Jepparall - Fjallarall
Posted: 01.feb 2010, 11:50
Um leið og mig langar að óska okkur jeppaáhugamönnum til hamingju með nýjan spjall vettvang þá langar mig að benda á eftirfarandi:
Á eftirfarandi vefslóð má finna upplýsingar um Íslenska fjallarallið sem haldið er af ICCRC Fjallarallfélagi Íslands í samvinnu við BÍKR: www.iccrc.is
Á árinu 2009 var fyrsta fjallarallið haldið og eru fyrirhugaðar 3 keppnir á árinu 2010 skv. (eftirafarandi sem tekið er af spjallsvæði lia.is):
Fyrirhugað er að halda þrjár keppnir í fjallaralli árið 2010. Verða þær með svipuðu sniði og keppnin síðasta haust. þ.e. mikið af löngum sérleiðum um torfærar slóðir og stuttar ferjuleiðir allt fjarri alfaraleiðum á hálendinu. Verið er að vinna í leyfamálum en þar sem farið er um "nýjar" leiðir vilja menn eðlilega skoða umsóknir vandlega með tilliti til verndunar- og nýtingasjónamiða. Verða leiðirnar ekki kynntar fyrr en allir umsaganraðilar hafa skilað áliti.
Dagsetningar keppnanna eru skv. eftirfarandi:
1. Fjallarall ICCR 26. - 27. júní (næturrall)
2. Fjallarall ICCR 18. september
3. Fjallarall ICCR 2. október
Sem fyrr verður ekið um slóða í svörtum söndum, hraun, jökulleir, móbergsmöl og skolaða farvegi jökla og jökulfljóta. Má því segja að boðið sé upp á nær endalausa fjölbreytni í undirlagi. Leyfilegt verður að skrá þjónustubíla til keppni og tryggja þannig þjónustu á löngum erfiðum leiðum, þá verða sérstök þjónustusvæði inn á leiðunum. Þátttökugjöldum verður stillt í hóf en hvorki kostur né gisting verður innifalinn.
Nú er bara að bretta upp ermar og smíða jeppa og hrista úr honum hrollin í einhverjum eða öllum röllum sumarsins. Jepparöllin teygja örlítið á tímabilinu fram eftir hausti.
Nánari upplýsingar verður að finna á www.iccrc.is á nýju ári. Á síðunni má sjá umfjöllun um keppni síðasta árs. fyrirspurnir má senda á info(hjá)iccrc.is
Kveðja
Steini
Á eftirfarandi vefslóð má finna upplýsingar um Íslenska fjallarallið sem haldið er af ICCRC Fjallarallfélagi Íslands í samvinnu við BÍKR: www.iccrc.is
Á árinu 2009 var fyrsta fjallarallið haldið og eru fyrirhugaðar 3 keppnir á árinu 2010 skv. (eftirafarandi sem tekið er af spjallsvæði lia.is):
Fyrirhugað er að halda þrjár keppnir í fjallaralli árið 2010. Verða þær með svipuðu sniði og keppnin síðasta haust. þ.e. mikið af löngum sérleiðum um torfærar slóðir og stuttar ferjuleiðir allt fjarri alfaraleiðum á hálendinu. Verið er að vinna í leyfamálum en þar sem farið er um "nýjar" leiðir vilja menn eðlilega skoða umsóknir vandlega með tilliti til verndunar- og nýtingasjónamiða. Verða leiðirnar ekki kynntar fyrr en allir umsaganraðilar hafa skilað áliti.
Dagsetningar keppnanna eru skv. eftirfarandi:
1. Fjallarall ICCR 26. - 27. júní (næturrall)
2. Fjallarall ICCR 18. september
3. Fjallarall ICCR 2. október
Sem fyrr verður ekið um slóða í svörtum söndum, hraun, jökulleir, móbergsmöl og skolaða farvegi jökla og jökulfljóta. Má því segja að boðið sé upp á nær endalausa fjölbreytni í undirlagi. Leyfilegt verður að skrá þjónustubíla til keppni og tryggja þannig þjónustu á löngum erfiðum leiðum, þá verða sérstök þjónustusvæði inn á leiðunum. Þátttökugjöldum verður stillt í hóf en hvorki kostur né gisting verður innifalinn.
Nú er bara að bretta upp ermar og smíða jeppa og hrista úr honum hrollin í einhverjum eða öllum röllum sumarsins. Jepparöllin teygja örlítið á tímabilinu fram eftir hausti.
Nánari upplýsingar verður að finna á www.iccrc.is á nýju ári. Á síðunni má sjá umfjöllun um keppni síðasta árs. fyrirspurnir má senda á info(hjá)iccrc.is
Kveðja
Steini