Leit skilaði 815 niðurstöðum

frá olei
21.júl 2016, 22:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 3176

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Drifkúlan að framan , hvoru megin er hún?
frá olei
21.júl 2016, 19:52
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 3176

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Hvernig Bronco er þetta, hvaða mótor, hvaða dekkjastærð er fyrirhuguð, hásingar??
frá olei
20.júl 2016, 04:31
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 3176

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Mjög oft verið prófað, þetta er sterkt og þungt dót sem virkar vel og endist lengi. Sérstaklega millikassinn sem er ríflega skotheldur og þolir hvað sem er í jeppabransanum. Galli við kassann er að hann er ekki alveg sá liprasti að skipta honum, samt eru sum trukkabox verri. Hvað villtu vita annars?...
frá olei
19.júl 2016, 23:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Samsláttarpúðar ?
Svör: 9
Flettingar: 3149

Re: Samsláttarpúðar ?

Ég sting þessum púðum upp í 2cm rörbút. Það heldur við þá þannig að þeir leggist ekki á hlið ef það er klaki á milli. Minnkar hættu á því að þeir týnist. Mér sýnist að það sé ekki nema 1cm upp í rörið þegar þeir klessast mest saman. Þ.e.a.s þeir fara niður í sirka 3cm í miklum gleðihoppum.
frá olei
04.júl 2016, 20:12
Spjallborð: Ferðir og færð á fjöllum
Umræða: Hrauneyjar-Aldeyjarfoss
Svör: 1
Flettingar: 1967

Re: Hrauneyjar-Aldeyjarfoss

Hef ekki farið á sprengisand síðan opnaði. Mundi skjóta á að þetta væri 4-5 tíma ferðalag aðra leiðina.
frá olei
03.júl 2016, 18:44
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: nissan terano vélaskifti
Svör: 13
Flettingar: 3999

Re: nissan terano vélaskifti

Ég man ekki hvort að það er sérstök ádreparaspóla á þessum olíuverkum. Hreint ekki viss um að það, magnið á verkinu er stýrt frá tölvu og alveg mögulegt að drepið sé á vélinni gegnum það kerfi. Ef tölvudótið funkerar ekki rétt þá taka þessar vélar ekki púst - fá enga olíu. Spurt er, færðir þú alla s...
frá olei
03.júl 2016, 13:35
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: nissan terano vélaskifti
Svör: 13
Flettingar: 3999

Re: nissan terano vélaskifti

99 Terrano er með tölvustýrðu olíuverki. Augljóslega þurfa öll plögg við það að vera í sambandi. Snúningshraðaskynjari á knastás og skynjari í fremsta spíss að vera tengdir og svo framvegis.
frá olei
29.jún 2016, 20:44
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: hvaða vél
Svör: 25
Flettingar: 8331

Re: hvaða vél

Diesel ætti að eyða 20-30% minna í lítrum talið miðað við sömu vinnu. Gamla eðlisfræðin ræður því vegna hærra þjapphlutfalls í diesel. Isuzu 3.1 er skemmtileg rella og fyrirferðarlítil, án tölvukerfis. Þekki ekki musso vélarnar til að kommenta á þær. Nissan 2.7 er mjög traustur mótor enda á hann ætt...
frá olei
24.jún 2016, 08:24
Spjallborð: SsangYong-Daewoo
Umræða: Lagnir í FUEL SUPPLY SYSTEM SOLENOID VALVE?
Svör: 2
Flettingar: 10605

Re: Lagnir í FUEL SUPPLY SYSTEM SOLENOID VALVE?

Er þetta ekki "cannister purge valve"? Á að sjá um að hleypa bensínlögg úr "charcoal cannister" (sem safnar bensíngufum úr tanknum) inn á mótorinn við vissar kringumstæður. Hluti af mengunarvarnabúnaði sem hefur nær ekkert með gang vélarinnar að gera sé hann í lagi. Helsti feilli...
frá olei
17.jún 2016, 21:48
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Svör: 8
Flettingar: 2439

Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda

Hiti og þrykking með gömlum stýrisenda er aðferð sem var (og er hugsanlega enn skv. reglum?) í lagi við smíðaða arma, sem eru Nota Bene úr smíðajárni sem hefur mjög fyrirsjáanlega eiginleika og herðist ekki eða springur við þessar aðfarir. Almennt voru þeir líka hannaðir þannig að það er sirka þrefa...
frá olei
16.jún 2016, 19:24
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser
Svör: 11
Flettingar: 1924

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Ahh, já auðvitað er tannstangarstýri í þessu, ég var með venjulega maskínu í huga. Þekki ekki hvort hægt sé að fá í þetta, vonandi geta aðrir jeppaspjallarar varpað ljósi á það.
frá olei
16.jún 2016, 17:31
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser
Svör: 11
Flettingar: 1924

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Hvað er að maskínunni?
Leki, máttleysi ... ..?
frá olei
15.jún 2016, 23:43
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: EM 2016!
Svör: 7
Flettingar: 1679

Re: EM 2016!

Flottur Zetor þarna á myndinni, hvað er annars þetta EM sem þið eruð að tala um, vonandi ekkert smitandi?
frá olei
14.jún 2016, 02:21
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: var að eignast Y60 patrol
Svör: 39
Flettingar: 13300

Re: var að eignast Y60 patrol

Bíll sem er á 38" dekkjum, með 0.862:1 í fimmta gír (Y60 Patrol) á 4,625:1 drifhlutfalli ER á 100.4 km/klst við 2200 snúninga á vél.

Auðvelt að staðfesta það hér:
http://www.apexgarage.com/tech/gear_ratios.shtml
frá olei
13.jún 2016, 19:32
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: var að eignast Y60 patrol
Svör: 39
Flettingar: 13300

Re: var að eignast Y60 patrol

alex-ford wrote:ég þakka fyrir alla uplesingar en 5 gir á 100 samkvæmt gps þá var hann á 2200 2300 á 100km

Það smellpassar við original drifhlutfallið 4,625:1
frá olei
02.jún 2016, 19:53
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Loftdæla Húsasmiðjan??
Svör: 3
Flettingar: 1932

Re: Loftdæla Húsasmiðjan??

220v?
frá olei
26.maí 2016, 22:17
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Þjónusta eða ekki
Svör: 7
Flettingar: 2932

Re: Þjónusta eða ekki

Ég sem hélt að það væri svo auðvelt að draga lærdóm af velgengni Toyota á Íslandi. Eitthvað hefur verið gert rétt á þeim bæ s.l áratugi ef marka má sölutölurnar. En fyrir marga virðist þetta enn mjög snúið að góð þjónusta og velgengni fari saman.
frá olei
22.maí 2016, 00:09
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: snúa hásingu (færa kúlu)
Svör: 7
Flettingar: 2479

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Hvernig er þessi 10 bolta framhásing annars samanborið við t.d. Dana 44. Ég man þetta ekki lengur en mig minnir að 10 boltinn hafi verið talinn afturför frá Dana 44. Grennri öxlar eða hvernig var þetta? 12 bolta afturfrifin voru svo sem sæmileg en það var frekar takmarkað úrval af lásum í þau, og AR...
frá olei
19.maí 2016, 01:16
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: snúa hásingu (færa kúlu)
Svör: 7
Flettingar: 2479

Re: snúa hásingu (færa kúlu)

Stundum fösuðu menn upp úr suðupunktunum á rörunum við drífkúluna og tjökkuðu rörin úr kúlunni og víxluðu þeim svoleiðis. Það er nokkuð vandað að gera það en talsvert vesen. Það þarf hraustan tjakk til að ná þessu í sundur þó að búið sé að fúga upp suðupunktana. Ég gerði þetta öðruvísi við Dana 44 u...
frá olei
17.maí 2016, 23:27
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Swing arms in front!? *pics
Svör: 10
Flettingar: 4795

Re: Swing arms in front!? *pics

Kannski er þessi svarti hilux smíðaður eingöngu fyrir akstur utan vega og sem leiktæki á slóðum og þá horfir málið bara allt öðruvísi við. Fáar þjóðir nota breytta jeppa eins og við, skröltandi á þjóðvegunum megnið af líftímanum. Slakið á gáfumanna-kommentunum félagar. Óvíst að þau séu svo gáfuleg.
frá olei
17.maí 2016, 22:49
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Swing arms in front!? *pics
Svör: 10
Flettingar: 4795

Re: Swing arms in front!? *pics

Not sure what to say about the rest of the pictures, the custom rear axle looks cool - and expensive. Without context not much to say about that. I did a quick search on this forum and I see you are considering modifying 2014 hilux for 42-46" tires. I guess if you want modification advice the f...
frá olei
17.maí 2016, 22:24
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Swing arms in front!? *pics
Svör: 10
Flettingar: 4795

Re: Swing arms in front!? *pics

http://i.imgur.com/9hXFaBT.jpg?1 If you take a look at stock trucks using this kind of suspension in front (toyota LC 80, Nissan Patrol etc) the radius arm is very close to horizontal if you line up the pivot points. This means, if you lift the truck on suspension (not talking about body lift) you ...
frá olei
14.maí 2016, 06:19
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Skipt um legu í endanum á sveifarás með fransbrauði
Svör: 10
Flettingar: 2940

Re: Skipt um legu í endanum á sveifarás með brauð

Þessi aðferð fer í safnið, gæti hugsanlega virkað þar sem koppafeitin gerir það ekki.
frá olei
03.maí 2016, 03:52
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Terracan að ofhittna
Svör: 4
Flettingar: 1988

Re: Terracan að ofhittna

Er nýi vatnskassinn original, eða eftirmarkaðs, var skipt um element? Hvers vegna var skipt um kassann, var það vegna hitavandamála eða annars? Ástæðan fyrir því að ég spyr er að mér sýnist að stundum gerist það að original vatnskassar eru orðnir stíflaðir eða óhreinir og farnir að kæla illa með til...
frá olei
29.apr 2016, 23:49
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
Svör: 5
Flettingar: 1913

Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband

Ég tek undir með Sævari. Í það minnsta væri rétt að fara undir tækið og athuga hvort eitthvað sem tengist drifrásinni liggi utan í grind, eða millikassabita eða þvíumlíkt. Ef þessi hljóð kæmu frá sjálfskiptingu þá mundi ég athuga flexplötuna fyrst, hvort að túrbínan sé laus ...
frá olei
29.apr 2016, 23:45
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Steypa í blokk
Svör: 12
Flettingar: 3955

Re: Steypa í blokk

Hvað lekur, kælivatn eða olía?
frá olei
22.apr 2016, 00:55
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti
Svör: 10
Flettingar: 2283

Re: 4D56 Tímareimaskipti/Heddskipti

Sæll það er ekki ólíklegt. Fékk ekki knastásinn með nýja heddinu og það vantaði fremstu bakkan . Þegar ég færi knastásinn yfir og herði niður þá festist hann alltaf um leið og ég herti niður fremsta bakkan. Og núna er 1 cyl í toppstöðu og rocker armar þrýsta á ásinn og allt fast Þetta er vandamálið...
frá olei
10.apr 2016, 17:53
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: olíu vandamál
Svör: 6
Flettingar: 1858

Re: olíu vandamál

Það er ekki dæla í tanknum á eldri dieselbílunum, alveg örugglega ekki í 99 árg, ég hef sannreynt það. Hinsvegar sýnir service manual yfir R20 (sem er útlitð á 2000 árg og yngri) dælu í tank fyrir 2,7TDI. Ég veit ekki hvort að það er tilfellið. Auðveld leið til að sjá það er að opna lúgu sem er í af...
frá olei
26.feb 2016, 22:30
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.
Svör: 120
Flettingar: 52587

Re: Jeep CJ-7 langtíma verkefni.

Ég fæ léttan streng í diesel-fótinn, sem var einu sinni bensínfótur, við að sjá þessa græju hjá þér Finnur. Mjög verklegt tæki og vel smíðað.
frá olei
21.feb 2016, 19:54
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Nissan Patrol 46'' 4.2lc Haustverkinn Hafinn...
Svör: 105
Flettingar: 74925

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Ég mæli með því að þú notir sjálfskiptinguna. Bíllinn yrði allur skemmtilegri bæði á vegi og vegleysum.
frá olei
21.feb 2016, 19:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ný en ónýt 44" SS
Svör: 24
Flettingar: 6513

Re: Ný en ónýt 44" SS

Það er fráleitt að þessi dekk séu í lagi með sprungu við felguna, keypt s.l haust. Jú þau munu líklega endast nægilega lengi til að seljandi sleppi af króknum. En ekki mikið meira en það. Ég kann því miður ekki ráð handa þér í þessu máli.
frá olei
21.feb 2016, 14:43
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Svör: 12
Flettingar: 2553

Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001

Ertu búinn að athuga hvort að millikassinn sé í lagi, drif og öxlar?
frá olei
29.jan 2016, 09:25
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: Óskast: millikassi úr Land Rover Defender
Svör: 0
Flettingar: 298

Óskast: millikassi úr Land Rover Defender

Er að svipast um eftir LT230 helst með 1.41 hlutfalli sem mér skilst að komi í Defender. Einnig kæmi til greina kassi úr Discovery.

