Leit skilaði 159 niðurstöðum

frá baldur
11.des 2014, 14:13
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Heimskuleg spurning
Svör: 19
Flettingar: 6210

Re: Heimskuleg spurning

Já það er vel þekkt að vél skilar meira afli í kulda. Margrannsakað og það eru til staðlar sem menn nota til að umreikna afl við mismunandi aðstæður til að fá samanburðarhæfar tölur úr aflmælingum milli daga og milli staðsetninga. Dæmi um slíkan staðal sem mótorsport heimurinn notar mest er SAE J607...
frá baldur
04.des 2014, 12:53
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? kanski til sölu
Svör: 29
Flettingar: 6999

Re: Brotinn sveifarás í 2,4 diesel toyota ? myndir

Þetta er bara klassískt þreytubrot.
frá baldur
01.des 2014, 13:22
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Chevy 305, meira power ?
Svör: 13
Flettingar: 4266

Re: Chevy 305, meira power ?

Góð hedd eru númer eitt. Hedd sem flæða vel geta gefið gott vinnslusvið og jafnframt mikið afl. Góð hedd þurfa ekki eins heitan knastás til að skila einhverju afli eins og lakari hedd gera. Það er frábært úrval af heddum á Chevrolet, bæði nýmóðins eftirmarkaðs og sæmileg verksmiðjuhedd.
frá baldur
27.nóv 2014, 13:17
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Vandræði með CE merkingar á innfluttum raf og senditækjum?
Svör: 9
Flettingar: 3118

Re: Vandræði með CE merkingar á innfluttum raf og senditækjum?

Já þetta er óþolandi. Alveg er ég viss um að það hefur aldrei nokkurntíman gerst á meginlandi evrópu eða í Bretlandi að póstsending smávöru hafi verið stöðvuð vegna þess að það vantaði límmiða á vöruna í pakkanum.
frá baldur
23.nóv 2014, 11:57
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?
Svör: 11
Flettingar: 3724

Re: Hvar er best að kaupa aukamæla í dag?

Ég hef gjarnan pantað mæla frá Merlin Motorsport eða Demon Tweeks. Hágæða mekanískir og elektrónískir mælar sem endast og sýna rétt (Mocal, Racetech, VDO, SPA). Myndi aldrei kaupa þessa kínamæla sem fást í Bílanaust, krónískt vitlaust kalibreraðir og endingin léleg. Benni var lengi með Autometer sem...
frá baldur
11.nóv 2014, 14:15
Spjallborð: SsangYong-Daewoo
Umræða: musso turbo pælingar
Svör: 11
Flettingar: 16250

Re: musso turbo pælingar

Það er M olíuverk eins og í Mussonum, bara með stærri pumpum, brattari knasti og tölvustýrðum magnstilli. Kemur í 97-98 árgerð af Benz með OM605 turbo vél.
frá baldur
11.nóv 2014, 14:07
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: GM LS gen IV cam sensor
Svör: 4
Flettingar: 1570

Re: GM LS gen IV cam sensor

Þjófavörnin í Chevrolet er líka þannig að vélin fer í gang en drepur bara á sér eftir 2 sekúndur.
frá baldur
09.nóv 2014, 20:10
Spjallborð: Önnur farartæki
Umræða: Vantar 133,5" belti undir polaris sleða
Svör: 1
Flettingar: 802

Re: Vantar 133,5" belti undir polaris sleða

Þetta er nánast ófáanlegt í dag. Ekki verið framleitt lengi. Þessir sleðar hafa yfirleitt verið lengdir í 136 tommur þegar skipt er um belti undir þeim.
frá baldur
05.nóv 2014, 11:22
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?
Svör: 22
Flettingar: 5300

Re: Glussi og vökvakerfisolíur á gamlan olíuverks bíl ?

Eitt sem þarf að athuga er að stjörnuolíuverk eru jafnan full af díselolíu og mekaníkin inni í þeim getur farið að hegða sér illa ef seigjan á olíunni verður of mikil.
frá baldur
30.okt 2014, 09:58
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Suzuki fox 1985
Svör: 71
Flettingar: 45650

Re: Suzuki fox 1985 "PURAN"

Ég myndi giska á að svona 1600 vitara mótor sé hátt í 12 hestöfl sem segir mér að þær eru fínar til að nota sem akkeri :) En hún hefur sennilega þann kost að vera heldur sprækari en 1300 mótorinn, örugglega ekki mikið þyngri og kostar svotil ekki neitt. Nei ekki einusinni gott akkeri þar sem vélin ...
frá baldur
22.okt 2014, 23:15
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Carling rofar
Svör: 6
Flettingar: 2504

Re: Carling rofar

Minnir að Bílasmiðurinn eigi til eitthvað sambærilegt.
frá baldur
20.okt 2014, 16:28
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Upprifjun um Jeppaveiki.
Svör: 7
Flettingar: 3428

Re: Upprifjun um Jeppaveiki.

