Leit skilaði 179 niðurstöðum

frá birgiring
17.feb 2016, 17:36
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(
Svör: 28
Flettingar: 4463

Re: Í basli með trissuhjól á sveifarás / PATROL :(

Ég á myndir af mekjunum.Hvernig setur maður þær inn?
frá birgiring
11.feb 2016, 22:56
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Túrbínur frá kína
Svör: 10
Flettingar: 4047

Re: Túrbínur frá kína

Það eru margir framleiðendur í Kína og framleiðslan sjálfsagt misjöfn. Ég veit um túrbínu í traktorsgröfu sem kostaði ekki nema ca. 1/4 af því sem áætlaður viðgerðarkostnaður var á gömlu túrbínunni. Þessi túrbína hefur reynst vel. Það vakti athygli mína að efst í pakkanum var blað með feitu rauðu le...
frá birgiring
11.feb 2016, 00:26
Spjallborð: Dekk og felgur
Umræða: Vantar 38" mudder.
Svör: 0
Flettingar: 236

Vantar 38" mudder.

Mig vantar tvö ófúin og heil 38" Mudder dekk fyrir 15" felgu.
Meiga vera hvar sem er á landinu.
Upplýsingar í síma 894 8242 eða birab@talnet.is
Með kveðju,
Birgir Ingólfsson,
frá birgiring
12.jan 2016, 22:59
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Eyðslugrannur jeppi
Svör: 21
Flettingar: 5329

Re: Eyðslugrannur jeppi

Ég þekki menn sem hafa átt Jimmy og þeim ber flestum saman um það að hann hafi eytt meiru en þeir bjuggust við. Ég hef átt 3 Vitara og Grand Vitara og þeir eru fljótir upp í eyðslu ef á móti blæs eða kerra hengd aftaní. Tork er einnig eitthvað sem þeir þekkja ekki einu sinni af afspurn. En bilanatíð...
frá birgiring
12.jan 2016, 10:45
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Eyðslugrannur jeppi
Svör: 21
Flettingar: 5329

Re: Eyðslugranur jeppi

Það hefur verið talsvert um vélavandamál í mörgum 3,0L. Trooper og þeir sem eru með öðrum vélum eru orðnir talsvert gamlir.
Menn þurfa helst að vera búnir að æfa sig með skrúflyklana áður en þeir fá sér slíkan, en það á svo sem við um flesta breytta bíla.
frá birgiring
11.jan 2016, 20:28
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Eyðslugrannur jeppi
Svör: 21
Flettingar: 5329

Re: Eyðslugranur jeppi

Ég held að Trooper sé ekki góður kostur fyrir byrjendur.
frá birgiring
20.des 2015, 19:06
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Sauð á Patrol
Svör: 25
Flettingar: 4411

Re: Sauð á Patrol

Þetta með miðstöðina hljómar ekki vel.
frá birgiring
20.des 2015, 18:13
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Sauð á Patrol
Svör: 25
Flettingar: 4411

Re: Sauð á Patrol

Af hverju að kippa ofan af vélinni ef það er vatnsdælan eða eitthvað annað sem lekur ?
frá birgiring
19.des 2015, 23:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Sauð á Patrol
Svör: 25
Flettingar: 4411

Re: Sauð á Patrol

Ég myndi ekki fara að rífa án þess að vita meira. Þú gætir til dæmis sett bílinn á þurrt gólf og sett þrýsting á kælikerfið og látið hann standa á og sjá hvort þrýstingurinn fellur. Ef hann fellur þá lekur einhversstaðar og það gæti hjálpað til að finna ef bíllinn stendur á þurru gólfi. Það getur sé...
frá birgiring
29.nóv 2015, 22:06
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Terrano 2,7 diesel erfiður i gang
Svör: 6
Flettingar: 1868

Re: Terrano 2,7 diesel erfiður i gang

Ég hef einmitt verið með svona vandamál sem lýsir sér svipað.
frá birgiring
08.nóv 2015, 21:12
Spjallborð: Nissan
Umræða: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?
Svör: 13
Flettingar: 15290

Re: ZD30 - Nissan Patrol 3.0, gallagripur eða góð vél?

