Leit skilaði 38 niðurstöðum

frá Páll Ásgeir
24.nóv 2011, 16:06
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: ný síða f4x4.is
Svör: 13
Flettingar: 3820

Re: ný síða f4x4.is

Ég vil nota þennan vettvang til þess að óska 4x4 til hamingju með nýja vefsíðu. Ég geri það náttúrulega hér því ég hef ekki aðgang á þeirra síðu því ég er ekki félagsmaður. Ég hef því aldrei tekið þátt í umræðum þar. Tvisvar sinnum - ef ég man rétt- kom til tals að mér væri veittur aðgangur að 4x4 s...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2011, 16:24
Spjallborð: Ferðir og færð á fjöllum
Umræða: Setur-Arnarfellmúlar
Svör: 18
Flettingar: 5739

Re: Setur-Arnarfellmúlar

"En þetta er merkt sem slóði á GPS kortinu sem ég er með á tölvunni.." Þetta er nákvæmlega það sem má hafa áhyggjur af að nýleg birting ferlasafns 4x4 hafi í för með sér. Mjög auðvelt hefði verið fyrir aðstandendur að taka út fjölmargar leiðir sem enginn ætti að aka. En það var ekki gert h...
frá Páll Ásgeir
10.júl 2011, 09:56
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bækur
Svör: 11
Flettingar: 4572

Re: Bækur

Ég gleymdi að nefna bókina Jeppar á fjöllum sem Ormstunga gaf út 1994. Hún er með efni eftir nokkra höfunda og afar vönduð en því miður illfáanleg og er hér með hvatt til endurútgáfu hennar.
frá Páll Ásgeir
10.júl 2011, 09:53
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Bækur
Svör: 11
Flettingar: 4572

Re: Bækur

Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ferðalög á Íslandi er til fjöldi bóka. Margar þeirra hafa þegar verið nefndar hér. Mig langar til að benda á bók sem heitir Hálendið heillar og er eftir Loft Guðmundsson. Þar eru viðtöl og frásagnir nokkurra þeirra sem teljast verða frumkvöðlar í ferðum um hálend...
frá Páll Ásgeir
25.apr 2011, 11:36
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun LII (lokið)
Svör: 10
Flettingar: 4340

Re: Myndagetraun LII

Ekki eru margar vísbendingar í boði. Sennilega hefur JGH rétt fyrir sér að þetta sé í Kerlingarfjöllum. Aðstæður og liturinn á læknum benda til þess. Sé það rétt heitir áin Árskarðsá eða Ásgarðsá.
frá Páll Ásgeir
02.mar 2011, 16:35
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun IL (lokið)
Svör: 11
Flettingar: 4503

Re: Myndagetraun IL

Þetta er erfitt og ég veit ekkert hvar þetta er. En ég ætla samt að giska á þetta sé á Snæfellsnesi, frekar vestarlega.
frá Páll Ásgeir
27.feb 2011, 08:33
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XLVIII (lokið)
Svör: 2
Flettingar: 2735

Re: Myndagetraun XLVIII

Ég ætla að stinga upp á því að vötnin sem sjást á myndinni séu Laugarvatn og Apavatn og því sé myndin tekin ofan úr fjallinu fyrir ofan Miðdal.
frá Páll Ásgeir
16.okt 2010, 14:21
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXXIIX (lokið)
Svör: 13
Flettingar: 4412

Re: Myndagetraun XXXIIX

Þú hefur aldeilis hitt á magnaða liti í sólarlagi eða þannig. Ég er nánast viss um að þetta er Reykjaneshyrnan sem þarna rís svo fallega. Þá er myndin líklega tekin í Norðurfirði á Ströndum þar sem Reykjaneshyrnan er rétt við Gjögur, fremst á nesi sem skilur að Reykjarfjörð og Trékyllisvík. En ég ve...
frá Páll Ásgeir
23.sep 2010, 11:17
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Mér finnst ekki að göngufólk hafi meiri "rétt" til þess að fara um landið en aðrir ferðalangar. Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett - eða er í þann veginn að setja- ákveðnar reglur um umgengni og ferðamáta innan garðsins. Þær reglur eru settar til þess að vernda náttúruna og eiga að hafa þann...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2010, 21:44
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Mér finnst leitt ef Stefáni finnst svar mitt einhver útúrsnúningur. Kannski skildi ég ekki spurninguna nógu vel. Ég held að í Vatnajökulsþjóðgarði verði að vera reglur um það hvar má tjalda og hvar má leggja húsbílum og hvar má sofa. Ég á þó varla von á því að einhver amist við því hve lengi einhver...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2010, 20:26
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Stefán Þórsson spyr sérstaklega hvert álit mitt sé á mismunun gagnvart ferðamönnum eftir því hvernig þeir ferðast. Almennt finnst mér að jafnræði eigi að gilda. Jafnræði í þeirri merkingu að ef eitthvert svæði er lokað þá þurfi gild rök fyrir undanþágum. Hinsvegar eru ýmsar leiðir til að meta hversu...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2010, 17:30
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Ég hef ekki alltaf verið sammála þeim sem vilja afdráttarlaust ferðafrelsi án tilslakana. Ég hef látið skoðanir óhikað í ljósi en mér finnst of djúpt i árinni tekið að segja að ég sé einhver sérstakur andstæðingur eða hatursmaður jeppamanna. Það getur vel verið hentugt fyrir þá sem standa í áróðurss...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2010, 16:56
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Það er illt ef ágreiningur um lokun fáeinna slóða á hálendinu magnast upp í einhvers konar stríð milli jeppamanna og göngumanna. Slíkt er að minnsta kosti alls ekki að frumkvæði göngumanna eða þeirra félagasamtaka sem hafa látið sig náttúruvernd varða. Ég hef áður lýst því yfir að ég er fylgjandi lo...
frá Páll Ásgeir
22.sep 2010, 10:38
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði
Svör: 33
Flettingar: 13046

