Leit skilaði 76 niðurstöðum

frá Ísar
13.nóv 2014, 12:17
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Patrol drif, já. Sýnist þau vera um 9 tommur, gerð fyrir bíl með um 3 tonna heildarþyngd (TorVeg allt að 4,5t), venjuleg dekk (TorVeg 46") og 160 hestöfl (TorVeg 400+). Komment, einhver? Búinn að skoða ýmsar leiðir til að fjarstýra lokum þannig að hægt sé að taka úr þeim um leið og tekið er úr ...
frá Ísar
13.nóv 2014, 09:07
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Sæll Játi. Upphaflega höfðum við drifið fyrir miðju. En að flytja það svona til hliðar hafði allmarga kosti. 1. Hægt var að lækka mótorinn 2. Skaptið úr millikassa og fram hætti að liggja í Z 3. Driföxlarnir út í hjól lengdust um sem nemur breidd drifsins 3. Spyrnurnar geta náð alla leið að miðjum b...
frá Ísar
12.nóv 2014, 23:57
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Myndin vill ekki birtast. Er einhver galdur við það?
frá Ísar
12.nóv 2014, 23:50
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Framdrifið þarf að vera "dropout" til að komast að því. Drifhúsið er hluti vinstri neðri spyrnu og fylgir því eftir. Ekki ósvipað klofhásingunni hans Henry.
frá Ísar
12.nóv 2014, 22:46
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Framfjöðrunin er einmitt þannig upp sett að slit í liðum gefur miklu minna hlaup en í hefðbundnum klafakerfum. Armar eru mjög langir, mjög langt er á milli allra liða, og álag á þá lítið nema neðri spindilkúlu. Þar við bætist stórminnkað álag vegna stýrismiðju í miðjan bana. Fjöldi liða og fóðringa ...
frá Ísar
12.nóv 2014, 20:07
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Ýktur, þú sagðir ekkert neikvætt. Það er ekki neikvætt að benda á það sem maður telur geta betur farið. Við metum það mest og best þegar koma fram atriði sem okkur hefur yfirsést. Pota áfram, takk...
frá Ísar
12.nóv 2014, 18:20
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Já, það er merkilegt að nokkur nenni að vera á þessum þræði svona myndalausum. En fyrir því eru ástæður. Við erum sennilega búnir að setja meira af myndefni og upplýsingum út en við ættum að gera á þessu stigi, og það er allt á facebook síðunni t.d. Það sem er svo gaman að sjá myndir af er alvöru dó...
frá Ísar
12.nóv 2014, 09:12
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Heiðurinn er allur okkar megin, að fá að ræða á svona málefnalegan hátt við grunnverðmætin á bak við starfsemi okkar, íslenskt jeppafólk. Takk fyrir að leggja okkur til, og látið endilega allt flakka.
frá Ísar
11.nóv 2014, 21:26
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Sídrif er of dýrt í rekstri fyrir þau not sem fyrstu kaupendur ætla að hafa af þeim. Það var sameiginleg niðurstaða. Og atvinnumennirnir vilja líka flestir geta ráðið hvort framdrif er tengt eða ekki. Fyrstu eintök/útgáfa Ísar TorVeg er sérgerð til að lækka rekstrarkostnað ofurjeppaferðaþjónustu. Vi...
frá Ísar
11.nóv 2014, 20:10
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Til að svara aðeins ýmsu sem þið hafið verið svo vinsamlegir að skrifa okkur: Brunaþol efna í yfirbyggingunni er skv. kröfum í Evrópuskráningarreglum. Þær er auðvelt að uppfylla. Við notum lítið plast, a.m.k. til að byrja með. Rispuþol DuPont Lexan Margard eða Bayer Makrolon BG er minna en góðs bíla...
frá Ísar
09.nóv 2014, 21:08
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Afturfjöðrunin er með einföldum dragörmum sem veltur um ás sem er 90° á langsás, er s.s. ekki með innbyggðum skáa eins og gamlir þýskir bílar. Það þýðir að hjólið fer lóðrétt upp og niður eftir langsás, en í boga séð frá hlið. Hjólhaf styttist eða lengist lítillega. Þetta gefur s.k. "zero scrub...
frá Ísar
09.nóv 2014, 20:43
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Þegar sjúklingum er stungið inn að aftan á börum eru tvö öftustu miðjusætisbökin felld fram. Þetta þýðir að höfuð sjúklinganna eru við hlið þeirra sem sitja i ystu sætunum sitt hvoru megin. Öllu betri aðstæður til að sinna sjúklingum í utanvega neyðarbíl fást varla.
frá Ísar
09.nóv 2014, 20:35
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Takk fyrir góðar spurningar! Aðalsmíðaefni er ál af praktískum ástæðum, eftir að hafa skoðað glertrefjar, koltrefjar, ryðfrítt og thermoplast. Ryðgandi efni er óvelkomið í okkar bíla. En ytra byrði afturhlera t.d er pólýkarbonat. Framendi er ómálað ál til að þola grjótkast. Frambretti eru ál ef það ...
frá Ísar
05.nóv 2014, 14:48
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Það er allt of seint að stranda á miðri leið. Þetta er komið svo miklu lengra en það. Og þegar þið skoðið hvað við höfum gert, erum og ætlum að gera, eru engir töfrar, engar uppfinningar, engin peningahít, engir loftkastalar, bara útsjónarsemi íslendinga af þeirri kynslóð sem vöndust að gera hluti ú...
frá Ísar
05.nóv 2014, 11:57
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Já, við hlökkum líka til að sýna rafkerfið okkar. Sjálfur tel ég það vera eina helstu tækninýjungina í öllum pakkanum. Allur ljósabúnaður sem jeppamenn langar að hafa á og í fjallajeppa er innifalinn, 100% LED. Allir TorVeg eru gerðir til notkunar sem björgunarbílar ef td. gýs í Grafarvoginum, og þv...
frá Ísar
04.nóv 2014, 19:44
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Góð og þörf ábending. Lagt verður í alla bíla fyrir skjái í hnakkapúðum, og eins gott að gleyma ekki að hafa hleðslu, USB, og 240V fyrir atvinnuljósmyndarana. Einnig er WiFi staðalbúnaður - en hægt að slökkva á því svo fólk horfi stöku sinnum út...
frá Ísar
04.nóv 2014, 07:23
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