Ég veit um einn bíl líkl.árgerð 2000 þar sem komu fyrirmæli frá IH um aukið olíumagn og eitthvað fleira smávegis. Þessi bíll hefur alltaf fengið mjög góða meðferð, vélin í honum entist 130 þús. km, en þá fór hún líka með hvelli. Nú er þessi bíll líklega ekinn á milli 250 og 300 þús. km. og fróðlegt ...
frá birgiring
19.okt 2015, 20:30
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Vélapælingar
Svör: 19
Flettingar: 5402

Re: Vélapælingar

Það eru nú fleiri en Nisssan sem gata stimplana. Það er örugglega þekkt með margar Common rail vélar. Ég hef allavega heyrt um Dodge Ram,VW,Skoda og Hyundai svo einhverjir séu nefndir. Þá er spíssavandamál mjög þekkt í Landcruiser.
frá birgiring
12.okt 2015, 08:57
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Patrol vélaskipti
Svör: 9
Flettingar: 2796

Re: Patrol ný vél

Það er flest hægt. Málið er að geta í upphafi gert sér grein fyrir endanlegum kostnaði og útkomu af vélarskiptum, sérstaklega ef menn vinna aðeins lítinn hluta af verkinu sjálfir.
frá birgiring
12.okt 2015, 08:16
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Patrol vélaskipti
Svör: 9
Flettingar: 2796

Re: Patrol ný vél

Það er margt sem þarf að athuga í sambandi við það. Þú færð varla 12HT vél úr Landcruiser nema mjög mikið keyrða og það er þá vissast að opna hana og kanna legur og stimpla, en efsti hringurinn á þeim vill rýma út raufina þegar vélarnar eldast. 12HT vélin er sex cylindra og ég veit ekki hvernig er m...
frá birgiring
07.júl 2015, 12:52
Spjallborð: Jeppar
Umræða: 2.5 diesel í l200 99
Svör: 4
Flettingar: 1301

Re: 2.5 diesel í l200 99

Er mótorinn ekki með olíukæli ? Ef svo er gæti hann verið farinn að leka á milli vatns og smurolíu.
frá birgiring
07.jún 2015, 22:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rocky gírkassi
Svör: 7
Flettingar: 2642

Re: Rocky gírkassi

Kannske veit ég um gírkassa. S. 8948242
frá birgiring
12.maí 2015, 19:02
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hjólatjakkur
Svör: 5
Flettingar: 2473

Re: Hjólatjakkur

Ég á gamlan tjakk frá Verkfærasölunni og hann fór fljótt að síga hratt. Ég tók hann þá í sundur og þreif hann allan upp, en vökvinn á honum var eitthvað furðulegur mjöður. Ég setti ATF Dexron á hann og herti allt vel þegar ég setti saman og hann virkar ágætlega og sígur lítið. Hann er sennilega orði...
frá birgiring
09.maí 2015, 23:26
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: TS millikassi í gamla Isuzu Trooper.
Svör: 0
Flettingar: 293

TS millikassi í gamla Isuzu Trooper.

Er með millikassa í Isuzu Trooper diesel árg.1983 -?
Kassinn sem hann var tekinn af reyndist vel í mörg ár og
þessi kassi hefur verið geymdur inni í upphituðu húsnæði.
Verðhugmynd tíu þúsund kr.
Upplýsingar í síma 8948242 og birab@talnet.is
frá birgiring
25.apr 2015, 11:07
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: nissan 2.7 snillingar
Svör: 10
Flettingar: 1745

Re: nissan 2.7 snillingar

Óskaplega líkt því að öndunin frá sveifarhúsinu/ventlalokinu sé stífluð.
Þá byrjar hann að æla smurolíu allstaðar allstaðar út.
frá birgiring
22.apr 2015, 22:08
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: teroson fluid d universal gehäusedichtung
Svör: 2
Flettingar: 1592

Re: teroson fluid d universal gehäusedichtung

Pakkningalím trúi ég.
frá birgiring
08.apr 2015, 19:56
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Sóthreinsun á díselvél.
Svör: 20
Flettingar: 4863

Re: Sóthreinsun á díselvél.

