//Jarðstrengur um Sprengisand að hámarki 50 km//
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... rki_50_km/
Merkilegt, hvernig er hægt að leggja rafstrengi milli heimsálfa og en ekki nokkra Km í jörð?
T.d
http://askjaenergy.org/2013/10/07/1-gw- ... nd-and-uk/
En þetta er ömurleg sjón.
Jarðstrengur um Sprengisand
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Munurinn liggur í því að jarðstrengur yfir langa vegalengd hefur mikil töp ef hann er þriggja fasa. Lengri jarðstrengir eru látnir bera jafnspennu en þar er um að ræða talsverðan kostnað við áriðunar og afriðunar búnað á báða enda til að tengja við netið.
Sá búnaður fer þó lækkandi í verði og hafa því vegalengdirnar sem þarf til þess að það borgi sig að leggja jafnspennu streng frekar en aðra valkosti verið að styttast.
Sá búnaður fer þó lækkandi í verði og hafa því vegalengdirnar sem þarf til þess að það borgi sig að leggja jafnspennu streng frekar en aðra valkosti verið að styttast.
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Svo má nú ekki gleyma skatta-partinum í þessum kostnaðarútreikningum.
Jarðstrengir bera skatta og gjöld en loftlínur ekki... væri gaman að vita muninn ef þetta er frátalið
Jarðstrengir bera skatta og gjöld en loftlínur ekki... væri gaman að vita muninn ef þetta er frátalið
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Menn virðast oft gleyma þegar þeir tala um jarðstreng að þetta er ekki framlengingarsnúra sem er rist niður með jarðýtu, við erum að tala um svæði sem er sirka eins og tvíbreiður vegur þar sem verður algert rof á gróðri og jarðvegi, fyrir utan að þessi breiða lína þarf að fara beint, svo þurfa að vera launaflsstöðvar á einhverra km fresti sem eru þá töluverðar byggingar, þannig þetta yrði töluvert líti á landslaginu hvort eð er. Fyrir utan það að þetta er dýrara og verra að gera við þetta ef eitthvað klikkar.
Samt alveg sammála ég vil helst ekki sjá neina línu yfir sprengisand, ofanjarðar eða neðan.
Samt alveg sammála ég vil helst ekki sjá neina línu yfir sprengisand, ofanjarðar eða neðan.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Við höfum ekkert við þetta að gera, fækkum bara stóriðjum ef við förum að skorta rafmagn
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Þessi Sprengisandslína er skilgetið afkvæmi Kárahnúkavirkjunar og hefur það hlutverk að tenga virkjunina við stóriðjulínurnar á Suðurlandi.
Áður en til Kárahnúkadeilunnar kom var alltaf talað um að virkjun fyrir austan fylgdi 220KV lína suður um Sprengisand. Á þeim tíma var reyndar fyrirhugað að leggja línuna stystu leið, nánast um Vikrafellsleiðina norðan Dyngjufjalla og var mælingaflokkur frá Landsvirkjun byrjaður að setja þar niður hæla og flögg þar sem reisa átti möstur. Í dag er áformað að línan liggi norður allan Bárðardal og tengist þar áþekkri línu sem leggja á milli Blönduvirkjunar og Kárahnúkavirkjunar.
Þegar Landsvirkjun fór í Kárahnúkaslaginn var einfaldlega ákveðið að segja beinum orðum að ekki væri nauðsynlegt að leggja Sprengisandslínu! Þetta var einfaldlega gert til að að þurfa ekki að berjast samtímis á tvennum vígstöðvumm, -það vita jú allir hvernig fór fyrir "Hjalta" um árið þegar hann barðist samtímis á austur og vesturvígstöðvunum.
Núna er Sprengisandslína réttlætt með aukinni orkuþörf í Eyjafirði og raforkuskorti til mjölþurkunar á Austfjörðum! Rétt er þó að geta þess að mjölfabrikkur ætla að þurka með olíu í ár þar sem slíkt er ódýrara og aflþorf Akureyrar er ekki nema 20MW en flutningsgeta Sprengisandslínu mun vera ca 650MW!
Mjölbræðsla fer að mestu fram síðla vetrar og að vori þegar miðlunarlón eru því sem næst tóm og því vafasamt að selja slíkum kaupendum ódýrt rafmagn nema þegar vel árar og hæpið að fjárfesta mikið fyrir jafn ótrygga og illa borgandi kúnna.
Það er líka óborganlega fyndið að þega nýbúið er að reisa stærstu virkjun landsins á Austurlandi sem duga ætti milljón manna borg, þá skuli vera argað að þar sé raforkuskortur! Skorturinn virðist semsé aukast eftir því sem meira er virkjað.
Almenn raforkunotkun á Norður og Austurlandi er einungis 4% af heildarnotkun í landinu og Sprengisandslína er því hreinræktað stóriðjumannvirki. Almennir raforkunotendur greiða hinsvegar 30% af kostnaði við flutningskerfið þannig að við eigum bæði að fórna Sprengisandi undir þetta skrímsli og borga drjúgan hluta kostnaðarins.
En það mun enginn villast á Sprengisandi þegar búið er varða hann allan með 30 metra háum möstrum...
http://www.ruv.is/frett/roskun-a-22-metra-breidum-kafla
Áður en til Kárahnúkadeilunnar kom var alltaf talað um að virkjun fyrir austan fylgdi 220KV lína suður um Sprengisand. Á þeim tíma var reyndar fyrirhugað að leggja línuna stystu leið, nánast um Vikrafellsleiðina norðan Dyngjufjalla og var mælingaflokkur frá Landsvirkjun byrjaður að setja þar niður hæla og flögg þar sem reisa átti möstur. Í dag er áformað að línan liggi norður allan Bárðardal og tengist þar áþekkri línu sem leggja á milli Blönduvirkjunar og Kárahnúkavirkjunar.
