Leit skilaði 1704 niðurstöðum

frá Freyr
15.feb 2015, 18:28
Spjallborð: Jeep
Umræða: Dráttarkrókar að framan á ZJ
Svör: 7
Flettingar: 4818

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Sæll

Á Grandinum tók ég gamla demparafóðringu og sagaði þunnar sneiðar af henni til að bæta við ofaná vatnskassabitann til að mæta síkkuninni. Er með 5 mm flatjárn þarna ef ég man rétt. Stútinn smíða ég sjálfur já.
frá Freyr
15.feb 2015, 14:30
Spjallborð: Jeep
Umræða: Dráttarkrókar að framan á ZJ
Svör: 7
Flettingar: 4818

Re: Dráttarkrókar að framan á ZJ

Sæll Smíðaði þetta dráttarbeisli framaná XJ cherokee, smíðaði annað sambærilegt seinna framaná ZJ grand cherokee. Þetta dreifir álaginu á stórt svæði í bílnum sem gerir það sterkt. Stíft og sterkt dráttarbeisli sem boltast með fáum boltum á lítinn flöt úr þunnu efni er til þess fallið að valda sprun...
frá Freyr
15.feb 2015, 14:11
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Feiti eða vax milli málaðra málma
Svör: 11
Flettingar: 4824

Re: Feiti eða vax milli málaðra málma

Tektíll er síðasta efni sem ég myndi nota í þetta.
frá Freyr
12.feb 2015, 16:46
Spjallborð: Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar
Umræða: skemmdar felgur
Svör: 2
Flettingar: 11062

Re: skemmdar felgur

Þessi hjólabúnaður, þ.e. dekk og felgur, er rusl. Foreldrar mínir eiga svona vagn sem sprakk undir og felgan fór í klessu (utanmálið varð að meðaltali ca 10"), foreldrar vinar míns lentu í nákvæmlega því sama. Borgar sig að skipta.
frá Freyr
11.feb 2015, 18:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Pústað um púströr
Svör: 33
Flettingar: 12526

Re: Pústað um púströr

Sama hvað, aldrei kaupa Stuðlaberg púströr/kerfi. Þetta er ef ég man rétt framleitt í Skagafirði og er það alversta sorp sem ég hef kynnst. Nýtt kerfi var innan við ár að gatryðga í legacy sem eg setti svona í og þegar ég fór að nefna þetta við félagana þá höfðu sumir svipaða sögu að segja.
frá Freyr
11.feb 2015, 11:15
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Lc 80 stýristjakksvandræði
Svör: 17
Flettingar: 4604

Re: Lc 80 stýristjakksvandræði

Sveigðar þverstífur t.d. eru alla jafna (þori ekki að fullyrða alltaf) gegnheilar og jafnvel samt býsna sverar meðan millibilsstangir í t.d. patrol og cruiser eru rör og ekki það sver......
frá Freyr
10.feb 2015, 22:30
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Lc 80 stýristjakksvandræði
Svör: 17
Flettingar: 4604

Re: Lc 80 stýristjakksvandræði

Kvöldið, er að setja stýristjakk í krúserinn hjá mér og er í bölvuðum vandræðum. Ég var búinn að setja hjámiðjugúmmí í stífurnar til að auka spindilhalla en við það þá sleikir millibilsstöngin stífurnar og ekkert pláss er fyrir baulur til að festa mótstykkið fyrir tjakkinn. Svo spurningin er sú hvo...
frá Freyr
10.feb 2015, 11:02
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Dana 60 hásingar - þyngd o.fl.
Svör: 21
Flettingar: 4724

Re: Dana 60 framhásingar - þyngd?

Með þessum hugsunarhætti, nokkur kíló hér og nokkur þar, jafnvel 50 kg..... skipta ekki máli en þegar upp er staðið safnast þetta saman og bíllinn óvart 2-300 kg þyngri en hann hefði þurft að vera og það vil ég alls ekki. Að auki skiptir þyngd hásinga miklu máli varðandi aksturseiginleika því þung h...
frá Freyr
10.feb 2015, 10:58
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Dana 60 hásingar - þyngd o.fl.
Svör: 21
Flettingar: 4724

Re: Dana 60 framhásingar - þyngd?