Þessi jeppaveiki stafar í flestum tilfellum af neikvæðri og lítt dempaðri afturvirkni (feedback) í stýrisgangi. Það er að hjólin toga hásinguna í aðra áttina og vegna breytingar á afstöðu milli hásingar og togstangar beygir bíllinn í hina áttina, þetta víxlar svo átaksáttum, hásingin færist í hina á...
frá baldur
02.okt 2014, 11:12
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: ARB loftlás, spurningar?
Svör: 26
Flettingar: 4486

Re: ARB loftlás, spurningar?

getur prufað að athuga hvort að dana framleiðir drifhlutföll með þykkum kambi, hlutföllin eru á um 1/3 af verðinu af nýrri loftlæsingu ef þú getur notað hana þótt þú þurfir að fá þér ný hlutföll til gamans má geta þá er ég með chevy 60 rör hjá mér að framan með ox lás sem er gerður fyrir 4.10 og up...
frá baldur
12.sep 2014, 22:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: vantar bensín dælu i blazer 4.3
Svör: 7
Flettingar: 1719

Re: vantar bensín dælu i blazer 4.3

http://www.ebay.com/itm/Walbro-Universa ... 5c&vxp=mtr
Þessi ætti að vera heim komin á eitthvað um 20 þúsund.
frá baldur
12.sep 2014, 10:13
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bensínleiðslur
Svör: 8
Flettingar: 2510

Re: Bensínleiðslur

elliofur wrote:Svo er líka spurning um að nota plaströr, hvað segja menn um það? Sama og menn nota í loftbúnaðinn hjá sér.

Já þau þola öll efni. Ég nota þau frekar en slöngur. Nylon rörin eru alveg efnaþolin, polyurethane sem eru aðeins mýkri virðast hleypa einhverju inn í sig og verða ögn mýkri í bensíni.
frá baldur
12.sep 2014, 00:07
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: vantar bensín dælu i blazer 4.3
Svör: 7
Flettingar: 1719

Re: vantar bensín dælu i blazer 4.3

Bílabúð Benna hafa átt til Walbro utanáliggjandi dælur sem henta vel í þetta og eru á fínu verði.
frá baldur
11.sep 2014, 22:42
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?
Svör: 5
Flettingar: 2282

Re: Hvernig er best að tæma eldsneytistank?

Á bílum sem eru með bakflæði á eldsneytinu, hvort sem þeir eru bensín eða dísel þá nær bakflæðisrörið yfirleitt niður í botn á tankinum og hægt að nota það til að sjúga upp úr tankinum ef bakflæðislögnin er tekin úr sambandi.
frá baldur
11.sep 2014, 10:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bensínleiðslur
Svör: 8
Flettingar: 2510

Re: Bensínleiðslur

Já og annað, ég myndi ekki kaupa "bensínslöngur" sem stendur ekki á benzina eða fuel injection eða eitthvað annað sem gefur sérstaklega til kynna að þetta sé fyrir bensín. Landvélar selja þér gjarnan eitthvað sem stendur á "fuel & oil" en þar er fuel = hráolía og þær slöngur ...
frá baldur
10.sep 2014, 18:56
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bensínleiðslur
Svör: 8
Flettingar: 2510

Re: Bensínleiðslur

Stilling eða Bílanaust.
frá baldur
10.sep 2014, 17:35
Spjallborð: SsangYong-Daewoo
Umræða: Val á Musso.
Svör: 10
Flettingar: 6643

Re: Val á Musso.

