Sælt veri fólkið
Ég er að leita að 15x10 stálfelgu, jafnvel tveimur, með 5x139.7 gatadeilingu (5x5.5) því a.m.k. ein hjá mér er miðjuskökk. Bacspace virðist mér vera 10 cm (3.75”)
Kíkið nú í geymsluna, kannski leynist þar eitthvað.
Leit skilaði 28 niðurstöðum
- 02.mar 2019, 13:25
- Spjallborð: Dekk og felgur
- Umræða: Vantar 1 stk 15x10 5x139:7
- Svör: 0
- Flettingar: 1601
- 15.júl 2018, 17:54
- Spjallborð: Ferðir og færð á fjöllum
- Umræða: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
- Svör: 9
- Flettingar: 18923
Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
Jæja, ég fór um helgina hefðbundnu leiðina í Kerlingarfjöll. Ekki er ég viss um að hún hafi verið mikið skárri heldur en Gljúfurleitarleiðin; Kjalvegurinn er með endemum slæmur núna. Þvottabretti er ekki rétta orðið, holurnar eru að nálgast það að verða eins og þvottabalar að umfangi og dýpt. En þar...
- 10.júl 2018, 18:02
- Spjallborð: Ferðir og færð á fjöllum
- Umræða: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
- Svör: 9
- Flettingar: 18923
Re: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
Takk fyrir þetta. Athuga málið betur seinna í sumar. Ég gæti þess annars alltaf að fylgja bara merktum slóðum en þetta tiltekna tilvik fyrir ca. 11-12 árum var undantekning. Ég var orðinn eldsneytislítill og hreinlega varð að þrælast þessa síðustu metra utanvega því slóðin var horfin.
- 09.júl 2018, 17:43
- Spjallborð: Ferðir og færð á fjöllum
- Umræða: Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
- Svör: 9
- Flettingar: 18923
Þjórsárdalur-Kerlingarfjöll færð?
Sælt veri fólkið. Veit einhver ástandið á leiðinni inn í Kerlingarfjöll, austan frá? Heitir þessi slóði annars eitthvað? Ég fór þetta fyrir einhverjum árum og ætlaði hreinlega aldrei að komast síðasta spölinn. Vegurinn hafði sópast burtu í vatnsveðri og þegar ég komst loksins á leiðarenda eftir að h...
- 18.jún 2018, 15:25
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Loftventill
- Svör: 1
- Flettingar: 1738
Loftventill
Sælt veri fólkið.
Hvar fást svona loftventlar, eins og þessi á myndinni? Hann lekur smá hjá mér og það þyrfti að skipta um hann.
Hvar fást svona loftventlar, eins og þessi á myndinni? Hann lekur smá hjá mér og það þyrfti að skipta um hann.
- 10.jún 2018, 10:34
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Hraðamælisbreytir til sölu
- Svör: 0
- Flettingar: 1317
Hraðamælisbreytir til sölu
Er með ónotaðan Digitech hraðamælisbreyti til sölu á 6.500. Ætti að virka á flestalla bíla, þó ekki þá sem eru með hraðamælisbarka. Ef græjan virkar ekki hjá væntanlegum kaupanda má skila henni aftur til mín. Er í 105 Rvík, s. 891 6350
https://www.jaycar.com.au/corrector-spe ... e/p/AA0376
https://www.jaycar.com.au/corrector-spe ... e/p/AA0376
- 23.apr 2018, 21:46
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Læsing fyrir Dana 30
- Svör: 0
- Flettingar: 1047
Læsing fyrir Dana 30
SELT! Ég er með til sölu Spartan "posi-locker" fyrir Dana 30. Glænýtt - enn í pakkningunni. Ætlaði að setja þetta í framdrifið á Musso en kom því aldrei í verk og nú er bíllinn á sölu. Tombóluverð - kr. 23.000. Er í 105 Rvík, s. 891 6350. http://www.quickperformance.com/SL-D30-27--Spartan-...
- 27.jún 2015, 10:09
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Ryðhreinsun á undirvagni
- Svör: 0
- Flettingar: 816
Ryðhreinsun á undirvagni
Þá verður víst ekki undan því komist lengur að fara að sinna eitthvað ryði sem er farið að sýna sig í mínum annars ágæta Ssang Yong Korando. Ryðvörnin er víða flögnuð af og þá þarf varla að spyrja að leikslokum ef ekkert er aðhafst. Hvert væri hagstæðast að snúa sér varðandi sandblástur og síðan mál...
- 23.mar 2015, 14:20
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Korando ofhitnar
- Svör: 3
- Flettingar: 1625
Re: Korando ofhitnar
Þetta er silicone kuplingin a viftuspaðanum. Jú, mikið rétt, vifturspaðinn fer nokkra hringi ef maður snýr honum með hendinni þannig að ég þarf víst að taka upp símann og leita mér að svona kúplingu. Takk fyrir ábendinguna. 25/3 Úff, þetta stykki kostar um 40 þúsund í umboðinu, eru einhverjir aðrir...
- 20.mar 2015, 10:49
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Korando ofhitnar
- Svör: 3
- Flettingar: 1625
Korando ofhitnar
Sælt veri fólkið Korando jeppinn minn, '98 árg, 5 cyl 2.9 diesel, tók í fyrsta sinn upp á því síðastliðið sumar að hitna um of þegar ekið var upp langar brekkur og heitt var í veðri. Nægur og nýlegur frostlögur, reimar í lagi og allt virðist, svona í fljótu bragði vera eins og það á að vera. Ætti ma...
- 04.des 2013, 09:23
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Glóðarkerti
- Svör: 8
- Flettingar: 3810
Re: Glóðarkerti
Kistufell í Brautarholti selur þýzk Borg Warner (Beru) kerti sem hafa reynst mér mjög vel og eru ekki ýkja dýr.
- 27.okt 2013, 22:04
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Nú er það sótsvart
- Svör: 9
- Flettingar: 4186
Re: Nú er það sótsvart
Ég held að það sé enginn skynjari á loftinntakinu, tékka á pústgreininni.
- 24.okt 2013, 14:23
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Nú er það sótsvart
- Svör: 9
- Flettingar: 4186
Re: Nú er það sótsvart
Nei, það lækkar nánast ekkert olían milli smurninga. Mig grunar að þetta tengist spíssum og/eða olíuverkinu enda er gangurinn orðinn ögn grófari en hann var.
- 24.okt 2013, 13:35
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Nú er það sótsvart
- Svör: 9
- Flettingar: 4186
Re: Nú er það sótsvart
Það er ekki túrbína á vélinni.
- 24.okt 2013, 10:40
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Nú er það sótsvart
- Svör: 9
- Flettingar: 4186
Nú er það sótsvart
Jeppinn minn er tekinn upp á því að sóta smávegis. Það er óvenju vond lykt af útblæstrinum og púströrsendinn, ásamt næsta nágrenni, er ansi svartur. Þetta er 5 cyl Benz/Ssang Yong dieselmótor (ca. 150þús km) með gamaldags olíuverki. Ætti ég að byrja á að taka spíssana úr og láta yfirfara af einhverj...
- 20.sep 2013, 09:36
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Glóðarkerti - örnámskeið
- Svör: 4
- Flettingar: 2990
Re: Glóðarkerti - örnámskeið
Það er nú sennilega ekki mjög flókinn tölvubúnaður í þessum gömlu Benz-vélum sem voru notaðar m.a. í Musso. En ef (gula) ljósið í mælaborðinu fer að láta undarlega, slökknar t.d. ekki eftir að vélin er farin í gang, þá eru sennilega eitt eða fleiri kerti orðin léleg. og upplagt að nota viðnámsmælinn...
- 19.sep 2013, 22:10
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Glóðarkerti - örnámskeið
- Svör: 4
- Flettingar: 2990
Glóðarkerti - örnámskeið
Ég þurfti nýlega að finna bilað glóðarkerti í Korando jeppanum mínum og rambaði þá á þessa fínu síðu sem mér fannst mjög gagnleg: http://www.dieselgiant.com/glowplugrepair.htm
- 03.aug 2013, 16:50
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Hvað endist dragliður lengi?
- Svör: 16
- Flettingar: 5318
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Er alveg víst að smurt hafi verið í alla koppa á bílnum á þessari smurstöð sem þú átt þín viðskipti við? Einu smurkoppar þessa bíls eru á drifsköftunum og ég trúi vart öðru en að það sé smurt í þá alla ef farið er af stað með smurbyssuna á annað borð. Annað myndi vart sæma einni elztu og sennilega ...
- 03.aug 2013, 14:55
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Hvað endist dragliður lengi?
- Svör: 16
- Flettingar: 5318
Re: Hvað endist dragliður lengi?