Re: Jarðarför á ferðafrelsi í Vonarskarði

Sennilega er rétt að benda á að spjallþræðir þeir sem bent er á í yfirlýsingunni hér að ofan eru lokaðir nema borgandi meðlimum. Undantekningin eru feisbókarsíðurnar en þar þurfa menn þó að skrá sig inn. Af innskráningu má draga þá ályktun að verið sé að lýsa stuðningi við málstaðinn sem þarf þó ekk...
frá Páll Ásgeir
10.sep 2010, 09:00
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði
Svör: 28
Flettingar: 6567

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Þetta er hárrétt hjá Þórði. Ef menn greinir á er yfirvegaður og rökstuddur málflutningur eina leiðin til þess að ná árangri. Að hnjóða í eða uppnefna þá sem ekki eru manni sammála skilar engu. Ef ég má segja mína skoðun hér í þessu ljónabúri þá held ég að barátta jeppamanna gegn stjórn Vatnajökulsþj...
frá Páll Ásgeir
09.sep 2010, 22:28
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði
Svör: 28
Flettingar: 6567

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Það eru fimm villur í svari þínu.
frá Páll Ásgeir
09.sep 2010, 22:11
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði
Svör: 28
Flettingar: 6567

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Málflutningur eins og sá sem Jón Snæland hefur í frammi er að jafnaði ekki talinn svaraverður. Hann telur greinilega að mér sé eitthvað sérstaklega í nöp við jeppamenn. Sjálfsagt er það vegna þess að ekki hafa allar skoðanir mínar fallið Jóni í geð. Af sama sauðahúsi eru yfirlýsingar hans um að Nore...
frá Páll Ásgeir
09.sep 2010, 14:30
Spjallborð: Almennt spjall
Umræða: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði
Svör: 28
Flettingar: 6567

Re: Svör frá Vatnajökulsþjóðgarði

Mér sýnist stutta svarið vera á þá leið að ekki er tekið mark á neinum athugasemdum eða mótmælum jeppamanna. Eina undantekningin er sú að vegurinn inn Heinabergsdal verður opinn fyrir almenna umferð en í upphaflegu tillögunni var hann lokaður öðrum en ferðaþjónustuaðilum.
frá Páll Ásgeir
01.sep 2010, 09:27
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXXIII (lokið)
Svör: 6
Flettingar: 2892

Re: Myndagetraun XXXIII

Hef ekki hugmynd en sting samt upp á Loðmundi í Kerlingarfjöllum.
frá Páll Ásgeir
29.aug 2010, 20:18
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXXII (lokið)
Svör: 3
Flettingar: 1816

Re: Myndagetraun XXXII

Eru þeir á leið í skálann við Klakk sunnan við Kerlingarfjöll?
frá Páll Ásgeir
20.aug 2010, 09:19
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXX (lokið)
Svör: 8
Flettingar: 3153

Re: Myndagetraun XXX

Vötnin heita Hóp og Sigríðarstaðavatn. Sandarnir heita Þingeyrasandur austan við útfallið úr Hópinu en Sigríðarstaðasandur að vestan.
Líklega er það Sigríðarstaðavatn sem sést glitta í á myndinni.
frá Páll Ásgeir
19.aug 2010, 20:44
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXX (lokið)
Svör: 8
Flettingar: 3153

Re: Myndagetraun XXX

Ég veit ekki hvar þetta er en ætla samt að giska á Húnaþing- nálægt Vatnsnesi
frá Páll Ásgeir
13.júl 2010, 17:22
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XXIV (lokið)
Svör: 8
Flettingar: 2690

Re: Myndagetraun XXIV (ein fersk)

Þetta er dálítið snúið - eins og góðar getraunir eiga að vera. Ég ætla að giska á að þetta sé Ingólfsfjörður sem verið er að horfa á. Ef það er rétt þá er ljósmyndarinn staddur við litla höfn sem rétt við bæinn í Ingólfsfirði og á seinni myndinni sést yfir að Eyri.
frá Páll Ásgeir
15.jún 2010, 13:50
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XVIII (lokið)
Svör: 6
Flettingar: 2837

Re: Myndagetraun XVIII

Ég held að GUðmundur G. Hagalín hafi skrifað stórskemmtilega bók um ábúendur á þessum bæ.
frá Páll Ásgeir
09.jún 2010, 20:00
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XVII (lokið)
Svör: 4
Flettingar: 2464

Re: Myndagetraun XVII

Ég bjó enn fyrir vestan 1987.
frá Páll Ásgeir
09.jún 2010, 14:57
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XVII (lokið)
Svör: 4
Flettingar: 2464

Re: Myndagetraun XVII

Þetta er í Önundarfirði. Fjallið er áreiðanlega Hestur og mig minnir að bærinn sé Kirkjuból í Korpudal.
frá Páll Ásgeir
26.maí 2010, 19:16
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: "ferða"- myndagetraun (lokið)
Svör: 23
Flettingar: 5613

Re: "ferða"- myndagetraun

Er fjallið á myndinni Smjörhnúkur vestan og norðan við Langavatnsdal?
frá Páll Ásgeir
26.maí 2010, 17:20
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: "ferða"- myndagetraun (lokið)
Svör: 23
Flettingar: 5613

Re: "ferða"- myndagetraun

Mynd nr. 3 er tekin í botni Hraunsfjarðar á Snæfellsnesi
frá Páll Ásgeir
25.maí 2010, 17:21
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: "ferða"- myndagetraun (lokið)
Svör: 23
Flettingar: 5613

Re: "ferða"- myndagetraun

Ég held að myndir 3 og 4 séu teknar í Álftafirði á Snæfellsnesi.
frá Páll Ásgeir
27.apr 2010, 18:24
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XI (lokið)
Svör: 9
Flettingar: 2635

Re: Myndagetraun XI

Þakka góð orð frá Stefáni. Mér finnast svona getraunir afar skemmtilegar en þessi er í þyngra lagi. Hvernig væri að fiska upp fleiri vísbendingar. Ef það er stöðuvatn í grenndinni dettur mér Langavatnsdalur í hug en átta mig samt ekki á því hvað fjallið á myndinni heitir. En það fyrsta sem mér datt ...
frá Páll Ásgeir
27.apr 2010, 08:05
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun XI (lokið)
Svör: 9
Flettingar: 2635

Re: Myndagetraun XI

Þetta er erfitt. En ég held að við séum á Suðurlandi.
frá Páll Ásgeir
27.apr 2010, 08:02
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Hvaða dalur er þetta eiginlega?
Svör: 5
Flettingar: 2905

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Rétt svar er Hoffellsdalur. Tvö tignarleg fjöll sem sjást á myndinni eru Grasgiljatindur nær og Lambatungnatindur fjær með hvítan koll.
frá Páll Ásgeir
26.apr 2010, 22:26
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Hvaða dalur er þetta eiginlega?
Svör: 5
Flettingar: 2905

Re: Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Vísbending: Þú ert í réttum landshluta og það er gömul silfurbergsnáma í dalnum.
frá Páll Ásgeir
26.apr 2010, 21:43
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Hvaða dalur er þetta eiginlega?
Svör: 5
Flettingar: 2905

Hvaða dalur er þetta eiginlega?

Inn eftir þessum fagra dal liggur ágætur jeppaslóði langleiðina fram í dalstafn. Hvað skyldi þessi dalur heita?
frá Páll Ásgeir
26.apr 2010, 07:44
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun VII (lokið)
Svör: 13
Flettingar: 4153

Re: Myndagetraun VII

Þá er þetta Skinnhúfuhöfði við Hvalvatn.
frá Páll Ásgeir
25.apr 2010, 22:07
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun VII (lokið)
Svör: 13
Flettingar: 4153

Re: Myndagetraun VII

Við Hítarvatn er fell sem heitir Foxufell eftir tröllkonu. Giska á að þetta sé staðurinn.
frá Páll Ásgeir
25.apr 2010, 20:44
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun VII (lokið)
Svör: 13
Flettingar: 4153

Re: Myndagetraun VII

Kleifarvatn?
frá Páll Ásgeir
25.apr 2010, 09:36
Spjallborð: Getraunir og leikir
Umræða: Myndagetraun IV (lokið)
Svör: 16
Flettingar: 4035

Re: Myndagetraun IV

Hvernig á að setja inn myndir hérna?

kv

PÁÁ

Opna nákvæma leit