Það er varasamt að setja sterkt hreinsiefni á mjög óhreina vél. Ég veit dæmi þess að vélar hafi skemmst af því svo mikil óhreinindi losnuðu að smurgangar stífluðust.
frá birgiring
28.mar 2015, 18:35
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: kúplingsskipti Nissan Patrol
Svör: 4
Flettingar: 1553

Re: kúplingsskipti Nissan Patrol

Þú þarft ekkert spes verkfæri. Fáðu þér bolta sem kemst inn í leguna eða fóðringuna í svinghjólinu. Vefðu einangrunarbandi um endann þar til hann gengur rétt mjúkt í. Mátaðu þá diskinn upp á boltann og sjáðu hvar rílurnar koma. Teipaðu boltann þar svo hann rétt renni í rílurnar. Stilltu af með þessu...
frá birgiring
14.mar 2015, 21:34
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Hilux með vélarvesen!
Svör: 8
Flettingar: 2427

Re: Hilux með vélarvesen!

Þetta er mjög líkt því að hann dragi loft inn í lögnina einhversstaðar.
frá birgiring
25.feb 2015, 09:02
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: Varahlutir í LC 60
Svör: 22
Flettingar: 6566

Re: Varahlutir í LC 60 (verð og tenglar)

Áttu hurðaspjöld fyrir rafdrifnar rúður. Ef svo er hvernig eru þau á litinn og úr hvaða árgerð ? Ég er að leita að brúnum með drapplitu áklæði.
Kv. Birgir Ing.
frá birgiring
03.feb 2015, 14:28
Spjallborð: Isuzu
Umræða: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling
Svör: 5
Flettingar: 2864

Re: Trooper lengi að fara í gang kaldur og slitin kúpling

Athugaðu kúplingsdælu og þrælinn og lofttæmdu örugglega áður en þú ferð að skipta um kúplingu. Mikið slitin kúpling slítur og tekur ofarlega.
frá birgiring
30.des 2014, 08:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Smá hjálp óskast frá ykkur Patrolsnillingar.
Svör: 11
Flettingar: 2149

Re: Smá hjálp óskast frá ykkur Patrolsnillingar.

Ef það er olíuleki þarna, þá skaltu kanna vel hvort hann gæti komið með pakkningunni þar sem smurdælan boltast á blokkina (aftan við tímareimarhjólið). Þessi pakkning hefur stundum farið. Það er mjög svekkjandi að vera búinn að setja saman með nýrri pakkdós og lekinn er eins og áður.
frá birgiring
19.des 2014, 13:12
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Bensíndæla fyrir aukatank
Svör: 5
Flettingar: 2004

Re: Bensíndæla fyrir aukatank

Já þar er til nóg af allskonar dælum.http://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R4 ... p&_sacat=0
frá birgiring
19.des 2014, 12:38
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Bensíndæla fyrir aukatank
Svör: 5
Flettingar: 2004

Re: Bensíndæla fyrir aukatank

Er ekki einhver svona dæla áhættunnar virði? Gamlar dælur geta verið lélegar þegar þær eru búnar að standa lengi.http://www.aliexpress.com/item/High-qua ... 07975.html
Mér bara datt þetta í hug.
frá birgiring
05.des 2014, 15:07
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Negla dekk
Svör: 6
Flettingar: 2310

Re: Negla dekk

Ekkert mál að bora þau ef mynstrið leyfir það.
frá birgiring
28.nóv 2014, 22:44
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Hvað á ég að setja á kassann hjá mér?
Svör: 7
Flettingar: 2251

Re: Hvað á ég að setja á kassann hjá mér?

