Leit skilaði 824 niðurstöðum

frá grimur
05.maí 2020, 03:59
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: L200 rosalega stíft stýri ??
Svör: 9
Flettingar: 1389

Re: L200 rosalega stíft stýri ??

Er ekki bara eitthvað vesen á vökvanum? Grófsía frá forðabúri að dælu getur stíflast í sumum bílum, hringir geta morknað ofl sem veldur því að dælan dregur loft eða snuðar í vakúmi sem freyðir vökvanum þannig að allt verður hálf fatlað. Hef lent í allskonar svona ævintýrum með t.d. Honda Odyssey, 4R...
frá grimur
28.apr 2020, 02:24
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Áfelgunarhringir
Svör: 6
Flettingar: 1286

Re: Áfelgunarhringir

Alveg bráðsniðug hugmynd, hefði viljað kunna þetta áður fyrr.

Spurning um að skera ventilinn af og færa útfyrir. Bæta og líma þetta bara til með annarri slöngu, það má slípa gúmmíið út í ekki neitt innað gati og svo bótina að utan til að lágmarka þvingun.
frá grimur
01.apr 2020, 01:30
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Svartholið - smíðaþráður
Svör: 31
Flettingar: 7772

Re: Svartholið - smíðaþráður

Alveg flott. Eins gott að bíllinn var vel með farinn og vandaður og hentaði svo vel að það þurfti nánast engu að breyta... :-) Djók. Virkilega flott verkefni, ég slefa alveg smá yfir þessu. Mér finnst einsog ég hafi séð svona dekkjaskapalón áður en var samt búinn að steingleyma því. Það er allavega ...
frá grimur
31.mar 2020, 04:09
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Má draga sjálfskiptann bíl..?
Svör: 7
Flettingar: 1418

Re: Má draga sjálfskiptann bíl..?

Ef það er hægt að setja millikassann í hlutlausan er það líklega allt í lagi.
Semsagt, með skiptinguna í P og millikassann þannig að hann renni samt viðnámslítið.
Að öðrum kosti... þá væri gott að láta hann amk malla hægagang ef hægt er.
frá grimur
01.mar 2020, 02:29
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Upol - Raptor
Svör: 7
Flettingar: 1221

Re: Upol - Raptor

Eitthvað aðeins meira en slatta, næstum helling jafnvel. En svona grínlaust...er að fíla þessa nálgun. Lakk neitakk. Það er gaur á youtube sem gerði samanburðarpróf á svona efnum, leitið að "Project Farm". Hann prófar allan fjandann og er ekkert að auglýsa neitt frekar en annað, bara svona...
frá grimur
01.mar 2020, 02:23
Spjallborð: Isuzu
Umræða: EGR Blocking
Svör: 8
Flettingar: 1711

Re: EGR Blocking

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki almennilega kynnt mér hvernig EGR er notaður í dieselvélum, en ímynda mér að það hafi eitthvað með það að gera að kæla brunann við tiltekin skilyrði, þynna aðeins út súrefnisríkt loftið. Það gæti alveg passað við lýsinguna við að blinda þetta, það hjálpar bínunni...
frá grimur
29.feb 2020, 03:14
Spjallborð: Isuzu
Umræða: EGR Blocking
Svör: 8
Flettingar: 1711

Re: EGR Blocking

Sumir bílar hlaða upp sóti í inntakinu öllusaman með þessu. Eiginlega allir að einhverju leyti. Svona system sem er bilað, skítugt og þannig hálflamað er oftast feekar til bölvunar....eins og annað bilað dót. EN 0Vélatölvurnar eru oftast að slökkva á þessu yfir vissu álagi, þannig að aflaukning með ...
frá grimur
22.feb 2020, 05:52
Spjallborð: Isuzu
Umræða: EGR Blocking
Svör: 8
Flettingar: 1711