3D módelin sem þið hafið séð er bara verkfræðimódelið nánast hrátt. Nú er verið að gera nýtt módel eftir útlitsteikningum Bjarna Hjartarsonar, fyrsta sérmenntaða bílahönnuðar Íslands. Útlitið verður því eins og blái bíllinn sýnir.
frá Ísar
03.nóv 2014, 22:32
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

isar.is/alveg
frá Ísar
03.nóv 2014, 22:29
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Varðandi íhluti er mottó hjá okkur að smíða sem minnst og nota algenga, hagkvæma, reynda íhluti. Sumt verður þó að smíða, eins og spyrnur. Það er gert á einum stað meðan á öðrum er samsett boddí, þeim þriðja gert rafkerfi, fjórða saumuð innrétting o.sv.frv. Þetta er hægt vegna fullkomins tölvulikans...
frá Ísar
03.nóv 2014, 22:13
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Takk Hjörtur, svo sannarlega var ferlið við að hanna og smíða AM-744 lærdómsríkt. Þá þorði eg ekki að fara alla leið, en nú er að því komið. Varðandi öryggismál var grjóthörð lexía að sjá vini sina farast í rútuslysi á Kjalarnesinu fyrir bráðum 15 árum. Sæti brotnuðu, rafgeymasýra út um allt, öryggi...
frá Ísar
03.nóv 2014, 09:03
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Takk kærlega fyrir þetta, Elli. Ein meginástæðan fyrir því hvað þetta verkefni hefur gengið vel er að alltaf er hlustað á alla. Ísar byggist á reynslu ykkar, íslenskir jeppamenn, blandað reynslu úr öðrum greinum, soðið saman með heilbrigðri skynsemi og fært í faglegt útlit. Ferlið er endalaust, við ...
frá Ísar
03.nóv 2014, 00:24
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Og takk fyrir ábendinguna með kælikerfið. Við höfum Arabíumarkað í huga og höfum við að styðjast lausnir GM til að Silverado þoli húsdrátt upp úr Death Valley. Fullnýtum plássið. Og Ljónarnir hafa haft okkur sem ánægða viðskiptavini í áraraðir. Svo verður örugglega áfram.
frá Ísar
03.nóv 2014, 00:10
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Annað varðandi stýrisganginn, styrismiðja er i miðjum dekkbana. Bara það er bylting miðað við þau átök sem eru við að hafa stýrismiðju innan 50cm breiðs dekks. Skil hreinlega ekki enn hvernig það getur gengið til lengdar. Legur eru einnig í miðjum hjólum. Að ná þessu ásamt 40cm slagi og leggja vel á...
frá Ísar
02.nóv 2014, 23:53
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

40cm frítt slagsvið með "progressífum" fjöðrum ("bollu" loftpúðum) er nauðsynlegt til að ná þeirri töfrateppistilfinningu sem náðist í fjallarútu okkar sem hönnuð var fyrir 9 árum. En þetta snýst um meira en þægindi farþega. Yfirferð getur orðið langtum meiri sem þýðir meiri tími...
frá Ísar
02.nóv 2014, 23:33
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Takk fyrir afbragðs ábendingar og gagnlegar. Varðandi stýrisganginn er gert ráð fyrir tjökkum á neðri spyrnurnar, sem eru býsna vegleg stykki með mikla hönnunarvinnu að baki, m.a sem mastersverkefni við HR. Þannig er allt þar fyrir ofan tiltölulega átakslítið vegna þess hve langt er milli liða. Allt...
frá Ísar
02.nóv 2014, 04:08
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum
Svör: 37
Flettingar: 9475