Ég er búinn að eiga einn svona í 2 ár og hann hefur komið þokkalega út í rekstri. 2.9 STT turbo diesel (97 árgerð, upprunalega túrbínulaus), beinskiptur á 35" dekkjum. Eyðslan innanbæjar rokkar á milli 11-12 lítra og dettur jafnvel niður í 10 ef ekið er rólega. Utanbæjar er eyðslan svipuð. Ég h...
frá baldur
10.sep 2014, 11:23
Spjallborð: Umhverfis- og hagsmunamál
Umræða: Eldgos Holu­hrauni
Svör: 149
Flettingar: 98252

Re: Eldgos Holu­hrauni

Hárrétt hjá þér Finnur. Ég er búinn að tala um það sama og þú og verið sakaður um að vilja leggja líf annarra í hættu með því að vilja koma að gosstöðvunum. En það er fullt af ónauðsynlegu liði þarna sem kemst inn gegnum einhverjar undanþágur. Ef hættan væri raunverulega svona mikil, þá væri þetta ...
frá baldur
05.sep 2014, 16:13
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur
Svör: 9
Flettingar: 1795

Re: suzuki vitara 97- enginn bensínþrýstingur

Það er ekki óalgengt að vírarnir sem liggja undir afturhleranum fari í sundur. Það er lúmm sem liggur fyrir innan afturljósið vinstra megin og inn í boddýinu undir hleranum. Einnig er algengt að plöggið á bensíndæluvírnum tærist.
frá baldur
31.aug 2014, 18:38
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: [Seldur] Ssangyong Musso 2.9TD 1998
Svör: 21
Flettingar: 6300

Re: Ssangyong Musso 2.9TD 1998

Þú getur skráð þig inn á vef Umferðarstofu og fengið skoðunarferil bíla sem þú átt að kostnaðarlausu. Þar kemur fram hver átti bílinn þegar hann var breytingarskoðaður. Mjög líklega var það Bílabúð Benna, það var slatti af þessum bílum sem voru seldir út úr umboði á 33" dekkjum.
frá baldur
31.aug 2014, 10:33
Spjallborð: SsangYong-Daewoo
Umræða: Malaborðsljós datt út
Svör: 5
Flettingar: 3055

Re: Malaborðsljós datt út

En virka parkljós og afturljós ennþá?
frá baldur
28.aug 2014, 10:51
Spjallborð: Suzuki
Umræða: Hvað passar aftaná J18A Sidekick mótorinn
Svör: 5
Flettingar: 12248

Re: Hvað passar aftaná J18A Sidekick mótorinn

Það er sama kúplingshús í Sidekick sport og í 1600 bílunum (og sami gírkassi). J vélin er með sama boltapattern aftaná vélinni og G vélin. 2 lítra vélin er hinsvegar með stærra svinghjól og þarf stærra kúplingshús þó að boltagötin séu enn á sama stað. Eini munurinn á kúplingshúsi í 1800 og 1600 er a...
frá baldur
13.aug 2014, 08:45
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bensín gæði
Svör: 8
Flettingar: 2612

Re: Bensín gæði

Ef til vill eru einhver olíufélög byrjuð að uppfylla lög sem tóku gildi um áramótin og kveða á um að þynna skuli bensínið út með einhverju sem er ekki bensín.
frá baldur
29.júl 2014, 22:16
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: LC 90 meiri kraft, hvernig?????
Svör: 5
Flettingar: 1804

Re: LC 90 meiri kraft, hvernig?????

Ábyggilega góð byrjun að láta yfirfara spíssa, krafturinn minnkar nú þegar dísurnar fara að slitna.
frá baldur
21.júl 2014, 14:33
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Toyota LC90 1kz-te tjúnn?
Svör: 6
Flettingar: 2404

Re: Toyota LC90 1kz-te tjúnn?

Annað sem ég prófaði nýlega og virðist gefa góða raun er vatns+alkóhól innspíting. Setti svoleiðis á Musso hjá mér og víraði þannig að það komi inn á botngjöf. Virðist þar ná að gefa auka eldsneyti til viðbótar við það sem kemur frá olíuverkinu og er finnanlegur munur á afli. Kannski ekki ósvipað pr...
frá baldur
21.júl 2014, 14:00
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ná lykt úr bíl
Svör: 19
Flettingar: 7482

Re: Ná lykt úr bíl

Eitt sem virkar djöfull vel á allskonar lykt er óson. Getur eflaust leigt iðnaðar ósontæki hjá Besta og þessháttar sjoppum sem leigja út skúringargræjur. Hendir framlengingarsnúru út í bíl og setur tækið í samband inni í bílnum og lætur það malla í einn dag eða svo.
frá baldur
08.júl 2014, 15:14
Spjallborð: Ford
Umræða: Bronco '66 vill ekki i gang
Svör: 16
Flettingar: 11397

Re: Bronco '66 vill ekki i gang

Burtondude wrote:já tók ventlalokið af aðan og ventlarnir fyrir 5 og 6 eru löðrandi í olíu,