Re: EGR Blocking

Það er nú alveg hugmynd að láta fylgja með svona sirka hverslags ökutæki um er að ræða. Það er ekki gengið frá þessu eins í öllum bílum, og svo fer svona breyting misjafnlega í eldsneytiskerfið, getur alveg ruglað hlutum til eða verið til stórbóta. Ég átti 3.0 V6 Toyota og boraði þetta system út til...
frá grimur
16.jan 2020, 04:13
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Musso 2.9tdi smá viðhald
Svör: 24
Flettingar: 4870

Re: Musso 2.9tdi brotið framdrif

Gekk þetta ekki saman á pinna stýringum, sem boru einmitt of rúmar? Spurning hvort að það væri hægt að bora út í næstu stærð, tommu eða mm? Og já...lím á alla fleti, þrífa vel undir. Athuga að límið þoli hita, olíu og sé ekki útrunnið eða lágstyrks. Loctite 272 og 262 ættu bæði að virka, 272 þarf að...
frá grimur
10.jan 2020, 07:40
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: 4runner breytingar
Svör: 12
Flettingar: 2639

Re: 4runner breytingar

Það eru til hækkunarsett fyrir klafana að framan, eitthvað mismunandi að gæðum svosem, en meginmálið er að skipt er um liðhúsin, neðri klafarnir færðir niður og drifið með. Allt ætti þetta að fást frá USA, svo mikið var framleitt af þessu í den að það hlýtur að vera ennþá til. Það er atriði að stífa...
frá grimur
28.des 2019, 04:00
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: 4runner breytingar
Svör: 12
Flettingar: 2639

Re: 4runner breytingar

...og með boddílift vs fjöðrunarlift....það getur verið að einhverjum finnist ekki sniðugt að lyfta 4Runner á boddí, en staðreyndin er nú samt sú að þyngdarpunkturinn færist minna uppávið með því móti heldur en með því að hækka grindina og allt kramið líka. Það segir sig nú bara sjálft. Aðrir eiginl...
frá grimur
28.des 2019, 03:49
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: 4runner breytingar
Svör: 12
Flettingar: 2639

Re: 4runner breytingar

Það sem ég var að fara með þessu var nú að ofantaldir vankantar á LC60 hásingunum eru kannski ekki trompaðir fullkomlega með styrk. Svo eru liðirnir út í hjól veiki hlekkurinn í téðri LC60 framhásingu, mig rámar eitthvað í að það sé sami liðurinn og í venjulegri 8" framhásingu úr Hilux. Sú hási...
frá grimur
22.des 2019, 02:02
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: 4runner breytingar
Svör: 12
Flettingar: 2639

Re: 4runner breytingar

Það sem ekki allir vita heldur er að 8" Toyota köggull er ekko sama og 8" Toyota köggull. Einna sterkasta týpan kemur úr V6 bílnum, þar er húsið langtum þykkara og sterkara heldur en í 4cyl bílunum. Ég veit ekki fyrir víst hvaða týpa er í 3.0 diesel. Hitt veit ég að þessi sterkari hús hald...
frá grimur
18.des 2019, 02:50
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: HI-Lux ferðabifreið
Svör: 134
Flettingar: 42119

Re: HI-Lux ferðabifreið

Ég myndi frekar hallast gegn þessari gengjupælingu, það er sjálfgefið hlaup í gengjum, meiraðsegja töluvert mikið, sem gæti valdið hávaða og í versta falli ýtt undir titringsmyndun. Sumir voru að smíða nælonfóðringar í stífuenda í gamladaga, það var algert bras fyrir utan að þvinga alltof mikið, veg...
frá grimur
10.des 2019, 14:19
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: HI-Lux ferðabifreið
Svör: 134
Flettingar: 42119

Re: HI-Lux ferðabifreið

Þetta gatabrjálæði er almennt til bölvunar í svona smíði. Hef séð ansi mörg tilfelli þar sem svona "léttingar" sem í raun skipta engu máli sem slíkar eru algert klúður burðarþolslega séð. Einstaka sinnum má réttlæta göt með því að setja rör í gegn sem stífingu og sjóða það allt saman. Ofta...
frá grimur
28.nóv 2019, 06:22
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Taka slöngur í gegnum gólf
Svör: 11
Flettingar: 2197

