Leit skilaði 354 niðurstöðum

frá muggur
04.mar 2023, 10:14
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Skemmtilegur þráður. En þú notar bara afturhásingarörið að framan því ef ég man rétt er drifið í Pajero vinstra megin. Þegar afturhásingar rörið er komið að framan er kúlan komin vinstra megin. Sagar svo bara rörið í rétta lengd báðu megin. Þarft reyndar að láta renna stýringar í hásingaendana og u...
frá muggur
02.mar 2023, 20:33
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Ef þú hendir afturhásingunni alls ekki henda kögglinum. Hann getur nýst við að styrkja 8-tommuToyota hásingar. Góður punktur en svo gæti hann hugsanlega passað að framan ekki satt? Það eru smk sömu hlutföll (partanúmer) bæði að framan og aftan. Þetta verður dýrt dæmi að mér sýnist. Hlutfall og lás ...
frá muggur
02.mar 2023, 13:40
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Veit ekki alveg hvað það er en það kveikir ekkert í mér að setja úrhleypibúnað í bílinn, laga spottakassann, hjarirnar á afturhleranum eða skipta um rúðuþurrkuarma. Hinsvegar er ég alveg heltekinn af framhásingu sem ég hef engin ráð á að ráðast í strax. Líklega er þessi hásing svona stór áskorun og ...
frá muggur
19.feb 2023, 09:43
Spjallborð: Barnaland
Umræða: Hliðaráhrif...
Svör: 2
Flettingar: 3171

Re: Hliðaráhrif...

Jamm þess vegna er ég alltaf að fresta ryðvörninni þangað til allt er klárt undir bílnum….. hvenær sem það verður nú!
frá muggur
24.jan 2023, 12:04
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

þessi frásögn um þennan pajero er nú bara ca það sem kostar að eiga jeppa. Kanski ágætis fróðleikur fyrir þá sem eru að spá í jeppa en hafa ekki reynslu af jeppum. Sjálfur hef ég átt jeppa sem auka bíl í um 35 ár. Sá fyrsti Bronco 74 svo bæði ameríska og japanska líka musso hann var nú ekki sá vers...
frá muggur
12.jan 2023, 18:21
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Jæja þá er það taka tvö á þetta loftkerfi eða kannski númer 3. Heilmikið rör með allskonar beygjum komið frá dælunni, að mestu keypt í Húsasmiðjunni og svo afgangar. Gerði svo aðra breytingu sem er að láta lögnina frá dælunni liggja beint í loftkútinn og svo lögn þaðan í grindina. Sjáum hvað þetta g...
frá muggur
05.jan 2023, 22:15
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Hvaða rafgeymi ?
Svör: 5
Flettingar: 3054

Re: Hvaða rafgeymi ?

Ég fór í Skorra fyrir nokkrum árum og jeppinn hefur startað á hverjum morgni síðan. Margir tala vel um geymana í Costco. En ef þú ert með mikið af rafmagnsdóti er þá ekki mikilvægara að vera með öflugan altenator? Spyr sá sem ekki veit.
frá muggur
03.jan 2023, 20:11
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Þessi ferð upp í bústað var svona undirbúningur fyrir áramótin sem fjölskyldan ætlaði að halda þar fjarri flugeldageðveikinni (styrki björgunarsveitir á annan hátt). Þetta leit nú ekkert mjög vel út þann 30. des, tvær gular viðvaranir fram á nýjársdag. Eftir miklar pælingar var ákveðið að láta slag ...
frá muggur
29.des 2022, 09:51
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Loksins kom snjór og því hægt að prófa gripinn í einhverjum aðstæðum. Var náttúrulega frábært að vera á honum hér innanbæjar í ófærðinni en satt að segja ekkert svo mikill munur og frá 35 tommunni. Skrapp upp í sumarbústað í Borgarfirðinum fyrir jólin. Að bústaðnum er um 4 km spotti sem aldrei er ru...
frá muggur
19.des 2022, 13:22
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Prófílbiti að framan
Svör: 11
Flettingar: 3149

Re: Prófílbiti að framan

Hehe, já kostar örugglega eitthvað. Hvað eru þeir að rukka fyrir þetta? Ég spurði reyndar um allan pakkann, prófílbita og kastaragrind og það var ca. kvartmilljón Þess vegna er sniðugt að fara á suðunámskeið og kaupa svo mig-vél. Það kostar ca 250 þús og þú átt svo vélina í öll hin verkefnin. Reynd...
frá muggur
13.des 2022, 11:56
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Prófílbiti að framan
Svör: 11
Flettingar: 3149