Re: íslensk fjöldaframmleiðsla á jeppum

Var að rekast á þennan fína þráð. Varðandi Cummins mótora er það virta fyrirtæki að verða nánast einrátt á sínum markaði af ríkum ástæðum. En því miður reyndist ekki hægt að fá nýju litlu áttuna, og fjarkinn á að kosta slíkar upphæðir þegar hann er kominn í að útséð er með þá góðu mótora í bili. Að ...
frá Ísar
02.nóv 2014, 03:41
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Okkur vantar líka upplýsingar um reynslu manna af 46" Mickey Thompson á 20" felgum og af glussaspilum.
frá Ísar
31.okt 2014, 23:02
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

1: Til að klára okkur af frumgerðinni vantar 30mkr. 2: Nei, við erum ekki vissir um að Atlasinn sé nógu sterkur til að endast og endast. Hönnum því pláss til að setja Stak Monster ef með þarf, hann er hins vegar sagður á mörkum þess að vera í húsum hæfur, verandi gerður fyrir gargandi klifurrottur f...
frá Ísar
31.okt 2014, 20:24
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Einmitt, Hrólfur, þyngd verkar á móti afli og að missa tonn, jafnvel tvö, hefur allvel þekkt áhrif. Og ekki vantar lólólóló með 4 gíra Atlas. Varðandi rafmagnið hlökkum við mjög til að sýna okkur útfærslu okkar. Við notum hugmyndir úr báta- og flugvélarafmagni og víðar að til að gera einfaldasta, sk...
frá Ísar
31.okt 2014, 19:15
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Jú, heimamarkaðurinn er takmarkaður, en góður og gjörþekktur. Þessi bíl-fjölskylda er hönnuð frá grunni eftir reglum Evrópusambandsins. Engar óyfirstíganlegar hindranir í vegi Evrópuskráningar hafa enn dúkkað upp. Þetta eru ekki breyttir bílar, heldur hannaðir utan um 46-54 tommu dekk, skráðir á það...
frá Ísar
31.okt 2014, 14:26
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Takk fyrir fyrirspurnirnar! Flott auglýsing, en við þurfum sem betur fer ekki að eyða í að auglýsa þar sem við þekkjum alla fyrstu kaupendurna. Þeir eru líka þátttakendur í verkefninu. Fyrsti bíll mun aka um Laugaveg og Langjökul mest 8 mánuðum eftir að fjármögnun er klár. Þá tekur við 6 vikna stíft...
frá Ísar
31.okt 2014, 09:34
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Re: Ný jeppategund

Laukrétt, fjöldi bíla hefur verið smíðaður á Íslandi í gegn um tíðina. "Fyrsti íslenski bíllinn" skv. skráningarskírteini er Adrenalín Gunnars Bjarnasonar, skráður minnir mig 2009. Sá snilldar sportbíll er skráður sem staksmíði til eigin nota en Ísar bílarnir eru gerðir eftir skráningarreg...
frá Ísar
31.okt 2014, 09:29
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Sjálfstæð fjöðrun eða hásingar??
Svör: 16
Flettingar: 5066

Re: Sjálfstæð fjöðrun eða hásingar??

Eða svona, 46-48", 40cm frítt slag, leggur 30° á:
https://www.facebook.com/video.php?v=36 ... =2&theater
frá Ísar
30.okt 2014, 14:24
Spjallborð: Tegundaspjall
Umræða: Ný jeppategund
Svör: 159
Flettingar: 151901

Ný jeppategund

fram.jpg Sæl öll á Jeppaspjalli. Mörg ykkar vita sennilega að til stendur að smíða jeppa frá grunni á Íslandi, undir merkinu Ísar. Vinna við þetta hefur gengið ótrúlega vel undirfarið og reynum við að pósta það nýjasta á facebook síðuna okkar Facebook/Ísar. Útfærsla þessara bíla er niðurstaða árala...
frá Ísar
30.okt 2014, 14:13
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Uppbyggður vegur um Sprengisand
Svör: 13
Flettingar: 5314

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Já, og fyrir norðlendinga: - Þriðjudaginn 4. nóvember í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit kl. 18:00-22:00
frá Ísar
30.okt 2014, 14:09
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Uppbyggður vegur um Sprengisand
Svör: 13
Flettingar: 5314

Re: Uppbyggður vegur um Sprengisand

Fjölmennum á þessa fundi sem Landsnet og Vegagerðin auglýsir, fyrir sunnlendinga: - Miðvikudaginn 5. nóvember hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, Hellu kl. 16:00-20:00
Látum skýrt og skynsamlega í okkur heyra. Þetta má alls ekki gerast.

Opna nákvæma leit