Þegar Landsvirkjun fór í Kárahnúkaslaginn var einfaldlega ákveðið að segja beinum orðum að ekki væri nauðsynlegt að leggja Sprengisandslínu! Þetta var einfaldlega gert til að að þurfa ekki að berjast samtímis á tvennum vígstöðvumm, -það vita jú allir hvernig fór fyrir "Hjalta" um árið þegar hann barðist samtímis á austur og vesturvígstöðvunum.
Núna er Sprengisandslína réttlætt með aukinni orkuþörf í Eyjafirði og raforkuskorti til mjölþurkunar á Austfjörðum! Rétt er þó að geta þess að mjölfabrikkur ætla að þurka með olíu í ár þar sem slíkt er ódýrara og aflþorf Akureyrar er ekki nema 20MW en flutningsgeta Sprengisandslínu mun vera ca 650MW!
Mjölbræðsla fer að mestu fram síðla vetrar og að vori þegar miðlunarlón eru því sem næst tóm og því vafasamt að selja slíkum kaupendum ódýrt rafmagn nema þegar vel árar og hæpið að fjárfesta mikið fyrir jafn ótrygga og illa borgandi kúnna.
Það er líka óborganlega fyndið að þega nýbúið er að reisa stærstu virkjun landsins á Austurlandi sem duga ætti milljón manna borg, þá skuli vera argað að þar sé raforkuskortur! Skorturinn virðist semsé aukast eftir því sem meira er virkjað.
Almenn raforkunotkun á Norður og Austurlandi er einungis 4% af heildarnotkun í landinu og Sprengisandslína er því hreinræktað stóriðjumannvirki. Almennir raforkunotendur greiða hinsvegar 30% af kostnaði við flutningskerfið þannig að við eigum bæði að fórna Sprengisandi undir þetta skrímsli og borga drjúgan hluta kostnaðarins.
En það mun enginn villast á Sprengisandi þegar búið er varða hann allan með 30 metra háum möstrum...
http://www.ruv.is/frett/roskun-a-22-metra-breidum-kafla
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Fint að fá kennileiti til að rata yfir hálendið hehehe
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 250
- Skráður: 20.mar 2013, 08:43
- Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
- Bíltegund: ssangyong musso
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Vegur eða réttara sagt vegir (hvítir) sem fylgja þessu. Þessi (nýi) vegur á að vera með bundnu slitlagi en hann er nú ekkert nálægt línunni......
Svo það verður líka línuvegur í stíl við þennan. En svokallað Áhrifasvæði línunnar er yfirleitt um 45-70 metra breitt belti og möstrin 28-44 mtr á hæð, það sést nú annsi langt að.
http://www.landsnet.is/library/Skrar/Ve ... 141029.pdf
Bls 23. //Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja Sprengisandsleið milli Suður- og Norðurlands, en sú framkvæmd
hefur ekki verið tímasett// Hvað er Landsvirkjun að skreita sig með nýjum vegi þeir koma ekkert nálægt lagningunni á honum. Svo fer Landsvirkjun fer af stað með línuna og Vegagerðin þarf að fresta lagningu vegarins um óáhveðin tíma vegna fjárskorts :-=
Þetta eru risaframkvæmdir, hvernig fer þetta í leysingum? Verst er að maður hefur á tilfinningunni að það sé búið að ákveða að gera þetta, nema auðvitað veginn.........
Kv. Elmar
Svo það verður líka línuvegur í stíl við þennan. En svokallað Áhrifasvæði línunnar er yfirleitt um 45-70 metra breitt belti og möstrin 28-44 mtr á hæð, það sést nú annsi langt að.
http://www.landsnet.is/library/Skrar/Ve ... 141029.pdf
Bls 23. //Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja Sprengisandsleið milli Suður- og Norðurlands, en sú framkvæmd
hefur ekki verið tímasett// Hvað er Landsvirkjun að skreita sig með nýjum vegi þeir koma ekkert nálægt lagningunni á honum. Svo fer Landsvirkjun fer af stað með línuna og Vegagerðin þarf að fresta lagningu vegarins um óáhveðin tíma vegna fjárskorts :-=
Þetta eru risaframkvæmdir, hvernig fer þetta í leysingum? Verst er að maður hefur á tilfinningunni að það sé búið að ákveða að gera þetta, nema auðvitað veginn.........
Kv. Elmar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Jarðstrengur um Sprengisand
Einn punkturinn sem Landsnet og Landsvirkjun eru að væla hástöfum yfir er öryggi dreifikerfisins.
Bygðalínan er einfaldlega orðin of lítil fyrir örugga hringtengingu.
En manni finnst það skrýtið þegar þeir eru að tala um að tengja virkjanirnar fyrir sunnan við norðurland, þegar á svo að fara að byggja fleiri virkjanir fyrir norðan á Þeistareykjasvæðinu!
Bygðalínan er einfaldlega orðin of lítil fyrir örugga hringtengingu.
En manni finnst það skrýtið þegar þeir eru að tala um að tengja virkjanirnar fyrir sunnan við norðurland, þegar á svo að fara að byggja fleiri virkjanir fyrir norðan á Þeistareykjasvæðinu!
Til baka á “Umhverfis- og hagsmunamál”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir