Síða 1 af 1

Íslendingur í 4 sæti bresku meistarakeppninnar

Posted: 24.apr 2010, 18:58
frá joias
Langaði bara að vekja athygli á því að Daníel Sigurðarson og systir hans Ásta Sigurðarsóttir sem eru tvöfaldir íslandsmeistarar í rallýakstri voru að keppa í bresku meistarakeppninni í dag og náðu 4 sæti yfir heildina og 4 sæti í sínum flokki.

Þau skutu mörgum meisturunum ref fyrir rass og má þar nefna menn eins og Mark Higgins og Nicky Grist sem voru að keppa saman í dag en Nicky Grist var aðstoðar ökumaður hjá hinum fræga Colin Mcrae.

Daníel er búinn að vera að keppa úti í Bretlandi undanfarið og yfirleitt alltaf náð að vera í topp 10 og oftast verið í 6 til 8 sæti, en náði núna 4 sæti sem verður að teljast bara mjög gott, alltaf gaman að heyra þegar Íslendingi vegnar vel utan landsteinanna og vonandi heldur þetta svona áfram hjá Daníel.

ÁFRAM ÍSLAND ! ! !