Var einmitt að velta fyrir mér hvort það væri hægt að nota D44 úr dodge ram, unit bearing og ekki of stór liðhús og bremsur en setja D60 miðju. Þá er það spurning með öxlana, Raminn ca. 94-99 var með 1,31" 30 rillu öxla, hvort sem það var D44 eða D60. Með því að setja lás í drifið má velja rill...
frá Freyr
09.feb 2015, 22:34
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Dana 60 hásingar - þyngd o.fl.
Svör: 21
Flettingar: 4724

Re: Dana 60 framhásingar - þyngd?

http://coloradok5.com/forums/showthread.php?t=55499 Front Dana 60 hub to hub w/ pallet: 550# Dana 60 framhásing frá nafi í naf (skil það sem svo að hún sé með öllu) á vörubretti = 250 kg Front Dana 60 hub to hub w/ full crate: 670# Dana 60 framhásing frá nafi í naf (full crate gæti þýtt að hún sé í...
frá Freyr
09.feb 2015, 13:12
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Dana 60 hásingar - þyngd o.fl.
Svör: 21
Flettingar: 4724

Dana 60 hásingar - þyngd o.fl.

Þekkir einhver hér þyngd á Dana 60 framhásingum? Best að taka þá fram úr hvernig bíl því þær geta jú verið afar mismunandi.

Kv. Freyr
frá Freyr
09.feb 2015, 12:30
Spjallborð: Toyota
Umræða: LC120 vs. Hilux
Svör: 13
Flettingar: 5831

Re: LC120 vs. Hilux

Hiluxinn er ívið léttari og lengri milli hjóla svo ef aðal fókusinn er drifgeta í snjó tæki ég hann en sem almennur ferða/fjölskyldubíll hentar cruiserinn betur að mínu mati, meira rými fyrir fólk og skottið er þurrt og hreint ásamt þvi að það er þægilegra að sitja í honum.

Kv. Freyr
frá Freyr
05.feb 2015, 16:51
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Jepp 4,7 vill ekki ganga!
Svör: 13
Flettingar: 4538

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Veit ekki hvernig það er en önnur fjarstýring+ lykill hefði e.t.v. hjálpað
frá Freyr
05.feb 2015, 16:31
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Jepp 4,7 vill ekki ganga!
Svör: 13
Flettingar: 4538

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Er til annar lykill?
frá Freyr
05.feb 2015, 14:38
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Jepp 4,7 vill ekki ganga!
Svör: 13
Flettingar: 4538

Re: Jepp 4,7 vill ekki ganga!

Ræsivörnin að hrekkja, prófa að læsa honum með fjarstýringunni og opna aftur, gæti dugað.
frá Freyr
04.feb 2015, 21:33
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: besta pakkningarlímið?
Svör: 7
Flettingar: 3097

Re: besta pakkningarlímið?

Nota mikið og hef góða reynslu af Wurth sílicon pakkningaefni, m.a. hef ég notað það á 231 og 242 jeep millikassa án vandræða.
frá Freyr
04.feb 2015, 17:50
Spjallborð: Isuzu
Umræða: Isuzu D-Max
Svör: 6
Flettingar: 3669

Re: Isuzu D-Max

Minnir að ventillinn kosti nokkra tugi þúsunda. Það er ágætt að komast að honum, gert gegnum hjólaskálina vm. fr.
frá Freyr
03.feb 2015, 01:31
Spjallborð: Isuzu
Umræða: Isuzu D-Max
Svör: 6
Flettingar: 3669

Re: Isuzu D-Max

Hafa staðið sig mjög vel, sáralítið um bilanir annað en hefðbundið viðhald og eru eyðslugrannir.
frá Freyr
02.feb 2015, 09:49
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.
Svör: 120
Flettingar: 52573

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Tek undir þetta með þjófavörnina, það er hægt að forrita hana úr orginal tölvunum.
frá Freyr
02.feb 2015, 09:02
Spjallborð: Handbækur og tækniupplýsingar.
Umræða: hvor er sökudólgurinn...stabi eða traction control?
Svör: 2
Flettingar: 2861

Re: hvor er sökudólgurinn...stabi eða traction control?