Það á allt undir ventlalokinu að vera löðrandi í olíu.
frá baldur
07.júl 2014, 10:45
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bílaupplýsingagagnagrunnur
Svör: 5
Flettingar: 1940

Re: Bílaupplýsingagagnagrunnur

Vantar þarna 2.8 patrol. En gaman að sjá að þessar ofmetnu 4.2 vélar í patrol eru orginal ekki nema 273nm í tog. Á meðan að 2.8 255nm. En þetta er auðvitað miðað við 4,2non turbo. Það er nú gott dæmi um hversu máttlaus 2.8 vélin er, að 2.8 með turbo nái ekki jafn miklu torki og 4.2 sem er túrbínula...
frá baldur
04.júl 2014, 21:07
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Áhugaverð grein
Svör: 2
Flettingar: 1580

Re: Áhugaverð grein

Ég rak augun í það um daginn að réttindaflokkarnir sem þú getur tekið próf í eru orðnir 15. Fimmtán stykki takk fyrir. Það eru sömu umferðarreglurnar sem gilda um öll þessi ökutæki. Glæpsamlegt peningaplokk og ekkert annað.
frá baldur
23.jún 2014, 11:08
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Svör: 12
Flettingar: 3228

Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð

Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á. Þetta er diesel mótor. Það er ekkert vacum á þeim, bara bensín vélum þar sem spjald lokar fyrir greinina. Þess vegna eru vacum dælur á diesel mótorum og það er ekki hægt að mæ...
frá baldur
19.jún 2014, 14:00
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð
Svör: 12
Flettingar: 3228

Re: Setja boostmælir í bíl vantar aðstoð

Það er best að tengja boost mæli við soggrein. Hlýtur að vera einhver vakúmnippill á greininni sem hægt er að tengja inn á.
frá baldur
19.jún 2014, 13:54
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: kerru redding
Svör: 4
Flettingar: 2036

Re: kerru redding

Til í öllum stærðum hjá Stáli og Stönsum.
frá baldur
18.jún 2014, 15:40
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Lenco kassi
Svör: 18
Flettingar: 3449

Re: Lenco kassi

Nei menn eru að borga 1000 dollara fyrir einn gír notaðan á racingjunk.
Það er ekki hægt að bakka með þetta vegna þess að þetta er uppbyggt eins og sjálfskipting og notar sprag til þess að halda í lága drifinu. Svo festir kúplingin ytra stykkið og spragið sleppir þegar þú skiptir í 1:1 hlutfallið.
frá baldur
18.jún 2014, 10:44
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Lenco kassi
Svör: 18
Flettingar: 3449

Re: Lenco kassi

Í fyrsta lagi kostar einingin ný út úr búð nær 2000 dollurum og í öðru lagi þá geturðu ekki bakkað með svona unit, hann getur bara snúist í eina átt. Bakkgírinn þarf að koma aftan við lencoinn.
frá baldur
13.jún 2014, 14:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Musso disel KG
Svör: 9
Flettingar: 3160

Re: Musso disel KG

Þegar þær eru í lagi og rétt stilltar er vinnslan á þessum vélum með því betra sem gerist í díselvélum í þessum stærðarflokki frá síðustu öld. Aflið er hinsvegar allt á snúningi, ekki mikið að gerast undir 2500RPM, enda hannaðar sem naturally aspirated vélar sem þurfa að snúast í 4000RPM til að skil...
frá baldur
12.jún 2014, 10:06
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hreinsa hvarfakút
Svör: 12
Flettingar: 5232

Re: Hreinsa hvarfakút

Það er líka bara spurning hvenær skoðunarstöðvar fara að gera eins og í USA, tengja tölvu við OBD-tengið og athuga hvort tölvan er að mæla eitthvað skrýtið. einnig geta þeir þá séð hvort eitthvað er búið að fikta við tölvuna. Annað sem er líka um að gera að athuga, það er að spá í verð á hvarfakútu...
frá baldur
09.jún 2014, 23:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ballancera drifsköft
Svör: 19
Flettingar: 4468

Re: Ballancera drifsköft

Það er eitt að athuga í þessu, það er að misþyngd eða skekkja á rörinu veldur því að það svignar undan miðsóknarkraftinum og balansinn verður breytilegur eftir snúningshraða. Slíkan óbalans er ekki hægt að balansa í burtu með því að sjóða lóð á endana á skaftinu en hann er þó aðallega vandamál á mei...

Opna nákvæma leit