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Þola hita, kulda, nudd og flest leysiefni mun betur en nylon. Standast betur beygjur og titring án þess að kikna eða krumpast. Henta betur en flest ef ekki allt annað í hraðtengi. Prufið bara að skera PU slöngu með dúkahníf sem er ekki lengur alveg nýr...passa puttana...slangan er seig. Landvélar ha...
frá grimur
26.nóv 2019, 06:58
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Taka slöngur í gegnum gólf
Svör: 11
Flettingar: 2197

Re: Taka slöngur í gegnum gólf

Þó að gegnumtökin ryðgi ekki, þá ryðgar gjarna það sem króm liggur að, spennutæring sér um það. Gúmmí grommet í vel boruð göt sem hafa verið máluð eitthvað eru ekki slæm, rispa ekki gegnum lakk. Svo flæðir betur um slöngu en endalaus tengi. Annars tæki ég plast gegnumtökin frekar en málm, útaf þessu...
frá grimur
01.nóv 2019, 16:04
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Fjaðrir sem hækka upp..?
Svör: 21
Flettingar: 4623

Re: Fjaðrir sem hækka upp..?

Um leið og farið er yfir flotmörk verður varanleg formbreyting, hvort sem um fjaðrastál ræðir eða annað. "Hæð" flotmarka ræður hins vegar hvað þarf mikið að sveigja til að komast þangað, fjaðrastál hefur frekar há flotmörk sem þýðir að mikið þarf að sveigja til að komast þangað, en það er ...
frá grimur
01.nóv 2019, 06:14
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Dekk og flot - lengd vs. breidd
Svör: 19
Flettingar: 4524

Re: Dekk og flot - lengd vs. breidd

Mín reynsla er að dekk sem eru með hlutfallslega breiðara spor miðað við hæð heldur en t.d. Mudder eða Ground Hawg38" á 15" felgu, eru ekki alveg heppileg í snjó. Var í smá tíma á DC 35" sem voru að mig minnir 12.5" breið. Þau takmörkuðust alveg af því hvað hægt var að troða undi...
frá grimur
28.okt 2019, 05:17
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Ram 3500 - Lúlli - prufutúr í snjó
Svör: 103
Flettingar: 21132

Re: Ram 3500 - Lúlli - brotið drif í fyrsta krapa :-(

Voru menn ekki að styrkja þetta í torfærunni með því að setja fóðringar með öxlunum að innanverðu, í rörin? Annars kasta öxlarnir sér út úr línu undir átaki og stúta krossum...
Kannski er ég bara að bulla, ég kann ekkert á Dana hásingar.
Kv
G
frá grimur
22.okt 2019, 04:31
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: Svartholið - smíðaþráður
Svör: 31
Flettingar: 7772

Re: Svartholið - smíðaþráður

Smíðaerótík?
frá grimur
22.okt 2019, 04:28
Spjallborð: Vara og aukahlutir
Umræða: 8” langur pallur af F350 árg 2005 til sölu
Svör: 2
Flettingar: 830

Re: 8” langur pallur af F350 árg 2005 til sölu

8" er nú frekar stutt...
frá grimur
19.aug 2019, 04:58
Spjallborð: Suzuki
Umræða: 1996 16v 1,6 vitara
Svör: 3
Flettingar: 2659

Re: 1996 16v 1,6

Heldur er þetta nú knöpp lýsing...og á frekar að vera auglýsing svona strangt til tekið
frá grimur
21.júl 2019, 06:53
Spjallborð: Toyota
Umræða: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)
Svör: 9
Flettingar: 5686