Einkaskilaboð eða tölvupóstur: flottastur hjá gmail punktur com.
frá olei
19.jan 2016, 20:18
Spjallborð: Jeppar
Umræða: Þekkið þið þessi spil????
Svör: 5
Flettingar: 2804

Re: Þekkið þið þessi spil????

Þekki þau ekki, en ég mundi ekki afskrifa þau alveg sisvona - í það minnsta láta margir kanar þokkalega af þeim. M.v verðið búast þeir kannski ekki við miklu, en samt þau virka alveg. Harbour Freight söðlaði um í spiladeildinni og mér skilst að þau Badland spil sem þeir selja í dag séu betri en eldr...
frá olei
18.jan 2016, 19:49
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: '91 Ford Explorer @46"
Svör: 297
Flettingar: 94135

Re: '91 Ford Explorer @46"

Algeng gerð af LT230 er með 1.21:1 í háa drifinu. Í háa drifinu gerir það sömu gírun og ef drif væru lækkuð úr 4,56 niður í 5,52:1 Lágadrifið í þeim er síðan mjög lágt eða 3,3:1 Ég setti svona kassa í Terrano á 42" hjá mér. Hann er á patrol hásingum með original drifin. Feikileg breyting, 5 gír...
frá olei
18.jan 2016, 18:45
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Patrol læsing biluð
Svör: 24
Flettingar: 3927

Re: Patrol læsing biluð

Ég man því miður ekkert eftir þessu Guðni.
frá olei
15.jan 2016, 06:55
Spjallborð: Dekk og felgur
Umræða: Óskast: túristadekk 46"x16" og 16" 6 gata stálfelgur
Svör: 0
Flettingar: 301

Óskast: túristadekk 46"x16" og 16" 6 gata stálfelgur

Ég er að svipast um eftir gangi af 46" MT fyrir 16" felgur, mætti vera eitthvað eftir af munstri í þeim og æskilegt að þau séu heil og ófúin. Vantar líka 16" 6 gata stál felgur til að breikka. Eitthvað original dót undan Nissan, Toyota eða sambærilegt. Breiðari eftirmarkaðs felgur get...
frá olei
15.jan 2016, 06:33
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Patrol læsing biluð
Svör: 24
Flettingar: 3927

Re: Patrol læsing biluð

Það var undarlegt. En ef þetta er það þétt að þú þarft hamar til að banka það saman þá eru stýringarnar í fínu lagi og engra aðgerða þörf annað en plokka boltabrotin úr og setja nýja bolta og líma þetta vel. Þá vaknar samt spurningin, hvernig gat kamburinn náð í hásingarlokið, og af hverju brotnuðu ...
frá olei
14.jan 2016, 18:37
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Patrol læsing biluð
Svör: 24
Flettingar: 3927

Re: Patrol læsing biluð

Stýringar, kannski er til betra orð yfir þetta, en hér er það sem ég á við: Endinn á læsingunni sem litlu (brotnu) botlarnir halda er með brík/stalli sem stingst inn í mismunadrifshúsið. Rauðu örvarnar sýna hvar hún leggst að mismunadrifshúsinu. http://i1188.photobucket.com/albums/z420/olafurei/dras...
frá olei
14.jan 2016, 10:10
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Patrol læsing biluð
Svör: 24
Flettingar: 3927

Re: Patrol læsing biluð

Því miður Guðni, ég man þetta ekki allt lengur. Ég man nú ekki betur en það væri hægt að redda þessu vandamáli í þeim í flestum tilvikum. Það er síðan annað mál hvort að það borgar sig ef greiða þarf fyrir þá vinnu á útseldum tíma á renniverkstæði + að kaupa aðra varahluti sem þarf í lásinn. Mig gru...

Opna nákvæma leit