Leit skilaði 9 niðurstöðum

frá arnia
21.feb 2011, 13:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Íslenski JEEP Klúbburinn
Svör: 13
Flettingar: 6415

Re: Íslenski JEEP Klúbburinn

Til hamingju með klúbbinn jeep menn. Þetta er auðvitað merkileg tegund þar sem hún er hvorki meira né minna en upphafið að þessu ævintýri öllu saman. Þegar fyrstu jeep bílanir bárust til landsins varð að venju íslendinga að finna fyrirbærinu íslenskt nafn. Vegna hljómsins þótti upplagt að nota orðið...
frá arnia
05.feb 2011, 15:23
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Lapplander kostir og gallar.
Svör: 19
Flettingar: 6603

Re: Lapplander kostir og gallar.

Fyrst minnir mig að Volvo Lapplander hafi nær eingöngu verið í þjónustu stofnana eins og Pósts og Síma, Orkustofnunar, Rarik og annarra slíkra. Þá horfði maður á þessa bíla með hálfgerðri lotningu enda voru þeir á þess tíma mælikvarða á hrikalegum risatúttum. Til samanburðar þá voru jeppar þessa tím...
frá arnia
28.des 2010, 01:42
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Verslum við björgunarsveitirnar.
Svör: 12
Flettingar: 3697

Re: Verslum við björgunarsveitirnar.

Ef þið kaupið flugelda af einkaaðilum, fáið þá endilega hjá þeim símanúmerið svo að þið getið hringt í þá og ræst þá út til að redda ykkur að nóttu sem degi.

Kveðja Árni
frá arnia
04.nóv 2010, 21:09
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Frikki Mampi
Svör: 15
Flettingar: 4331

Re: Frikki Mampi

He he. Það þarf nú væntanlega að henda einhverju fleiru en hurðaþéttum og rúðugúmmíum, nema þú sért á bíl sem er með 1/2 tonn af hurðaþéttingum og rúðugúmmíum, þá væri það fín byrjun, svo geta menn farið að henda flatjárnabúntum , klafadrasli ofl. þvílíku drasli.
frá arnia
02.nóv 2010, 12:16
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Frikki Mampi
Svör: 15
Flettingar: 4331

Re: Frikki Mampi

Svo taka þeir alla spónhúsanýju japönsku fiskbílana og amerísku dinosárana beina leið inn í bílskur og eyða svona milljónkalli í að breyta þeim í Landrover. He he
frá arnia
31.okt 2010, 09:19
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Frikki Mampi
Svör: 15
Flettingar: 4331

Re: Frikki Mampi

Patrol er eflaust ágætisbíll, en menn vita ekki hvað það er að lifa þessu eina lífi sem við eigum, finna vindinn í hárinu og öll veðrabrigði náttúrunnar á eigin skinni ( með lokaða gluggana ) fyrr en þeir komast í Land Rover. Þá fyrst byrjar lífið.

Kveðjur, Land Rover eigandi
frá arnia
07.sep 2010, 13:33
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Pajero reykir
Svör: 12
Flettingar: 3558

Re: Pajero reykir

Það er sjálfsagt að byrja á að prófa spíssahreinsi, enda einföld og ódýr aðgerð. Vonandi dugar það. Spíssar eiga að vinna þannig að þeir opna eldsnöggt, skjóta inn mjög fínni olíuþoku og loka eldsnöggt aftur. Ef eitthvað vantar upp á þetta, t.d. ef spíss er hálfstíflaður og ýrir illa ( buna eða drop...
frá arnia
07.sep 2010, 12:03
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Nú á að fá sér jeppa :)
Svör: 62
Flettingar: 15756

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Það er dálítið einkennandi fyrir "ráðleggingar" manna í þessum þræði að vilja endilega að spyrjandi fái sér "bíl eins og minn" Þar sannast hið fornkveðna að hverjum þykir sinn fugl fagur ( þó hann sé bæði ljótur og magur) Er þetta einhver árátta að verða að hafa rétt fyrir sér ? ...
frá arnia
07.sep 2010, 11:43
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Pajero reykir
Svör: 12
Flettingar: 3558

Re: Pajero reykir

Svartur reykur = of mikið eldsneyti, eða eldsneyti á því formi að ekki næst fullkominn bruni.
Bendir á t.d. lélega spíssa

Opna nákvæma leit