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Ég vil ganga svo langt að kalla þetta algera þvælu. Það er pottþétt eitthvað sem þeir klúðra í þessum umskiptum. 8" Toyota drif fer ekkert að syngja bara sisvona, það brotnar ef það er tekið harkalega á því og jú getur farið að syngja ef það fær að bryðja sand eða verður alveg olíulaust. Annars...
frá grimur
20.júl 2019, 04:42
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Ram 3500 - Lúlli - prufutúr í snjó
Svör: 103
Flettingar: 21132

Re: Ram 3500 - Lúlli - prufutúr

Það er nú hæfileiki útaf fyrir sig að finna einfaldar lausnir....
frá grimur
20.júl 2019, 04:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Hleðslu vesen
Svör: 3
Flettingar: 1313

Re: Hleðslu vesen

Finnst það nú alveg líklegt, er utanáliggjandi hleðslustýring í þessum bíl? Ef svo er þá gæti það box verið bilað. Það var þannig í 2.4 dieselhilux sem ég átti og bilaði einmitt þannig að hann hætti að hlaða.
frá grimur
16.júl 2019, 04:42
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Toyota lc 120
Svör: 1
Flettingar: 1106

Re: Toyota lc 120

Myndi skoða að innanverðu, aftan. Gjarna nálægt olíutank, stífufestingum og slíku þar sem drulla nær að tolla og halda raka og seltu að. Annars eru þessar grindur skilst mér að rotna heilmikið innanfrá. Banka þetta allt með litlum hamri, pikka með skrúfjárni í pytti. Þá finnst grauturinn nú yfirleit...
frá grimur
16.júl 2019, 02:35
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Ram 3500 - Lúlli - prufutúr í snjó
Svör: 103
Flettingar: 21132

Re: Ram 3500 - Lúlli - prufutúr

Það er nú bara einsog hann hafi alltaf átt að vera í þessari skóstærð...virkilega fín breyting finnst mér. Alveg óþarfi að flækja hlutina alltaf.
frá grimur
20.jún 2019, 03:24
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Pajero og Crucer 120
Svör: 2
Flettingar: 1134

Re: Pajero og Crucer 120

Skoðunarmaður hjá Frumherja sagði mér að grindurnar í öllum þessum bílum, Cruiser, Pajero, Patrol, Navara og hvað þeir allir kallast, breyttust sjálfkrafa í ryð að aftanverðu á ákveðnu árabili, ca frá 2003 til eitthvað. Eina undantekningin væri Terracan, þar sem burðarvirkið í hann hefði ekki komið ...
frá grimur
16.jún 2019, 01:31
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: halli á 5link stífum
Svör: 24
Flettingar: 4204

Re: halli á 5link stífum

3° auka til að taka við vindingnum er svolítið ríflegt, meira svona 1° er sennilega passlegt. 3° hljómar ekki eins og það sé mikið, en það er nú samt alveg hellingur þegar maður mælir það og kíkir svo á. Fer auðvitað eftir gúmmíum og svo hvort það er eitthvað annað í spilinu, eins og að bíllinn hækk...
frá grimur
13.jún 2019, 05:42
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: halli á 5link stífum
Svör: 24
Flettingar: 4204

Re: halli á 5link stífum

Það sem gjarna hefur mikið um þetta að segja er fyrirkomulag á drifsköftum og hjöruliðum, semsagt hvernig brotin á hjöruliðunum eiga að ganga upp og núlla sig út. Það eru til nokkrar útfærslur á því. Basic uppsetning er jafnlangar stífur samsíða, gagnstæð jafnstór brot í báða enda, semsagt pinjón sa...
frá grimur
07.jún 2019, 23:50
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Lengja hraðamælabarka
Svör: 9
Flettingar: 1940

Re: Lengja hraðamælabarka

Raspberry Pi með stepper driver og mótor er alveg gerlegt. Hugsa að ég myndi klóra mig framúr því, sem þýðir raunar að það ætti alls ekki að vera mikið mál.
frá grimur
07.jún 2019, 23:33
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Lengja hraðamælabarka
Svör: 9
Flettingar: 1940

Re: Lengja hraðamælabarka

Ætli væri ekki gerlegt að setja steppermótor aftaná mælinn, sem tæki svo bara púls frá rafmagnsskynjara einsog er í flestu núorðið? Stepper driverar og mótorar kosta klink, bara spurning um það hvort það finnst driver með stillanlegum tíðnibreyti fyrir merkið....? Kannski er þetta bara til. Gúgglun ...
frá grimur
05.jún 2019, 00:18
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: halli á 5link stífum
Svör: 24
Flettingar: 4204

Re: halli á 5link stífum

Smá innlegg í áhugaverða umræðu... Ef afturstífurnar eru samsíða í kjörstöðu, en sú efri aðeins styttri, koma fram ansi áhugaverðir eiginleikar. Þá veltur hásingin fram(réttsælis ef horft er á hægri hlið bílsins) hvort sem sundurslag eða samslag á sér stað. Þannig verður hálfpartinn til óþvinguð mis...
frá grimur
15.maí 2019, 03:22
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Kantar á Tacoma
Svör: 0
Flettingar: 745

Kantar á Tacoma

Nú er maður að koma sér aftur í aðdráttargírinn, er að spá í framkanta sem rúma 40 til 42" dekk á Tacoma 2001 módel. Mig grunar að það sé ekki mikið af þessum eðalvögnum á íslandi, en gæti verið eitthvað samt. Spurning svo með breytta bíla. Allavega, ef þið hafið hugmyndir og/ eða vitið um mót ...
frá grimur
01.maí 2019, 01:18
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: 1988 Jappinn
Svör: 11
Flettingar: 3711

Re: 1988 Jappinn

Fæ smá seiðing í mjóbakið við að horfa á svona bíl...einn félagi átti svona apparat sem hann breytti í pickup, eftir það hét það skóhlífin. Komst svosem alveg helling á rúmlega 30" togleðurshringjum, en vistin í búrinu var ekki upp á marga fiska á Kjalvegi með upphaflegu flatjárnin undir. Þetta...
frá grimur
01.maí 2019, 01:06
Spjallborð: Jeppinn minn
Umræða: 4runner 1988
Svör: 7
Flettingar: 3679

Re: 4runner 1988

Ekki nema 6 ára gamalt innlegg þetta næstsíðasta hérna :-)
frá grimur
13.apr 2019, 01:16
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.
Svör: 11
Flettingar: 4644

Re: Smá Tæknihorn: Felgur með kantlás að hætti hússins.

Snilldin ein, eins og svo margt sem Einar kemur að. Ég var að velta fyrir mér hvort að þéttingar svipaðar og með ventlaloksboltum gætu virkað í þetta, þær eru oft útfærðar þannig að þær herðist að leggnum á boltanum og fletinum undir þegar skinnan sem er undir hausnum pressar á. Kannski gæti flöt gú...
frá grimur
04.apr 2019, 04:53
Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
Umræða: úrhleipibúnaður
Svör: 7
Flettingar: 1892

Re: úrhleipibúnaður

10mm PolyUrethan í þetta allt, alla daga. Nylon slöngur eru algert drasl, mega ekki frétta af hita eða núningi, frosti eða beygjum og þá er allt farið að leka. PU er eitthvað dýrara, en marg borgar sig. Svo er mikið hagræði í að taka allt í sama sverleika. Ég hef notað 10mm PU út í hjól með góðum ár...
frá grimur
02.apr 2019, 03:41
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.
Svör: 27
Flettingar: 8340

Re: Smá tæknihorn: Snúningshné fyrir pumpusystem.

Myndi nú frekar veðja á eitthvað með 26mm gati eða þar rétt undir. Sé ekki alveg hvernig svona lega ætti að sitja í 10mm gati.
Aðeins lengri stútur og 2 legur væri alveg gargandi snilld ofaná snilldina sem er í þessu fyrir.

Kv
Grímur

Opna nákvæma leit