Leit skilaði 275 niðurstöðum

frá thor_man
20.feb 2017, 17:04
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Trissuhjól á loftpressu - Vantar
Svör: 3
Flettingar: 793

Re: Trissuhjól á loftpressu - Vantar

creative wrote:Sæll..

Hvað er þvermálið á öxlinum ?

ég á eitt hjól á pressu sem er dauð kanski passar það. Ef ekki þá er það bara ebay sennilga

Sæll. takk fyrir það, fæ þetta mælt og hef aftur samband, gleymdi að slá máli á öxulinn um helgina. Er það pressuhausinn sem er bilaður hjá þér eða rafmótorinn?
frá thor_man
19.feb 2017, 22:51
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Trissuhjól á loftpressu - Vantar
Svör: 3
Flettingar: 793

Trissuhjól á loftpressu - Vantar

Hvar er helst að leita eftir varahlutum í loftpressur? Vantar trissuhjól á loftpressu, þessi pressa snaraðist á hliðina og hjólið skekktist, óvíst hvort hægt sé að rétta það svo vel sé. Sjá myndir. https://dl.dropboxusercontent.com/u/675233/P1020425.jpg https://dl.dropboxusercontent.com/u/675233/P10...
frá thor_man
04.feb 2017, 16:41
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: LandRover-afföll
Svör: 7
Flettingar: 1198

Re: LandRover-afföll

Getum ekki kennt túristum um allt: „ ... bifreiðinni var ýtt lyklalausri fram af háum bakka, valt en endaði á hjólum, sviss er skemmdur.“ Já! Sá ekki þennan texta í auglýsingunni, en skrýtið að tryggingafélagið sé að auglýsa bílinn ef það er eigandinn sem hefur staðið í þessu. Þá sæti hann líklega ...
frá thor_man
03.feb 2017, 23:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: LandRover-afföll
Svör: 7
Flettingar: 1198

LandRover-afföll

Enn einn langur farinn, er það túristinn eina ferðina enn? Einhver áhrif hefur þetta allt á tryggingaiðgjöldin mundi maður halda! http://bilauppbod.is/auction/view/24770-land-rover-defender
frá thor_man
22.jan 2017, 17:18
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Suðuklemmur
Svör: 2
Flettingar: 823

Suðuklemmur

Ágætu spjallverjar Hvar fær maður nettar klemmur til að halda þunnum plötum saman fyrir suðu. Sá t.d. útfærslu eins og sést á myndinni á bandarískri síðu. Hef líka séð nettari útfærslur á myndum. Kv. ÞB http://speedhunters-wp-production.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/02/03090021/Speedhunte...
frá thor_man
05.jan 2017, 19:18
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Boddýstál - ryðbæting
Svör: 5
Flettingar: 1438

Re: Boddýstál - ryðbæting

Takk fyrir upplýsingarnar allir - já, venjulegt boddýstál verður það. Bróðir minn verslaði sér einmitt svona ESAB Rebel fyrir áramótin, hann er ekki farinn að nota hana enn, verður spennandi að heyra hvernig hún kemur út. Sjálfur tók ég litla mig suðuvél frá GYS hjá Gastec, hún ætti að duga mér.
frá thor_man
03.jan 2017, 23:13
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Boddýstál - ryðbæting
Svör: 5
Flettingar: 1438

Boddýstál - ryðbæting

Sælir spjallverjar. Um daginn komu virkilega góðar ábendingar frá ykkur um rafsuðuvélar sem komu sér vel við að velja slíka græju. Mig langar því að kasta fram annari pælingu, en það er hversu þykkt boddýstál sé best að nota við ryðbætingar og þá hvernig stál, þ.e. rafgalvanserað eða svart? Kostir o...
frá thor_man
28.des 2016, 00:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafsuðuvél - hvernig týpu?
Svör: 12
Flettingar: 1784

Re: Rafsuðuvél - hvernig týpu?

Það eru til góðar vélar í Gastec 160 amp 1 fasi á innan við 100þ Það hljómar vel, en ég verð líklegast með vélina við 3ja fasa rafmagn. Veit ekki hvort hægt sé að nota hana þannig, getur kannski einhver upplýst um það? Býrð þér bara til skott. til að breyta 3x380V í 1x220V. Notar bara einn fasa og ...
frá thor_man
27.des 2016, 23:16
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafsuðuvél - hvernig týpu?
Svör: 12
Flettingar: 1784

Re: Rafsuðuvél - hvernig týpu?