Rífa abs öryggið úr í svona aðstæður
frá Freyr
27.jan 2015, 10:04
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: SELT 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu
Svör: 6
Flettingar: 1951

Re: 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu

Sá þetta fyrst núna. Hann var aftaná AW4 skiptingu í xj cherokee en kemur upphaflega úr wrangler.
frá Freyr
25.jan 2015, 15:10
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: SELT TS: 80 cruiser legustútar, nöf o.fl.
Svör: 0
Flettingar: 681

SELT TS: 80 cruiser legustútar, nöf o.fl.

------------------------SELT------------------------------ Er með til sölu parta úr '94 80 cruiser framhásingu, bæði hm. og vm. Þetta er 35" bíll, ekinn um 300.000, allir hlutirnir eru frá toyota, ekkert aftermarket. Legustútar Verð = 15.000 stk. Nöf með hjólalegum sem eru í lagi, sumar eru nær...
frá Freyr
23.jan 2015, 17:27
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Öxlar Efnisfræði
Svör: 5
Flettingar: 2556

Re: Öxlar Efnisfræði

Hvað nær herslan lang inn ca.? Er bara rétt yfirborðið hert og rest mjúk eða nær herslan þokkalega vel inn í efnið?
frá Freyr
20.jan 2015, 13:09
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: ÓE: Stýrismaskínu í klafa Hilux '04
Svör: 0
Flettingar: 257

ÓE: Stýrismaskínu í klafa Hilux '04

Mig vantar stýrismaskínu í '04 árgerð Hilux klafabíl. Hún á víst að passa úr árgerðum frá 1986 - 2004 en því yngri og minna ekin því betra.

Freyr S: 661-2153 / freyr86@hotmail.com
frá Freyr
20.jan 2015, 00:53
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: SELT 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu
Svör: 6
Flettingar: 1951

Re: 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu

Það er 2,72
frá Freyr
19.jan 2015, 14:20
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: SELT 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu
Svör: 6
Flettingar: 1951

SELT 231 úr jeep og mjúkir gormar til sölu

--------------------------------SELT--------------------------------- NP 231 millikassi úr cherokee til sölu. Kassinn er í fínu standi en það vantar aftaná hann stútinn, það á að passa aftaná hann stútur af fleiri gerðum af millikössum úr jeep og e.t.v. fleiri. Eins er þetta gott efni í milligír, þá...
frá Freyr
19.jan 2015, 01:24
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Breyta xj cherokee fyrir 36"
Svör: 8
Flettingar: 3967

Re: Breyta xj cherokee fyrir 36"

1400 rpm er ekki kjörsnúningur fyrir 4 l. cherokee á þjóðvegahraða, vélin er að skíta á sig á þeim snúningi á þeim hraða og heldur honum ekki nema e.t.v. undann vindi á jafnsléttu. Um 2.000 rpm er nær lagi, þá heldur hann 4. gír sæmilega (sjálfskiptur bíll). 4,56 eða 4,88 eru fín fyrir 38" dekk...
frá Freyr
17.jan 2015, 09:50
Spjallborð: Handbækur og tækniupplýsingar.
Umræða: Bremsumótor í ZJ ´93
Svör: 2
Flettingar: 2137

Re: Bremsumótor í ZJ ´93

ABS deilirinn
frá Freyr
15.jan 2015, 17:20
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Svör: 314
Flettingar: 73425

Re: Bella

Getur notað bara 1 stk. stórt relay (hef notað 80 A relay til að hita 6 kerti í patrol). Tengir straum þaðan sem þér þykir best (mæli með sviss) inn á flauturofa (rofi sem þarf að halda inni, getur ekki skilið hann eftir á "on"). Frá rofanum inn á 85 á relay og frá 86 á relay til jarðar. S...
frá Freyr
15.jan 2015, 12:46
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: SELT
Svör: 0
Flettingar: 420