Ég setti ATF á gírkassa í Nissan pickup sem ég átti og það varð mun léttara að skipta honum köldum í miklu frosti. Gírkassinn virtist síst volgna meira í akstri á heitum sumardögum með ATF DEXRON III olíunni. ( Rauðu sjálfskiptiolíunni)
frá birgiring
22.nóv 2014, 22:14
Spjallborð: Toyota
Umræða: Vesen með að starta LC90
Svör: 9
Flettingar: 4172

Re: Vesen með að starta LC90

Muna að aftengja - pólinn á rafgeimum áður en byrjað er. Er ekki best ef maður hefur ekki gert þetta áður að taka startarann alveg úr ? Ef startarinn er kominn úr er hægt að skoða kolin og blása úr óhreinindum.
frá birgiring
21.nóv 2014, 23:19
Spjallborð: Toyota
Umræða: Vesen með að starta LC90
Svör: 9
Flettingar: 4172

Re: Vesen með að starta LC90

Ef það heyrist tikk eða smellur og startarinn snýr ekki vélinni eru líkur á því að önnur snertan í segulrofanum sé orðin slitin og / eða brunnin og þurfi að skipta um. Einnig geta kolin í startaranum verið slitin eða hálfföst.
frá birgiring
14.nóv 2014, 22:52
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Klæðning á pall.
Svör: 4
Flettingar: 1993

Re: Klæðning á pall.

Þetta var á pickup sem ég átti og mér líkaði það mjög vel.Það var stamt og hlífði skúffunni mikið. Annars er ég að leita að þessu fyrir nágranna minn sem var að kaupa pickup og það er bara rispuð málning á pallinum og allt sem þangað er sett skröltir fram og til baka á gólfinu.Ég þakka svörin.
frá birgiring
14.nóv 2014, 22:45
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Klæðning á pall.
Svör: 4
Flettingar: 1993

Re: Klæðning á pall.

Er það þessi þykka gúmmíkvoða með grófu áferðinni. Þarf einhvern sérstakan grunn undir og er þessu bara rúllað á?
frá birgiring
14.nóv 2014, 22:25
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Klæðning á pall.
Svör: 4
Flettingar: 1993

Klæðning á pall.

Er hér einhver sem veit hvaða fyrirtæki eru að setja kvoðuklæðningu innan í skúffur á pickup bílum?
Einnig hvort einhver veit hvað það myndi kosta ca. á MMC L200 ?
frá birgiring
03.júl 2014, 10:40
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Öxulhosur
Svör: 19
Flettingar: 6430

Re: Öxulhosur

https://www.youtube.com/watch?v=iLrGNU_t83Y Þessir gefa sig út fyrir að selja varanlega lausn, ætla prófa að kaupa eitt stykki og flytja inn, nema einhver annar lumi á þessu á Íslandi. Það voru mjög líkar öxulhosur í gamla VW 1200 sem ég átti og þær virkuðu mjög vel en það fer að sjálfsögðu eftir þ...
frá birgiring
15.jún 2014, 23:44
Spjallborð: Handbækur og tækniupplýsingar.
Umræða: Sex hjóla john deere gator
Svör: 2
Flettingar: 2246

Re: Sex hjóla john deere gator

Þar sem skráður hámarkshraði er undir 40 km.klst. (20 mph.) ætti þetta að flokkast sem dráttarvél.
frá birgiring
15.jún 2014, 14:43
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Nissan Double Cab
Svör: 8
Flettingar: 2600

Re: Nissan Double Cab

Það þarf ekki að leita lengi til að finna meira um þessar vélar: http://www.navaraownersclub.com/2009/10 ... e-problem/
frá birgiring
12.jún 2014, 23:23
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Nissan Double Cab
Svör: 8
Flettingar: 2600

Re: Nissan Double Cab

Ein sagan sagði að þetta væri í grunninn Renault bensínvél sem hefði verið breytt. Það ruglar svolítið málið að eldri Nissan DC voru með allt annarri dieselvél sem entist og entist. En mér var sagt af trúverðugum aðila að ef að stangarleguboltarnir færu ekki,þá færu bara stimpilstangir,stimplar og t...
frá birgiring
12.jún 2014, 22:51
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Nissan Double Cab
Svör: 8
Flettingar: 2600

Re: Nissan Double Cab

Allir svona bílar sem ég þekki hafa splundrast á bilinu 80-150 þús. km. Ég held að þessir YD25dDTi mótorar séu eitthvað hálfFranskt dót en ekki Japanskir. Þetta er óþolandi þar sem þessir mótorar eru sparneytnir og snöggir og vinna vel. Ég tel hæpið að svona blokk liggi á lausu þar sem bilanatíðnin ...

Opna nákvæma leit