Kristinn wrote:Það eru til góðar vélar í Gastec 160 amp 1 fasi á innan við 100þ

Það hljómar vel, en ég verð líklegast með vélina við 3ja fasa rafmagn. Veit ekki hvort hægt sé að nota hana þannig, getur kannski einhver upplýst um það?
frá thor_man
27.des 2016, 20:20
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafsuðuvél - hvernig týpu?
Svör: 12
Flettingar: 1784

Re: Rafsuðuvél - hvernig týpu?

Takk fyrir svörin, þetta skýrir málið fyrir mér. Fer í að finna litla mig-suðuvél.
frá thor_man
26.des 2016, 14:39
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafsuðuvél - hvernig týpu?
Svör: 12
Flettingar: 1784

Rafsuðuvél - hvernig týpu?

Sælir spjallverjar.
Hvernig rafsuðuvél er hentugast að nota við þunnt efni, boddývinnu og ryðbætingar, hvað eru menn hér að nota mest?

Kv.
ÞB.
frá thor_man
19.sep 2016, 23:32
Spjallborð: Jeppar
Umræða: Land Rover '78 Hætt við sölu
Svör: 1
Flettingar: 1527

Re: Land Rover '78 m. overdrive.

Upp..
frá thor_man
12.sep 2016, 20:04
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1248

Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

villi58 wrote:Ert þú búinn að prufa hurðarrofana ? Kanski stirðir eftir stöðu ?

Nei, reyndar ekki, sakar ekki að ýta við þeim í næstu umferð.
frá thor_man
21.aug 2016, 11:39
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1248

Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

er búið að finna út úr rafbiluninni?? Já, eiginlega varla hægt að segja frá því en grennri vírinn frá geymistenginu hafði farið í sundur, var orðinn nokkuð trosnaður og líklega bara einn þáttur sem leiddi. En vírinn hékk á sínum stað á einangruninni þannig að ég tók ekki eftir því fyrr en ég mældi ...
frá thor_man
07.aug 2016, 10:54
Spjallborð: Jeppar
Umræða: Land Rover '78 Hætt við sölu
Svör: 1
Flettingar: 1527

Land Rover '78 Hætt við sölu

Er að athuga með áhuga fyrir Land Rover árg. 1978, Hætt viðsölu
frá thor_man
30.júl 2016, 11:02
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1248

Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

sukkaturbo wrote:er ekki altenatorinn brunninn eða vír í honum

Þarf að skoða það þegar bíllinn fæst í gang. Líklegast er þó þessi öryggisvír eða startrofinn brunninn.
frá thor_man
30.júl 2016, 11:00
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1248

Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

olei wrote:Kaninn var hrifinn af öryggisvírum (fusable links). Einn slíkur gæti hafa brunnið í sundur við skammhlaupið. Mundi leita fyrst við rafgeyminn. Prófaðu að gúggla "fusable link + bíltegund og árgerð" og sjáðu hvað kemur upp.

Takk fyrir, skoða þetta..
frá thor_man
29.júl 2016, 19:31
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1248

Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

Ágætu spjallverjar. Varð fyrir því að það leiddi út af krafttenginu á Mopar-alternator gegnum skrúflykil í jörð og núna er allt rafmagn dautt, bíllinn hafði dottið í gang daginn áður. Öryggin í boxinu heil og ekki sjáanlegt aðalöryggi eða rofi á leiðsum fra rafgeymi. Bíllinn er gamall Mopar B-body, ...
frá thor_man
26.júl 2016, 23:55
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ventlaskiptaáhald?
Svör: 5
Flettingar: 724

Re: Ventlaskiptaáhald?

Raggi B. wrote:Hef bara dregið þá í með framlenginu á ventla, sett á það vice grip og smá dekkjasmurningu þá rennur þetta fínt í.

Góð ábending, takk. Prófa þetta.
frá thor_man
26.júl 2016, 01:48
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ventlaskiptaáhald?
Svör: 5
Flettingar: 724

Re: Ventlaskiptaáhald?

ég hef nú bara smurt þetta vel og dregið í með töng. getur að sjálfsögðu skemt út frá sér ef illa gengur. Mig minnir að N1=bílanaust hafi verið með þetta. gætir líka prufað að ræða við helstu dekkjaverkstæði. Já, tókst að koma ventlinum í með grönnum bolta með nokkurn veginn svipuðum gengjum og píl...
frá thor_man
25.júl 2016, 22:20
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Ventlaskiptaáhald?
Svör: 5
Flettingar: 724

Ventlaskiptaáhald?

Hvar fæst svona áhald til að skipta um gúmmíventla í felgum?

M.kv.
ÞB.
frá thor_man
11.jún 2016, 19:13
Spjallborð: Nissan
Umræða: Nissan X-Trail dísel 2008- reynsla!
Svör: 0
Flettingar: 2881

Nissan X-Trail dísel 2008- reynsla!

Sælir spjallverjar.

Hafa einhverjir hér reynslu af þessum Nissan X-Trail dísel-bílum/vélum? Þetta munu vera 2.0l Renault-vélar, 150 hö. Gaman væri að heyra af því ef einhverjir þekkja til þessa?

Kv. ÞB.
frá thor_man
24.apr 2016, 21:49
Spjallborð: Jeppar
Umræða: TS Land Cruiser 60, árg'87, 38"
Svör: 12
Flettingar: 5565

Re: TS Land Cruiser 60, árg'87, 38"

Sæll. Er bíllinn á Rvíkursvæðinu?
frá thor_man
16.apr 2016, 20:32
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 4,0 turbo disel
Svör: 1
Flettingar: 619

Re: 4,0 turbo disel

Er þetta orginal turbo eða non-turbo með eftirá mixaða túrbínu?
frá thor_man
25.feb 2016, 22:19
Spjallborð: Handbækur og tækniupplýsingar.
Umræða: Bilanagreinir
Svör: 4
Flettingar: 3723

Re: Bilanagreinir

Ég keypti mér Innova skanna eftir að hafa pælt töluvert í prófunum á svona skönnum. Hann var á um 20 þúsund kominn í hendurnar, keyptur á Ebay. http://www.innova.com/ Takk fyrir þetta. Þessir bilanagreinar svona almennt, þeir virka jafnt á bensín og dísilvélar, er ekki svo? Er hægt að uppfæra þá me...
frá thor_man
24.feb 2016, 19:12
Spjallborð: Handbækur og tækniupplýsingar.
Umræða: Bilanagreinir
Svör: 4
Flettingar: 3723

Bilanagreinir

Ágætu spjallverjar.
Hafa menn hér notað/keypt svona litla bilanagreina sem fáanlegir eru, eins og t.d. þennan: http://www.haninn.is/classified.php?action=show&link_id=60554 Eru þetta tæki sem hægt er að treysta á?
frá thor_man
03.feb 2016, 21:00
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: Landcruiser 60 i niðurrifi
Svör: 4
Flettingar: 1436

Re: Landcruiser 60 i niðurrifi

Góðan daginn.
Ég var mikið að leita að svona bíl í sumar en þessi fór framhjá mér, er vélin eða eitthvað af túrbínubúnaðinum enn til staðar?
Kv.
Þorvaldur.
frá thor_man
07.jan 2016, 23:42
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?
Svör: 7
Flettingar: 1810

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Takk fyrir ágæt svör. Já, held ég reyni að finna tilsniðin rör westan úr Ameríkunni.

Kv.
ÞB
frá thor_man
06.jan 2016, 23:11
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?
Svör: 7
Flettingar: 1810

Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Sælir spjallverjar.

Hvort er heppilegra að láta smíða bremsurör hér heima eða kaupa tilbúin rör erlendis frá? Er hægt að fá vafin bremsurör til slíkra smíða hér og með hverjum mælið þið með? Um er að ræða amerískan bíl svo kannski er ódýrast að fá þetta tilsniðið og frágengið.

Kv.
Þ.
frá thor_man
28.des 2015, 20:43
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: VW Touareg v6 TDI 2005
Svör: 2
Flettingar: 605

Re: VW Touareg v6 TDI 2005

Var fyrir nokkrum árum að spá í þessa bíla vegna hagstæðs verðs og setti inn fyrirspurn hér og fékk mörh og góð viðbrögð. Slóðin á þá umræðu er hér: viewtopic.php?f=39&t=12273[url][/url]
frá thor_man
28.des 2015, 02:51
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur
Svör: 3
Flettingar: 485

Re: 4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur

Háspennukeflið, ef þetta er reglubundið. Átti eitt sinn einn svona sem ekki fór í gang ef maður kæfði óvart á honum, fyrr en eftir nokkra klukkutíma. það var reyndar algengur kvilli, var mér sagt.
frá thor_man
24.des 2015, 09:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Mism nipplar á sömu vatnshosu.
Svör: 2
Flettingar: 523

Re: Mism nipplar á sömu vatnshosu.

Þegar ég setti hyundai disel mótor í suzuki vitara var miðstöðvarelement með 14mm slöngur og kælrör á hyundai með 19mm rör, ég fékk breytistykki(minnkun) hjá Landvélum ódýrt Kannski er það einhver lausn á þínu máli og þá skiptir sverleiki stútsins minna máli ef þú færð eitthvern 1/2" nippil an...
frá thor_man
23.des 2015, 22:41
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Mism nipplar á sömu vatnshosu.
Svör: 2
Flettingar: 523

Mism nipplar á sömu vatnshosu.

Ágætu spjallverjar. Er með svolítið sértækt vandamál á gamalli Mopar 273 cu small block. Nippillinn fyrir by-pass hosuna í milliheddinu,1/2", tærðist í sundur og í ljós kemur að vatnsdælan er yngri, úr áli og með 3/4" nippil. Ætli líkur séu á að einhversstaðar fáist svona 1/2 nipplar fyrir...
frá thor_man
20.des 2015, 21:05
Spjallborð: Önnur farartæki
Umræða: Tjónaður Baleno til sölu SELT!
Svör: 2
Flettingar: 765

Re: Tjónaður Baleno til sölu SELT!

Er hægt að sjá einhverjar myndir af farartækin? Er hann á suðvesturhorni landsins?
frá thor_man
27.nóv 2015, 19:46
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Dekkjastærð fyrir Santa Fe
Svör: 9
Flettingar: 4273

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Gerði góða ferð í Njarðvíkina áðan og fékk ný Infinity 225/70R16 negld vetrardekk undir bílinn á tæp 85 þús. hjá Bílastofunni, með ventlaskiptum. Ekki slæmt það. Þolir sjálfsagt eitthvað stærri dekk því mér finnst þau ekki mega vera minni.
frá thor_man
24.nóv 2015, 10:50
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Dekkjastærð fyrir Santa Fe
Svör: 9
Flettingar: 4273

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Svona reikna ég þetta. Er svo með þetta í excel 2*h*b+Hæð felgu Ég breyti öllu í cm og þá er formúlan svona. 225/70 R16 = 2x225/10*70/100+26*2,54=72,14 ca, eða 28,4“ - Svona er formúlan stytt í cm = 2*22,5*,7+26*2,54=72,14cm Dekk Felga í " Hæð í " Hæð í cm 225/70 16 28,4 72,14 215/70 16 2...
frá thor_man
24.nóv 2015, 07:09
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Dekkjastærð fyrir Santa Fe
Svör: 9
Flettingar: 4273

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Hér fann ég mjög góðar skýringar á merkingum dekkja: http://www.goodyearautoservice.com/cont ... e=TireSize
frá thor_man
24.nóv 2015, 06:51
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Dekkjastærð fyrir Santa Fe
Svör: 9
Flettingar: 4273

Re: Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Eru þau ekki jafn há ? 70 er hæðin. Er ekki 215 og 225 breidd. Minnir það Jú, 70 er hæðin og 215/225 breiddin en mig minnir að hæðin 70 sé ekki ákveðin stærðareining heldur einhverskonar hlutfall milli breiddar og felgustærðar, þannig að ekki sé hægt að ganga beint út frá þeirri tölu, en kannski er...
frá thor_man
23.nóv 2015, 23:59
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar
Svör: 16
Flettingar: 2285

Re: Evapo-rust ryðleysir og þessháttar ryðleysar

Takk fyrir upplýsingarnar, þær koma að góðum notum. Ætla að prófa þetta efni frá Stáli og stönsum sem fyrst, er orðinn þreyttur á ryðrykinu.
frá thor_man
23.nóv 2015, 23:56
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Dekkjastærð fyrir Santa Fe
Svör: 9
Flettingar: 4273

Dekkjastærð fyrir Santa Fe

Sælir spjallverjar.
Eru vetrardekk af stærðinni 215/70 R16 of lítil fyrir Santa Fe Crd 2005, eru þau umtalsvert lægri en 225/70? Undir honum eru núna 225/70 R16 sem mun vera upprunalega stærðin.

ÞB.

Opna nákvæma leit