
Nú veit ég ekki hvort allir hérna eru búnir að heyra af þessu þannig ég ætla bara að reyna að setja inn sem mest af upplýsingum hérna. Hægt er að skoða meira um verkefnið á http://www.offroadiceland.net
Ég, Edda Sif Pálsdóttir og Rúnar Ingi Garðarsson erum að reyna að fjármagna sex sjónvarpsþætti um Íslandsmeistaramótið í Torfæru núna í sumar. Allir geta hjálpað okkur við fjármögnunina með því að kaupa eintak af þáttunum fyrirfram.
Við erum með nokkra pakka í boði.
Vefpakkinn kostar um 3900kr og þú færð stafrænt eintak af öllum sex þáttunum sem verða framleiddir í sumar.
DVD pakkinn kostar um 5800 og þú færð stafrænt eintak af öllum sex þáttunum sem verða framleiddir í sumar ásamt eintaki af öllum þáttunum á DVD í lok sumars.
Bluray pakkinn kostar 7700 og þú færð stafrænt eintak af öllum sex þáttunum sem verða framleiddir í sumar ásamt eintaki af öllum þáttunum á Blu-Ray HD í lok sumars.
Einnig er í boði stærri pakki sem hentar fyrirtækjum eða einstaklingum sem vilja styrkja verkefnið og fá nokkur eintök af DVD eða Bluray útgáfunni. Sá pakki kostar um 48.800kr og þá færðu nafn þitt, eða nafn fyrirtækis, í kreditlista þáttana.
Þú færð einnig stafrænt eintak af öllum sex þáttunum sem verða framleiddir í sumar ásamt fimm eintökum af öllum þáttunum á Blu-Ray HD eða DVD í lok sumars.
Markmiðið er að safna fyrir allri þáttagerðinni með þessari hópsöfnun og gera 50 ára afmæli Torfæru á Íslandi virkilega góð skil í gæðum sem aldrei hafa sést áður.
Ef þú þekkir einhvern sem gæti haft áhuga á því að láta þetta verkefni verða að veruleika bentu þá viðkomandi á því að styðja okkur. Ef þú hefur áhuga á því að hjálpa til geturðu farið á http://www.offroadiceland.net og smellt á "Fund this project" og þá erum við skrefi nær að láta þetta takast.
Ef við náum ekki markmiðinu í Maí fellur söfnunin niður, enginn borgar neitt og engir þættir verða framleiddir. Þannig það er engin áhætta sem kaupendur á þáttunum taka.
Má endilega dreifa þessum upplýsingum sem víðast :)
Kveðja,
Gunnar Hörður Garðarsson