Re: Prófílbiti að framan

Stál og Stansar eiga amk prófílinn í þetta.
frá muggur
10.des 2022, 18:32
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Núna er loks búið að tengja Yorkdæluna. Loftið frá dælunni að olíuglasinu er í gegnum svera gúmmíslöngu sem liggur að hvalbak bakvið vél, út með brettinu framfyrir vatnskassa og aftur meðfram hinu brettinu og að olíuglasinu. Þetta eru líklega nærri 3 metrar og vonandi nær loftið að kólna á þessari l...
frá muggur
09.des 2022, 16:46
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

73585AB3-1373-4C9D-8956-56E118BFB037.jpeg
Facebook
73585AB3-1373-4C9D-8956-56E118BFB037.jpeg (798.62 KiB) Viewed 15236 times


Facebook minnti mig á þetta í morgun. Maður er vissulega ekki lengur smástrákur við hliðina á svona Ford skrímsli…. Kannski svona meira fermingardrengur!
frá muggur
18.okt 2022, 10:28
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Þetta potast áfram. Nýtti festingu fyrir stýrisdæluna (átti auka) til að festa Yorkinn á sinn stað. Stýrisdælufestingin er úr 4mm. járni og fest við vélina með 4x10mm boltum. Platan sem Yorkinn er boltaður við er 6mm. Sauð þetta saman og styrkti aðeins hliðarnar á festingunni. Þrátt fyrir að Yorkdæl...
frá muggur
17.okt 2022, 12:17
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Svona fyrst bíllinn er kominn inn í skúr þá er um að gera að sinna öðru viðhaldi. Sérstaklega þar sem það er næstum tveggja tíma process að koma honum inn. Kenningin um smellina að framan er núna sú að um tvíþátt vandamál sé að ræða. Annarsvegar þá brakar/smellur þegar lagt er á bílinn í fjórhjóladr...
frá muggur
17.okt 2022, 11:17
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

ellisnorra wrote:Þetta er frábært. Ég á einmitt nýja york undir borði sem þarf að fara í patrol með tíð og tíma :)


Hefði kannski líka betur geymt mína undir borðinu því mín var í hillunni fyrir ofan vinnuborðið. Þar sat hún feit og glottandi sem tákn um brostnar vonir og glötuð tækifæri :-)
frá muggur
16.okt 2022, 16:04
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Flott að sjá þetta. Var ARB dælan ekki nógu öflug? Takk takk. ARB-dælan er fín og kom ágætlega út í sumar. Ekkert súper fljót að dæla úr 13psi í 26psi í 42 tommu. Það var þó ekkert þannig að fjölskyldan gæti sett upp grillið á meðan í vegarkantinum í sumar meðan ég brasaði við að pumpa. Viss um að ...
frá muggur
16.okt 2022, 00:00
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Fyrsta verk er að færa stýrisdæluna niður þar sem ac-dælan á að vera. Fann í gramsinu mínu bracket fyrir ac-dælu sem passaði á vélina. 53632183-D316-4D49-B353-3BA2F0720C41.jpeg Ákvað að nota festinguna fyrir stýrisdæluna og smíða einhverskonar teningu milli þessara tveggja festinga 45F0F82F-B612-434...
frá muggur
13.okt 2022, 22:26
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Jæja taka tvö að hefjast með yorkinn. Fyrsta mál að koma honum inn í bílskúr. Virkilega sorglegt að sjá pæjuna á svona allt of litlum skóm (31 tomma).
frá muggur
03.okt 2022, 12:41
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Hilux ferðabifreið
Svör: 235
Flettingar: 280329

