugilegt þegar á sama tíma eitt mest notaða útivistarsvæði landsmanna var tekið undir virkjun s.s. Hellisheiði.

Ekki finn ég neitt hvorki í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð né reglugerð sem bannar umferð um þessa vegi sem þú, nafni, minnist á. Akstursbann er lagt fram með rauðri línu og sé ég ekki betur en það eigi bara við um Öræfajökul, Kverkfjöllin o.s.frv. og sumt á bara við um ákveðinn tíma árs.

Er ég að missa af einhverju?

Akstur í Öskju hefur ekki verið stundaður að mínu viti og utanvegaakstur í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum ekki heldur og í sjálfu sér ekkert mikið athugavert við að banna hann.

Ég hef aldrei skilið það fyrirbæri heldur að banna akstur á vegum með vísan í reglugerð um utanvegaakstur. Er ekki undarleg aðferð til að sporna við utanvegaakstri að banna akstur á vegum. Þetta skil ég ekki. Það er dagljóst að hingað til hef ég ekið að sumarlagi þá vegi og slóða sem ég hef fundið og séð með það fyrir augum að skemma ekkert t.d. með drulluveseni og ég hyggst halda því áfram sannfærður um að ég stundi ekki utanvegaakstur með því að aka á vegum.

Kv Jón Garðar


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá gambri4x4 » 16.maí 2010, 12:20

Rétt er það að akstur í öskju er ekki mikið stundaður en þó er ekið þar um á vetur ef færð leyfir,,,en sú leið sem Jón talar um í sambandi við Öskju er leið norðan við Öskju sem liggur frá Leið upp Dyngjufjalladal og austur með Dyngjufjöllum og inná Öskju/Drekaleið,,ekki mikið ekin leið en klárlega alveg þess virði að fara hana og bara rugl ef á að banna akstur þar


Ronni
Innlegg: 28
Skráður: 15.maí 2010, 09:39
Fullt nafn: Aron Reynisson

Re: Lok lok og læs

Postfrá Ronni » 17.maí 2010, 19:03

Ég verð nú að segja eins og er Jón að ég fékk hland fyrir hjartað þegar ég sá kortið sem þú póstaðir hérna fyrst í þessum þræði.

Þegar ég fór hinsvegar að lesa í verndaráætluninni áðan þá sá ég hinsvegar að þetta kort hefur ekkert með lokanirnar að gera. Þarna vantar t.d. inn á slóðana um Breiðbak og Bárðargötu sem eru báðar áfram inni samkvæmt töflunni í verndaráætluninni. Það sama á við um Dyngjufjalladal. Þetta kort er því bara eitthvað bull. Þetta er hinsvegar rétta kortið. http://www.alta.is/pdf/vj/vj_20100511.pdf

Það er alls ekki verið að loka eins miklu og leit út fyrir á fyrra kortinu. Þetta er miklu skárri niðurstaða en maður hélt. En það er greinilegt að Vonarskarð er nú skilgreint sem göngusvæði. Þar á að byggja nýjan skála við Svarthöfðann sunnanverðann. Verður maður ekki bara að fagna því ? Vetrarumferð um vonarskarð er áfram leifð en hún verður hinsvegar bönnuð um Lakagíga...

Vikrafellsleið græt ég ekki. Ég fór inn á hana seint síðasta haust og það hafði einn bíll farið hana allt sumarið. Meiri er nú ekki umferðin á henni... Menn fara varla að gráta það.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá gambri4x4 » 17.maí 2010, 20:03

Vikrafellsleið græt ég ekki. Ég fór inn á hana seint síðasta haust og það hafði einn bíll farið hana allt sumarið. Meiri er nú ekki umferðin á henni... Menn fara varla að gráta það......


Get ekki setið á mér,,,,Hvurslags rök eru þetta að þó að það fari ekki 1000 bílar um leiðina per dag þá hljóti bara vera í fínu lagi að loka henni,,,,,Það er nú einmitt stórhluti af því hvað svona leiðir eru skemmtilegar,hvað þær eru fárfarnar.

Ég er reyndar bara klárlega á móti öllum svona lokunum fyrir einhverja eina gerð af ferðamennsku en ekki aðra,,,afhverju er þá ekki bara gengið alla leið og bara bönnuð umferð um svæðið.

Djö getur maður orðið brjálaður á þessu pakki sem sér um Vatnajökulsgöngugarð og Umhverfisstofnun


Eiríkur Örn
Innlegg: 35
Skráður: 06.feb 2010, 18:07
Fullt nafn: Eiríkur Örn Jóhannesson

Re: Lok lok og læs

Postfrá Eiríkur Örn » 17.maí 2010, 20:58

Eitt í sambandi við þessar lokanir er það að þegar ég var að skoða þessa síðu sem ofsi benti á þá rakst ég á þessa setningu "Eitt af markmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs er að gera hreyfihömluð kleift að njóta garðsins og innviða hans".
Ég kemst bara ekki hjá því að velta því fyrir mér hvernig þetta fer saman við lokun slóða þannig að eingöngu fólk með heilan líkama kemst til þess að skoða garðinn.


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Lok lok og læs

Postfrá gambri4x4 » 17.maí 2010, 21:22

Þetta sýnir það bara að þetta lið hefur ekki hugmynd um það hvað það er að gera,,,,,,,,,,Veit það bara að ég á þá sennilega eftir að fá kæru eða kærur á mig vegna utanvega aksturs á næstu árum samhvæmt þessu korti


Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir