Leit skilaði 811 niðurstöðum

frá olei
22.aug 2016, 21:21
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????
Svör: 9
Flettingar: 1579

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Það þarf ekki allt að snúast um hjakk og festur, það eru nógu margir í þeirri deild. Hey, er nú hægt að velja sér deild þegar maður smíðar þessi apparöt? Ákveða að maður ætli ekki að vera í hjakk og festu-deildinni og þá er maður bara laus við það!? Ég er að fíflast... ég er líklega alltaf með einh...
frá olei
22.aug 2016, 20:58
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Seigur Ástmar, þetta er ein leið til að leysa þetta. Hér er lengjan sem ég tók úr þegar ég setti skiptinguna í bílinn. Þetta er Patrol Y60 gírkassi (með Terrano kúplingshúsi), síðan er það lágadrifshlutinn af Patrol Millikassa sem ég nota sem low gír, heimabruggað millistykki og loks Rover LT230. ht...
frá olei
21.aug 2016, 19:20
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????
Svör: 9
Flettingar: 1579

Re: GM 5.3vél, Jeep XJ body og Pajero hásingar????

Ég held að það sé svakaleg smíði að koma Pjaero klafafjöðrun með vindustöngum og öllu tilheyrandi undir XJ. Hugsanlegt væri að nota framendann af Pajero grindinni jafnvel alla leið frá vindustangabitanum. En þá er það spurningin hvernig er plássið fyrir vélina, afstöðu á drifskafti, og hvernig verðu...
frá olei
21.aug 2016, 18:37
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Læsinga möguleikar
Svör: 1
Flettingar: 617

Re: Læsinga möguleikar

Hvaða afturhásing er undir þessum bíl? Grunar að það gæti verið sama afturdrif í þessu og Terrano frá sömu árum, sem er þá HB233 með 30 rílu öxlum. Sé svo þá passar t.d diskalás úr Terrano í og það er hægt að fá loftlás í þessar hásingar. ARB sem framleiðir loftlásana er með heilmikla töflu um flest...
frá olei
21.aug 2016, 18:30
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Já, þetta eru stórskemmtilegar pælingar og gaman að sjá að þetta hefur virkað svona vel í terrano-inum. En mér finnst alltaf bara svo skrítið að nota kassa með "overdrive" til að gíra upp til þess eins að nota svo niðurgíraðan millikassa til að ná því niður aftur. Er ekki eitthvað orkutap...
frá olei
21.aug 2016, 18:26
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Gaman að þið séuð að sjá Land Rover ljósið! Kíkið svo á alla hina hlutina í bílunum, þeir eru allir snilld. :-) Lesist með rödd Ragnars Reykás: Bbb..bbb bíddu nú alveg hægur karlinn minn, við skulum alveg átta okkur á því að .... .. :) Ps Jú ég held að það séu einhverjir Roverar hér á landi með und...
frá olei
21.aug 2016, 18:24
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

En varðandi Rover millikassann, er það rétt skilið hjá mér að öxullinn sem gengur inní kassann þurfi að vera berandi fyrir eitthvað inní kassanum? Ég skildi ekki alveg hvað Ólafur var að tala um með smíðina á millistykkinu En miðað við allt sem ég hef lesið hér að ofan þá er þessi millikassi hrein ...
frá olei
21.aug 2016, 12:29
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?
Svör: 13
Flettingar: 1511

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Það er spurning hvort að þunn koppafeiti væri ekki málið í þessar dælur. T.d svokölluð "núll" feiti. Góða botnfylli í sveifarhúsið sem mundi þá smyrja það - síðan smitar hún líklega nóg til að smyrja stimplana en þó ekki svo mikið að veruleg olía fari út með loftinu. Kútur hirðir síðan res...
frá olei
21.aug 2016, 12:23
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Frábær þráður hjá þér Ólafur, enda ekki við öðru að búast frá snillilngi eins og þér. Þú hefur komið með margt mjög flott hér á þetta spjallsvæði, kærar þakkir fyrir það. En varðandi beinskiptu sjálfskiptinguna, þá hefur það svosem verið gert nokkrum sinnum að tengja saman tvo svona kassa, þá gírka...
frá olei
21.aug 2016, 12:16
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Gaman að þessu, sérstaklega þar sem Defenderinn minn er auðvitað með landrover kassa :) Núna þarf ég að fara undir og kíkja hvað stendur á honum. Einni datt ég enn og aftur í draumasession á Ashcroft síðunni og pantaði smáhlut. Mig langar svo að panta stærri hluti, svo sem eins og Undirdrive-ið. Þú...
frá olei
21.aug 2016, 11:36
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Ég hef oft verið að spá í svona gírun í kössum, og þá sérstaklega í að leysa málið einu skrefi framar, í gírkassanum. En ég vil ekki fara út fyrir efni þessa þráðar, þannig að ég setti pælingarnar hér; http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=33309 Þetta er ágæt pæling og hún skapar ljóman...
frá olei
21.aug 2016, 09:43
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?
Svör: 13
Flettingar: 1511

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

takk fyrir þetta. Ég er með Sanden dælu sem er svona skáplan-stimpildæla. Spurning hvernig best er að smyrja þetta? hálf fylla af loftpressuolíu? setja í þetta slatta af grafít feiti? ég sprauta öðru hvoru smá byssu-smur niður í loftinntakið, en hef ekki smurt mikið í koppinn frá því ég setti dælun...
frá olei
21.aug 2016, 09:34
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Þetta er skemmtilegur pistill. Ég er með Rocky millikassa í bútum í bílskúrnum, aðallega vegna þess að mig langaði til að rannsaka innihaldið áður en hann færi í eitthvað. Það sem ég hef komist að er að þessi kassi er með frekar hraust lágadrif, úttakshjólið er fín-skátennt, 33mm breitt og um 140mm...
frá olei
21.aug 2016, 09:32
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Athyglisverðar pælingar. Til að fara enn lengra með þeim, kannski svolítið frá LT230 sem farið var af stað með, þá hef ég lengi pælt í hvernig væri að nota bíl með bæði sjálfskiptingu og beinskiptingu. Það gæti náttúrulega bara virkað þannig að sjálfskiptingin væri fyrir framan og gírkassinn þyrfti...
frá olei
21.aug 2016, 09:03
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Hversu sterkt er þetta dót síðan? Það sem kveikti áhuga minn á þessum kassa var umræða á Pirate4x4 spjallborðinu. Þar er maður (Buckon37s) sem ákvað að prófa svona kassa í keppnisbíl sem hann notar meðal annars í "King of Hammers" keppnina. Í stuttu máli er þessi bíll ekki ósvipapaður og í...
frá olei
21.aug 2016, 08:08
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Nokkrir fleiri punktar: Þessir kassar eru misjafnir eftir árgerðum sem ég er því miður ekki með í kollinum í bili. Elstu útgáfur eru með grennra inntakshjóli, endaslagsskinnur á millitromlu og líklega veikasta mismunadrifinu. Gróft skotið og án ábyrgðar eru þetta 1980-1985 árgerðir. Næstu árgerðir s...
frá olei
21.aug 2016, 07:39
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Hér er listi með drifhlutföllum í LT230. Fyrsta talan í serialnúmerinu sem er hoggið í kassann segir til um það. Allir original LT230 eru með lága drif 3.3:1eftirfarandi listi er fyrir háa drifið. 12D = 1.667 LT 230R 13D = 1.410 LT 230R 14D = 1.003 LT 230R 15D = 1.192 LT 230R 20D = 1.667 (2.5 N/A 11...
frá olei
21.aug 2016, 06:54
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Re: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Framendinn á LT230 lítur svona út. Millistykkið við hann stýrist á pinnum. Hann er ekki því ekki sá þægilegasti að mixa við hann. Nú er ég ekki klár rennismiður en mér sýnist að það þurfi að smíða plötu sem passar á framendann og í stýripinnana. Bolta hana síðan við hús af svona kassa og taka centru...
frá olei
20.aug 2016, 12:05
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?
Svör: 13
Flettingar: 1511

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

Það sem ég hef séð í þessum skáplansdælum varðandi smurning er tvíþætt. Annarsvegar þarf að smyrja stimplana. Þá virkar náttúrulega að slurka smá olíu í loftinntakið eða setja upp kerfi með olíuskilju. Hinsvegar er það sveifarhúsið sem getur verið skraufþurrt þó svo að pressan sé látin éta olíu - þa...
frá olei
20.aug 2016, 01:09
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar
Svör: 39
Flettingar: 6846

Smá tæknihorn: Millikassi sem er áhugaverður fyrir breytingar

Mig langar til að vekja athygli á millikassa sem sumir notendur hér þekkja og aðrir hugsanlega ekki. Þó að ég sé búinn að vera viðriðinn jeppadellu ansi lengi vissi ég ekki af honum fyrr en fyrir nokkrum árum. Þar ræður mestu ætternið sem er vissulega mis-hátt skrifað meðal íslenskra jeppamanna. Ég ...
frá olei
20.aug 2016, 00:05
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: D 300 ford millikassi
Svör: 7
Flettingar: 740

Re: D 300 ford millikassi

46" dekk hafa ekkert annað að gera en að halda á NP205 :) Smá grín í þessu en líka alvara. Sífelldar áhyggjur af þyngd eru stórlega ofmetið fyrirbæri í sjóakstri. Alveg sérstaklega á svona stórum dekkjum. Reyndar er gamli góði gullmolinn NP205 ekki með neina sérstaka gírun og því væru aðrir kas...
frá olei
19.aug 2016, 23:36
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?
Svör: 13
Flettingar: 1511

Re: Hvað þolir AC dæla að pumpa miklum þrýstingi?

150 psi þrýstingur er ekki vandamál út af fyrir sig. En samt sem áður þá veldur hærri þrýstingur meiri hita og meira álagi á dæluna þegar hún er að dæla lofti. Og þá er það spurningin hversu vel tókst til að smurvæða hana. Annarsvegar eru stimplarnir krítískur þáttur sem þarf að fá smurning, hinsveg...
frá olei
17.aug 2016, 10:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Explorer SOHC 4.0 gat á sveifarhúsi.
Svör: 3
Flettingar: 958

Re: Explorer SOHC 4.0 gat á sveifarhúsi.

Ónýt blokk og eitthvað skemmtilegt í gangi þarna inni.

Jú þetta er ónýtt.
frá olei
15.aug 2016, 22:26
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Breytinga skoðun
Svör: 3
Flettingar: 857

Re: Breytinga skoðun

Ég smíðaði Jeep fyrir margt löngu síðan. Ég hafði skráningu og smíðaði grindina frá grunni - hjó síðan grindarnúmerið af skráningunni í grindina sem ég smíðaði. Ekkert - ekki arða af upphaflega bílnum var í þeim sem ég mætti með í skoðun og það var ekkert vandamál. Reyndar var ég búinn að ræða þetta...
frá olei
11.aug 2016, 20:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 35" dekk
Svör: 6
Flettingar: 1108

Re: 35" dekk

Brósi var með 35" BFG AT-mynstur undir Toyota LC 80. Kantarnir á þeim eyðilögðust allt of fjótt- skemmdust við felgunar. Of breiðum felgum var kennt um, mig minnir að hann hafi verið á 12" breiðum felgum, frekar en 14". Þessu var bara rúllað á þjóðvegunum, aldrei keyrt á úrhleyptu. Fr...
frá olei
10.aug 2016, 18:58
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: var að eignast Y60 patrol
Svör: 39
Flettingar: 6676

Re: var að eignast Y60 patrol

Vanir menn, vönduð vinna og ekkert vesen í stærsta bílskúr í heimi!
Gaman að þessu. Þessi Patrol verður í banastuði í vetur.
frá olei
10.aug 2016, 18:54
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Breyta nýjum Hilux.
Svör: 3
Flettingar: 941

Re: Breyta nýjum Hilux.

Ég hef engin svör við þessum spurningum. Hvernig kram er annars í þessum bílum, drifastærð os.frv.?

Almennt séð sýnist mér nýrri japanskir pikkar bestir original. Þeir eru orðnir það stórir og þungir að þeir þurfa dekkjastærð sem kramið ræður illa við til að drífa eitthvað til að byrja með.
frá olei
07.aug 2016, 17:36
Spjallborð: Hyundai
Umræða: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???
Svör: 9
Flettingar: 4273

Re: Terracan kveikir vélarljós upp brekkur???

Fyrsta vers er að lesa bílinn og sjá hvað er af kóðum í honum. Fyrst vélarljósið kviknar ætti að vera einhver kóði í græjunni um það atriði - það er allavega oftast þannig.
frá olei
29.júl 2016, 23:21
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Svör: 8
Flettingar: 1244

Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..

Kaninn var hrifinn af öryggisvírum (fusable links). Einn slíkur gæti hafa brunnið í sundur við skammhlaupið. Mundi leita fyrst við rafgeyminn. Prófaðu að gúggla "fusable link + bíltegund og árgerð" og sjáðu hvað kemur upp.
frá olei
26.júl 2016, 03:44
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Lengd á stífum (4/5link)
Svör: 28
Flettingar: 2862

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Held að ég kannist við það sem þú ert að tala um Grímur. Langar og láréttar stífur eru fínar fyrir aksturseiginleika á malbiki, en ég er ekki viss um að þær skili bestum árangri hvað grip snertir á afturhjólin. Á aflmiklum bílum er það ekki þannig að mínu mati.
frá olei
25.júl 2016, 23:23
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Lengd á stífum (4/5link)
Svör: 28
Flettingar: 2862

Re: Lengd á stífum (4/5link)

Tæknilega séð sé ég ekkert sem mælir sérstaklega gegn því að neðri linkurinn sé svona langur. Auðvitað fylgir þá með að efri linkurinn þarf að vera langur líka - en nánari útfærsla á því fer eftir því hvernig þú villt að pinion-hallinn breytist (eða ekki) við fjöðrun. Lengri neðri linkur ber minna þ...
frá olei
24.júl 2016, 12:46
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum
Svör: 77
Flettingar: 17840

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

198x árgerð af Chevrolet Blazer K5 með íplantaðri 350 TBI, TH400 skiptingu (ekkert lockup) og NP208 millikassa á 38" mudder. Sumarferðalag, norður Kvíslaveitur-Sprengisand-Gæsavatnaleið-Mývatnsöræfi-Húsavík-Akureyri-Eyjafjörður-Sprengisandur-Selfoss. Með ýmsum útúrdúrum- 1600Km. Allt hálendið e...
frá olei
24.júl 2016, 12:33
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum
Svör: 77
Flettingar: 17840

Re: Eldsneytis eyðsla í bænum & uppá fjöllum

Smá tip: Tékkið km-teljarann í jeppanum af miðað við GPS, og vegalendarmerkingar vegagerðarinnar þegar þið eruð á flandri um þjóðvegina. Þeir eru merkilega skakkir í sumum bílum og ber hreint ekki saman við nálina. Þ.e.a.s í bílum með (mikið til) réttan hraðamælir getur skekkjan í teljaranum verið 1...
frá olei
22.júl 2016, 21:18
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Svör: 10
Flettingar: 955

Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98

Hvað með slit í færsluboltum, eða dælugimmikinu, sætum fyrir klossana? Skipti nýverið um diska og klossa í Opel dós sem ég á. Byrjaði að víbra skömmu síðar. Nú er hann tekinn upp á því að festast í bremsu en virðist losna ef ég hristi stýrið til og frá á ferð. Hef ekki nennt að rannsaka þetta, dettu...
frá olei
22.júl 2016, 01:23
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 1317

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Dana 300 er bara til fyrir hægri kúlu það ég best veit. Dana 300 er ekki jafn sterkur og gamla rörið NP205, en hann er alveg nógu og sterkur í 2,5 tonna bíl á 44" dekkjum með 8 gata mótor. Hann hefur síðan lægra lágadrif eða um 2,7:1.
frá olei
21.júl 2016, 22:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: V8
Svör: 6
Flettingar: 1150

Re: V8

TBI chevrolet rafkerfið er mjög svipað og rafkerfið sem fylgir fjölspíssavélum frá sama árabili og þær eru mun skemmtilegri. Þetta er bara gamalt og úrelt dót sem er ekki þess virði að mixa í jeppa með allri þeirri fyrirhöfn sem því fylgir -- þegar það eru til miklu skemmtilegri og öflugri yngri vél...
frá olei
21.júl 2016, 22:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 1317

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Drifkúlan að framan , hvoru megin er hún?
frá olei
21.júl 2016, 19:52
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 1317

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Hvernig Bronco er þetta, hvaða mótor, hvaða dekkjastærð er fyrirhuguð, hásingar??
frá olei
20.júl 2016, 04:31
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Svör: 15
Flettingar: 1317

Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi

Mjög oft verið prófað, þetta er sterkt og þungt dót sem virkar vel og endist lengi. Sérstaklega millikassinn sem er ríflega skotheldur og þolir hvað sem er í jeppabransanum. Galli við kassann er að hann er ekki alveg sá liprasti að skipta honum, samt eru sum trukkabox verri. Hvað villtu vita annars?...
frá olei
19.júl 2016, 23:50
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Samsláttarpúðar ?
Svör: 9
Flettingar: 1118

Re: Samsláttarpúðar ?

Ég sting þessum púðum upp í 2cm rörbút. Það heldur við þá þannig að þeir leggist ekki á hlið ef það er klaki á milli. Minnkar hættu á því að þeir týnist. Mér sýnist að það sé ekki nema 1cm upp í rörið þegar þeir klessast mest saman. Þ.e.a.s þeir fara niður í sirka 3cm í miklum gleðihoppum.

Opna nákvæma leit