Re: Hilux ferðabifreið

Líst vel á þetta hjá þér að fara í V8 bensín. Það verða þá meira sögur frá þér af spyrnum upp brattar snjóbrekkur og slíku og minna af svona "eyddi engu af því að ég er með pínulitla diesel vél" statusum :-) Í lok ferðar fylltu sumir á tanka, ég gerði það upp á grínið því ég hafði aukatank...
frá muggur
07.sep 2022, 09:05
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Eitt af því sem var að plaga í sumar voru ónýtar fóðringar í afturspyrnunum. Pantaði mér nýjar frá Partsouq og lét pressa þær í fyrir mig. Gerði það sama fyrir þverstífuna. Ætlaði að endurnýja málinguna á hvorutveggja en svo nennti ég því ekki, sér þetta enginn!! 00-Spyrna.jpg Spyrnufóðringarnar vor...
frá muggur
06.sep 2022, 22:09
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ryðbætur á grind - Patrol Y60
Svör: 1
Flettingar: 1312

Re: Ryðbætur á grind - Patrol Y60

Héðinn er með eitthvað af teikningum af grindum og geta skorið út fyrir þig. Eiga amk í Pajero mk2.
Kv. Muggur
frá muggur
06.sep 2022, 10:19
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Ef þig vantar rafmagms stýrisdælu þá er til slatti af þeim hjá Netpörtum, bara spurning hvað hentar. Getur heyrt í mér ef þû villt. Annars er bíllinn orðinn helvíti vel heppnaður hjá þér, en ég er ekki aðdáandi af þessum bensínvélum í þessum bílum. :) Takk fyrir það, ætla að reyna að færa stýrisdæl...
frá muggur
28.aug 2022, 16:50
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Lítið búið að gerast en meira búið að pæla. Er búinn að kaupa allt í úrhleypibúnað nema búnaðinn sjálfan. Þ.e. ég sveiflast milli Stýrivélaþjónustunar og Sölvabúnaðarins. Finnst það mikill galli að vera með búnaðinn í gegnum síma, sérstaklega Android þar sem að ég er fastur í hinum fallega heimi epp...
frá muggur
27.aug 2022, 18:47
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Tacoma 2005
Svör: 188
Flettingar: 173307

Re: Tacoma 2005

Gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega þar sem ég er í svipuðum pælingum. Hvernig úrhleypibúnað ætlarðu að vera með: handvirkan, Stýrivélaþj eða Sölva?
frá muggur
03.aug 2022, 02:04
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Þú kláraðir ekki söguna, hvernig fór með kerruna? :D Heyrðu já það er rétt :-) Nú þetta gerðist náttúrulega með svoldið miklum látum og þetta var óneitanlega nokkuð mikið sjokk. Við byrjuðum á að velta fyrir okkur hvort við gætum gert eitthvað. Farið var í gegnum varahlutalagerinn en fljótlega kom ...
frá muggur
02.aug 2022, 11:11
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Ekki reyndist nóg að skipta um spindilkúlur til að losna við smellina svo aftur var farið á skoðunarstöð, bilanaskoðun. Þeir bentu á framöxul sem ég þá skipti um en smellinir héldu áfram. Fór með æðruleysisbænina og komst að þeirri niðurstöðu að það væri búið að skoða og hrista bílinn oft og skipta ...
frá muggur
11.júl 2022, 18:23
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Tacoma 2005
Svör: 188
Flettingar: 173307

Re: Tacoma 2005

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Langar að spyrja út í loftkerfið hjá þér þar sem ég er með eins dælu og eins loftkút (þó það skifti ekki máli). Ertu með þrýstirofa á lögninni að kútnum og afloftun fyrir framan einstefnuventil? Eða notarðu bara dæluna beint við kútinn enda er hún með eigin þrýs...
frá muggur
10.júl 2022, 19:19
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Tacoma 2005
Svör: 188
Flettingar: 173307

Re: Tacoma 2005

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Langar að spyrja út í loftkerfið hjá þér þar sem ég er með eins dælu og eins loftkút (þó það skifti ekki máli). Ertu með þrýstirofa á lögninni að kútnum og afloftun fyrir framan einstefnuventil? Eða notarðu bara dæluna beint við kútinn enda er hún með eigin þrýst...
frá muggur
07.júl 2022, 10:11
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Jæja held það sé komin niðurstaða í smellina sem heyrðust þegar lagt var á hann og svo þegar bremsað var snögglega. Smellirnir voru byrjaðir þegar ég fór með hann í breytingarskoðun en ég tók einnig ástandsskoðunina á sama tíma. En þeir hafa versnað til muna síðan þá. Fór með bílinn aftur á skoðunar...
frá muggur
01.júl 2022, 19:13
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Jæja tími á smá update Er svona að truntast í gang aftur með þennan bíl. Búinn að prófa nokkuð vel og breytingin kemur bara vel út. Nuddhljóð hvarf með því að stilla beygjuradíusinn. Það er engin jeppaveiki og bíllinn góður á vegi á þessum dekkjum. Um daginn var ég stoppaður á N1 í Borgarnesi og áva...
frá muggur
06.jún 2022, 10:11
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvaða Dekk
Svör: 6
Flettingar: 3708

Re: Hvaða Dekk

Axel Jóhann wrote:Toyo AT eða MT hafa reynst mér vel. Microskorin mt dekk þá ef það verður valið.