Það voru endurnýjaðir bæði dragliður og krossar, það eina sem er í rauninni endurnýtt eru flansarnir á endunum. Bíllinn er smurður ca tvisvar á ári. Maður hefði nú haldið að þetta fengi alveg nóga út/inn hreyfingu á holóttum vegum þó það snúist ekki nema af og til.
- 02.aug 2013, 19:48
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Hvað endist dragliður lengi?
- Svör: 16
- Flettingar: 5318
Hvað endist dragliður lengi?
Ég varð frekar hissa um daginn þegar ég komst að því að dragliðurinn í framskaftinu á „mínum fjallabíl“ var orðinn nánast ónýtur á einungis 5 árum sem liðin eru síðan skaftið var endurnýjað hjá prýðisgóðu verkstæði á Vagnhöfða sem þið þekkið allir/öll. Ég er á lítillega hækkuðum 33“ Korando, tengi f...
- 05.jún 2013, 23:38
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Skoðunarraunir
- Svör: 21
- Flettingar: 8510
Re: Skoðunarraunir
Maður gæti vissulega bakkað út úr skoðunarstöðinni hvenær sem væri en ég efast um að skoðunargjaldið fengist endurgreitt.
- 05.jún 2013, 18:17
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Skoðunarraunir
- Svör: 21
- Flettingar: 8510
Skoðunarraunir
Ég fór með Korandóinn minn í skoðun um daginn. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nú brá svo við að þarna var eftirlitsmaður frá Bifreiðastofu, væntanlega í þeim erindagjörðum að sjá hvort starfsmenn skoðunarstöðvarinnar sinntu starfinu sem skyldi og fylgdu settum reglum. Ég s...
- 04.jún 2013, 09:03
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Framljósin fyllast af vatni
- Svör: 5
- Flettingar: 3521
Re: Framljósin fyllast af vatni
Þetta eru bara gamaldags kringlótt glerljós með gati fyrir H4 peru og venjulegri gúmmítúttu sem virðist í lagi en þéttir greinilega ekki nógu vel. Þau kosta þó samt um 25 þús. hvort ef ég man rétt. Það hefur hvarflað að mér að prófa einhverja hitaþolna feiti til að setja undir gúmmíið, hefur einhver...
- 16.maí 2013, 21:54
- Spjallborð: Almennt spjall
- Umræða: Framljósin fyllast af vatni
- Svör: 5
- Flettingar: 3521
Framljósin fyllast af vatni
Hvaða brögðum eru menn að beita til að framluktirnar fyllist ekki af vatni ef maður þarf að komast yfir smá poll? Ég er á Ssang Yong Korando og sýnist gúmmíhosurnar utan um perustæðin vera í alveg ágætu standi en samt þarf ég að þurrka vatn og jökulaur innan úr luktunum eftir nánast hverja fjallaferð.
- 20.júl 2012, 17:48
- Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
- Umræða: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
- Svör: 7
- Flettingar: 3556
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Jæja, loksins fannst lausn á þessu. Dragliðurinn niður í stýrisvélina var gróinn gjörsamlega fastur og þess vegna var þetta bank sem leiddi upp í stýrið. Nýr kominn í og málið dautt.
- 08.júl 2012, 12:02
- Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
- Umræða: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
- Svör: 7
- Flettingar: 3556
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Ég held að næsta skref sé að taka úr báða framdemparana og bera þá saman. Víxla þeim kannski og sjá hvort vandamálið færist yfir á hina hliðina. Ættu ekki annars örugglega að vera gasdemparar bæði að aftan og framan í svona 33" jeppa?
- 07.júl 2012, 19:31
- Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
- Umræða: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
- Svör: 7
- Flettingar: 3556
Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Þetta er ekki demparagúmmí, þau eru í fínu lagi. En ég tékkaði aðeins á demparanum sjálfum núna áðan og fannst hann undarlega mjúkur að ýta honum út og inn. Hafi þetta verið gasdempari er hann líklega bilaður.
- 07.júl 2012, 12:58
- Spjallborð: Breytingar, viðhald og viðgerðir
- Umræða: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
- Svör: 7
- Flettingar: 3556
Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Sælir - þetta er fyrsti pósturinn minn hér og nú eru góð ráð dýr. Ég á Korando jeppa '98, ekinn ca 130þ, og ég fæ óþægilega hávært bank öðrum megin að framan þegar ekið er í holur, eða á malarvegi. Demparafestingin virtist í lagi svo það næsta sem mér datt í hug var að skipta um tengistautinn frá ba...