SELT

.
frá Freyr
15.jan 2015, 10:24
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: '91 Ford Explorer @46"
Svör: 297
Flettingar: 93993

Re: '91 Ford Explorer @46"

Er ekki orginal v6 í þessum? Af hverju þetta mix með stýrisdælu í stað þess að nota orginal útbúnaðinn?
frá Freyr
08.jan 2015, 15:11
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: högg við hraðar gírskiptingar
Svör: 25
Flettingar: 5010

Re: högg við hraðar gírskiptingar

Poly er drasl, endist oft ekki rassgat. Þessar venjulegu sem eru seldar hér heima eru með lausan stálkjarna sem ryðgar á "núlleinni" og breytist í þjöl sem sverfur út gatið í plastinu og eyðileggur þar með fóðringuna. Versta dæmi sem ég hef séð var nokkrir mánuðir í þverstifu að framan í 4...
frá Freyr
08.jan 2015, 09:56
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?
Svör: 25
Flettingar: 7928

Re: Prófíltengi eða föst dráttarkúla - það er spurningin?

Prófílbeisli eru alger snilld. Varðandi spilin, þá hef ég útbúið í fleiri en einn jeppa festingu inni í bíl úr þynnri prófíl, og þá er engin hætta á að spilið drepi einhvern í slysum. (Og svo er erfiðara að stela því). Hinsvegar sá ég í sumar alveg fáránlega langt kúlutengi aftan í jeppa. Það skaga...
frá Freyr
07.jan 2015, 17:19
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Vélasvapp í Nissan DC 2005 má eyða
Svör: 7
Flettingar: 2694

Re: Vélasvapp í Nissan DC 2005

Oft fer um leið tímakeðjubúnaðurinn illa, knastásar brotna o.fl....
frá Freyr
06.jan 2015, 21:42
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Prófílbeysli 2 - 3 göt
Svör: 2
Flettingar: 1898

Re: Prófílbeysli 2 - 3 göt

Hef séð margar útgáfur, en ef einhver útfærsla er algengari en önnur er það væntanlega frá Prófílstál komið svo ég myndi spyrja þá.
frá Freyr
03.jan 2015, 01:13
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: TS loftlás í D 44 og ARB loftdæla ...
Svör: 6
Flettingar: 3192

Re: TS loftlás í D 44 og ARB loftdæla ...

Sæll Tóti

Hér er einn að auglýsa eftir svona: viewtopic.php?f=31&t=28300

Kv. Freyr
frá Freyr
02.jan 2015, 00:01
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Svör: 17
Flettingar: 5297

Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?

Það er margt en meðal þess er neyðarblys, er alltaf með 2 slík í jeppanum og passa að endurnýja þau árlega og brenna þau gömlu á nýársnótt.

Kv. Freyr
frá Freyr
01.jan 2015, 12:30
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: Vantar spíss í 2,7 terrano dísel
Svör: 0
Flettingar: 606

Vantar spíss í 2,7 terrano dísel

Á einhver til spíss í 2,7 dísel terrano vél? Það vantar spíss #1 en á honum er skynjari. Bíllinn er með Bosch Olíukerfi (eru líka til með zexel). Það sést hvort hann er Bosch með því að skoða tengin ofan við olíuverkið, nálægt fremra horni hm. á intercooler. Ef kerfið er frá Bosch eru tengin þar kri...
frá Freyr
26.des 2014, 11:12
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Högg undir patrol?
Svör: 25
Flettingar: 3803

Re: Högg undir patrol?

Driflokurnar eru það lang algengasta sem klikkar í drifrásinni í þeim. Eru þær e.t.v. á auto en ekki lock? Ef svo er getur þú nær gengið út frá því að þær séu meinið.

Kv. Freyr
frá Freyr
23.des 2014, 02:58
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: sveifarás skynjari JEEP 4.0L
Svör: 2
Flettingar: 1032

Re: sveifarás skynjari JEEP 4.0L

árgerð, bsk eða ssk., usa eða evrópubíll?

Þetta skiptir allt máli, það eru nokkrar gerðir í gangi.

Opna nákvæma leit