Sammála þessu. Hef keyrt á bæði og verið ánægður. Kom mér á óvart hvað MT voru hljóðlát mv grófleikan.
frá muggur
01.jún 2022, 08:13
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Sæll Myndi færa skiljuna lengra frá dælu. Er búin að sprengja 2 svona skiljur útaf hita. Færði hana lengra frá og engin vandamál. Algerlega! Þessu var bara stillt svona upp til að vera alveg viss um að ekki vantaði einhver fittings. En skiptir máli hæðin á glasinu mv dæluna? Dælan mun verða frekar ...
frá muggur
28.maí 2022, 21:32
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Það er yljar um hjartaræturnar að lesa að fólk hafi gaman af þessu brasi mínu. Maður er orðinn eins og versti áhrifavaldur, póstar þessari breytingu á hinar og þessar MMC síður og lækin virka eins og heróín á mann.... En já ég er bara nokkuð sáttur við bílinn eins og er þó að það trufli mig aðeins a...
frá muggur
21.maí 2022, 14:46
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Aðeins farin að prófa bílinn. Þarf líklega að hækka samsláttapúðana að aftan og svo er eins og nudd að framan í krappri hægri beygju sem ég get ekki séð þegar ég labba í kringum bílinn. Helvítis lásinn virkar ekki en mig grunar að það sé loftleki í rörinu við dæluna. Var ansi ryðgað þegar ég var að ...
frá muggur
19.maí 2022, 21:45
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Jæja þá er hann "búinn", kominn með skoðun og alles!!!! Það gekk á ýmsu á lokasprettinum. Fyrst var að koma dekkjunum á felgur, ég pantaði tíma hjá Kletti í dekkjaskipti á netinu um helgi og fékk tíma á þriðjudegi. Þegar ég skoðaði póstinn sá ég að þetta var bókun fyrir fólksbíl þannig að ...
frá muggur
07.maí 2022, 18:30
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Ég var sannspár um að það yrði eitthvert bras í endann. Á miðvikudag var loksins búið að ganga frá rörinu frá bensínlúgunni og niður í tank. Þá var náttúrulega helvíti freistandi að setja á hann bensín og starta. Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég sneri lyklinum. Hann bara sneri mótornum en st...
frá muggur
07.maí 2022, 13:28
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

mæli með að skera þau með dekkjahníf áður en þú byrjar að hleypa úr þeim að ráði hef heyrt mikið um að víralöginn í munstrinu eiga það til að slitna í sundur Þú segir nokkuð, athuga það fyrir næsta vetur. Annars lét ég valsa felgurnar og bora fyrir krönum. Þetta þýðir að málingin er ónýt. Var mælt ...
frá muggur
06.maí 2022, 07:40
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Brettakanntar, trebbi, sparsl og lakk hafa átt hug minn allan síðustu daga. Get ekki sagt að ég hafi gaman af svona vinnu. Þetta ásamt því að sjóða í body er það leiðinlegasta sem ég geri. Þessvegna ber ég mikla virðingu fyrir þeim sem vinna við þetta og skil ennþá betur en áður hversvegna svona vin...
frá muggur
29.apr 2022, 15:23
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Pajero - Langtímabras (áður: Undir milljón)
Svör: 174
Flettingar: 114670

Re: Undir milljón - Reynslusaga

Fékk símtal í gær frá Kletti um að Goodyear 42 tommu væru komin í takmörkuðu magni. Litla hjartað tók kipp þar sem ég var búinn að kaupa 40 tommu toyo. Nesdekk var svo gott að taka við toyodekkjunum og endurgreiða þau svo nú er aldeilis mórallinn í hæðstu hæðum.

Opna nákvæma leit