Sælir
Er klúbburinn að berjast í þessu máli.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... nnarettar/
Ef rétt reynist á að skerða ferðafrelsið vélknúinna ökutækja verulega.
Þetta kallar á hörð viðbrögð strax.
kv
Kristján Finnur Sæmundsson
Breyting á náttúruverndarlögum
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Ferðaklúbburinn 4X4 hefur verið að berjast í þessu máli en hann er ekki tengdur síðunni jeppaspjall.is
Hagsmunir notenda jeppaspjallsins og Ferðaklúbbsins 4X4 fara hins vegar algerlega saman í margs konar hagsmunabaráttu.
Umhverfisnefnd og stjórn ferðaklúbbsins las vandlega yfir lagafrumvarpið og sendi inn ýtarlegar athugasemdir við margar greinar.
Hins vegar heyrist mér að því miður sé lítt hlustað á athugasemdir klúbbsins og annarra hagsmunaaðila.
Nokkur atriði sem voru alger steypa í lagafrumvarpinu 2013 eru sem betur fer úti sem stendur.
Hins vegar er mörg vitleysan ennþá inni.
Sem dæmi get ég nefnt að "ósnortin víðerni" þurfa líklega að sæta flugbanni ef lögin ná að ganga fram.
Bændur og aðrir landeigendur sem eiga land á hálendinu geta átt von á að húsbíla- og tjaldvagnaeigendur hringi í þá í tíma og ótíma og spyrji hvort það megi leggja í kantinum á einhverjum fjallvegi yfir nóttina.
Svo lengi sem eignarland er afgirt þá má setja upp skilti og banna umferð um það. (gangandi umferð líka).
Jón G. Guðmundsson
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4
Hagsmunir notenda jeppaspjallsins og Ferðaklúbbsins 4X4 fara hins vegar algerlega saman í margs konar hagsmunabaráttu.
Umhverfisnefnd og stjórn ferðaklúbbsins las vandlega yfir lagafrumvarpið og sendi inn ýtarlegar athugasemdir við margar greinar.
Hins vegar heyrist mér að því miður sé lítt hlustað á athugasemdir klúbbsins og annarra hagsmunaaðila.
Nokkur atriði sem voru alger steypa í lagafrumvarpinu 2013 eru sem betur fer úti sem stendur.
Hins vegar er mörg vitleysan ennþá inni.
Sem dæmi get ég nefnt að "ósnortin víðerni" þurfa líklega að sæta flugbanni ef lögin ná að ganga fram.
Bændur og aðrir landeigendur sem eiga land á hálendinu geta átt von á að húsbíla- og tjaldvagnaeigendur hringi í þá í tíma og ótíma og spyrji hvort það megi leggja í kantinum á einhverjum fjallvegi yfir nóttina.
Svo lengi sem eignarland er afgirt þá má setja upp skilti og banna umferð um það. (gangandi umferð líka).
Jón G. Guðmundsson
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Eru þið með hlekk á nýjustu útgáfuna af þessu plaggi?
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Járni wrote:Eru þið með hlekk á nýjustu útgáfuna af þessu plaggi?
Það er ansi erfitt að halda utan um breytingar á þessum lögum.
Fyrst koma lögin sjálf, með númerum og greinum.
Síðan kemur frumvarp um breytingar á lögunum með eigin númerum og tilvísanir í númer og greinar laganna.
Svo kemur málið úr nefnd og þá koma breytingartillögur (með eigin númerum) um breytingar á frumvarpinu um breytingar á lögunum.
Maður var orðinn hálf-rangeygður á að reyna að samræma þrjú útprentuð skjöl þannig að maður skildi hverju var ætlunin að breyta.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Já, ég er ekki vel að mér í þessum fræðum.
En hér er hlekkur: http://www.althingi.is/altext/145/s/0432.html
En hér er hlekkur: http://www.althingi.is/altext/145/s/0432.html
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Nú hafa tveir þingmenn fullyrt að ferðafrelsi þeirra sem hafa ferðast til að njóta náttúrunnar verði ekki skert (Kastljós nú í kvöld 12/11).
Við skulum sjá til og muna vel þessi ummæli.
Hins vegar var málflutningur Höskuldar Þórhallsonar á þann veg að "flugbannsákvæðið" væri bara í skilgreiningu laganna á "ósnortnum víðernum", nokkuð sem mér sýnist rétt þegar ég kafa í málið.
Við skulum sjá til og muna vel þessi ummæli.
Hins vegar var málflutningur Höskuldar Þórhallsonar á þann veg að "flugbannsákvæðið" væri bara í skilgreiningu laganna á "ósnortnum víðernum", nokkuð sem mér sýnist rétt þegar ég kafa í málið.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Breyting á náttúruverndarlögum
Ef ég skil menn rétt þá er það aðallega þessi klausa sem veldur áhyggjum:
"19. tölul. orðast svo: Óbyggt víðerni: Svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum. "
Nú skil ég þetta svo - að þarna sé verið að skilgreina óbyggð víðerni sem svæði sem eru annaðhvort 25 ferkílómetrar - eða þannig að hægt sé að vera fjarri öllu þar með talið vélknúnum ökutækjum. Ég skil þetta sumsé á þá leið að það sé ekki verið að takmarka umferð um þau svæði sem teljast til óbyggðra víðerna og eru 25 ferkílómetrar eða stærri, heldur opna fyrir það að skilgreina líka svæði sem eru smærri en 25 ferkílómetrar og laus við mannvirki og bílaumferð sem óbyggð víðerni. Ég get a.m.k. ekki séð hvar þetta felur í sér að mér sé bannað að ferðast á svæðum sem nú þegar eru skilgreind sem óbyggð víðerni?
"19. tölul. orðast svo: Óbyggt víðerni: Svæði í óbyggðum sem er að jafnaði a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja og í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum. "
Nú skil ég þetta svo - að þarna sé verið að skilgreina óbyggð víðerni sem svæði sem eru annaðhvort 25 ferkílómetrar - eða þannig að hægt sé að vera fjarri öllu þar með talið vélknúnum ökutækjum. Ég skil þetta sumsé á þá leið að það sé ekki verið að takmarka umferð um þau svæði sem teljast til óbyggðra víðerna og eru 25 ferkílómetrar eða stærri, heldur opna fyrir það að skilgreina líka svæði sem eru smærri en 25 ferkílómetrar og laus við mannvirki og bílaumferð sem óbyggð víðerni. Ég get a.m.k. ekki séð hvar þetta felur í sér að mér sé bannað að ferðast á svæðum sem nú þegar eru skilgreind sem óbyggð víðerni?
Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur